Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1974 33 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 15 þetta gamanleik. En samt finnst mér þá eins og leikstjórinn hafi brugðizt í tveimur mjög mikil- vægum atriðum. — Og hver eru þau? — I fyrsta lagi á kokkállinn að vera gamall og ljótur, en ekki ungur og geðfelldur maður... Jóakim deplaði augunum undrandi yfir þessu hóli leynilög- reglumannsins, en sagði aðeins: — Og hitt er? — I öðru lagi á ungur og hress maður að vera reiðubúinn að taka við brúðinni — annars getur ekki orðið nein skemmtun úr þessu. Og nú þætti mér fróðlegt að vita: Hvar er þessi ungi maður? Það brakaði í körfustólnum, þegar Jóakim settist snögglega upp. — Já, sagði hann einkennilegri röddu. — Mér leikur einnig hug- ur á að vita það. En því miður hef ég ekki þekkt mfna hjartkæru unnustu svo lengi, að ég hafi get- að fengi.ð hana til að segja mér nein dulúðug leyndarmál... Hann virtist niðursokkinn í hugsanir sfnar, en reyndi að herða sig upp, þegar Dina Richardsson kom til þeirra og bætti þá við illkvittnislega: — En þarna kemur kannski manneskjan, sem gæti hjálpað okkur. Dina pírði brún augun og sagði stuttlega: — Hjálpað ykkur með hvað? — Hjálpað okkur að reyna að grufla upp, hvert min unaðslega, en furðulega brúður hefur farið. — Nú skil ég ekki! Hún vissi augsýnilega ekki, hvort hún átti að taka þetta í grini eða verða fokvond. — Þú ert ekki með öll- um mjalla! I gær harðneitar þú að trúa mér, þegar ég segi að hún sé horfin og daginn eftir gefurðu í skyn, að ég sé í slagtogi með henni. Jóakim tók stóran viskísopa. — Hver, sagði hann hátíðlega — var bezti vinur Anneli? Hverj- um sagði hún öll sín leyndarmál? Er fært að trúa því, að hún hafi tekið ákvörðun á borð við þessa án þess að ráðfæra sig við æsku- vinkonu sína? Dina greip andann á lofti og Christer sagði kuldalega: — Þér gleymið einu, Kruse. Við höfum ails engar sannanir fyrir því, að hún hafi horfið af fúsum og frjálsum vilja... Jóakim hrökk við og svipur hans lýsti vantrú og ógeði. — Eruð þér að gefa í skyn, lögregluforingi,... að henni hafi verið rænt? — Það hef ég aldrei sagt. Þau störðu bæði á hann, þegjandi, kvíðinn. Dina skalf af kulda þrátt fyrir veðurblíðuna. — Eg.. .ég verð vist að skreppa heim augnablik. Christer reis á fætur. — Ég kem og sæki þig klukkan sjö. Hún brosti dauflega. — Ágætt! En.. .en á ég að segja þér dálftið! Ég... ég vildi helzt ekki þurfa að vera í síðum kjól, ég er ekki í skapi til að klæða mig upp á, Christer. Og þó að honum væri nákvæm- lega eins innanbrjósts og henni hvað þetta snerti þá hryggði það hann engu að síður að verða þess var, að hún var ekki lengur glað- lega og áhyggjulausa unga stúlk- an, sem hann hafði talað við fyrr um daginn. Áður en hann hélt frá Sjávar- bökkum barði hann kurteislega á svefnherbergisdyrnar og spurði, hvort hann mætti segja orð við Egon Ström. Egon læddist fram og bað hann að hafa hljótt: „Hún er sofnuð," sagði hann og dró hann með sér inn í aðra stofuna. Hann sagði, að sér fyndist ekki hægt að bíða lengur með að aug- lýsa eftir Anneli og að lögreglan