Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 Greinar Helga Hálfdanarsonar hér í blaðinu vekja að jafnaði athygli. Það er því mikill fengur fyrir Morgunblaðið, að hann skuli láta til sín heyra öðru hverju og „sætte problemer under debat," eins og Georg gamli Brandes orðaði það. í þessu sunnudagsblaði sér þess m.a. stað, að Helgi ritaði s.l. sunnudag grein hér í blað- ið, Mál og skóli, sem vakti mikla athygli og er nú til umræðu í blaðinu. Mörgum hefur áreiðanlega þótt vænt um þær ábending- ar, sem komu fram í grein þessari og ekki sízt þessar setningar: „Það ætti að vera markmið tungumálanáms öllu öðru frem- ur, að gera Islendinga hlutgenga sem Is- lendinga á þingi þjóða.“ Og ennfremur: „Ekki skal það dregið f efa, að Jónasi Hallgrímssyni hafi komið vel að Iæra grísku í Bessastaðaskóla. Hitt mun Is- lendingum þó þykja meira um vert, að af þessu grfskunámi sínu lærði hann íslenzkt tungutak kennara síns, Sveinbjarnar Egilssonar." Og sú niðurstaða Helga Hálfdanarsonar, ef mér leyfist að lesa milli lína, að íslendingar eigi raunar ekki annað erindi við þennan heim en að varð- veita menningu sfna, og þá umfram allt fslenzka tungu, ætti að vera kjarni allrar umræðu um þjóðmál hér á landi. Nú er endalaust tönnlast á orðinu frelsi, en eng- um virðist koma til hugar, að mest er frelsi tslendinga í þvf fólgið, að fá einir allra þjóða að hugsa og tala á íslenzku. Það veitir þeim sérstöðu á þessari maura- þúfu, sem kallast jörð, og f þessari sér- stöðu er kjarni frelsis þeirra raunveru- lega fólginn, hvað sem líður næstum því óþolandi mannfæð f landinu. Helgi Hálfdanarson skrifaði einnig grein í Mbl. laugardaginn annan er var og er hún tilefni þessarar greinar minnar, en ekki Mál og skóli. Grein Helga heitir Þjöl og stál. I henni segir Helgi fullum fetum það, sem lesa má út úr síðari grein hans um málakennsluna f skólunum: „Utgáfa sú á norskum úrvalsljóðum, sem getið var, er einmitt óræk staðfesting þess, að ís- lenzkar bókmenntir, fornar sem nýjar, eru sú eign vor tslendinga, sem enginn gæti af oss haft, svo lengi sem vér hirðum að eiga. Hún er staðfesting þess, að hvert skáldverk er öðrum þræði verk þeirrar þjóðtungu, sem það er samið á, að ein og sérhver tunga elur af sér hugsmíðar, sem ekki hefðu orðið til á neinu öðru máli. Hún er staðfesting þess, að liði íslenzk tunga undir lok, fölnaði að sama skapi fjölskrúð mánnlegrar hugsunar um aldur og ævi... En sjálfa tungu Egils og Snorra, Hallgrims og Jónasar gæti enginn varð- veitt nema islenzk þjóð. Þess vegna er verndun íslenzkrar tungu það eina, sem veitir oss óskoraðan rétt til sjálfstæðs menningarlífs... Þó er aðeins eitt, sem vér getum gert svo, að engin önnur þjóð megi eftir leika, og það er að tala fslenzku. Þess vegna, og aðeins þess vegna, er fslenzk þjóð heiminum ómissandi. Að tala fslenzku, að halda lifandi einu merkasta bókmenntamáli veraldar að fornu og nýju, það er vor mikli verðleikur." Þannig farast skáldinu orð f þessari merku grein sinni. Undir allt þetta vil ég taka. En ástæðan til þess að ég sting niður penna er fyrst og síðast sú ábending Helga Hálfdanarsonar, að í fyrrnefndu úrvali úr norskum ljóðskap á liðnum öldum hafi hann m.a. séð „nafn Egils Skallagrimsson- ar og fjölmargra annárra íslenzkra skálda frá fyrri tíð.“ Og sem ég opna bókina, finn ég meðal Ijóða um sjó og sæfarir stöku eina, eignaða Agli Skallagrfmssyni, er svo hljóðar: Jotnen som ligger mot masten borer med bygernes meisel sökk i den store kaldmark. Sjáum til! Svo fór, að landi vor Egill á Borg gerðist norskur Ijóðari áður lauk.“ Og ennfremur segir skáldið: „En þegar svo er komið fyrir löngu, að enginn skilur vísu þessa (þ.e. Þél höggr stórt fyr stáli...) án tungumálanáms nema íslend- ingar, þá á það samt fyrir henni að liggja að skarta meðal úrvals úr norskri ljóðlist, þannig búin, að höfundur hennar bæri ekki kennsl á hana.