Morgunblaðið - 31.07.1974, Page 32

Morgunblaðið - 31.07.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974 Fyrsta bréfið Smásögur eftir Rudyard Kipling Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir Einu sinni á forsögulegri tíð var uppi frumstæður maður. Hann var hvorki djöfull, engill né seiðmaður, sem hann hefði getað verið, mínir heittelskuðu, en það skiptir engu máli hvers vegna. Hann var frum- stæður maður og lifði hellisbúalífi í helli og gekk heldur fáklæddur. Hann var ólæs og óskrifandi og langaði ekki minnstu vitund til að læra slíkt. Hann var yfirmáta hamingjusamur, nema þegar hann var svangur. Hann hét Tegúmaí Bopsúlaí og það táknar: „Maðurinn, sem flýtir sér ekki að borða.“ En við, mínir heittelskuðu, skulum stytta nafnið hans í Tegúmaí. Konan hans hét Teshúmaí Téwindrów, en það merkir: „Konan, sem spyr alltof margs.“ En við, mínir heittelskuðu, köllum hana bara Teshúmaí. Og litla dóttir hans hét Taffímaí Metallúmaí, en það er nafnið á „þeirri litli, ókurteisu, sem ætti að hýða.“ Ég ætla að kalla hana Taffí. Og Tegúmaí Bopsúlaí elskaði hana heitt og mamma hennar unni henni mjög og hún var ekki hýdd jafnoft og hefði verið henni hollt. Og þau voru hamingjusöm öll þrjú. ae /s -C Höfrungurinn er talin skynsöm skepna. Einna skýrast kemur það fram, er hann verður fyrir árás erkiðvinarins — hákarlsins, sem er álfka stór. Verði höfrungur fyrir, skyndilegri árás hákarls og undankoman virðist tvfsýn sendir hann frá sér neyðarkall. Höfrungar, sem það greina, koma þá strax þessum bróður tii hjálpar og áður en langt um Ifður hafa þeir umkringt hákarlinn og ráðast þá gegn honum og yfirbuga. Taffí hljóp á eftir Tegúmaí, pabba sínum, þegar hún komst á legg og stundum komu þau ekki heim til hellisins fyrr en þau voru orðin svöng og þá sagði Teshúmaí Téwindrów: „Hvernig í ósköpunum fóruð þið að því að verða svona skítug? Þú ert ekkert skárri en hún Taffí, Tegúmaí!“ Hlýðið nú á mín orð! Tégúmaí Bópsúlaí fór dag nokkurn um bjóraskóg- inn að Wagaí-fljótinu til að veiða karfa í matinn með fiskispjóti og Taffí fór með honum. Spjót Tegúmaís var úr trjávið og hákarlstennur á enda þess, en áður en honum tókst að fanga nokkurn fisk, braut hann spjótið óvart, þegar hann sló því of fast við fljóts- botninn. Þau voru í margra mílna f jarlægð að heiman ( þau höfðu vitanlega nesti meðferðis) og Tegúmaí hafði steingleymt að taka með sér aukaspjót. „Þetta er geðslegt!“ sagði Tegúmaí. „Ég verð hálfan daginn að gera við þetta.“ „Þú átt stóra, svarta spjótið heima,“ sagði Taffí. „Ég skal hlaupa heim í hellinn og biðja mömmu að afhenda mér það.“ „Litlir, feitir leggir geta ekki hlaupið alla þá leið,“ sagði Tegúmaí. „Svo gætirðu drukknað í bjórmýr- inni. Við verðum að gera það bezta úr því versta.“ Hann settist niður og tók upp leðursaumatöskuna, sem í voru hreindýrssinar og leðurræmur, auk þess sem þar var vax og feiti, og hóf að gera við spjótið. Taffí settist niður og gutlaði í vatninu með tánum og studdi hönd undir kinn niðursokkin í hugsanir sínar. Loks sagði hún: „Finnst þér það ekki óþolandi, að við erum óskrif- andi, Pabbi? Við gætum skrifað bréf og beðið um nýtt spjót, ef við kynnum að skrifa.“ „Ég hef margbannað þér að nota orðið óþolandi, Taffí,“ sagði Tegúmaí. „Þú átt ekki að taka þér orðið ÓÞOLANDI í munn, en það hefði samt verið gott að geta skrifað heim.