Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 2600 nemendur við H.Í. í vetur Rætt við Guðlaug Þorvaldsson háskólarektor NÍJ þegar hafa verið innritaðir um 2300 stúdentar til náms við Háskóla Islands í vetur, og er það 200—300 nemendum fieira en á sama tfma f fyrra, og jafn- vel er gert ráð fyrir, að nem- endur við H.l. f vetur verði að lokum 2600—2700. Flestir stunda nám f heimspekideild eða 778, f verkfræði- og raun- vfsindadeild eru 417 og f iækna- deild 378. Fámennasta deildin er hinsvegar námsbraut f hjúkrunarfræðum en þar stunda 37 nemendur nám. Þar sem málefni Háskðlans hafa verið nokkuð f brennidepli að undanförnu, snerum við okkur til Guðlagus Þorvaldssonar há- skólarektors og inntum fretta af starfsemi Háskðlans og fyrst spurðum við hann hvort innrit- unarfrestur við skólann yrði ekki settur f fastari skorður á næstu árum. — Við höfum ekki eins skörp skil með innritunarfrestinn eins og er vióa erlendis, sagði Guðlagur. Menn eru hér að inn- rita sig fram á vetur. Það er þvl spurning hvort ekki þurfi að taka þetta mál til endurskoðun- ar. Erlendis er algengt, að inn- ritun ljúki 15. júlí ár hvert og er ekki leyfð eftir það. Nú þeg- ar eru innritaðir stúdentar 200—300 fleiri en á sama tíma í fyrra og ef við gerum ráð fyrir, að áframhaldið verði svipað og þá, verða nemendur að lokum á bilinu 2600—2700. — Það hefur vakið athygii, hvað aðsókn að almennum þjóð- félagsfræðum hefur minnkað etir hina miklu ásókn, sem var i deildina fyrstu tvö árin. Verða gerðar einhverjar breytingar á þeirri deild á næstunni? — Það er rétt, að aðsókn að almennum þjóðfélagsfræðum hefur dottið niður, en aðsókn að sálarfræði aukizt í staðinn. I athugun er nú, innan Háskól- ans, hvort eigi að mynda nýja sjálfstæða deild, sem tæki til almennrar þjóðfélagsfræði, sáiarfræði og uppeldisfræði og ef til vill félagsráðgjafar ásamt fleiri nýrra námsgreina tiæsta haust. Þegar hef ur verið f jallað um þetta innan Háskólaráðs og mun málið verða til lykta leitt á þessum vetri. — Er gert ráð fyrir, að stúdentum við Háskóla tslands eigi eftir að fjölga mikið á kom- andi árum? — Það er ákaflega erfitt að segja nokkuð um það, en enn er fjölgunin nokkuð örugg. Viða erlendis er orðin stöðnun í fjölgun stúdenta við háskóla. I Svíþjóð hefur t.d. háskóla- stúdentum stórfækkað. Astæð- an er ofureinfaldlega sú, að of stór hluti hvers árgangs sótti í háskólana, og því er farið að bera á atvinnuleysi hjá háskóla- menntuðum mönnum. Svo að segja í hverju einasta Evrópu- landi hef ur verið gripið til tak- mörkunar í flestu háskólanámi. 1 raun er ég andvígur því að grípa til beinnar fjöldatak- markana, nema þá við dýrt nám, þar sem þjóðfélagið teldi það of dýrt. Minnkandi ásókn fólks í háskóla þarf að koma af sjálfsdáðum ef vel á að vera. Það er æskilegt og nauðsynlegt, að það fari einnig út í atvinnu- lífið án háskóianáms. 