Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLl 1974 'Fa jl HÍI.i /./.7Í..I V íi iais; LOFTLEIÐIR BILALEIGA !0 CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLE/Ð/R I «! ■ h; í ÁLfNAÐ ER VERK ÞÁ HAFlÐ ER ^SAMVINNUBANKINN Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI SHODÍI IEIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. I4 ® 4-2600 DRTSUn 100 R-UIU- BR0IH0 ÚTVARP OG STEREO í OLLUM BILUM Bilaleigan Æ.ÐI Stakknolti 3. v/Hlemmtorg Simi 13009 Opið fró 9-21 Leiguflug - þjónustuflug- vöruf lug - sjúkraf lug - útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN Sverrir Þóroddsson Ca/n/a- flugturninum fíeykjavikurflugvelli Simi28420 Allan sólarhringinn ••••••••••••••••• iívcri < Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 1 4, sími 1 6223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Góður jarðvegur Viðræður fráfarandi stjórnarflokka og Alþýðu- flokksins um endurholdgun vinstri stjórnarinnar virðast hafa öll einkenni þess bræðra- lags, sem öðru fremur setti mark sitt á vinstri stjórnina. Alþýðublaðið greindi frá þvf fyrir tveimur dögum, að Al- þýðuflokkurinn myndi alls ekki ræða þá lágmarkskröfu Alþýðubandalagsins, að landið yrði gert varnarlaust á grund- velli þess samkomulags, sem stjórnarflokkarnir gerðu f marzmánuði sl. Þjóðviljinn ræðir um þetta efni f forystugrein f gær og segir: „Óvissan f stjórnmálum þjóðarinnar er vissulega jafn mikil eftir að Gylfi Þ. Gfslason er búinn að stýra þingfundi á Lögbergi eins og hún var fyrir þann fund. Gylfi Þ. Gfslason og ýmsir hans nánustu f Alþýðuflokkn- um virðast nefnilega ekki enn tilbúnir til þeirrar heilshugar samstöðu um vinstri málefni, sem ein væri forsenda vinstri rfkisstjórnar... Framsóknar- menn réttu Gylfa forsetastöðu f sameinuðu þingi, væntanlega f þeirri trú að hann yrði samn- ingaliprari um myndun vinstri stjórnar á eftir. Vonandi hafa landsins mögn og regin blásið honum þvf þjóðarstolti f brjóst á pallinum við öxará á sunnu- daginn, að hann sé nú loks til- búinn til að vfsa bandarfska hernum á brott og hjálpa þann- ig til að leysa Sóley sóiufegri úr fjötrum.“ Ekki verður annað sagt en jarðvegur nýrrar vinstri rfkis- stjórnar sé frjór. Upp úr hon- um á að geta vaxið nýtt vinstra bræðralag ekki sfður kátlegt en það, sem landsmenn hafa horft upp á sl. þrjú ár. Þröngsýni Lúðvíks Ljóst er nú, að sú stefnu- mörkun Sjálfstæðisflokksins að krefjast 200 sjómflna fisk- veiðilögsögu hefur f verulegum atriðum náð fram að ganga, þó að enn hafi ekki náðst samstaða um úrfærslu fyrir tiltekinn tfma. Fulltrúar tslands á haf- réttarráðstefnunni hafa ótrauð- ir unnið að alþjóðlegri viður- kenningu á 200 sjómflna efna- hagslögsögu. Fyrst eftir að Sjálfstæðisflokkurinn setti fram þessa stefnu heyrðust margar úrtöluraddir, einkan- lega úr herbúðum stjórnar- flokkanna. Þessar raddir heyrast vart lengur. Einn úrtölumannanna virðist þó ekki sjá út fyrir 50 mflna mörkin og sýnist ekki gera sér grein fyrir þeirri þró- un, sem á sér stað f þessum efnum á alþjóða vettvangi. Lúð- vfk Jósepsson segir þannig f viðtali við Þjóðviljann fyrir nokkrum dögum, að Islending- ar muni krefjast þess, að Bret- ar fari með skip sfn út fyrir 50 mflna mörkin, þegar samning- urinn við þá rennur út eftir rúmt ár. Athyglisvert er, að sjávarút- vegsráðherrann skuli ekki gera ráð fyrir, að Islendingar verði e.t.v. búnir að færa fiskveiði- landhelgi sfna út f 200 sjómfl- ur, þegar bráðabirgðasam- komulagið fellur úr gildi. Hér er það fulltrúi þröngsýninnar, sem talar. Lítil reisn Þegar hafin var almenn söfn- un f landhelgissjóð fyrir tæp- um tveimur árum settu ýmis félög Alþýðubandalagsins það skilyrði fyrir framlagi af sinni hálfu, að brezkir togarar eða vestur-þýzkir yrðu teknir og skipstjórar þeirra dæmdir. Stjórn söfnunarinnar afþakk- aði skilyrt framlög af þessu tagi. Það var eðliieg og rétt afstaða. Nú hefur það á hinn bóginn gerzt, að forsætisráðherra hef- ur með viðhöfn tekið á móti skilyrtu framlagi af þessu tagi. Ekki er mikil reisn yfir for- sætisráðherra, sem lætur hafa sig til slfkra verka, jafnvel þó að hann fái mynd af sér í Þjóð- viljanum fyrir vikið. Vísurnar um Svante — hinar nýju þjóðvísur Dana Hver sang som folket kender og