Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 OG ÞEIM BIRTUST TUNGUR SEM AF EIDI VÆRU 2.THLUBLAB 1974 RFTURECDinE Tilhvers ertþú? þú borðar ekki með sköfu. Ailir hlutir hafa tilgang — gafflar eru til a6 boröa meö Þegar Pétur og Jóhannes gengu upp i helgi dómlnn. um basnastundina. var þangað bor inn maður, er haltur var frá móðurlffí. Sjáiö aumur á mér vösölum og fátækum sköfur til aö skafa meo - W»<*- . &8* ^ A þvi þau eru ekki gerð til þess ekki til hvers hlutur er,. Kristnir menn trúa, að ÞU sért skapaður aí GuÖi, til að þjona honum ogelska hann í . þannig. aö ef þú ert aö streöa við aö verða rikur. . vinsæll og frægur. eða svoleiois, > hvernig i ósköpunum getur þú þa notað hann'' . settu markmið þitt á aö elska GUÐ. t U þvi til þess ert Þu Hér sjáum við forsfður „BarnablaSsins" og „Aftureldingar" ásamt sýnishorni af efni. Eins og fram kemur f viðtalinu eru blöð þessi mjög ódýr, áskriftin kostar kr. 340.— fyrir hvort blað. .þá gættu þln. Biblían svarar Hér eru nokkur svör til þeirra, er segja: Ég er eins góður og aðrir. „En sá, sem hrósar sér, hann hrðsi sér f Drottni. Þvf að f ullgildur er ekki sá, er mælir fram með sjálfum sér, heldur sá, er Drottinn mælir fram með." II. Korintubréf 10,17—18. „Ef vér segjum: vér höfum ekki synd, þá svfkjum vér sjálfa oss og sannleikur- inn er ekki f oss, en ef vér játum syndir vorar, þá er hann (rúr og réttiátur, svo að hann fyrirgef ur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér segjum: vér höf um ekki syndgað, — þá gjörum vér hann að lygara, og orð hans er ekki f oss. I. Jóhannesarbréf 1,8—10. Einnig: Jakobsbréf 2,10 Rómverjabréfið 3,10 Lúkasarguðspjall 18, 0—14. Eg vil bfða nokkuð lengur með að verða kristinn. „Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! Hinn ðgúðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sfnum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, þvf að hann fyrirgefur rfkulega." Jesaja 55, 6—7. „Og ég skal segja við sálu mfna: Sál mfn, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvfl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nðttu verður sál þfn af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hef ir af lað? Svo fer þeim, er safnar sér fé, og er ekki rfkur hjá Guði. Lúkasarguðspjall 12, 19—21. Einnig: Orðskviðir 27,1 Jakobsbréf 4,13—17 Lúkasarguðspj. 9, 57—62. Ertu glaður ? .VERIO ávallt glaðir vegna sam- félagsins við Drottin; ég segi aft- ur: verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt. heldur gjörið i öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi. mun varð- veita hjörtu yðar og hugsanir í samfélaginu við Krist Jesúm." Úr bréfi Páls postula til FilippF- manna, 4,4—7. Flestir munu vera sammála um, að gott sé að eiga sér gleðiefni. Menn gleðjast yfir hinu og þessu, gleðiefni fólks geta verið svo margvfsleg. Við gleðjumst á hátið- um, afmælurr. — gleðjumst sjálf og gleðjumst með öðrum. Við get- um einnig glaðzt yfir hinum smá- vægilegustu hlutum, það þarf oft ekki mikið til að gleðja okkur. En öll þessi gleðiefni okkar vara oft svo stutt. Eftir að við höfum glaðzt um stund, dvfnar gleðin, hún er allt í einu farin frá okkur. Postulinn nefnir hér að samfélagið við Drottin sé sitt gleðiefni. Af hverju? Jú, við getum skilið að oft er gaman að eiga samfélag við einhvern, sem við þekkjum, og er okkur geðfelldur. Þá viljum við vera í návist hans og eyða tima okkar með honum. Við þekkjum það svo vel, hvorsu mikils virði það er okkur að eiga einhvern að, sem hægt er að leita tíl með vandamálin. Þannig er það að eiga samfélag við Drottin Jesúm, til hans getum við leitað og hann gefur okkur svar við spurningum okkar. En það er ekki eina gleðiefnið. Það er annað og meira. Jesús hefur komið okkur f sátt við Guð. Hann tók á sig okkar misgjörðir, sem Guð vill ekki sjá, og bar þær burtu. Jesús tók þær, svo Guð minnist þeirra ekki. Það er þvf eðlilegt, að Páll sé glaður. Og þetta stendur okkur einnig til boða að eiga samfélag við Jesúm. að trúa á hinn eina, sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Við lögðum leið okkar f Blaða- og bókaútgáfuna Hátúni 2, sem er útgáfa Hvftasunnumanna á fs- landi. Þar hittum við fyrir Óla Agústsson. en hann sér um útgáf- una og veitti hann okkur góðfús- lega ýmsar upplýsingar um starf- semina. Hvitasunnumenn gefa m.a. út tvö blöð, „Aftureldingu" og „Barnablaðið". „Ég byrja á „Barnablaðinu",hreyfingin vinnur ákveðið verk með þessu, við teljum útgáfuna vera einn sterk- asta trúboðann á okkar svæði. Ég tók við þessum blöðum fyrir tveim árum og breytti mikið útliti þeirra og gerði þau aðgengilegri fyrir nú- tfmafólk. Við notum mikið sterka liti og sláandi tjáningar. Blaðið