Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
205. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 20. OKTÚBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Rockefeller fær
milljón dollara
í viðbótarskatt
Washington 19. okt. AP.
NELSON Rockefeller varafor-
setaefni Bandarfkjanna þarf að
greiða 1 milljón dollara til viðbót-
ar f skatta og vexti f yrir sfðustu 5
ár skv. niðurstöðum endur-
skoðunarnefndar bandarfskra
skattayfirvalda á framtölum
hans. Kemur þetta fram f bréfi,
sem Rockefeller ritaði formönn-
um þingnefndanna tveggja, sem
fjalla um staðfestingu á útnefn-
ingu hans f varaforsetaembættið.
100 millj. kr.
málverkastuldur
Uzes, Frakklandi, 19. okt. AP.
BREZKI listgagnrýnandinn Sir
Douglas Cooper fékk óvænta
heimsókn á fimmtudagskvöldið,
sem hann vissi þó ekki af fyrr en
eftirá enda þótt hann væri heima
og þjónustulið hans sömuleiðis.
Þjófar skriðu inn um glugga á
heimili hans í námunda við þorp-
ið Argilliers í Frakklandi og
höfðu á brott með sér 27 mál-
verk, sem samtals eru metin á
næstum hundrað milljónir fs-
lenzkra króna, að sögn lögregl-
unnar frönsku. Þeirra á meðal
voru málverk eftir Picasso,
Bragque og Juan Gris. Málverkin
voru öll flutt út úr húsinu í
römmunum en þeir fundust síð-
arn tómir á vínekru skammt frá
heimili Sir Douglas.
Copper, se er 54 ára að aldri,
er kunnur af skrifum sínum um
listasögu, bæði bókum og blaða-
greinumhann var prófessor við
Oxford-háskóla á árunum
1957—58.
Segir Rockef eller, að skattayf ir-
völd hafi fellt niður frádráttarliði
vegna -gjafa til góðgerðarstarf-
semi og kostnaðar við skriftofu-
hald og fjárfestingarmál. Rocke-
feller þarf engr sektir að greiða í
þessu sambandi.
Fregnin um þetta hefur vakið
mikla athygli og er talið, að hún
muni enn auka deilurnar í sam-
bandi við útnefningu Rockefell-
ers í varaforsetaembættið. Upp-
haflega var gert ráð fyrir, að út-
nefningin yrði staðfest mjög fljót-
lega með yfirgnæfandi meirihluta
í báðum þingdeildum, en rann-
sóknir á fjármálum hans hafa
leitt ýmislegt í ljós, sem hefur
dregið úr hrifningu manna, þó
svo að ekkert ólöglegt hafi komið
þar fram. Einkum hafa gjafir
hans til fyrrverandi starfsmanna
og vina að upphæð um 2 milljónir
dollara vakið athygli. Ekkert hef-
ur þó komið fram, sem bendir til
þess, að útnefningin verði ekki
staðfest.
Nú styttist í að þingmennirnir okkar hópist til höfuð-
borgarinnar til að takast á við og vonandi sigrast á
vandamálum líðandi stundar. Ólafur K. Magnússon
tók þessa kyrrlátu mynd.
Egyptar fá Sov-
ézkan kjarnakljúf
Kaíró, 19. október AP.
KAlROBLAÐIÐ Algomhouria
skýrði f rá því í dag, að Sovétrfkin
hefðu fallist á að selja Egyptum
kjarnakljúf. Sagði blaðið að ekki
hefði verið ákveðið hvenær
kljúfurinn yrði afhentur vegna
þess að Sovétrfkn ættu eftir að
afhenda þremur austantjalds-
löndum slfka kljúfa innan 6 ára.
Áður hafði Bandarfkjastjórn
failist á að selja kjarnakljúfa til
Umdeild ræða sir Keiths
Birmingham 19. okt. Reuter.
SIR KEITH Joseph, einn af
forystumönnum Ihaldsflokksins,
sem talinn er koma til greina sem
eftirmaður Edwards Heaths,
f lutti f dag ræðu, sem olli miklum
úlfaþyt f Bretlandi. Sir Keith
lagði til, að getnaðarvarnir yrðu
auknar meðal illa gefins fólks f
neðri þjóðfélagsstigum. Hann
hélt þvf fram, að áhrif sösfalista
undanfarin ár f Bretlandi hefðu
valdið mikilli siðferðilegri hnign-
un f þjóðfélaginu.
Sir Keith vitnaði í skýrslu, þar
sem fram kemur, að um þriðj-
ungur barna, sem fæðast í Bret-
landi, eru börn mæðra, sem urðu
óf rískar á unglingsárum og eru úr
þjóðfélagsstiga 4 og 5. „Það er
ólíklegt, að slfkar stúlkur geti
orðið góðar mæður. Þær fæða af
sér börn, sem eiga eftir að verða
vandrædabörn, ógiftu mæður
framtíðarinnar, vistmenn í vand-
ræðabarnaskólum, fangelsum og
dvalarstöðum fyrir flækinga."
Sir Keith sagði, að ef ekkert
yrði aðhafzt, myndi þjóðin halda
áfram á hnignunarbrautinni.
Hann sagði, að þrátt fyrir þetta
heyrðust háværar mótmæla-
raddir, er rætt væri um að auka
getnaðarvarnir meðal lægri þjóð-
félagsstiganna, en slik siðferðileg
andstaða væri skiljanleg. Hann
spurði síðan hvort slikar aðgerðir
væru skaðlegar meðan verið væri
að reyna að endurhæfa þjóðina
siðferðilega og bæta fyrir þann
skaða, sem hlotizt hefði vegna
aúkins frjálsræðis í sjónvarpi,
kvikmyndum og bókum, sem
hefðu dregið úr andlegu viðnámi
fólksins.
