Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 „Draumasumar' T kartöflubændanna METUPPSKERA nema á suðausturhorninu Fyrir nokkru er lokið kartöfluupptöku um allt land. Því þótti Mbl. ekki úr vegi að ræða við nokkra kartöflubændur og heyra hljóðið í þeim eftir sumarið. í samtölunum kemur fram, að um metuppskeru er að ræða um allt land, nema á suðausturhorn- inu, en þar var veður ekki eins hagstætt til kartöfluræktar í sumar og í öðrum lands- hlutum. t r I Þykkvabæmim fengu þeir 50 þúsund tunnur ÞYKKVIBÆR f Rangárvallasýslu er mesta kartöfluræktarhérað landsins, og þvf ekki úr vegi að heyra frá mönnum þar. Fyrstur varð fyrir svörum Yngvi Markús- son bóndi Oddsparti, og gaf hann upplýsingar um kartöfluuppsker- una f Þykkvabænum almennt. „Við erum búnir að taka upp fyrir nokkru, og er ekki hægt að segja annað en menn séu almennt mjög ánægðir með útkomuna." — Og hver varð svo útkoman? „Lauslega áætlað varð upp- skeran í ár um 50 þúsund tunnur hér f Þykkvabænum, og er þetta' langbezta uppskeran hér fyrr og síðar. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra taldist uppskeran vera 16 þúsund tunnur, sem er með afbrigðum iélegt. Þá voru kartöflurnar biinar upp úr ára- mótum, og þurfti að flytja inn kartöflur eftir það. I ár má vænta þess að kartöflurnar dugi til næsta hausts, og jafnvel útlit fyrir að afgangur verði." — Hafið þið geymslur fyrir allt ' þetta kartöflumagn? „Já, hér eru 55 eða 56 kartöflu- bændur, og allir hafa þeir sfnar eigin geymslur, en auk þess á hreppurinn geymslur, þannig að allri uppskerunni var komið í hús. Síðan verða kartöflurnar hreinsaðar og sendar smám sam- an á markaðinn." — Gekk ekki vel að taka upp? „Jú, það gekk alveg skfnandi vel hjá öllum. Sprettan var svo góð, að hægt var að byrja snemma að taka upp, og veður var yfirleitt gott meðan á upptöku stóð. Þetta er anzi mikil törn hjá okkur að taka upp, jafnvel þótt við höfum stórvirkar vélar og allir hjálpist að. Það eru komnar um 20 grímur sem við köllum, hingað i héraðið (hér á Yngvi við tegundarnafn á stórum upptökuvélum). Fyrstu frost komu aðfararnótt 23. september en þau komu ekki að sök, því þá vorú allir búnir að taka upp." — Voru kartöf lurnar vænar? „Það er áberandi hvað það eru stórar, miklu stærri og vænni en í fyrra. Það bar eitthvað á sjúk- dómum eins og oft er við upptöku, t.d. stöngulsýki. Þá eru þær við- kvæmastar í meðförum, en þetta lagast þegar frá líður og hýðið fer að styrkjast." — — Og það Iokum Yngvi, hvað var það nú helst sem gerði það að verkum að þið fenguð met- uppskeru í ár? „Það var fyrst og fremst hið einstaklega hagstæða veður sem var I allt sumar, stillur, logn og lítil úrkoma. Hægvirðri og þurrt veður, það er bezta kartöflu- veðrið. Af því höfðum við nóg I sumar og því varð þetta met- sumar, sannkallað drauma- sumar." Kartöflurnar komnar í hús. Tíföld uppskera þrátt fyrir óhapp OLI Olafsson bóndi f Vatnskoti f Þykkvabænum var f sjöunda himni þegar Mbl. náði sfmasam- bandi við hann. „Þetta gekk prýðilega hjá mér. Ég var með 12 hektara og setti I þá 350 poka. Uppskeran varð 3600 pokar, eða rúmlega tfföld uppskera. Hún ^^ .....V ¦¦'$&'""'¦'' Unnið að kartöfluupptöku