Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1974 SLÁTURTÍÐ stendur nú sem hæst og daglega myndast bið- röð við sláturafurðasölu Slátur- félags Suðurlands við Skúla- götu. Þangað koma reykvískar húsmæður með bala, potta og kirnur, kaupa mör, blóð og vambir og síðan er gert slátur. Þetta er gamall íslenzkur siður, sem enn helzt vel við á hverju hausti. En fæstir vita kannski, að i vinnslustöð Sláturfélagsins er slík vinna ekki árstíðabund- in. Þar vinna konur allt árið við að búa til blóðmör, lifrarpylsu og því um líkt. Sláturfélag Suðurlands er nú mesti mat- væladreifandi á Reykjavíkur- svæðinu og því skyggndumst við sem snöggvast þar inn fyrir veggi í trausti þess, að svona mitt í sláturtfðinni hefðu menn sérstakan áhuga á fyrirtæki sem Sláturfélagi Suðurlands. Brezk lög ýttu undir stofnun Sláturfélagsins ¦Sláturfélag Suðurlands var stofnað 28. janúar 1907. Tildrög stofnunarinnar voru erfiðleik- ar, sem íslenzkir búvörufram- leiðendur áttu í með að full- vinna afurðir sínar og fá fyrir þær viðunandi verð. Ennfrem- ur ýtti það undir stofnun félagsins, að tíðkazt hafði allt fram undir aldámót, að ís- lendingar flyttu út lifandi sauð- fé, m.a. til Bretlands. Árið 1896 gerðist það svo, að brezka þing- ið setti lög, sem bönnuðu inn- flutning á lifandi sauðfé-.og lokaðist þar með helzti markað- ur íslenzkra bænda. Þegar þessi brezki markaður lokaðist, urðu bændur að bregð- ast við því á einhvern hátt og Sláturfélagið var aðilinn, sem leysti málið fyrir þá sem búa á félagssvæði þess. Félagssvæðið nær frá Skeiðarársandi að aust- an og að Hvítá í Borgarfirði að vestan. Upphaflega voru félags- menn 565, en í dag er tala þeirra 4.220, en þó ber þess að geta að margir þessara félaga eru ekki lengur framleiðendur búvöru og hafa því ekki afurða- viðskipti við félagið, þótt þeir haldi félagsréttindum sínum. Byggingaframkvæmdir hófust strax á fyrsta ári Strax á fyrsta starfsári félags- ins hófust byggingafram- kvæmdir og var þá reist vinnslustöð við Lindargötu í Reykjavík. Sláturhús félagsins tók til starfa 2. október 1907. Miklar byggingaframkvæmdir urðu síðan 1930, er reist var niðursuðuverksmiðja, en mesta framkvæmdaárið á athafna- svæði félagsins milli Lindagötu og Skúlagötu var árið 1937. Voru þá hús öll stækkuð mikið og frystihúsið endurbætt og stækkað. Síðan hefur stöðugt verið unnið að endur- bótum „til þess að unnt væri að fylgjast með kröf- um tímans." eins og Jón H. Bergs, forstjóri orðaði það í viðtali við Morgunblaðið. „Þróunin hérlendis," sagði Jón, „er eins og víðast hvar erlendis, að vinnslustöðvar fyrir land- búnaðarafurðir hafa flutzt út í framleiðsluhéruðin, en þær deildir, sem eftir verða f þétt- býli eru einungis dreifingar- stöðvar. A þeim 67 árum, sem félagið hefur starfað, hefur það byggt upp 7 vinnslustöðvar úti ðlandi."Sláturhúsfélagsinseru nú á Seifossi, Kirkjubæjar- klaustri, Vík í Mýrdal, Djúpa- dal, Hellu, Laugarási og við Laxá. Þegar sláturtfð stendur sem hæst á haustin er slátrað í þessum húsum nálega 7000 fjár á dag í um það bil 6 vikur. Sláturfélag Suðurlands tekur við afurðum á öllu félagssvæði sínu, en þess ber þó að geta, að markaður félagsins er um land allt og viðskiptavinir þess ein- skorðast ekki aðeins við félags- svæðið. Samvinnufélag búvöruframleiðenda Jón H. Bergs skýrði Mbl. frá uppbyggingu félagsins og Slátursala hjá Sláturfélaginu. Jón H. Bergs, f orstjóri. sagði: „Skipulagslega séð er Sláturfélag Suðurlands sam- vinnufélag búvöruframleið- enda. Stjórn þess er skipuð ein- um fulltrúa úr hverri sýslu á félagssvæðinu, en sfðan skiptist hver sýsla í deildir. Reglan er, að hver hreppur sé deild út af fyrir sig og f hverri deild starf- ar fulltrúi framleiðendanna, sem þeir velja sér og er hann tengiliður milli framleiðend- anna og starfsstöðva félagsins. Félagið rekur nú 7 sláturhús og frystihús að auki, en það sem í raun gerir starfsemi félagsins