yrði nú að láta til skarar skríða. Egon Ström strauk sér um grátt hárið og endurtók enn þau rök, sem kona hans hafði komið með fyrr. — Enn verður þá hneykslið ekki enn meira? Fullorðin stúlka hlýtur að hafa leyfi til að fara að heiman frá sér án þess maður sigi strax á hana lögreglunni? Og Anneli er alls ekki vön... — Hún er alls ekki vön að vera með skrípalæti eða fíflagang, sagði Helena Wijke. Og einmitt þess vegna er þetta svo ótrúlegt. Hvaða skýringu, sem við reynum að finna, dugir engin til. Annað- hvort var henni rænt og er haldið einhvers staðar nauðugri eða hún hefur farið af frjálsum vilja og það er í sjálfu sér dularfylira en með orðum verður lýst. Og við getum ekki varið fyrir sjálfum okkur að sitja með hendur í skauti og hafast ekkert að. Egon Ström leit þakklátur á Helenu. — Þú segir einmitt það, sem ég hef verið að hugsa um. En þið vitið, hvernig Gretel er. Og ég lofaði henni.. . Hann gekk órólegur fram og aftur um gólfið. Hann leit öðru hverju- hikandi að svefnher- bergisdyrunum. Loks andvarpaði hann þunglega og sagði: — í fyrramálið! Ef hún hefur ekki látið heyra frá sér i fyrra- málið... Skilaðu kveðju til Berggrens og segðu honum, að þá megi hann hefjast handa! Á heimleiðinni sagði Christer við móður sína, er þau gengu samsíða I áttina að húsi hennar og gætti fyrirlitningar í rödd hans: — Ekki datt mér í hug að hann væri svona háður Gretel.. .Hann virtist vera sæmilega sjálfstæður maður og ætti að vera fær um að taka ákvarðahir... Nú var komið að Helenu að andvarpa. — Það var nákvæmlega svona í fyrra hjónabandi hennar lika. Stundum dettur mér í hug, að hún hreinlega kúgi umhverfi sitt með ráðvillu sinni og kjánalegu hjálparleysi. Það er alls ekki hægt að ræða við Gretel, hún virðist alls ekki skilja um hvað er verið að tala. En þrjózkari er hún en skoll- inn sjálfur. Eina leiðin til að hafa frið er að klappa henni á kinnina og segja, að maður skuli gera það, sem hún vill, og ekki annað ... Og VELVAKAIME3I '^lvakandi svarár ! sima 10-100 0 30 — 11 30, frá mánudegi tudags Hér er bréf frá manni, sem kallar sig sauðavin, en ekki virð- ist hann siður bera hag mann- skepnunnar fyrir brjósti: „Ég átti erindi á öskuhauga- svæði Hafnfirðinga nú í gær. Sóðaskapurinn þar er svo yfir- þyrmandi og svínaríið svo voða- legt, að móðurmál okkar á ekki nægilega sterk orð til að lýsa þvi rétt. Manni verður á að hugsa sem svo: Er þetta samfélag svo skít- blankt og aumt, að það hefir ekki efni á að koma frá sér rusli á sómasamlegan hátt, eða eru það raktir sóðar, sem stjórna þarna málum? Það var nú raunar ekki þetta, sem ég ætlaði að koma á fram- færi, þótt ærið tilefni sé til að fletta ofan af þessu svinaríi, held- ur var það sú staðreynd, að í öllu gumsinu þarna var fullt af sauð- fé. Féð óð þarna um haugana og át það, sem það krafsaði upp úr óþverranum. Þarna er auðvitað alls konar lostæti fyrir sauðfé, svo sem rakblöð, glerbrot, allskonar gömul í Ilát, sum með ónýtum lyfjum, sárabindi og sitthvað, sem til fellur frá sjúkrahúsi Hafnfirð- inga, auk úldinna matvæla, sem Hafnfirðingar fleygja frá sér. Hvað segir Heilbrigðiseftirlitið um svona nokkuð? Er þetta kannski lambakjötið, sem verður á jólaborði okkar i ár? Ég held, að yfirvöld, sem svona svínari varðar, ættu að fara þarna upp i hraunið og skoða viðbjóð- inn, — skoða þessa uppeldisstöð kvikfjárræktarmanna í Hafnar- firði. Sauðavinur.