Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 Birgir IsL Gunnarsson borgarstjóri: Tillögur um endur- skoðun aðalskipu- lags á næsta ári A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, aö heildarendur- skoðun aðalskipulags Reykja- víkurborgar yrði ekki lokið að fullu fyrir áramót eins og ráðgert hafi verið. Borgarstjóri sagðist hins vegar vona að þess yrði ekki langt að bíða, að borgarstjórn fengi endurskoðaðar tillögur um aðalþætti skipulagsins, en fulln- aðartillögur yrðu ekki lagðar fram fyrr en eftir áramót. Þá sagði hann, að gert væri ráð fyrir, að þróun byggðar í Reykjavík yrði til norðausturs, en ekki til suðurs frekar en orðið er eins og aðal- skipulagið gerði ráð fyrir. Upplýs- ingar þessar komu fram vegna fyrirspurnar frá borgarfulltrúum Framsóknarflokksins um endur- skoðun aðalskipulagsins og hvað hefði verið gert til að tryggja Reykvíkingum byggingarland til frambúðar. Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði, að aðalskipu- lagið hefði verið staðfest 1967, en undurbúningur að endurskoðun hefði hafizt 1070. Þróunarstofn- unin hefði siðan verið sett á fót til þess að endurskoða aðalskipulag- ið. Stofnunin hefði kannað breytt- ar forsendur fyrir skipulaginu og m.a. hefði komið í ljós, að fólks- fjölgun yrði ekki jafn mikil og upphaflega var áætlað. Þá virtist ljóst, að byggingarsvæði íbúða skv. aðalskipulagi yrðu fullnýtt 1977 til 1978, en gert hafi verið ráð fyrir að þau dygðu til 1983. Athuganir hefðu einnig leitt í ljós, að verzlunarbyggð væri veru- lega meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Loks sagði hann, að Þróunarstofnunin hefði unnið að gerð reiknilíkans til prófunar á gatnakerfinu miðað við nuver- andi ástand. Borgarstjóri sagði ennfremur, að mótaðar hefðu verið nýjar til- lögur eða hugmyndir um bygg- ingarsvæði fyrir u.þ.b. 45 þús. íbúa. Borgarsjóður ætti mest af þessu landi, nokkuð væri þó í eigu ríkissjóðs og einkaaðila. Viðræð- ur hefðu farið fram milli borgar- innar og rikisins um hugsanleg makaskipti og við einstaka land- eigendur um hugsanleg kaup. Þá ræddi borgarstjóri nokkuð um endurbyggingu gamalla Hvassaleitisskóli Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudags var vísað til borgar- ráðs tillögu Guðmundar Magnús- sonar um hönnun og byggingu þriðja áfanga Hvassaleitisskóla. t>a var (uiogu sama varaoorgar- fulltrúa um íþróttakennslu við Hvassaleitisskóla vísað til fræðsluráðs. hverfa; miðbæjarsvæðið, iðnaðar- hverfi og haf narsvæði. Borgarstjóri sagði, að endur- skoðun aðalskipulags yrði i raun réttri aldrei lokið. Reynslan hef ði sýnt, að á hverjum áratug yrðu margar og verulegar breytingar á forsendum skipulagsins og alltaf ætti að vera unnt að aðlaga skipu- lagið að kröfum tímans og þörfum íbúanna. Guðmundur G. Þórarinsson varaborgarfulltrúi sagði, að aðal- skipulagið hefði verið merk fram- kvæmd á sínum tíma, en nú væri það fjötur um fót. Samkvæmt skipulagslögum ætti ad endur- skoða aðalskipulag á fimm ára fresti. Þessi endurskoðun hefði ekki farið fram. Hér væri því beinlínis um lögbrot að ræða. Minnihlutafulltrúarnir hefðu ítrekað flutt tillögur til úrbóta, en lítill sem enginn árangur hefði orðið af þeim tillöguflutningi. Þá