Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974 25 BertH Zachrisson kennslu- málaráðherra Svfþjóðar kom ásamt öðrum sendinefndar- mönnum Svfa á þjóðhátfðinni f heimsókn f Landsbókasafnið sl. mánudag, þar sem þjóðar- gjöf Svfa hafði verið komið fyrir. — Hér á myndinni sést, er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður ávarpar gest- ina. Haraldur Sigurðsson bókavörður: Þióðargjöf Svía Fjöldi merkisrita o.fl. berst Landsbókasafni. Meðal annarra góðra gjafa, sem íslenzku þjóðinni berast á minn- ingarári, er ágæt bókagjöf frá Svíum, sem nú hefur verið afhent Landsbókasafni. Ef til vill má líta á hana sem eins konar framhald merkilegrar gjafar, sem þeir færðu okkur á öðru hátíðarári, þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Þetta er nokkuð á þriðja hundrað rita, sum stór og f mörgum' bindum. Þar mun vera að finna bækur um flesta þætti sænsks þjóðlffs og menningar auk sænskra uppsláttar- og fræðirita um almenn efni: þjóðfélags- og uppeldismál, sögu, bókmenntir og listir. Margt er hér bóka um sænska bókfræði, þar sem saman er komin furðu margháttaður fróðleikur fyrir hvern þann, sem fýsir að kynna sér til nokkurrar hlftar það, sem er og hefur verið að gerast með Svium á undan- förnum árum, ekki sízt á menn- ingarsviðinu. Nokkuð er hér ágætra rita um sænska lærdómssögu. Þar er til að mynda hið kunna Lychnos- Bibliotek, mikið safn eldri sænskra vísindarita í nýjum og vönduðum útgáfum og rann- sóknir á þeim og straumum og stefnum, sem farið hafa um menningar og vísindalff Svfa síðustu aldarinnar. Birgitta helga var mikill höfuð- skörungur kaþólsrar kristni með Svíum og kona ekki einhöm. Henni opinberaðist margt duldra hluta og ugglaust merkilegra. Það er meira en líklegt, að Svfar séu nú orðnir vantrúaðir á sumt af Sumarstofnun 1 stærð- fræði hér á landi Á SlÐASTA ári lét prófessor Leifur Ásgeirsson af starfi við sVinV'í" totands Leifur hafði þá í sfæröf embætti Prófessors stærot ræJP^1. .^'Ó .háskólann frá 1945. I þessu tilefni bundust Islenzka stærðfræðafélagið, stærðfræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar, stærðfræði- stofa og reiknistofa Raunvfsinda- stofnunar háskólans samtökum um að hrinda f framkvæmd hug- mynd Leifs um sumarstofnun f stærðfræði. Sumarstofnunin skyldi hafa um það forgöngu að hióða hingað til lands kunnum Olíulindir Vene- zuela þjóðnýttar mnan ars Caracas, Venezuela, 29. júlí AP FORSETI Venezuela, Carlos Andres Perez, sagði á blaða- mannafundi f dag, að olfuiðnaður landsins yrði þjóðnýttur innan árs, — en hann er nú að mestu I höndum útlendinga. Sömuleiðis sagði hann, að járniðnaður, sem að mestu er í höndum Bandarfkj- anna, yrði þjóðnýttur, svo sem hann hefði boðað 29. apr. sl. Við- ræður um það eru þegar hafnar milli stjórna Venezuela og Bandarfkjanna. Venezuela er fimmti stærsti olíuframleiðandi í heimi, dags framleiðsla um 3.1 milljón tunn- ur, og þriðji stærsti olfuútflytj- andinn. Helzta viðskiptalandið er Bandaríkin, þangað eru fluttar 1.3 milljón tunnur á dag. því, sem þessi ágæta völva sá fyrir sér á 14. öld. En hún er nánast upphaf bókmennta með Svíum. Þess nýtur hún nú með fornri helgi, og hér eru komnar vand- aðar útgáfur opinberana hennar, bæði á latínu og i sænskum þýð- ingum. Margt er hér bóka um sögu Svia og land þeirra. „Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,“ var einhvern tíma sagt. Lesandinn er að litlu bættari, þó að heiti þeirra séu talin upp. Ég verð þó að hrella hann með þvf að brjóta þessa ágætu reglu og nefna fáeinar þeirra: Sankt Eriks ársbok 1903—’73 fjallar um byggðasögu; Slott