f jölbreytta er ýmis iðnaður, þar sem unnið er úr sláturvörun- um. Má þar nefna kjötiðnaðinn, en innan hans er m.a. pylsu- gerð, niðursuðuverksmiðja og yfirleitt framleiðsla á unnum kjötvörum. Ennfremur er úr- vinnsla úr gærum og húðum, sérstök sútunarverksmiðja er starfrækt og hefur starfsemi hennar farið vaxandi allt frá því er hún tók til starfa 1965. Utflutningsverðmæti félágsins í f ullunnum skinnum og húðum er nú orðið um 100 milljtínir króna á ári. Auk þess er deild, sem annast gerð alls kyns skinnavöru, framleiðir fatnað, púða, teppaábreiður o.s.frv. Þá starfræktir Sláturfélagið einn- ig heildsöluafgreiðslur, sem annast dreifingu á innlendum markaði og selur skinnavörur á erlendan markað. Kjötvörur flytur félagið ekki úr landi og eins og kunnugt er rekur félag- ið allmargar verzlanir í Reykja- vík og eina á Akranesi." Verzlunarrekstur í Reykjavfk sfðan 1908 Sláturfélagið hefur rekið matarbúðir í Reykjavfk frá ár- inu 1908. Fyrsta verzlunin var Matardeildin í Hafnarstræti, Stærsti mat- vörndreifandi á höfuö- borgarsvæðinn ÍJr Matardeildinni í Hafnarstræti, elztu matarbúð Sláturfélagsins. s^m er þar enn, þótt ekki sé hún í sínu upphaflega húsnæði þar. Allt frá þessum tíma hefur verzlununum fjölgað og árið 1930 voru verzlanirnar orðnar fjórar. Nú eru verzlanirnar 10, lokað hefur verið tveimur á þessu ári og um áramót verður hinni þriðju lokað. Hins vegar er búizt við því, að ein stór- verzlunin bætist við eftir um það bil hálf an mánuð. „1 rekstri matarbúðanna hefur orðið at- hyglisverð þróun hin síðari ár," sagði Jón H. Bergs. „Kjörbúða- fyrirkomulag hefur rutt sér til rúms og vorum við með þeim fyrstu að tileinka okkur það fyrirkomulag. Þegar kjörbúð- irnar tóku við jókst vöruval til munaogverzlanirnar breytt ust úr kjötbúðum I matarbúðir með mikið úrval af innfluttri matvöru. Sjálfir stofnuðumvið þá innflutningsdeild matvæla m.a. til þess að geta boðið ýmsa vöru, semokkurfannst vanta á markaðinn, og þar með gáfum við fjölbreyttari möguleika á matargerð. Lögðum við áherzlu á kryddvörur, sósur ýmiss kon- ar, grænmeti o.fl. Hins vegar höfum við ekki flutt inn mjöl- vöru eða þess háttar sekkjavör- ur. — Fólk telur nú ekki ef tir sér að fara lengri leið til mat- vörukaupa en áður tíðkaðist. Það gerir hins vegar mun stærri innkaup nú og kaupir þvf til lengri tíma í einu. Þetta hefur í för með sér að verzlununum fækkar og stórverzlanir taka við af þeim minni. Stórverzlanir- ar hafa miklu meiri möguleika á að veita viðskipavinunum þjónustu, t.d. í vöruvali og veltuhraði þeirra tryggir t.d., að grænmeti, sem þar er á boð- stólum, er ávallt nýtt. Þetta kemur allt vegna örari sölu í stórverzlununum." Jón H. Bergs sagðist hafa heyrt það, að Sláturfélaginu hafi verið álasað fyrir að setja upp stórar og miklar verzlanir og jafnvel héldu menn því f ram, að félagið stef ndi að ein- okun mavöruverzlunarinnar í Reykjavík. Um þetta sagði Jón: „Það er alrangt, að stjórnendur Sláturfélagsins vilji einoka matvöruverzlunina eða sölsa hana undir sig. Hitt er stað- reynd, að félagið hefur rekið matvöruverzlun í Reykjavík lengur enn nokkur annar aðili, eða allt frá árinu 1908 og með þvf haft mun nánara samband við neytendur en það hef ði ella haft. Þetta samband hefur ver- ið öllum til góðs og með því höfum við getað komizt af eigin raun að því, hvers neytendur helzt óska. Þá ber og að gæta þess', að Sláturfélagið selur miklum fjölda kaupmanna bæði kjttl og unnar kjötvörur og þegar lítið er um kjöt áður en slátrun hefst á haustin, standa okkareigin búðir ekkert betur að vígi með að fá kjöt en aðrir viðskiptavinir félagsins. Það höfum við kappkostað og munum gera. Sláturtiðin mikill annatfmi f yrirtækisins Að jafnaði starfa allt árið hjá Sláturfélaginu um 470 manns. Af þeim fjölda eru um 250 manns starfsmenn á mánaðar- launum, en um 220 manns taka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.