1 þessu Guðlaugur Þorvaldsson, ha- skðlarektor sambandi ættum við að reyna að læra af reynslu annarra, þvf það er vitað, að allar takmark- anir valda úlf úð. — I fyrra og nokkur undan- farin ár voru nokkur blaðaskrif um, að háskólinn opnaði ekki dyr sínar nægilega gagnvart öðrum skólum en menntaskól- unum, en nú hafa þessar óánægjuraddir ekki látið heyra I ser. Hver er ástæðan? — Ef við minnumst á kennaraskólamálið, sem var mjög ofarlega á baugi í fyrra, þá er nú komin mörkuð stefna. Hún er sú, að fólk, sem hefur lokið svokölluðu aðfararnámi við Kennaraháskólann, hefur nú nákvæmlega sama rétt og stúdentar til að innritast hér. I öðru lagi, að fólk með almennt kennarapróf er nú tekið inn f Háskólann eftir sérstökum reglum. Núna i haust hafa all- margir fengið inngöngu, enda fer yfirleitt þrennt saman hjá þessum umsækjendum, þ.e. góð 1. einkunn, töluverð starfs- reynsla við kennslu og oft dvöl erlendis, sem hefur gefið við- bótartungumál. Varðandi aðra skóla er starf- andi svokölluð tengslanefnd. Tekur hún afstöðu til annarra skóla, og kannar hvaða próf þaðan eru sambærileg við stúdentspróf. Þeir skólar, sem koma til greina, eru m.a. fram- haldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri, Tækniskólinn, Hjúkrunarskólinn og Sam- vinnuskólinn. — Er þá æskilegt að þinu mati að opna Háskóiann meira? — Mitt sjónarmið er það, að ég er fylgjandi þvf, að fólk með góða námshæfileika komi hér inn, eftir hvaða leiðum það kemur finnst mér ekki skipta máli. En við megum ekki fara niður eftir námsstiganum. Það er fjöldi manna, sem hefur gffurlega hæfileika á öðrum sviðum en námssviðinu og nýt- ist þar vel. — Nú hefur verið talsvert deilt um innritunargjöldin við skólann l haust. Hvert er þitt álit á þessu máli? — Já, það hefur töluvert verið skrifað um hækkunina, úr 2200 kr. í 3700 kr. og um leið gagnrýnt hvernig með þetta fé er farið eins og t.d. að leggja það í stúdentablaðið. Það var ákveðið hér vorið 1973, að inn- ritunargjöldin skyldu renna til stúdenta, en það er gamalt bar- áttumál þeirra. Háskólaráð gerði um það ályktun, að það væri mál stúdenta sjálfra, ' hvernig ráðstaf a bæri þessu fé og-'.tðk enga afstöðu milli þess- ara ^tiotkunarþátta. Hinsvegar er ofureðlilegt, að það geti verið skiþtar skoðanir meðal stúdenta hvernig eigi að nýta þetta. Ég tel, að et, rektor og há- skólaráð eigi að skipta sér af þessu fé, þá væri betra að hverfa til gamia Iagsíns; annað hvort á að vera. — Læknadeildin hefur víst alla tíð verið umræddasta deild- in innan háskólans, hvað er að frétta af siðasta vandamálinu, verkfalli 4. árs læknanema? — Þetta verkfall lækna- nemanna stafar af þvf, að það hefur komið fram tillaga um að rjúfa tengsl milli yfirlæknis- embætta á Landspítalanum og prófessorsembætta, einkum í kliniskum greinum, þannig að yfirlæknar á öðrum hvorum spítalanum, Borgarspítalanum eða Landakoti, gætu alveg eíns orðið prófessorar eins og þeir, sem við Landspitalann eru. Til- lagan, sem er frá stúdentum læknadeildar, er vegna þess, að þeir vilja láta samnýta klinisku deildir þessara spftala til hinnar klinisku kennslu fyrir stúdenta. Þetta mun einnig vera almenn skoðun meðal kennara og stúdenta innan læknadeildarinnar og enn- fremur yfirvalda mennta- og heilbrigðismála. Ef þessi samnýting getur ekki orðið, leiðir það til veru- legrar takmörkunar á fjölda læknanema, sem geta stundað nám siðari hluta þess. Af þessum