nefndi varaborgarfulltrúinn ein- stök verkefni, sem unnið væri að, þó að ljóst væri, að forsendur væru breyttar. Þannig væri t.d. unniðað gerð Geirsgötunnar, án þess að kannað hefði verið hvort forsendur væru enn fyrir hendi. Unnið væri eftir skipulagi, sem ekki væri lengur í samræmi við raunveruleikann. Starfslið Þróunarstofnunarinnar væri ekki nægilegt. Endurskoðun skipulags- ins ætti að enda með útgáfu á nýjum uppdráttum. Þá flutti varaborgarfulltrúinn tillögu um tímasetta verkáætlun fyrir einstaka þætti við endur- skoðun aðalskipulagsins. Þorbjörn Broddason sagði, að við lægi, ' að skipulagsmál borgarinnar væru að glund- roðastigi. Innri samkvæmni vantaði í aðalskipulagið. Borgarfulltrúinn sagði, að allar athuganir sýndu, að um- ferðarmál borgarinnar yrðu ekki leyst nema með byltingu í al- menningsflutningakerfi borgar- innar. Stefna borgaryfirvalda væri sú að fæla fólk frá að ferðast með almenningsvögnum. Þá sagði hann, að ekki væri unnt að byggja borg fyrir ótakmarkaða einkabíla- umferð eins og nú væri stef nt að. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að aðalskipulag yrði að vera það sveigjanlegt, að borgaryfir- völd gætu gert breytingar miðað við breyttar aðstæður hverju sinni. Framkvæmd aðalskipulags- ins hefði verið með þeim hætti. Breyttum forsendum hefði verið mætt með því að víkja frá upphaf- legum ákvæðum aðalskipulags- ins. Guðmundur Þórarinsson teldi á hinn bóginn, að borgin þyrfti að Fer Oddgeirsbær á Árbæjarsafn? ríghalda í skipulagið, þar til endurskoðun hefði farið fram. Þá minnti hann á, að gjörbylting hefði verið gerð á strætisvagna- kerfinu 1968. Guðmundur G. Þórarinsson, Þorbjörn Broddason og Birgir ís- leifur Gunnarsson tóku aftur til máls, en að umræðu lokinni var tillögu Guðmundar vísað til borgarráðs. borgar- stjórn A FUNDI borgarstjórnar sl. fírhmtudag var staðfest sú ákvörðun borgarráðs að fallast ekki 'á tillögur bygginganefndar um friðíýsingu Oddgeirsbæjar við Framnesveg. Ákvörðun þessi var tekin með 11 atkvæðum borgar- fulltrúa Sjálfstaeðisflokksins og Framsóknarflokksins gegn 3 at- kvæðum fulltrúa Alþýðubanda- lagsins. Fulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá. Jafnframt var staðfest sú ákvörðun borgarráðs að fela um- hverfismálaráði að athuga, hvort rétt sé að flytja Oddgeirsbæ upp á Árbæjarsafn. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði, að rétt væri að varðveita sérsæð hús eins og Oddgeirsbæ, sem nú væri að verða aldargamall. Hún sagðist gera ráð fyrir, að friðlýsa mætti húsið án verulegs kostn- aðar. Birgir Isleifur Gunnarson borgarstjóri sagði, að Reykja- víkurborg hefði sýnt húsfriðunar- málum mikinn áhuga. Sérfræð- ingar hefðu skilað tillögum um verndun húsa í borginni. Oddgeirsbær væri ekki eitt þeirra. Þar hefði verið lögð áherzla á að varðveita heil hverfi eða svipmót heilla gatna með frið- lýsingu, þar sem það ætti við, eða flytja einstök hús á Árbæjarsafn. Þau rök, sem gilt hefðu um varð- veizlu húsa í Reykjavík, giltu ekki um Oddgeirsbæ. Elfn Pálmadóttir sagði, að menn yrðu að gera sér ljóst, hvað gera ætti við slík hús og benti á, að þegar væru komin tvö hús af sviðuðu tagi á Árbæjarsaf n. Kristján Benediktsson taldi