Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1974 Sr. Hannes Guðmundsson á Fellsmúla: Kæra fyrrv. sóknarbarn! Alveg er ég undrandi á því, hve álitsgrein mín í Mbl. 29. f .m., hef- ur komið þér og kynsystrum þín- um úr jaf nvægi, — og ekki aðeins ykkur, en einnig nokkrum karl- mönnum, sem virðast hafa kvennaskap. Þó á ég í þínum aug- um nokkrar málsbætur, þar sem ég kem þér til að hugsa. Það er ekki svo lítið afrek út af fyrir sig að koma einhverjum til að hugsa. Fyrir mér er ekkert nýtt að heyra fólk tala um, að það sé að leita sannleikans. En hvernig og að hverju er leitað? Fólk Ieitar út og suður, upp og niður, alls staðar og hvergi og finnur aldrei neitt. Hvers vegna? Vegna þess, að það hugsar aldrei nokkra hugsun til enda. Og það er einmitt þetta, sem hendir þig, þegar þú segir, að „sannleikann sé ekki að finna í heil. ritningu". Þó ættir þú að vita sem menntuð kona, að vísinda- menn nútímans hafa komizt að raun um, að Biblían er jafnvel í smáatriðum eitthvert trúverð- ugasta heimildarit, sem þekkist í dag, sbr. fornleifarannsóknir. En kristinn maður leitar ekki fyrst og fremst að einhverjum þekkingaratriðum, sem litlu eða engu máli skipta, en leitar þess sannleiks, sem varðar manninn í óllu í lífi og dauða, — og þann sannleik finnur hann í Biblíunni, — sannleikann um Guð og sjálf an síg. Og sá, sem skynjar þann sann- leik allt til innstu veru sinnar, segir ekki: „Kristur var barn síns tíma, aðeins hundrað þúsund sinnum betra barn, betri maður en allir prestar á Islandi saman- lagt", heldur segir hann: Drottinn minn og Guð minn. Prestar ts- lands og margir aðrir gera sér ljóst, að augliti til auglitis við Jesúm Krist mæta þeir ekki sjálf- um sér eða hugsunum sínum í æðra veldi, heldur veginum, sann- leikanum og lífinu. Þess vegna verða orð og gjörðir Jesú frá Nazaret aldrei túlkuð að eigin geðþótta. I mínum huga eru orð og fyrirmæli Frelsarans eilífgild og því nem ég staðar við þá ákvörðun hans, er hann valdi postula sfna aðeins úr hópi karla. Þessi staðreynd er vissulega leyndardómur, sem við getum ekki skýrt til fulls og varast ber að geta í eyðurnar, svo að enginn verði fyrir lasti. En sú kirkja, sem vill vita af sjálfri sér, hlýtur ávallt að leita uppruna sfns, þegar um er að ræða kenningu og ytri starfshætti. Um hitt er ég þér sammála, að til eru óskráð lög, „sem oft hafa miklu meira raun- gildi, en skráð boð og bönn". Og þessi óskráðu lög er sú erfðavenja kirkjunnar að hafa aldrei vígt konu til prestsembættis. En hver var staða konunnar á dögum Jesú Krists? Því er fljót- svarað. A hana var litið sem ann- ars flokks persónu, að þess tíma hætti. En hvar var afstaða Jesú? Gjörbylting, sem enga á sér lfka í viðri veröld enn þann dag i dag. Hann umgekkst og talaði við fallnar konur fyrir allra augum, sem sára fáir karlmenn með ein- hverja sómatilfinningu nú á 20. öld myndu láta sjá sig með í björtu. Og hann gerði meira. Hann endurvakti heilbrigt kven- eðli þeirra og sjálfsvirðingu, og beitti þvf valdi, sem Guði einum heyrir til, með því að fyrirgefa þeim syndirnar. Það er vert að veita athygli samtali Jesú við kon- una, sem átti að grýta. Hann sagði ekki: Þetta er allt i lagi hjá þér góða mín. Þú ert svo sem ekkert verri, en allar hinar. Þetta er nú reyndar einhver elzti atvinnuveg- urinn og fóstureyðingar eru ekki komnar í móð. Nei, Jesús sagði: Syndga þú ekki framar! Með öðr- um