Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 48
0$|MttM$íM!> 26.0KT. tfSS? ^^ laugardagur geösjúkum SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974 Fíkniefnadómstóllinn: Hefur dæmt í málum 80 manna frá í vor FRÁ þvf f vor og fram til þessa hefur Ffkniefnadómstöllinn dæmt f málum SOmanna. Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar dðmara er f öllum tilvikunum um að ræða smærri mál, sem lokið hefur með sektarálögum. Stærri mál eru f úrvinnslu hjá saksóknara rfkisins og dómstðlnum. „Málin sem hlotið hafa af- greiðslu að undanförnu eru flest frá því í fyrra, en nokkur frá þessu ári. Fíkniefnamálum hefur f ækkað hjá dómstólnum ef tir ára- mótin, og stórt fíkniefnamál hef- ur ekki komið upp í langan tíma," sagði Ásgeir Friðjónsson. 10 -15% lækkun á nóta- og netagarni EFNI f net og nætur hefur lækk- að nokkuð á heimsmarkaði að undanf örnu og nemur þessi lækk- un 10—15%. Þessar lækkanir hafa komið nú f haust, mest vegna þess, að verð á olfu er nú reglubundnara en það var fyrr á þessu ári. Ævar Guðmundsson hjá Seif h.f. sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ýmislegt benti til að verð á þessum vörum ætti ef tir að lækka enn meira, sérstaklega ef verð á olíuvörum lækkaði. Framleiðendur hefðu haldið verði á veiðarfærum háu fram eftir þessu ári, vegna hins ótrygga ástands í olíumálunum, en eftir að olíuverðið var orðið nokkuð stöðugt byrjuðu veiðarfærin að lækka í verði. Hann sagði, að loðnunót hefði kostað í Noregi fyrr á þessu ári um 600 þús. kr. norskar en nú hefði verð á þeim lækkað um 50 þús. kr. norskar eða yfir 1 millj. fsl. kr. Hér með væri ekki sagt, að verð á loðnunót í íslenzkum krón- um talið hef ði lækkað, þvf gengis- fellingin hefði étið upp erlendu lækkanirnar. Hafa flutt út skrúfu- hringi í tvö ár I'yrir nokkrum árum var farið að setja skrúfuhringi utan um skrúfur fslenzkra skipa og hafa þeir almennt reynzt mjög vel. Eitt fslenzkt fyrirtæki hefur nú um tveggja ára skeið flutt þessa hringi út og haf a þeir reynzt m jög vel. Það er Stálsmiðjan í Reykjavík, sem smíðar og flytur skrúfuhring- ina út. Benedikt Gröndal, for- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að skrúfuhringirnir væru framleiddir samkvæmt einkaleyfi frá Lianen í Noregi og I upphafi hefðu þeir eingöngu verið framleiddir fyrir það fyrir- tæki. Norðmönnunum lfkaði svo vel við fslenzku hringina, að þeir pöntuðu meira af þeim, og hefur eftirspurnin sífellt orðið meiri. Hafa hringirnir t.d. verið seldir til fleiri landa en Noregs eins og t.d. Englands, en þeir eru settir jafnt á flutningaskip sem fiski- skip. Stærstu hringirnir kosta um 1 milljón króna. Benedikt sagði, að skrúfu- hringurinn væri gömul uppfinn- ing en það væri fyrst nú hin síðari ár, sem farið væri að setja þá í einhverjum mæli á skip. Þeir hefðu marga kosti, skipin gengu yfirleitt meira, olíusparnaður væri um 10% og skipin titruðu minna. Aðrennslisrör, sem eiga að fara inn f Sigöldu, fyrir framan Stálsmiðjuna. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Aðrennslisrörin við Sigöldu hátt í 1 km. Stálsmiðjan í Reykjavík vinn- ur nú að því að smfða að- rennslisrör fyrir túrbínur raf- orkuversins við Sigöldu. Uþp- haflega átti að smíða þessi rör erlendis, en hætt var við það, er kom í ljós, að hagkvæmara reyndist að smfða þau á Islandi. Aðrennslisrörin eru 4.2 metr- ar í þvermál og að sögn Bene- dikts Gröndals forstjóra Stál- smiðjunnar verður lengd þeirra hátt í einn kílómetra. Þetta verk er geysivandasamt, en Stálsmiðjan hefur mjög góðar vélar til þessa starfs. Aðal- vandamálið við f ramleiðsuna er mannekla, „en þeir menn, sem við höfum, eru mjög góðir. Annars er það svo, að það er vart hægt að f á menn til starf a í vélsmiðjunum," sagði Benedikt. Menntamálaráðuneytið: Biðst afsökunar á skýrslu dr. Arnórs ogdr. Braga VII.II.IAI.MUK Hjálmarsson, menntamálaráðherra, og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, hafa sent frá sér bréf, þar sem beðizt er afsökunar á ásökunar- og óvirð- ingarorðum I