“ Mér rennur blóðið til skyldunnar. Norðmenn höfðu um langt skeið þann sið að eigna sér íslenzkar fornbókmenntir og kölluðu þær norrænar eða norskar eftir geðþótta. íslenzkan hefur jafnvel orðið að lúta þeim öriögum að vera kölluð dönsk tunga! Svo hvimleiður sem þessi kækur Norðmanna var orðinn, að eigna sér fs- lenzkar bókmenntir, verður ekki framhjá hinu gengið, að þær höfðu ekki minni áhrif á þjóðmenningu og sjálfstæðisbar- áttu Norðmanna en lslendinga sjálfra. Lfklega hefur engin þjóð endurgoldið uppruna sinn með jafn stórmannlegum hætti og Islendingar, þegar þeir gáfu sögulausri norsku þjóðinni merka sögu og eftirminniiegá.- Heimskringia Snorra SLENZKAR ■BðKMENNTIR, EKKI NORSK Vígelandsstyttan frá 1923 af Agli reisa Eirfki blóðöx og Gunnhildi drottningu níðstöng Sturlusonar er allt að því Biblfa í Noregi enn í dag svo að frændum okkar er vork unn. Og enginn þarf að lesa mikið i endurreisnarbókmenntum Norðmanna til að sjá, hvflíkur aflvaki þessar íslenzku bókménntir hafa verið í þjóðernisbaráttu þeirra. Við verðum því að fyrirgefa þeim hnuplið. En nú ætla ég að segja Helga Hálf- danarsyni og öðrum góðum tslendingum frá dálftilli gle.ðifrétt: Morgunblaðinu barst fyrir skemmstu fyrsta bindi af norskri bókmenntasögu, sem nýkomið er út á forlagi Cappelens og er ráðgert að saga þessi verði sex bindi alls. Ritverkið heitir Noregs Litteratur Historie og undir- titill þessa fyrsta bindis er: Fra Runene til Norske Selskab. Höfundar bókarinnareru Ludvig Holm-Olsen og Kjell Heggelund. Ritstjóri verksins er Edvard Beyer. I kafl- anum: Hvað er nýtt f bókmenntasögu Noregs? segir m.a., „að afleiðingunum er tekið af því, að mikill hluti norrænna bókmennta, fyrst og sfðast ættarsögurnar, er islenzkur, ekki norskur. Þeim mun meira rúm fær sá þáttur miðaldabók- mennta, sem heyrir með réttu til norskri bókmenntasögu.“ I bók þessari er að sjálfsögðu fjallað um konungasögur, Snorra, Heimskringlu o.s.frv., Islendinga- sögur, Skáldakvæði og Eddukvæði og fleiri þætti fslenzkra bókmennta. En okk- ur til mikillar gleði eru allar tilvitnanir í forníslenzk ljóð á frummálinu, þ.e. ís- lenzku, enda þótt norskar þýðingar fylgi, svo að Norðmenn geti haft meira gagn af ritinu en ella. Sú stefna hlýtur að gleðja bæði Helga Hálfdanarson og aðra Islend- inga og sjáum við af þessu, að stefnubreyt- ing hefur orðið á afstöðu Norðmanna til þessara rita okkar. Mér þótti þvf rétt að benda á þetta atriði, svo að við höfum það, er sannara reynist og förum ekki að standa f neinum útistöðum við Norðmenn, sem una nú að þvf er virðist svo glaðir við sjálfstæðisvitund sfna og þjóðarstolt, að þeir telja sig hafa efni á aðgefa Islending- um það, sem tslendinga er, en Norðmönn- um það, sem þeirra er. Norðmenn voru lfka svo gáfaðir að taka ekki þátt f Efna- hagsbandalagi Evrópu og afsala sér á þann hátt hluta af fullveldi sínu. Leiðir þeirra og okkar hafa legið saman á því sviði sem öðrum. I inngangi þessarar fyrrnefndu bók- menntasögu er lögð áherzla á, að norskar bókmenntir séu lifandi vitnisburður um líf Norðmanna sem þjóðar, eins og komizt er að orði, að þær séu brennidepill norskr- ar þjóðernisvitundar, eins konar skuggsjá norskrar sögu, „þess vegna ríður á að styrkja og dýpka vitundina um bók- menntaarf okkar", eins og segir í formál- anum. Allt er þetta svipuð afstaða og íslendingar hafa haft til sinna bók- mennta, og frændum okkar ætti að vera vorkunn, þó að þeim verði enn á að tala um „norrænt" mál eða „gammel- norsk“, svo lengi sem á þessu hefur verið hamrað. I efnisyfirliti þessa fyrsta bindis nýju bókmenntasögunnar er talað um „Is- landsk Litteratur i Sturlungetiden, Islændingesagaer og andre sagaer, Isiandske fyrsteskalder pá 900- og 1000- tallet, 1100- og 1200-talIets islandske fyrsteskalder, svo að dæmi séu nefnd um heiðarleika í bók þessari. t kaflanum Islandske fyrsteskalder pá 900- og 1000-tallet segir svo: „Egill Skalla- grimsson er fyrsta fslenzka skáldið sem við vitum að hafi orkt til norsks fursta". Ég get ímyndað mér að þetta gleðji Helga, sem segir m.a. svo í grein sinni Þjöl og stál: „Naumast hefur hann (þ.e. Egill) órað fyrir því er hann lét í haf, að hann yrði þúsund árum síðar tekinn í tölu norskra góðskálda...