orðum. Jesús lætur sér ekki nægja að gera konuna jafn rétt- háa karlmanninum sem lifandi persónu, en lyftir henni í þær hæðir, sem henni ber samkvæmt sköpun sinni og eðli. Fáir munu treysta sér til þess að halda því fram í fullri alvöru, að enginn munur sé á karli og konu, bæði hvað líkamsbyggingu og skapgerð snertir, og ef þú, Þuríður, Iest Bibliuna vel, muntu sjá, að Jesús vitnar í sína eigin Bibiíu, — þ.e. að ógleymdum þeim vígða þætti, sem prestskonan á í starfi manns- ins síns. Þá má geta þess, að með- al striðsþjáðra þjóða hafa konur á liðnum öldum gegnt prestþjón- ustu, en aldrei nema í neyðartil- vikum og aldrei tekið prests- vígslu. Hérlendis skfra ljósmæður ennþá skemmri skírn. Á miðöld- um voru til munka- og nunnu- klaustur, sem störfuðu hlið við hlið undir sameiginlegri yfir- stjórn (Heil. Birgitta) og var þá abbadísin æðsti stjórnandi beggja klaustranna. Hún valdist í það starf vegna sérstakra hæfileika, sem kirkjan ein kunni að meta, þó að staða konnunnar í þjóðfélag- inu á þessum tíma væri ekki met- in að verðleikum. I einum safnaða minna gegnir kona djáknastarfi, — það er hún les inn- og útgöngu- bæn við hverja guðsþjónustu, og þetta starf rækir hún af mestu prýði. Allt þetta mas um kúgun og vanmat kirkjunnar f aldanna rás á hæfileikum kvenna er hreint hégómaþvaður, sem ekki þarf að Síðbúið svar tilÞuríðar Kvaranog annarra sama sinnis Gamla tm., þar sem segir: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn frá upphafi gjörðu þau karl og konu.. . og þau skulu verða eitt." Taktu eftir þessu! Þau skulu verða eitt, — ekki eins. (Það væri blátt áfram alveg ægileg tilhugs- un). Tvö saman, karl og kona, skapast hin fullkomna persóna. Þannig hefur konan verið ömiss- andi allt frá sköpun hins fyrsta manns. Eins og ég hef áður sagt, gegndu konur mikilvægu hlut- verki í lærisveinahópi Jesú Krists og létu ómetanlega þjónustu í té. M.a. er frá þvf sagt, að konur hafi styrkt starf Jesú með beinum fjárframlögum. Þetta örlæti og þessi fórnfúsi þjónustuandi hefur einkennt starf konunnar innan kirkjunnar allt til þessa dags. Segja má með sanni, að þær hafi verið burðarás kirkjulegs starfs frá öndverðu. Hvað kirkjusókn snertir bera konur af karlmönn- um. Ég hugsa um kvenfélögin, kirkjukórana, kvenorganistana, eyða orðum að. Og allar þessar staðreyndir benda ótvírætt í þá átt, að einhver dulin rök hafi ráð- ið í því, að konur tóku ekki prests- vígslu, eins og tíðkazt hafði meðal heiðingja. Að Jesús haf i ekki vilj- að hneyksla Gyðinga með þvi að gera konu að einum postula sinna, er að minu áliti fráleitt, þar sem hann með framkomu sinni og kenningu hneykslaði þá svo mjóg, að hann varð að gjalda með lífi sínu. Ég er þess fullviss, að þegar ¦Jesús valdi postula sína, að Júdasi Iskaríot meðtöldum, hafi hann vitað, hvað hann var að gera. Að minnf tiyggju var hér um að ræða guðlegá ráðstöfun, sem haldast skal í kirkjunni, þar til hann kemur aftuf. Vissulega vil ég hafa vígðar konur innan kirkjunnar, eins og tíðkazt hefur um aldir. Innsæi þeirra og alúð á vissum sviðum sálgæzlunnar tæki ejt.v. langt fram þeirri þjónustu, sern karlar geta veitt. í stað þess að>vígja konu til prests, sniðganga postula- val Krists og brjóta erfðavenju kirkjunnar, hefði ég fagnað nýju embætti innan íslenzku þjóð- kirkjunnar, þar sem guðfræðilegt nám og fjölbreyttir hæfileikar konunnar nytu sfn e.t.v. betur en í prestsembætti. Vigsla