ástæðum hefur verið komið á' sex manna nefnd að frumkvæði forseta lækna- deildar, Ólafs Bjarnasonar. Er hún skipuð tveimur kennurum frá læknadeild, 2 frá stúdent- um og sinum Iækninum frá hvoru læknaráðinu á Landakoti og Borgarspítala. Þessari nefnd hefur verið falið að skila áliti fyrir 25. nóvember varðandi ýmis atriði um samvinnu spítal- anna og læknakennslunnar. Ég bind miklar vonir við það, að þessir aðilar f inni lausn á vand- anum og nefndin fái aðeins vinnufrið í þvi sambandi. — Hvað er helzt á döfinni í byggingarmálum Háskólans? — Eina stórbyggingin, sem nú er í smíðum, er annar áf angi verkfræði- og raunvfsinda- deildar, en hann á að vera tilbú- inn næsta haust. Við það batnar aðstaða deildarinnar mjög mikið. Háskólinn er ennfremur aðili að þeirri byggingu, sem verið er að hefja á Landspitala- lóðinni, en þar verður aðstaða fyrir lækna- og tannlæknadeild. Þá er Tjarnarbær að komast í gagnið, en við höfum tekið hús- ið á leigu til 8 ára. Þar mun f ara fram fyrirlestrakennsla í efna- fræði, en undanfarið hefur hún farið fram I hátiðasalnum. Þá er unnið að undirbúningi fyrir næstu byggingar á skólaióðinni, en brýnþörf er nú á aimennu kennsluhúsnæði. — Þ.Ó. Félag íslenzkra rithöfunda: Hækkun ritlauna ekki í sam- ræmi við hækkað bókaverð Á FUNDI stjórnar Félags fslenzkra rithöfunda, 18. október 1974, var samþykkt eftirfarandi ályktuh samhl inða: „Stjórn Félagsislenzkra rithöf- unda lýsiT yfir fullum stuðningi við framkomin sjónarmið for- manns félagsins, Jónasar Guð- mundssonar, varðandi útlán úr bókasðfnum og greiðslur fyrir útlánbóka. Stjórnin bendir á, að rithöf- undar hafa ekki orðið varir við hækkun ritlauna, svo neinu nemi, þrátt fyrir hækkað bókaverð, og hljóta því erfiðleikar útgefenda að staf a af einhverju öðru en því, að fjármunir bókaútgáfunnar í landinu renni um of til rithöf- unda. Þess vegna lítur stjórnin svo á, að rithöfundar eigi enda samleið með útgefendum í bar- áttu þeirra fyrir eftirgjöf á sölu- skatti, enda verður ekki séð, að sú eftirgjöf kæmi höfundum til gðða. Um almennan hag útgáf- unnar í landinu vísar stjórnin til þeirrar staðreyndar, að bóka- útgefendur bera yfirleitt ekki með sér að þeir reki fjárvana fyrirtæki. Stjórnin álitur að Islenzkir rit- höfundar eigi einkum þrenna möguleika á tekjum fyrir verk sín Þing sjálfstæðiskvenna um nýjungar í skólamálum Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna I Reykjavfk, gangast fyrir ráðstefnu f Reykjavfk laugar- daginn 2. og sunnudaginn 3. nðvember. Verður þar f jallað um nýjungar f fræðslumálum, sem nú eru mjög á oddinum. Á þinginu verða flutt þrjú framsöguerindi: Það fyrsta nefn- ist Endurmenntun og f ullorðinna- fræðsla, frummælandi Elfn Páimadóttir, borgarfuiltrúi, annað Skipan sérkennsluþjón- ustu, frummælandi Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltrúi, og þriðja Fjölbrautaskólinn og at- vinnulifið, frummælandi Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri. Þessí viðfangsefni eru nýjung- ar, sem eru að byrja að ryðja sér til rúms hér og erlendis og f ærast inn í menntunarkerfi landsins. Því má búast við fróðlegum erind- um og umræðum. En á eftir fram- söguerindum verður starfað í um- ræðuhópum, sem sfðan skila áliti. Ráðstefnan er opin öllum sjálf- stæðiskonum. Slfkar ráðstefnur, sem áður hafa verið haldnar, hafa jafnan verið mjög fjölsóttar og ánægjulegar og má búast við, að svo verði einnig nú. Ráðstefnan verður á Hótel Sögu og konum bent á, að hægt verður að kaupa mat og kaff i á staðnum. