Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974
Boston
Landnám íslenskra
sjómanna í Banda-
ríkjunum, einkum
Boston á fyrstu ára-
tugum aldarinnar.
Það gerðist strax á öðrum tug
aldarinnar nokkuð algengt, að sjó-
menn færu vestur til Nýja-Eng-
lands og gerðust þar skipverjar á
bandariskum togurum, og var svo
í nokkra áratugi.
Einn af þeim mönnum, sem
lagði I þennan víking, var Þorlák-
ur Guðmundsson, fæddur I Gufu-
dal I Barðastrandarsýslu 12. janú-
Þorlákur Guðmundsson skip-
stjóri á togaranum Flying Cloud.
ar 1899, sonur séra Guðmundar
Guðmundssonar í Gufudal og
bróðir Haralds ráðherra og fleiri
systkina.
28 ára gamall fór Þorlákur vest-
ur um haf og hafði þá ekki áður
komið á sjó. Fyrst réðst hann til
ýmissa i landfi vestur í Ameríku í
3 ár. Hann kom til Boston vorið
1930, en sú borg var þá aðsetu-
staður margra Islendinga vestra.
Fór hann þá til sjós með Magnúsi
Magnússyni, sem var skipstjóri á
togara, sem bar nafnið „Notre
Dame", sem var bæði nafn á
frægustu kirkju í Paris og
háskóla í Bandaríkjunum. Þessi
togari var um 400 lestir með 750
hestafla vél. Þorlákur gerðist há-
seti hjá Magnúsi um sumarið. Um
haustið fór hann á annað skip
með Grími Hákonarsyni skip-
stjóra. Skipið hét Marietta B. um
200 lestir að stærð. Var Þorlákur
nokkra mánuði á því skipi.
Magnús, fyrrnefndur skipstjóri,
flentist eins og svo margur annar
Islendingur í U.S.A. og fluttist
síðar vestur á Kyrrahafsströnd og
andaðist i Alaska. Magnús
Magnússon var kvæntur móður-
systur Ásu Þórhallsdóttur, sím-
stöðvarstjóra i Vestmannaeyjum.
Grímur Hákonarson skipstjóri
fluttist löngu seinna heim til ís-
lands á kreppuáratugnum eftir
1930 og settist að I Auðsholti í
ölfusi. Þá voru miklir gjaldeyris-
erfiðleikar til kaupa á vörum til
landbúnaðar sem og öðru, en
hann fékk að nota gjaldeyri sinn.
Þorlákur Guðm. um borð f seinasta skipinu, sem hann var á.
sem hann hafði aflað sér með
striti sínu í Bandaríkjunum, til að
kaupa sér landbúnaðarvélar.
Grímur á enn bróður í Reykjavfk,
Ólaf Hákonarson, sem var togara-
sjómaður árum saman og kunnur
á íslenzka flotanum fyrir atorku.
Þorlákur Guðmundsson gerðist
snemma stýrimaður, fyrst með
skipstjóra að nafni Theódór
Jónsson, og siðar skipstjóri. Voru
þeir Theodór saman til sjós lang-
an tima sem stýrimenn og skip-
stjórar á vixl. Þeir voru með skip,
sem var 200 lestir að stærð og gert
út frá Boston. í upphafi áratugar-
ins 1920—1930 voru 10 til 20 is-
lenzkir skipstjórar, sem stjórnuðu
togurum frá Boston, og má gizka
á, að um þetta leyti hafi alls verið
um 50 islenzkir sjómenn í öllum
stéttum. Mjög athyglisvert var, að
jafnstór hópur íslenzkra sjó-
manna færi utan á þessum árum,
1925—1935, en það var líka fyrir
og eftir þetta timabil. Ég vil einn-
ig minnast á fleiri skipstjóra, svo
sem Kristján Kristjánsson, Jakob
Þorvaldsson (sonur Þorvaids
pólití), Axel Jóhannsson,
Guðmund Jóhannsson og Oskar
Gíslason. Skip, sem þeir voru
með, voru öll frá Boston og voru
eign bandarískra borgara.
Logðu þeir afla sinn á land við
Fish Pier. Var það fyrir ferðar-
mikil bryggja, og gátu skip lagzt
að henni báðum megin, enda voru
básar nógu margir og akbraut var
eftir henni miðri niður á bryggju-
haus. Þarna var fiskinum landað
og fór uppboð á honum fram á
staðnum. Aflinn var venjulega
mestur á mánudögum og gat
komizt upp í 1000 lestir á slíkum
dögum, og má telja það 500—600
lestum meira en algengt er hér
daglega. Annars gat dagsaflinn
verið frá 100 lestum, 500 lestum
og upp í 1000 lestir, — allt eftir
gæftum og fiskirii. Aflinn var
nokkuð misjafn eftir árstíma.