í Þykkvabænum. hefði orðið ennþá meiri ef ekki hefði hent mig svolftið slys. Ég setti of mikið arfalyf á 2 hektara og eyðilagði þá. Ég setti 1V4 kfló af arfalyfinu á hektara, en 1 kfló hef ði verið hæf ilegt. — Og hvernig er samanburður- inn við uppskeruna í fyrra? „I fyrra setti ég svipað niður, en fékk ekki nema 1460 heila poka. Af því fdru í sölu 780 pokar. Þetta var helvftis ræfill hjá mér í fyrra, enda gerði frost 17. ágúst og eyði- lagði allt saman." — Og þú hefur sloppið við frostið i sumar? „Já, það hefur verið fínasta veður í allt sumar og fram á haust. Við vorum búin að taka upp í byrjun september, og höf ðum þá verið að á þriðju viku. Við unnum við þetta alls 5, og höf ðum að sjálf sögðu vélar." — Verkar ekki uppskeran nú eins og vftamfnsprauta á fjár- haginn? „Jú, blessaður vertu. Ég hef verið f þessu 12 ár, og þetta er bezta uppskeran sem ég hef fengið. Þetta hefur verið lélegt hjá mér síðustu árin, það hefur varla komið kartöfluár síðan 1969. Ég hef neyðst til að fara á vertíð síðustu vetur, til Eyja, en þar var ég á bát, sfðast Heimaey. En nú get ég alveg sleppt því og kemur það sér vel, því ég er að byggja mér nýtt íbúðarhús. Hún bjargaði þvf aldeilis miklu þessi fína uppskera í ár." Gott hljóð í mönnum við Eyja- fjörðinn STÆRSTA kartöfluræktarhérað- ið norðanlands er við Eyjafjörð, Grýtubakkahreppur, Svalbarðs- ströndin og öngulstaðahreppur. Til að leita fregna af kartöfluupp- skeru nyrðra hafði Mbl. samband við Joiiann Bergvinsson bónda á Ashóli I Grýtubakkahreppi. Kartöflurækt hefur hann stund- að f rúmlega 20 ár, og hún er nú aðalbúgreinin á Ashóli. Jóhann er þvl gjörkunnugur málum. „Það varð afbragðsuppskera hjá okkur og hún náðist öll jafn- vel þótt snjóað hafi síðustu vik- una sem unnið var að upptöku," sagði Jóhann. — Er þetta kannski metupp- skera? „Ég skil ekki í öðru. Ef við tökum Áshól sem dæmi, en þar erum við tveir sem ræktum kartöflur, þá höfum við aldrei fengið aðra eins uppskeru, enda höfum við aldrei sett eins mikið niður og s.l. vor. Það hef ur komið fyrir áður að spretta hafi verið jafngóð, t.d. sumarið 1954, sem var af bragðs kartöfluár." — Og hverjar eru nú skýring- arnar á þessari góðu uppskeru í ár? „Fyrst og fremst hve voraði vel og fljótt og væta var lítil, þetta gerði útslagið á sprettuna, jaf nvel þótt það væri sólarlftið seinni part sumars." — Og það þarf varla að spyrja að því eftir svona gott sumar, hvort kartöflurnar séu vænar? „Jú, þetta eru vænar og f allegar kartöflur. Við erum með þrjár tegundir, rauðar, gullauga og Helgu, sem er frekar ungt af- brigði." — Og hvernig gekk að taka upp viðEyjafiörðinn? „Vel skilst mér, enda eru flestir komnir með vélar í þetta. Hér á Áshóli tökum við þó mikið upp með höndunum, því við ræktum stofnútsæði fyrir Grænmetis- verzlunina, og því reynum við að vanda okkur við þetta." — Og að lokum Jóhann, þið sjáið Norðlendingum fyrir kartöflum, er ekki svo? „Jú, það höfum við gert, og það ætti ekki að vera vandi núna eftir þessa miklu uppskeru. Kartöfl- urnar eru allar komnar f geymsl- ur, og síðan'verða þær settar á markaðinn eftir þörf um."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.