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í sfma 17100, en dagskrá ráðstefn- unnar verður nánar auglýst síðar. í náinni framtíð. 1 fyrsta lagi fyrir útlán á bókum. 1 öðru lagi með tekjum af svonefndu sölu- skattsfé fyrir Utkomnar bækur. I þriðja Iagi starfsstyrkir, sem veitt er fé til á fjárlögum ár hvert. Stjórnin telur að nú þegar verði að endurskoða greiðslur fyrir útlán á bókum úr söfnurn og allt fyrirkomulag varðandi þær greiðslur. Nú eru greiddar krónur 3,31 fyrir hvert eintak bókar í safni án tillits til þess hvort það er lánað út og lesið eða ekki. Óhjákvæmilegt er að hefja greiðslur fyrir útlán á bókum I stað eintakaf jöldans, eins og nú er, og verði gjald það sem rfki og byggðir greiði sem næst fimmtíu krónutn á hvert útlánað eintak, en aldrei kemur til mála að lesandinn verði látinn greiða útlánsgjald. Til samanburðar má benda á afnotagjðld af útvarpi og Framhald á bls. 47 Austurland AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi verður haldinn á Höfn í Hornafirði 25. og 26. okt. Hefst fundurinn kl. 8,30 á föstu- dagskvöldið 25. okt. KI. 2 e.h. á iaugardaginn halda Sjálfstæðisfélögin í Austur- Skaftafellssýslu almennan fund f Sindrabæ um hafréttarmál. Frummæland! verður Þór Vil- hjálmsson prófessor. Um kvöldið halda Sjálfstæðisfé- lögin árshátfð sína í Hótel Höfn. Hjðnin Helga og Bent Exner með einn skartgripanna, sem eru á sýningunni f Norræna húsinu. Ljðsm. Mbl. Sv. Þ. Danskt skart í Norrœna húsinu Dönsku gull- og silfursmiðirnir Helga og Bent Exner opnuðu f gær, laugardag, sýningu á skart- gripum sfnum f bðkasafni Nor- ræna hússins. Exner hjónin eru talin f fremstu röð listamanna Dana, og skart þeirra hinir mestu dýrgripir. „Skart er skúlptúr" { segja þau, og þau smfða aldrei tvo gripi eins. Smfðisgripir þeirra haf a verið á fjöldamörgum listsýningum f Danmörku og vfðar, til dæmis á Heimssýningunni f Montreal 1967, Victoría og Albert Museum 1968, Helsinki 1968, Moskvu 1969, Japan 1970, Munchen 1971 og 1972 og Hamborg 1973. Exner hjónin, sem hlotið hafa mörg verðlauna fyrir smfðisgripi sfna, selja aðeins frá eigin verk- stæði, en aldrei í verzlunum. Sýn- ingin verður opnuð kl. 14 I dag og verður opin frá kl. 14—19 alla daga fram til föstudagsins 25. október. Flestir skartgripanna á sýning- unni eru til sölu og er verðið á þeim frá 1500 kr. dönskum. Þessi sýning, sem haldin er á vegum Norræna hússins, var fengin hingað að tilstuðlan danska sendi- herransIReykjavík. A mánudagskvöldið 21. október flytur Bent Exner fyrirlestur, sem hann nefnir „Skart í daglegu lífi" og sýnir litskuggamyndir í fyrirlestrasal Norræna hússins. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllitm heimill aðgangur. ÍSÍ$*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.