ekki ástæðu til að varðveita húsið á staðnum, friðun húsa gæti gengið út í öfgar. Hann sagði, að borgin væri þegar búin að binda sér næga bagga vegna varðveislu húsa, þessi friðun yrði of kostn- aðarsöm. Davfð Oddsson sagði, að varð- andi sérkennileg hús af þessu tagi skipti 'mestu máli að varðveita þau á staðnum, ef friðlýsa ætti þau á annað borð. Uppi á Ábæjar- safni missti það gildi sem kyn- legur kvistur í sínu umhverfi. Að því er Oddgeirbæ varðaði væri hins vegar augljóst, að friðlýsing hans yrði of kostnaðarsöm. Upplýsingabæklingur TILLÖGU Þorbjörns Broddason- ar um upplýsingabækling um reglugerðir og starfssvið nefnda og ráða borgarstjórnar var á borgarstjofnárfiindi sl. fimmtvi- dag vísað til athugunar borgar- ráðs. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar 40 ára: 34 þús, hafa leitað til stofnunarinnar Ráðningarstofa Reykjavfkur- borgar er 40 ára um þessar mund- ir. Nánar tiltekið tök hún til starfa 20. október 1934. A þeim tíma var sem kunnugt er mjög erfitt ástand f atvinnu- málum þjóðarinnar vegna heims- kreppunnar og atvinnuleysi geig- vænlegt og fjöldi heimila f sár- ustu neyð. Opinberir aðilar reyndu eftir föngum að draga úr mestu vandræðunum með at- vinnubótavinnu til þeirra, sem verst voru settir, sem þó náði skammt. Af eðlilegum ástæðum voru at- vinnumálin mikið rædd f bæjar- stjórninni og samþykkti bæjarráð samhljóða 29. júnf 1934 að leggja til við bæjarstjorn, að sett yrði á stofn ráðningarstofa fyrir at- vinnuleitandi bæjarmenn, karla og konur. Jafnframt var lagt til, að væntanlegur forstöðumaður ráðningarstofu kynnti sér tilhög- un slfkra stofnana erlendis áður en skrifstofan tæki til starfa. Þessi tillaga var sfðan sam- þykkt f bæjarstjörn og forstöðu- maður fyrir stofnunina ráðinn 1. ágúst 1934, en hann var Gunnar E. Benediktsson, hri. Hann fðr sfðan utan og kynnti sér starf- semi ráðningarstofa á Norður- löndum og undirbjó sfðan starf- semina hér og var Ráðningarstof a Reykjavíkur, eins og áður sagði, opnuð til afgreíðslu 20. október það ár. Það var starfsemi Ráðingarstof- unnar mikill styrkur frá upphafi að njota þekkingar og hæfni Gunnars heitins Benediktssonar við uppbyggingu Ráðningarstof- unnar og f mörgu er byggt á þeim grunni, sem hann lagði, þó vissu- lega hafi margt breytzt síðan bæði varðandi lög og reglugerðir og allar aðstæður f þjóðfélaginu eru nú ólfkar þvf sem þær voru fyrir 40 árum. Samkvæmt Iögum um vinnu- miðlun frá 15. marz 1951 var sett sérstök stjórn fyrir Ráðningar- stofuna. Stjórnin var skipuð 5 mönnum. Þrfr kosnir af borgar- stjórn með hlutfallskosningu, einn tilnefndur af Fulltrúarráði verkalýðsfélaganna f Reykjavfk og einn af Vinnuveitendasam- bandi Islands. Fyrsti formaður stjórnarinnar var Sveinbjörn Hannesson, yf irverkstjðri. Þessi tilhögun er ðbreytt enn f dag og er stjórn Ráðningarstof- unnar valin af þessum aðilum til 4ra ára. Ráðningarstofan starfar eftir lögum frá 1956 og reglugerð, er , sett var 1959, þar sem kveðið er á umstarfsemi hennar. Auk þess annast Ráðningarstofan atvinnu- leysisskráningar og vottorðagjðf vegna atvinnuleysisbóta, en nýjiisfn lögin um það efni eru frá 27. aprfl 1973. Tala þeirra, sem leitað hafa til stofnunarinnar