“ Ja, Ijótt er, ef satt er, og út af fyrir sig er kannski ekki ástæða til að rengja þetta. Hins vegar þarf náttúrlega eng- in að búast við því, að sorphaugar verði nokkurn tima beinlinis þrifalegir staðir, en ýmislegt má þó til varnaðar verða. Sorphaugar okkar Reykvíkinga eru rammgirtir, þannig að yfir girðinguna kemst enginn nema fuglinn fljúgandi, og svo er stað- urinn einungis opinn á ákveðnum timum. Á þessum tímum er jafn- an vörður á staðnum, og mætti segja okkur, að varla verði betur séð um þessi mál en gert er af borgaryfirvöldum hér i Reykja- vík. Hins vegar þarf engum að detta í hug, að öll sveitarfélög hafi ráð á að viðhafa jafnfullkom- inn viðbúnað og stærsta sveitar- félag landsins, en vitaskuld verð- ur að hafa einhverjar lágmarks- kröfur. Annars væri fróðlegt að heyra álit fleiri manna á þessu máli. 0 Munurinn Nýlega var Velvakandi á ferðalagi á meginlandinu, sem kannski er ekki í frásögur fær- andi, nema helzt vegna þess, hversu alltaf er gott að koma heim aftur úr slikum reisum. Daginn eftir heimkomuna var farið i matarinnkaup í stór- verzlun Silla og Valda í Glæsibæ. Þetta var á föstudagskvöldi og mikill mannfjöldi var að gera inn- kaup til helgarinnar. Með í för- inni var barnungi einn, og þegar komið var með vörurnar að kass- anum var þar löng biðröð. Seint og um siðir kom að því, að hægt var að fara að borga, en þá var kominn galsi í barnið, sem vildi fara í búðarleik við afgreiðslu- stúlkuna. Stúlkan lét sem ekkert væri, gaf sér góðan tíma til að tala við krakkann og gerði að gamni sinu. Þegar hér var komið sögu, þótti fylgdarmanni barnsins nóg um og fór að hafa áhyggjur af viðbrögð- um allra þeirra, sem voru aftar i biðröðinni. En — ekki einn einasti setti upp fýlusvip eða fór að reka á eftir, heldurvarfylgzt með þess- um hversdagslega atburði með góðlátlegt bros á vör. Velvakandi leyfir sér að full- yrða, að svona lagað er næsta fá- títt annars staðar, svo ekki sé meira sagt. Og þá verður manni auðvitað hugsað til þess, hvort það hljóti ekki að vera öllum auðskilið, að hvergi er eins gott að vera og hér á Islandi. 0 Góða veðrið hefur sín áhrif Velvakandi var einn þeirra 50.000 Islendinga, sem héldu á Þingvöll um helgina, og heyrði eftirfarandi athugasemd þar: „Mikil lifandis ósköp hlytum við tslendingar að verða góðir, ef hér væri alltaf svona gott veður“. Ætli það sé ekki þó nokkuð til í þessu? Á Þingvöllum voru allir i hátiðarskapi, sólin vermdi bæði sál og líkama, og varla er hægt að hugsa sér, að þessi mikla hátið hefði getað farið betur fram. Hins vegar var það svo sem eftir öðru, að kommúnistar gætu ekki horft upp á fólkið i landinu halda hátið i friði án þess að setja þyrfti þar blett á, þótt ekki hafi þvi verið trúað að óreyndu. Viðbrögð fólks, þegar her- stöðvaandstæðingar breiddu úr bleðli