er prentað í 7000—7500 eintökum og eru áskrifendur 5000. Mikið er um bréfaskriftir til okkar og má segja, að ákveðinn hópur sé f sam- bandi við okkur þannig. Við einbeitum okkur að kristinni trú og höfum fræðsluna við hæfi barna og er t.d. myndasaga um atburði hvitasunnudagsins f einu blaðinu, byggt eingöngu á frásögn Biblíunnar. Þá eru og vitnisburðir, og ýmsar sögur höfum við haft, sem bera vitni fögru mannlffi, ekki beinn kristinn boðskapur, en hefur sitt gildi samt." „Um „Aftureldingu" er það að segja, að hún er prentuð í 5000 eintökum og hefur um 3500 áskrif- endur út um allt land og er dreifing blaðsins vaxandi. Blaðinu hefur einnig verið breytt eins og „Barna- blaðinu" hvað varðar form og útlit, notuð er þessi nútíma aðferð, fá orð og hnitmiðaðar setningar Þegar við breyttum blaðinu sýndi unga fólkið því meiri áhuga, en margt af eldra fólkinu hefur látið í Ijós óánægju." Það er hverju orði sannara að bæði blöðin eru mjög llflega og vel uppsett, eins og sjá má af sýnis- hornunum hér og er boðskap Bibli- unnar gerð skil á einfaldan hátt svo hann fer ekki framhjá þeim, sem les blöðin, hvort sem hann er barn eða af eldri kynslóðinni og lesandi „Aftureldingar" Blöðin koma út fjór- um sinnum á ári og er verð þeirra án efa ekki þjakandi fyrir pyngjuna, áskriffargjaldið er 340,- fyrir hvort blað". Eins og sjá má af tölúnum er útbreiðsla þeirra mikil og við spurð- um, hvort þeir hefðu haft í frammi sérstaka herferð til að safna áskrif- endum „Ekki beint herferðir, en dreifingin byggist á sjálfboðavinnu. Við höfum fjóra sölumenn, sem dreifa öllu okkar lesefni og eru þeir frekar úti á landi en hér i bænum. Reykjavík hefur orðið útundan og hefur það valdið mér áhyggjum, þv! hér býr jú helmingur þjóðarinnar. En ástæðan fyrir þvi er sú, að erfitt er að komast í samband við fólk á höfuðborgar- svæðinu. Blöðin eru yfirleitt ekki til I bókabúðum, við byggjum mest á þessari sölumennsku, svo hefur unga fólkíð í söfnuðinum tekið þau með sér í samkomuferðir og dreift þá." Næst báðum við Óla Ágústsson að víkja að bókaútgáfunni. „Við gefum m.a. út barnabækurn- ar „Perlur" og eru þær orðnar 10 talsins Allar eru þær bibllulegar barnabækur, eiginlega myndabækur Nýjasta' barnabókin, bðk eftir höf- und ,„Kinza", sem lesendur „Barnablaðsins" þekkja. FÖR. - :¦'% PÍLAGRÍMSINS: EFTIR ]OHN BUNYAN £',¦£$ „För pflagrfmssins" er nú aftur fáanleg hjá forlaginu. Blaða- og bðkaútgáfan Hátúni 2 er opin alla virka daga kl. 13—17. úr Biblíunni, settar í form fyrir börn og unglinga og mér finnst það mjög yndisleg útgáfa Ekkert af þeim hefur farið i færra en 1200 ein- tökum og „Perlur 1" hefur selst í 25.000 Fleiri barnabækur erum við með, á árinu kom út „Leyndarmálið í skóginum" eftir Patriciu M. St. John, en hún er mjög vinsæll barna- bókahöfundur. Nokkrar bækur hennar hafa komið út á islenzku, hún segir feikilega vel frá og sam- eiginlegt öllum hennar bókum er, að þær hafa verið gefnar út í fjölmörg- um löndum og hlotið metsölu. Lesendur „Barnablaðsins" kann- ast við söguna um „Kinza", sem er eftir sama höfund, en hún kemur út nú fyrir jólin. Ég nefni hér einnig bókina „Bláklukkur", smá- sögusafn, „Litla munaðarlausa stúlk- an" og bók eftir Hugrúnu skáld- konu Fleiri titlar hafa komið út, en þeir eru uppseldir." En þið gefið út fleiri bækur en barnabækur? ,,Já, nýkomið er fyrra bindi ævi- sögu Ásmundar Eirikssonar og ég geri mér vonir um að margir hafi áhuga á að kynna sér starf formanns * safnaðarins. Þessi bók kostar 1450,- kr. sem er ekki mikið miðað við aðrar sambærilegar bækur Við höfum hér til sölu allar útgáfur frá Biblíufélagínu, við reynum að vera með það sem tilheyrir kristninni og hefur komið út á almennum mark- aði, t.d. Passiusálmana. Af okkar bókum má nefna „För pilagrimsins" Hún var gefin út 1969 i 200 etntökum og er nú komin aftur, „Heimur í báli" eftir Billy Graham kom einnig út í 200 eintökum og mun rétt uppseld Einnig „Heimkoma ísraels", bók sem fjallar um endurkomu Krists. Þetta eru siðustu bækurnar, en alls eru titlarnir orðnir milli 40 og 50 á u.þ.b. 40 árum held ég. Eldri bækurnar eru flestar uppseldar — við höfum varla undan að gefa út." Nú segja margir bókaútgefendur að þetta sé erfitt viðureignar í dýrtið- ínni Hvaðfinnst þér? „Það er sameiginlegt öllu, sem við gefum út, að við leggjum það litið á það, að það rétt nær að bera sig Ég minni á ódýra áskrift blaðanna, en okkar sjónarmið er að koma út kristnum boðskap, en ekki gróða- sjónarmið. Dreifingin byggist llka nokkuð mikið á sjálfboðavinnu, svo og annað i sambandi við útgáfuna og það er sú sjálfboðavinna, sem gerir okkur kleift að annast þetta. Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.