Þegar lftill afli var, var verðið oft
hærra. Afbragðsafli á togara var
100—150 lestir á skip í veiðiferð.
Þá var verðið 2'á cent pundið, um
árið 1935. Seldi þá aflahár togari
árlega fyrir um 6000 dollara. Á
Fish Pier var framleiddur ís og
var unnt að láta hann renna fram
eftir bryggjunni í skip, sem þar
lágu, en sumir voru líka fermdir
ís af bílum. Netaloft voru einnig á
miðjum Pier, en netaverzlanir
voru fyrir of an bryggjuna.
Það má gizka á, að á þessum
tíma hafi um skeið verið gerðir út
milli 30 til 40 togarar frá Boston,
sem voru yfir 200 lestir. Skipin
heltust mikið úr lestinni í stríð-
inu. Nokkrir nýir togarar voru þó
byggðir í stríðslokin, um 250 lest-
ir að stærð, falleg og afkastamikil
skip. Fiskurinn var allur halaður
upp úr skipunum f körfum, og var
ýsa rfkjandi í aflanum.
-^:^iMiinM'r~-'~-:~--•-¦¦•-.......- ¦¦¦ ¦¦¦—......
Pokinn dreglnn inn.
1 netaviðgerð
Nú hefur þessi útgerð dregizt
saman, og er jafnvel efst á
dagskrá að leggja niður Fish Pier
i sinni upprunalegu mynd, en þar
er enn meðal annars brot af litilli
fsframleiðslu og minniháttar
frystihús.
Segja má, að mjög lítill hluti af
þessari islenzku sjómanna-
nýlendu i Boston hafi horfið heim
til islands. Þorlákur
Guðmundsson hvarf heim til ætt-
landsins fyrir þremur árum.
Kanarí-
eyja
n
Brottför:
31.okt.
21. nóv.
12. des.
19. des.
26. des.
9. jan.
16. jan.
23. jan.
6. feb.
1 3. feb.
27. feb.
6. marz
20. marz
27. marz
17. apr.
1. mal
— 3 vikur
— 3 vikur
— 2 vikur
— 3 vikur
— 3 vikur
—¦ 2 vikur
— 4 vikur
— 2 vikur
— 3 vikur
— 3 vikur
— 3 vikur
— 3 vikur
— 2 vikur
— 3 vikur
— 2 vikur
— 3 vikur
- uppselt
¦ uppselt
¦ uppselt
-uppselt
¦ uppselt
-uppselt
—uppselt
Vikuferöirtil
Kaupmanna-
hafnar:
1 8. nóv. „Intertool"
(International Fair for Tools and
Machine tools)
31. jan. „Exh. Building Pro
ducts"
14. feb. „Scandinavia Men's
Wear Fair"
3. mars „Shoe Fair Exh."
„International boat show"
14. mars „19th Scandinavian
Fashion Week '75"
Flntj, gisting og morgunverður
29.500 Kr.
Skíðaferðir til Austurríkis 17dg.
Brottför 28. des , 1. feb. og í.
mars.
Austurstræti 1 7.
Sími
26611 og 20100
(lOlinur)
London
Ódýrar viku ferðir!
Október: 20. og27.
Nóvember: 2. 9. 16. og 23
Desember: 1. 8. og 15.
Janúar: 11. 18. og 25.
Febrúar: 1.8. 15. og 22
Marz: 1.8. 16. og 22
Aprfl: 5. 12. 19. og 26.
VERO:
REGENT PALACE
I 2ja m. herb. Kr. 24.200.00
i 1. m. herb. Kr. 27.100.00
CUMBERLANO
í 2ja m. herb. Kr. 28.900.oo
11,». herb. Kr. 31.800.00
Glasgow
Óiiýrat helgar ferðir;
(föstud. — ménud.)
Janúar: 17. 31.
Október: 25. Febrúar: 14. 28.
Nóvember: 8.22. Marz: 14.
Desember: 6. April: 4. 18.
VERÐ: INGRAM:
í 2ja m. herb. Kr. 20.800.00
i1.rn.herb. Kr. 21.600.00
SH
Kenýa
Brottför
21. desember (jólaferS)
28. desember (nýársferð)
25. janúar
22. febrúar
22. marz (páskaferð)
1 7 dagar
viku á Safari.
viku við Indlandshaf.
2 dagar í Nairobi.
Fyrsta flokks aðbúnaður
Gambíuferðir
Brottför
30. nóv.
14. des. (jólaferð).
28. des. (nýársferð).
8. febr.
22. febr.
8. marz.
22. maí (páskaferð).
^*