kvenpresta í kristnum sið er ekki nema tæpra þriggja áratuga gamalt fyrirbrigði á Norðurlöndum, Evrópu og Banda- ríkiunum. Að mínu mati er hér um að ræða lágkirkjulegan skiln- ing á prestsembættinu og það sem verra er lágkúrulegan hugsunar- hátt með ívafi frá réttindabaráttu kvenna, sem er alls óskylt mál. Ég veiti því athygli, að öll mótmæli eru á þeim sömu röngu forsend- um byggð. Og þú, Þuriður, sem með réttu ert talin greind, — þú hlýtur að vera annaðhvort hugsjúk eða heilaþvegin, nema hvort tveggja sé, þegar þú talar um „útvatnaðar eiginkonur af gömlu fínu kynslóð- inni". Þú hefur rétt fyrir þér í því, að þessar konur þykja mér fínar, og þess fegurri sem þær eiga fleiri börn. Engin kona getur að mínu mati skapað fegurra listaverk en sú, sem fæðir rétt skapað og heilbrigt barn til lfkama og sálar. En til þess að konan skyldi ekki ofmetnast af þessu mikla hlutverki, hagaði Skaparinn því þann veg, að þetta fær hún ekki afrekað án hjálpar hans og karlmanns. En gerir þú þér ljóst, hvaða konur það eru, sem þú kallar „útvatnaðar eigin- konur"? Þú ert hvorki meira né minna en að tala um undirstöðu hvers heilbrigðs þjóðfélags, — konuna, sem vinnur í kyrrþey mikilvægustu störfin í þjóðfélag- inu, — konuna, sem þekkir skyld- ur sínar við heimili og ástvini og leitar lífsánægju sinnar í því að rækja þær. Þeim konum, sem van- meta þessa þjónustu við lífsins Guð og líta hana smáum augum, get ég aðeins gef ið eitt ráð: Þær ástundi listsköpun sína ósnortnar af heiminum og gæti meydóms síns af kostgæf ni. Hinar æstustu kvenréttinda- konur halda því fram, að því er virðist í fullri alvöru, að þær geti alveg eins verið án allra karl- manna. Aldrei á ævi minni hef ég heyrt aðra eins vitleysu! Það er e.t.v. einfeldni minni og barna- skap að kenna, að ég hélt, að það yrði það síðasta, sem heilbrigð kona neitaði sér um. Að lokum biður þú þess, að Guð leyfi mér að líta þann dag, er fyrsta konan sezt á páfastól. Mjög þykir mér ósennilegt, að þú verðir bænheyrð. En lifi ég þann dag, er ekkert að óttast, því að Guð er með kirkju sinni allt til enda ver- aldarinnar. Hitt óttast ég mjög, að verði kona, sem haldin er „valda- sýki, metorðagirnd, eigingirni og öfuiid karlmannsins" (svo að ég noti þin orð) æðsti valdamaður heims, — þá sé heimsendir innan seilingar. Með ósk um skjótan bata, Hannes Guðmundsson. Eftirmáli: Til gagns og gamans fyrir Rauð- sokka. 1) Þegar Adam lét Evu ráða, voru þau bæði rekin út úr Paradis. 2) Á eyjunni Krít var til forna háþróað menningarríki. Þar voru einungis kvenprestar. Hvað skeði þar? Eyjan eyddist í eldgosi og rfkið leið undir lok. Hverju reiddust goðin? ¦"jniMUAiMnPVt HHRnMT *•*..**'* AÐALFUNDUR Félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverf i verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 21. október n.k. kl. 20.30. Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumenn: Ragnhildur Helgadóttir, alþingism. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri. Fundarstjórí: Björn Bjarnason. Mætið vel og stundv'islega - takið með ný-a félaga. Stjórnin. Hjólhúsaeigendur Þeir sem vilja láta geyma hjólhús yfir veturinn hringið i síma 26516 og 81359 milli kl. 6—8 á kvöldin. Hjólhúsaklúbburinn. Lóð á Arnarnesi í Garðahreppi Lóð á Arnarnesi í Garðahreppi er til sölu. Uppl. og tilboð sendist Mbl. merkt: „651 4'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.