sínum með áletruninni „Is- land úr NATO — herinn burt“ voru ekki reiðuóp eða ofstopi, heldur leiði og sorg. En viðbrögð við ósmekkvísi og virðingarleysi Ragnars Arnalds ræðumanns Alþýðubandalagsins á þingfundinum voru hneykslun. Það að brydda á pólitísku ágreiningsmáli á þessarri stundu á þessum stað var ræðumanni og flokki hans til skammar, en þjóð- hátíðargestum til leiðinda. Háspenna j kemst inn á {jarðskauts- \taugar BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá Raf- magnseftirliti rfkisins: i Hinn 17. júlí 1974 varð banaslys ▼ af völdum rafmagns að Svarfhóli, ▼ Miðdalahreppi, Dalasýslu. Starfs- 4 maður Rafmagnsveitna ríkisins, ♦ Ólafur Eggertsson, 16 ára, varð ♦ fyrir raflosti, er hann ásamt 4 tveimur vinnufélögum var að 4 vinna að þvi að einangra jaTð- < > skautstaugar á spennistöðvar- < > staur í háspennudreifilínunni. Til að einangra skauts- ' * taugarnar var komið fyrir plast- *' pipum utan um þær úr jörðu og upp fyrir seilingarhæð. Til þess að smeygja pípunum á taugarnar þurfti að leysa sundur tengingu, sem er á staurnum. Áður en teng- ingin var leyst í sundur var komið fyrir samsíða tengibandi, sem J |gert var úr einangruðum vfr með Tgripklemmum á endum. Búið var {^að ganga frá samsíðatengingunni ((og losa f sundur jarðskauts- Ttaugarnar á staurnum, er slysið varð, og var Ólafur að losa jarð- veg betur frá jarðskautstaug- unum niður með staurnum, en hinir mennirnir að koma einangr- unarpipum fyrir. Neðri endi tengitaugarinnar, sem var tengdur jarðskautsvir- unum niðri við jörð, mun hafa losnað af og virðist Ólafur hafa gripið um hann. Annar samstarfs- manna Ólafs stóð við hlið hans og varð þess strax var, er Ólafur , fékk raflostið. Tókst honum að ▼ slíta vfrinn svo til strax úr hönd- 4 um Ólafs og úr staurnum, þar eð 4 hann var með sérstaklega einangrandi hanzka á höndum. Hinn starfsmaðurinn, sem stóð í stauraskóm nokkuð uppi í staurn- um, stökk þá niður og hljóp heim 4 að bænum til að kalla á læknis- i > hjálp. Sá, er eftir var, hóf þegár lífgunaraðgerðir með blástursað- ferðinni og hjartahnoði. Var þeim haldið áfram allt þar til læknir taldi frekari aðgerðir vonlausar. & %\GGA V/6GA i 1/LViRAK/ i > Við rannsókn á tildrögum slyss- oins samdægurs og daginn eftir < >kom f ljós, að bilun var í spenn- < rinum fyrir bæinn og olli sú bilun < >þvi, að háspenna komst inn á lág- < > spennuhlutann og þar með á jarð- < > skautstaugarnar. ' * Þess má geta, að þeir sömu ' ' menn, sem hér um ræðir, höfðu '' áður framkvæmt sams konar ° breytingar á 25 spennistöðvum ' ' við þessa háspennulinu. '' Nokkur atriði varðandi slysið ' ► eru enn í athugun hjá Rafmagns- ' > eftirlitinu, en af þeim athugun- ' > um, sem fram hafa farið, virðist < > Ijóst, hvernig slysið vildi til eins < > og að framan greinir. > Reykjavik, 24.07.1974. <> Rafmagnseftirlit rfkisins. 2ttov0imWatut> MARGFALOAR I W i « 1111' ( f) . \»,, , i . ( I MARGFALDAR VÁ KAWNSVC/ 1|Yí/ 1'IL KOH/NM A9 vm mi imm)/\ mmAswií lAiJÍílfflpiíBiíJ' JHovönnl)Iat>it> MARGFALDAR r» iii i d ji Kz | j v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.