lytter til med lyst er mest paa tysk og engelsk og fra den spanske kyst. if Og ekki aldeilis. Þeir söngvar, sem Danir hlusta á og raula fyrir munni sér hver f kapp við annan, eru ekki þýzkir, enskir eða spánskir um þessar mundir. Þeir eru danskir og meira að segja mjög danskir. Ljóðlfnurnar hér að ofan eru úr vfsnaflokki danska Ijóðskáldsins og pfanóleikarans Benny Andersen „Svantes viser“, sem ekki er ofsögum sagt að fari sigurför um Dan- mörku þessar vikurnar f flutn- ingi höfundar og söngvarans Povl Dissings og félaga þcirra. Það er ekki ýkja langt sfðan Islendingum gafst kostur á að hlýða á flutning þeirra Benny Andersen og Povl Dissings í Norræna húsinu, en þar komu þeir fram og vöktu mikla hrifn- ingu. Og þegar hljómplata með „Svantes viser“ er komin á markaðinn eru þeir félagar og Svante komnir á hvers manns varir f heimalandi sfnu og raunar vfðar á Norðurlöndum. 1 grein f Berlingske Aften- avis nýlega segir Mogens Berendt m.a., að þessi nýja hljómplata með þrettán vísum hafi valdið þeim þáttaskilum, að dönsk visnahefð — hafi hún verið til yfirleitt undanfarin ár — fái þar óumdeilanlega uppreisn æru. Aðeins sé unnt að kalla vinsældir „Svante viser" stórfurðulegt fyrirbæri. „Hið óvenjulega við þetta er það, að þrettán alveg nýir textar og lög hafa á aðeins hálfu ári náð svona langt inn í þjóðina." Og það alveg án tillits til aldurs, stéttar, stöðu eða kyns. Hljómplatan hefur nú selzt í 17 þúsund eintökum, en það skiptir ekki eins miklu máli og það, að vísurnar eru notaðar af þjóðinni sjálfri, sungnar og trallaðar — og lærðar utan að. Þeir Benny Andersen, Povl Dissing og fjórir hljóðfæra- leikarar hafa á undanförnum mánuðum verið á ferð og flugi um Danmörku og haldið „Svantekvöld" fyrir fullum húsum stórum og smáum við frábærar undirtektir áheyr- enda. I ágúst munu þeir félagar síðan koma fram í hljómleika- sal Tívolí f Kaupmannahöfn og gert er ráð fyrir, að um 1100 manns hlýði á þann flutning. Visurnar um Svante eigá sér- kennilegan bakgrunn. Þær eru í heild byggðar f kringum upp- logna persónu, Svante Svendsen að nafni. Þetta gerir Benny Andessen með þeim hætti, að hann lætur í veðri vaka, að hann hafi ekki skrifað þessa texta sjálfur heldur Svante. „Það kemur fyrir," segir Andersen, „Að fólk kemur til okkar og segir, að það hafi séð Svante í Albertslund eða í Tívólí." Þannig falla margir fyrir þessu útsmogna verki. Og Benny Andersen hefur á takteinum ævisögu Svantes. „Svante Svendsen, fæddur Svensson, hvarf frá foreldrum sínum á Málmeyjarferjunni í ágúst árið 1935 og hefur sfðan þurft að bjarga sér sjálfur með hjálp annarra." Hann á að hafa fæðzt árið 1926, hætt læknis- námi og sfðan lifað örðugu ástarlífi. Svante er oft önugur, angurvær og tilfinninga- næmur. „Hann fer einförum. Dæmigerður heimaþjórari," segir Benny Andersen, en hann hefur gefið vfsurnar út f bók, þar sem hann gerir einnig grein fyrir sambandi sínu við Svante. „Hann er sjálfsagt eins konar blanda af mér sjálfum og Söngvarinn og skáldið Povl Dissing t.v. og Benny Andersen. nokkrum þeirra manngerða, sem ég hitti, er ég var hljóm- listarmaður," segir hann. Benny Andersen, sem nú er það Ijóðskáld danskt, sem hvað mest selur af bókum sínum, var frá 19 ára til 32 ára aldurs píanóleikari á hinum og þessum börum, danshúsum og veitingahúsum f Danmörku — og um tíma f Noregi og Svíþjóð. Andersen segist þó ekki vera öldurhúsadrykkjumaður held- ur heimaþjórari eins og Svante. „Mér þykir einnig gott að vera heima og drekka nokkur glös af púrtvíni og hugsa um Iffið." Nú er Benny Andersen 44 ára gamall, þegar eitt vinsælasta skáld Dana, verið er að þýða ljóð hans á ensku og svo er hann nýorðinn afi. („Það varð drengur. Ég bar þá tillögu fram við dóttur mína, að hann yrði skfrður Svante. En hún vildi enga áhættu taka með því...“) Það er ekki aðeins Benny Andersen, sem Svante hefur komið á græna grein. Vísna- söngvarinn Povl Dissing átti sér að vísu allstóran aðdáenda- hóp, en eftir að hann tók til að flytja hinar nýju þjóðvísur ásamt Benny Andersen hefur hann fengið viðurkenningu mun stærri hlustendahóps en hann hafði áður náð til. Svante- vísurnar náðu svo sannarlega inn að hjarta Dansksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.