“ Nú bendir sem bet- ur fer allt til að við höldum Agli. Að vfsu er þess getið í inngangi að Eddukvæðunuirf, að hluti þeirra sé norsk- ur að uppruna,.en öll séu þau varðveitt á íslenzkum handritum og jafnvel þótt þau hafi orið fyrir breytingum og séu að sumu leyti ort upp á Islandi, birtist f þeim Ijóðlist, sem einnig lifði f Noregi langt fram eftir miðöldum, og má þetta til sanns vegar færa svo mjög sem um það hefur verið deilt. En aftur á móti segir enn fremur á öðrum stað: „íslenzk skáld koma til hirðarinnar og yrkja kvæði til heiðurs konungum, íslenzkir sagnaritarar skrifa sögur um þá... o.s.frv." I kaflanum Med lov skal landet várt bygges eru tilvitnanir á fslenzku. Þar er talað um, að tilvitnað lagaefni sé einungis varðveitt f heild á fslenzku, en kaflar úr Gulaþingslög- um eru þýddir á norsku, og þannig mætti Iengi telja. Vafalaust má betur, ef duga skal. En við skulum fagna þeirri stefnubreytingu, sem orðið hefur f Noregi og birtist svo gjörla í bókmenntasögunni nýju. Ég sé ekki betur en íslenzk menning, bókmennt- ir og tunga skipi þar þann sess, sem vera ber. Grunntónninn í verki þessu er sá, að Islendingar hafi varðveitt sögu og bók- menntir Norðmanna fyrr á öldum á ís- lenzkri tungu. Og ekki skulum við gleyma þvf á þessu herrans hátíðarári, að fyrsti landnámsmaður íslands, Ingólfur Arnar- son, var Norðmaður með sama rétti og t.a.m. Lúther var kaþólskur. Og engin sönnun er meiri fyrir styrk íslenzkrar menningar og reisn en sú staðreynd, að þjóð sem hefur lagt til heimsmenningar- innar nöfn eins og Ibsen og Hamsun, sem sjálfur Tómas Guðmundsson sagði við mig fyrir skemmstu að væri lfklega mesti höf- undur sem skrifað hefur, skuli hafa ágirnzt bókmenntir okkar og gerir von- andi enn — í hjarta sínu. Matthfas Johannessen. Inuulet til straH lor sinc ugjeruinger, og luin skiklrer í uhyg- gelige hikler hvordan o.ule mennesker blir straHet. Sa veiulcr hun blikket íremover, og ser hva som skal skje nar ragnarok nærmcr seg. Her setter det tredje stevet inn og preger den l0lgende delen av diktet med trucnde ord, om I-enr.stilven som skal slite lenken og bli fri. He.mdall l0ftcr hornet og bla- ser til kamp. Alleonde makter rykker fram mot gudene. M.d- gardsormen r0rer pa seg, Fcnrisulvcn cr l0s, l.oke kommer og ildjotnen Surt, Odin, Tor og Fr0y kdler í kampen. S6I lér xnrliin. •iígr fnld í innr. hi rij'n n/ liimni lieidnr sljQriwr: geisnr eimi rii) nldnmra. leikr hár liili rii) himin sjáljan. Sola svartner, jord sigrr i hav, pá himmelcn blckncr bjartc stjcrncr; roykcn vcltcr fra vddigc bál, hoyt stár llammcn mot bimmclkvclvcn. Scr hun opp kommc andrc gangcn jord av havct cvig gronnklcdd; l'osscr fallcr, llvr orn ovcr, dcn som pá Ijdlcl liskcn vcidcr. I For siste gang kommcr dct uhyggelige stevet om ulven og | ragnarok. Sá skifter scenen og lysere toner setter inn mec ' strolen i.m den nyskapte jord: Sér hini iip/i kiniw (ii)m sinni jnn) lír it’gi idjngrirnn: fallaforsar. /l ý iir qi ii r/ir. sá er á Jjalli !l denm-everden skal den fredelige, lykkel.ge gullalderen gienopprettes. T.ser m0tes og Ilnner igjen j g'^set gullsp.l- kbrikkene som de hadde i en Ijern Ibrt.d, Akrene. vokse, usádde, alt ondt skal vendes til godt, Balder kommer ,g,en og skal bo i fred sammen metl sin bancmann. Og menneskenc u ogsá med, de svikl0se. I)e skal bo i en sal pá G.mle, íagre.e k enn solen, tekt med gull. ^ Síða úr hinni nýju Norges Litteratur Historie með tilvitnunum f Völuspð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.