“ I þeim svifum kom aðkomumaður að fljótinu. Hann var af fjarlægum ættbálki, sem hét Téwara og kunni ekki orð í máli Tégúmaís. Hann stóð á ár- bakkanum og brosti til Taffí, því að hann átti litla dóttur heima. Tégúmaí tók dádýrssin úr saumaskjóð- unni sinni og hóf að gera við spjótið. „Heyrðu,“ sagði Taffí. „Veiztu, hvar hún mamma á heima?“ ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftirJón Trausta. Hjalta saman í hjónaband. Slíkt hjónaband var ólöglegt, og þá eins gott að vera alveg án þess. En djarflegt var tiltæki hennar, það játuðu allir, og henni einni líkt. Ekki var heldur verið að fara með þetta í neina launkofa. Heimilislífið hafði stórbatnað. Húsmóðirin var síglöð og ánægð og góð við alla. Hjúin og landsetamir virtu hana og elskuðu miklu meira en áður. Ástin gerði hana glaða og sæla, og síðan börnin fæddust, var sífellt sólskin og yndi í kringum hana. Iijalti var lika orðinn allur annar maður. Hann hafði vaxið og þroskazt svo fljótt, að nairri þvi sætli undnim. Ilann var cnn ekki nema um tvítugt. en samt leit út fyrir, að liann hefði náð fulltun likarnsþroska. Og í dag- fari var hann þroskaður langt yfir aldur fram. Nú voru ]>eir dagar löngu liðnir, að hann hefði yndi af að storka heimilisfólkinu eða hreykja sér af dálæti húsmóður- innar. Nú var hann Jjós á heimilinu. Hann hélt að vísu við íþróltum sinuni. en ingði jafnframt stund á aðrar nýjar. Ilann var orðinn jnanna be/.t skrifandi og skrifaði upp gamlar bækur, sumar á káifskinn, eiris og gert hafði verið i ganila daga. en suniar á pappír, sem nú var óðujn að ryðja s("'f íil íúms. Ilann dró upphafsstafi framan i kapitula hand- ritanna með frába rum smekk og hugvitssemi, og allur frá- gangur á handriluni Iians var hinn prýðilegasli. Flestar þessar bækur voru hetjusögur fornaldarinnar. Þær urðu honum sá heimur, sem hugur hans reikaði langoftast i. Þar fann hann þá menn, sem hann feginn vildi líkjast. Og þar fann hann konur, sem önnu svipaði mikið til, — konur, sem elskuðu fram í dauðann, konur, sem ríktu eins og drottningar, konui-, scm ekki létu hlut sinn fyrir neinum. Jafnframt lagði hann stund á hagleik. Anna lét gera hon- um smiðahús við bæinn, þar sem hann gat stundað smíðar, þegar honum sýndist. Þar smíðaði hann marga fagra og fá- séna gripi, bæði fyrir hennar bú og annarra. Búið á Stóru- borg smáyngdist upp í höndunum á lionum. En margsinnis tók hann kærustu smiðisgripina sína inn með sér á kvöldin og sat með þá í svefnlofti önnu. Þvi að skurðarhagleikurinn var það, sem hann langaði mest til að iðka, og í þcirri liagleiksgj'ein tók hann brátt öllum öðrum fram. Hann var ætið glaður og góður, einlægur og áhyggjulaus, — hreinn og hlýr, eins og vorhiminn. Ilann elskaði önnu og elskaði börnin af öilu hjarta sínu, og fyrir hana og þau vildi hann allt vinna. Og hann treysti önnu og varpaði öllum áhyggjum sinum á hana. Anna var líka sæl í ást sinni, en hún var þó ekki eins sæl. Hún gleymdi sér ckki í sælunni á sama hátt og Hjalti. Ætið stóð á bak við gleði hennar eitthvað kalt og hart, eittlivað ógn- andi og glottandi, sem starði á hana. Það var hugsunin um mcÖmorounkof finu — Eg vona, að hann hafi ekki misreiknað sig og grafið I átt að dýragarðinum ... — Jæja þá, fröken Lára, við sjáumst á flóðinu ... — Það var mjög erfitt að búa það til, — en ég er viss um, að það verður mikil framtfð I svona hlut, þegar fram lfða stundir. — Pabbi varaði mig viðgiftum konum á börum, svo að ég tek konuna mfna aldrei út með mér...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.