Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 136. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. JULÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samkomulag í Genf: Atla Dam sýnt banatilræði Þórshöfn 30. júlí — Frá Jögvan Arge, fréttaritara Mbl. f Færeyjum. ATLA Dam, lögmanni Færey- inga, var sýnt banatilræði á þriðjudag. Særðist hann á fótum, þegar skotið var á hann tveim skotum úr haglabyssu. Dam var fluttur á Landssjúkrahúsið, þar sem læknar segja, að hann sé við góða heilsu og fái væntanlega að fara aftur heim á morgun. taki á byssuhlaupinu með annarri hendi og beindi því niður, svo að skotið fór í fótinn á honum. Þegar seinna skotið reið af, hafi hann náð taki á byssunni með báðum höndum, en skotið kom þá í lærið. Tókst lögmanni að ná byssunni af manninum og rak hann út með byssuna á lofti. Kallaði Atli Dam á nágranna sinn og bað hann að fara á eftir manninum. Náði granninn hon- um og urðu nokkrar stimpingar, en skotmanninum tókst að sleppa eftir að hafa náð hálstaki á ná- granna lögmannsins. Lögreglan hafði þó fljótlega hendur í hári hans. Lögreglan hefur nú kært mann- inn fyrir morðtilraun og áttu rétt- arhöld aðhef jastseintí gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar keypti maðurinn byssuna á Framhald á bls. 35 Utanrfkisráðherrar Grikklands, Tyrklands og Bretlands á Callaghan og Gunes. friðarviðræðunum f Genf. Frá vinstri: Mavros, Getur leitt til skiptingar Kýpur Atli Dam. Þetta gerðist um eitt leitið í dag, þegar 29 ára gamall maður réðst inn á heimili lögmannsins í Grundadal í Þórshöfn. Hafði mað- urinn fimm skota byssu með sér og náði að hleypa tveimur af, áður en lögmanni tókst að ná byssunni af honum. Maðurinn kom niður að húsi lögmanns með bifreið, en hann hafi beðið bílstjórann um að aka sér þangað, því hann þyrfti að koma pakka til Atla Dam. Þegar maðurinn var kominn upp á tröppurnar, sáu mennirnir tveir, sem í bílnum voru, að hann tók byssu úr umbúðunum, og flýttu þeir sér þá í næsta síma til að vara lögmanninn við. Þegar maðurinn kom inn á skrifstofuna til lögmannsins, stóð hann og talaði í símann við þá, sem höfðu séð manninn taka upp byssuna. Áður en manninum tókst að hieypa af, náði lögmaður Genf, Aþenu, Ankara 30. júlí —AP. TYRKLAND og Grikkland náðu á þriðjudag sam- komulagi um málamiðlun- Franco kominn áról Madrid 30. júlí — NTB. ÞJÓÐARLEIÐTOGI Spánverja, Fransisco Franco hershöfðingi, var á þriðjudag útskrifaður af sjúkrahúsi, þar sem hann hefur legið undanfarnar þrjár vikur vegna blóðtappa f fæti. Engar opinberar tilkynningar hafa verið gefnar út um, hvenær Franco taki aftur til við embætt isstörf, en hann útnefndi eftir mann sinn, Juan Carlos prins þjóðhöfðingja til bráðabirgða þegar hann var lagður á sjúkra húsið. artillögu um frið á Kýpur. Samkvæmt samkomulag- inu ber Tyrkjum að fækka í herliði sínu á Kýpur, sem nú telur meir en 20.000 menn, en þeir þurfa ekki að kalla það allt heim. Tyrkneskur embættis- maður sagði, að samkvæmt samkomulaginu fái Kýpur tvær stjðrnir, fyrir gríska og tyrkneska þjóðarbrotið á eyjunni. Þetta er einmitt það atriði, sem Grikkir hafa óttazt, að muni leiða til skiptingar eyjarinnar, en ekki til þess, að hún verði sambandsríki tveggja samfélaga eins og samkomulagið gerir