skýrslu, sem fræðsludeild ráðuneytisins sendi nýlega út til skólastjóra og fræðslustjóra vfðsvegar um land. Höfundur skýrslunnar er dr. Arnór Hannibalsson, en formála ritar dr. Bragi Jðsepsson deildar- stjóri f menntamálaráðuneytinu. t skýrslunni eru gagnrýnd vinnu- brögð ráðuneytisins við sér- kennslu og hjálparkennslu, og I FYRRINÓTT voru stðrskemmdir unnar á 5 bfla- leigubUum Loftleiða, þar sem þeir stóðu á athaf nasva-ði bfla- leigunnar við Flugvallarveg. Skiptir tjónið tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna. Umræddir bflar eru af Vols- wagengerð, rauðir að lit. Steinum hafði verið kastað f rúður og þær brotnar, steinum kastað á vélar- og farangurs- geymslulok og þau beygluð, sparkað í hflana og lakk rispað. Engu var stolið úr bflunum. Rannsóknarlögreglan vinnur að rannsðkn málsins, og biður hún vitni að gefa sig fram, ef einhver eru. Ljðm. Mbl. Sv. Þorm. einn af starfsmönnum mennta- málaráðuneytisins borinn þung- um ásökunum. 1 skýrslu þessari segir m.a.: „En jaf nvel þótt skólar reyni að styðja við bakið á þeim, sem bágast eiga, setur ríkisvaldið ram- gervan stól f yrir dyrnar þar sem er 19. grein skólakostnaðarlaga. Þar eru fyrirmæli um það, að enginn skóli fær sérkennslu- kvóta, nema svo vilji til, að skól- Framhald á bls. 47 Réttarkrufning: Lézt af völdum áverka SAKADÖMUR Reykjavfkur hefur fengið niðurstöður réttar- krufningar á Ifki gamla manns- ins, sem fannst látinn á heimili sfnu Vesturgötu 26 a, að kvöldi 4. september s.l. Segir þar, að aðal- orsökin að láti Danfels verði að teljast áverki á hálsi, sem valdið haf i blóðstreymi niður f lungun. 36 ára gamall maður hefur setið í varðhaldi síðan atburðurinn gerðist, og við yfirheyrslur hefur hann viðurkennt, að hafa hert hálsbindi verulega fast að hálsi gamla mannsins, en síðan losað takið. Auk þess var gamli maður- inn bundinn á hóndum. Maðurinn sem lézt hét Daníel Símonarson. Sá sem viðurkennt hefur að hafa hert að hálsi hans, mun hafður áfram í haldi. Verður mál hans væntanlega tekið fyrir innan skamms. Stúlka fyrir bíl UNG stúlka varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut um klukkan 11,30 í fyrrakvöld. Gerðist þetta skammt fyrir innan Kringlumýr- arbraut. Stúlkan slasaðist tölu- vert mikið, hlaut m.a. fótbrot og mikla áverka á höfði. Heimsfræg jasshljómsveit FULLVIST má telja, að ein fræg- asta jasshljómsveit heimsins komi hingað til lands í næsta mánuði og haldi hér tvenna tónleika. Hljóm- sveitin nefnist World Greatest Jazzband og skipa hana gamal- kunnar stjörnur úr bandarlska jassheiminum, t.d. Bob Haggart og Yank Lawson. Báðir eru á sjö- tugsaldri og haf a verið á toppnum í 40—50 ár. Hljómsveitin hefur verið á ferðalagi í Evrópu að und- anförnu, og stoppar hér í 2—3 daga á leið heim til Bandaríkj- anna. Ámundi Ámundason um- boðsmaður mun standa að komu hljómsveitarinnar hingað. Verður endanlega gengið frá samningum í næstu viku. Maður rændur I FYRRINCTT var ráðizt á mann, sem var á gangi á Snorrabraut, og hann rændur veski sfnu. Voru þar að verki 4—5 unglingspiltar. I veskinu voru 3000 krónur í pen- ingum auk persónuskilríkja mannsins. Maðurinn slapp úr átökunum án meiðsla. Atburður þessi gerðist milli eitt og tvö um nóttina, og ef einhverjir geta gef- ið upplýsingar í málinu eru þeir beðnir að snúa sér til rannsóknar- lögreglunnar. Brotist inn á 10 stöðum í fyrrinótt INNBROTSÞJÓFAR voru mjög athafnasamir f höfuðborginni f fyrrinótt. Brotist var inn á fjöl- mörgum stöðum og vfða unnin spjöll. Rannsóknarlögreglan vann að þessum málum f gær, og þegar Mbl. hafði sfðast samband við hana, lá ekki ljóst fyrir hve miklu hafði verið stolið I þessum innbrotum. Þá var ekki vitað hvort sömu menn höfðu verið að verki f einhverjum tilfellum. Brotist var inn í hús númer 6 við Suðurlandsbraut, en þar eru mörg fyrirtæki til húsa. Brotist var inn I tvö þeirra, Transit Trad- ing co og Virki hf. Þar var öllu umturnað í 8 herbergjum, hurð- um sparkað upp og einhverju Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.