och herresáten f Sverige, mikið praktverk í 18 bindum; Den svenska historien, gefin út á árunum 1966—’68, og Svenska turistföreningens ársskrift, 89 árgangar, þar sem saman er dreginn mikill fróðleikur víðs vegar að um landið. Töluvert er hér af bókum, sem fjalla um sögu einstakra héraða og borga, og all- margt ævisagna, þeirra á meðal sjálfsævisaga Tage Erlanders fyrrum forsætisráðherra í tveimur bindum. Af mörgum bókmenntum er fremur fátt. Þar er þó að finna heildarútgáfu á ritum Frödings i 16 bindum og Strindbergs í 55 bindum, sem safnið átti raunar fyrir, og bréfa hans i 14 vænum bindum. Þó að bókagjöfin fjalli einkum um Svíþjóð á vorum dögum þá eru hér nokkrar eldri bækur. Svíar hafa ekki látið sig muna um að ljósmynda hluta sumra þeirra, ef ekki var hægt að hafa upp á þeim á annan hátt. Flest eru þetta ferðasögur frá sfðara hluta 18. aldar og byrjun hinnar 19., þar sem sænskir ferðalangar leggja leið sina heima og erlendis og segja frá því, sem ber fyrir augu. Þeirra á meðal eru ferðasögur Pehr Kalms um nokkur héruð Svíþjóðar og Norður-Amerfku (hin siðastnefnda er raunar á hollenzku, en Landsbókasafn á sænsku útgáfuna). Bók þessi kom út um miðja 18. öld og birti mönnum um norðanverða Evrópu fyrsta glögga yfirlitið um megin- land það hið mikla, sem nú eru Bandarikin og Kanada, og það mannlif, sem þar var þá á ferli. Einhverjir kynnu að sakna þess, að ekkert af ferðasögum Linnés er með, en Landsbókasafn á margt þeirra og það munu þeir, sem söfnuðu í gjöf þessa, hafa vitað. Ekki verður lokið svo við þessa stuttu frásögn að minnast ekki á útlit og frágang bókanna. Margar þeirra eru bundnar i það band, sem útgefendur bjuggu þeim. Aðrar eru bundnar með mikilli prýði og ugglaust ekki minni kostnaði í drifhvitt bókfell. Slíkar bækur hljóta að vera hið mesta augnayndi hverjum, sem gaman hefur af að handleika og leiða sjónum fagrar bækur. Bókagjöfinni fylgja forkunnar- góð hljómburðar- og upptöku- tæki. Þeim fylgir. og töluvert af hljómplötum með ýmsu efni, þar sem meðal annars má heyra raddir ýmissa merkra Svía, stjórnmálaskörunga, skálda og annarra mætra manna. erlendum stærðfræðingum. Þannig yrði rofin sú einangrun íslenzkra stærðfræðinga, sem Leifur hafði þó sjálfur mátt búa við. Islenzka stærðfræðafélagið stofnaði í þessum tilgangi sjóð, sem margir félagsmanna og vel- unnarar Leifs hafa lagt fé til. Auk þess mun Háskóli Islands taka þátt í kostnaði sumarstofnunar- innar á þessu ári. Nú hafa nokkrir víðkunnir stærðfræðingar þekkzt boð sumarstofnunarinnar um að dvelja hér um tíma I sumar og halda hér fyrirlestra og vinna með íslenzkum starfsbræðrum sínum. Má hér nefna próf. Erdös frá Ungverjalandi, sem dvaldi hér í viku um mánaðamótin júní—júlí, próf. Gárding frá Svíþjóð og próf. Engeler frá Svisslandi dvelja hér um þessar mundir I um 3 vikur, próf. Sig- urður Helgason MIT er hér I heimsókn eins og oft áður og síðar eigum við von á próf. E.M. Alfsen frá Noregi og próf. W. Klingen- berg frá Þýzkalandi. Loks mun próf. W. Bade frá háskólanum I Berkeley staldra við hér á leið sinni austur um haf I byrjun ágúst. F.h. sumarstofnunar í stærð- fræði, Eggert Briem, form. ísl. stærðfræðafélagsins Ilalldór Guðjónsson, form. stærðfræðaskorar Halldór I. Elíasson, forstöðum. stærðfræðistofu R.H. Þorkell Helgason, forstöðum. reiknistofu R.H. Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað er hjá Agli Frá Ameríku: BROUGHAM Verðlaunabfll frá AM Lúxusútgáfa. Fæst m.a. með innréttingum teiknuðum af OLEG CASSIIMI American Motors Allt á sama stað Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.