ráð fyrir. Utanríkisráðherrarnir tirír, Mavros frá Grikk- andi, Gunes frá Tyrklandi og Callaghan frá Bret- landi, sem miðlaði málum, hafa ákveðið að hittast aft- ur eftir nokkrar vikur til að ræða drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Kýpur. Samkvæmt samkomulag- inu verður Rauf Denktash, leiðtogi tyrkneska þjóðar- brotsins aftur varaforseti Kýpur. Tyrkir fá heimild til að grípa í taumana, ef þeir álíta gríska meirihlut- ann ganga á rétt tyrkneska þjóðarbrotsins. Mikill léttir varð í Framhald á bls. 35 DOMSMALANEFNDIN SAM- ÞYKKIR ÞRIÐJU STEFNUNA Washington 30. júlf. — AP DÓMSMÁLANEFND fuil- trúadeildar Bandaríkja- þings mælti á þriðjudag með þriðju stefnunni á hendur Nixon, Bandaríkja- forseta. í þessari síðustu stefnu, sem nefndin vill að Enginn árangur, náist ekki samstaða um 200 mílurnar Hans G. Andersen á hafréttarráðstefnunni sagði Sjágrein á bls. 15. A sfðdegisfundi annarrar nefndar hafréttarráðstefnunn- ar f Caracas kom á ný á mánu- dag til umræðu, hvemig ætti að ræða vinnuskjal Islands og átta annarra rfkja, samkvæmt upp- lýsingum Þórs Vilhjálmssonar, sem er f fslenzku sendinefnd- inni. En aðcins Kanada og Chile fengu tækifæri til að flytja framsöguræður á alls- herjarfundi á mánudagsmorg- un. Niðurstaðan f annarri nefnd varð sú, að framsögumenn tala, þegar röðin kemur að þeim i áður ákveðinni umræðu, sem stendur yfir þessa dagana og fyrst og fremst snýst um land- grunnið. Hans G. Andersen óskaði sér- staklega eftir þvf, að framsögu- ræður um vinnuskjalið væru haldnar, áður en haldið væri áfram umræðum um land- grunnið. Eftir nokkurt þóf á síðdegisfundinum í gær, féll hann frá þeirri ósk, að sérstakri beiðni forseta annarrar nefnd- ar, Aguilar frá Venezuela. Á þriðjudag hélt Hans svo ræðu sína og minnti fyrst á, að þegar árið 1948 voru sett lög á tslandi um réttindi á land- grunnssvæðinu og fiskveiðar þar. Síðan skýrði hann vinnu- skjalið, sem var lagt fram á föstudag. Lagði hann áherzlu á, að í þvf kæmi fram heildarvið- horf, sem gæti orðið til að flýta fyrir árangri á ráðstefnunni. Síðan ræddi hann um auð- lindasvæðið og undirstrikaði, að 12 mílna reglan væri með öllu úrelt, enda til hagsbóta fyr- ir riki, er hefðu úthafsflota á Framhald á bls. 35 Hans G. Andersen. verði lögð fyrir ríkisrétt er Nixon ásakaður um að hafa hindrað réttarrannsóknir með því að halda sönnunar- gögnum og misnotað vald sitt. Tuttugu og einn nefndarmaður greiddi atkvæði með stefnunni, en sautján voru á móti. Þetta er minnsti meirihluti sem samþykkt hefur stefnu á Nixon. I þetta sinn slógust aðeins 2 repúblikanar í lið með þeim 19 af 21 demókrata, sem greiddu atkvæði með stefn- unni. 1 nefndinni eiga sæti 38 menn. i stefnunum þrem, sem dóms- málanefndin hefur samþykkt, er fjöldi ásakana á hendur Nixon. Þær verða lagðar fyrir fulltrúa-. deildina um miðjan ágúst, en húh tekur lokaákvörðun um, hvort ríkisréttur verði settur yfir Nix- on. Nokkrir nefndarmenn hafa sagt, að þeir muni leggja fram tillögur um fleiri stefnur á hend- ur Nixon, en ólfklegt er að þær nái samþykki. Warren, blaðafulltrúi Nixons, ítrekaði á þriðjudag þann ásetn- ' ing forsetans að berjast fram á síðustu stundu gegn þvi, að hann verði settur af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.