frá ári til árs, er mjög mismunandí sem eðlilegt er og fer fyrst og fremst eftir at- vinnuástandinu á hverjum tfma. Alls hafa á þessu fjörutfu ára tfmabili 34.523 einstaklingar verið frumskráðir sem atvinnu- umsækjendur á Ráðningarstof- unni, en margir þeirra hafa að sjálfsögðu leitað oft til stofnunar- innar á þessu tfmabili, svo að samtals eru afgreiðslur orðnar 152.690. Og þá er ekki talið með fjölmargt fólk, sem Ráðningar- stofan hefur bent á atvinnu hjá ýmsum aðilum, en ekki fengið ákveðnar upplýsingar um ráðn- ingu. Til Ráðningarstofunnar leitar Framhald á bls. 47 María Maack 85 ára Á morgun, 21. október, verður María Maack 85 ára. Hún er fædd að Stað í Grunna- vík, dóttir hjónanna síra Péturs A. Maack og konu hans, Vigdfsar Einarsdóttur frá Aðalvík. Síra Pétur drukknaði, er hann var á heimleið úr kaupstað, er María var á þriðja ári. Fluttist Vigdfs þá að Faxastöðum í Grunnavík, og þar ólst María upp með móður sirmi og ömmu, þar til hún 18 ára gömul fluttist til Reykjavíkur til að leita sér menntunar. Marfa átti fjógur systkini, systurnar Aslaugu, Brynhildi og Elínu og einn bróður Pétur Maack, skip- stjóra, sem fæddist skömmu eftir lát föður síns. Þau eru öll látin, en afkomendur þeirra eru margir og mannvænlegir, eins og kunnugt er. Marfa hóf hjúkrunarnám og störf við Laugarnesspítala árið 1909. Siðan starfaði hún við hjúkrun í 55 ár, lengst af sem forstöðu- kona Farsóttarhússins í Reykja- vík. Þar sem annars staðar gat María sér hið bezta orð og var alla tfð mjög f arsæl í starfi. Var hjúkr- un hennar og umhyggju fyrir sjúklingum viðbrugðið, og minn- ast margir Reykvíkingar dvalar sinnar á Farsótt með þakklæti og ánægju. Var María forstöðukona Farsóttarhúsins til ársins 1964, er hún lét af störfum, 75 ára gömul. María Maack hefur alla tíð haft mikinn áhuga á felagsmálum og tekið virkan þátt f starfi margra félaga. Hún hefur ávallt verið ein- læg sjálfstæðiskona og verið í fararbroddi f Sjálfstæðisflokkn- um frá upphafi. Hún var ein af stofnendum Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna, sem stofnað var 15. febrúar 1937 og i stjórn frá upp- hafi og lengur en nokkur önnur kona, fyrst sem gjaldkeri, en síðar formaður til ársins 1967, er hún baðst undan endurkosningu. Hún beitti sér einnig fyrir stofn- un Landssambands sjálfstæðis- kvenna og sat i stjórn þess um árabil. Dugnaður Maríu og áhugi hefur verið mikil lyftistöng fyrir Hvöt, og enn hvetur hún konur til dáða f þágu félagsins og Sjálf- stæðisflokksins, sem hún telur réttilega bezt hæfan til að stjdrna landinu og Reykjavíkurborg. María hefur aldrei verið feimin við að láta skoðanir sínar í ljós og jaf nan talið sér skylt að gera það, sem hún sjálf telur réttast. Hún er höfðingi heim að sækja, vin- mörg og mikill vinur vina sinna, barngóð og raungóð. Hvatarkonur senda sfnum fyrr- verandi formanni Maríu Maack beztu árnaðaróskir í tilef ni af af- mælinu og þakka henni mikið og óeigingjarnt starf. Olöf Benediktsdðttir. P.S. Vegna lasleika getur María ekki tekið á móti gestum á morg- un, eins og hún hefði helzt kosið, en hún er nýkomin heim af sjúkrahúsi og verður að hafa hægt um sig fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.