ÞAÐ ER AF
SEM AÐUR VAR
Eitt sinn voru þarna
grænir akrar og fugla-
söngur og eigandinn lif ði
í dæmigerðri sveitasælu
fyrir utan bæinn
Cablence í Þýzkalandi.
Svo var byrjað á nýju
þjóðvegakerfi og þar með
var draumurinn búinn.
Egyptalands og Israels, en það
mál er enn óafgreitt í bandarfska
þinginu. Sovétmenn lofuðu sölu
kjarnakljúfsins í 4 daga við-
ræðum við Ismail Fahmy utan-
ríkisráðherra Egyptalands, sem
kom heim til Kaíró f morgun. Það
vekur athygli, að blaðið Al
Ahram, sem er hálfopinbert mál-
gagn egypzku stjórnarinnar
minnist ekkert á kjarnakljúfinn í
skrifum sfnum, en segir aðeins, að
egypzkir embættismenn hafi rætt
almenna samvinnu á sviði kjarn-
orku.
I sameiginlegri yf irlýsingu, sem
gef in var Ut í Moskvu og Kaíró i
gær við lok viðræðnanna kref jast
Egyptar og Sovétríkin þess, að
Frelsishreyfing Palestfnuaraba,
(PLO) f ái að taka þátt í friðarvið-
ræðum Araba og Israela á jafn-
réttisgrundvelli. Þessari kröfu
hafa Israelar ætið vfsað á bug og
Rabin forsætisráðherra, sagði
síðast f fyrri viku, að eini móts-
staðurinn fyrir tsraela og PLO
væri vígvöllurinn.
Hins vegar lýsti Allon, utan-
ríkisráðherra Israels, því yfir í
gær, að israelar væru tilbúnir til
að láta af hendi eitthvað af her-
teknu svæðunum i stað yfirlýs-
ingar frá Egyptum, um að þeir
muni ekki ráðast til atlögu gegn
ísraelum. Hann varaði þó við of
mikilli bjartsýni og sagði að
næsta skref i friðarumleitunum i
Miðausturlöndum myndi markast
af niðurstöðum toppfundar
Arabaleiðtoga, sem hefst i Mar-
okko í lok þessa mánaðar.
C-vítamín og kvef:
Stórir skammt-
ar ekki nauð-
synlegir?
¦'¦: Kanadfskur iæknir dr.
Terence W. Anderson frá
háskðlanum f Toronto, hefur
að sögh New York Times skýrt
frá niðurstöðum athugana á
áhrifum C-vftamfns á kvef,
sem hann telur benda til þess,
að kenningar um varnar- og
lækningamátt þess eigi við rök
að styðjast en ástæðulaust seg-
ir hann og vafasamt að taka
það inn f jafnstórum skömmt-
um og fyrr hefur verið haldið
fram. Dr. Anderson kvaðst
hafa gert athuganir sfnar á 600
sjálfboðaliðum f Toronto og
komizt að þeirri niðurstöðu, að
kvefeinkenni minnkuðu um
30% hjá þeim, sem tekið
hefðu tæplega 250 milli-
gramma skammt á C-vftamfni
á dag að jafnaði og skammt er
nam 1 grammi á dag, eftir að
þeir höfðu fengið kvef.
Sem kunnugt er hefur
nokkurt árabil verið umdeilt
mjög meðal leikra og lærðra
hversu mikill sé varnar- og
lækningamáttur C-vítamíns
gegn venjulegu kvefi og
bandariski Nóbelsverðlauna-
hafinn dr. Linus Pauling verið
hvað ákafastur hvatamaður C-
vítamínneyzlu í stórum
skömmtum. Skrif aði hann m.a.
bók um þetta efni fyrir þrem-
ur árum (Vitamin C and the
Common Cold) og eignaðist
marga ákafa fylgismenn en
öðrum þótti nóg um það víta-
mínmagn, sem hann ætlaði
fólki að neyta, og töldu á þvf
ýmsa annmarka.
Dr. Anderson skýrði frá
niðurstöðum sínum á þriggja
daga ráðstefnu í New York um
áhrif C-vítamíns, en fyrír
henni stóðu Vísindaakademían
i New York og Næringafræði-
stofnun Columbfaháskóla.
Komu þar saman og skiptust á
skoðunum 50 hópar visinda-
manna, sem fást við rannsókn-
ir á C-vitamínnotkun, bæði
sem nauðsynlegs þáttar í al-
mennri næringu manna og
sem varnar- og lækningalyfs
gegn sjúkdómum, þar á meðal
kvefi og annarskonar sýking-
um I öndunarfærum. Kom þar
og fram, að unnið er að rann-
sóknum á hugsanlegum áhrif-
um C-vitamíns gegn krabba-
meini i maga og þvagblöðru en
engar niðurstöður liggja fyrir
af þeim ennþá.
Niðurstöður Andersons urðu
talsvert umdeildar — og sjálf-
ur tók hann fram, að mörgum
spurningum um notkun og
áhrifa C-vitamins væri ennþá
ósvarað. Lagðar voru fram
aðrar skýrslur, sem bentu til
þess, að áhrif C-vítamíns á
kvef væru lítil og margir
vöruðu við hliðarverkunum,
svo sem magaslæmsku og því,
að stöðug neyzla stórra
skammta af C-vítamini gæti
gert líkamann hættulega háð-
an þeim. Meðal annars hafði
komið fram við tilraunir á dýr-
um, að afkvæmi mæðra, sem
höfðu fengið stóra skammta af
C-vítamini, þörfnuðust stærri
C-vitamínsskammta sér til eðli-
legs viðhalds en afkvæmi
mæðra, sem ekki höfðu fengið
slíkt magn vitamíns.