Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 mpmfoMbifo hf. Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35.00 kr. eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritst|órn og afgreiðsla Auglýsingar Húsnæðiskostnaður er án efa einn viðamesti kostnaðarliður í fram- færslu hverrar f jölskyldu í landinu. Þessi kostnaður er hvað þungbærastur hjá ungu fólki, sem yfirleitt býr við lítt niðurborgað ing byggingariðnaðar þarf að vera til staðar í landinu sjálfu og miðast við íslenzk- ar aðstæður og hérlendar kröfur til íbúðarhúsnæðis. Vísir að framleiðslu fbúða í einingum er nú að festa rætur hérlendis. Er hæft og ónógt atvinnulff. Hún stefnir að fjöldafram- leiðslu ódýrs íbúðarhús- næðis, einmitt af þeirri gerð, sem virðist falla bezt að eðli íslendingsins, sem vill búa einn að sínu, ein- býlishúsa. Allar nýjungar mæta byrjunarörðugleikum, sem að vísu er mismunandi erfitt að komast yfir. Sú hefur og orðið raunin á í starfsemi þessa fyrirtækis. Örðugleikarnir eru eink- um í því fólgnir að komast á það stig í framleiðslunni, vinna þann örugga mark- að, sem gerir lágt og að- gengilegt söluverð að veru- leika. Þá er komið að því gullna tækifæri, sem átti að vera ábending þessarar forystu- byggingu bróðurhluta þeirra íbúða, sem hér um ræðir. Það myndi fleyta því yfir alla byrjunarörðug- leika, hasla nýrri atvinnu- grein völl, þar sem at- vinnuleysi hefur verið landlægt og festa rætur þeirrar framleiðslu, sem gæti fært fbúðaverð í land- inu verulega niður. Bygging þessara fbúða hefur verið talin mynda spennu á vinnumarkaði hér syðra, sem myndi verða nýr verðbólguhvati, og fremur auka en minnka þann efnahagsvanda, sem við er að stríða í þjóðfélag- inu. Þá hefur og verið rætt um, að fyrirhugaðar stór- framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli myndu veita undirstöðuatvinnuvegum okkar óeðlilega samkeppni um vinnuafl hér á suð- vesturhorni landsins. Allt þetta, sem og ógnógt vinnuframboð nyrðra og nauðsyn þess að festa nýja, þjóðhagslega þarfa iðn- grein í sessi, mælir með því, að Húseiningar hf. f ái í sinn hlut byggingu þess íbúðarhúsnæðis, sem reist verður í varnarstöðinni. Norska olían Verksmiðjuframleiðsla húsnæðis eigið húsnæði eða dýra húsaleigu. Lækkun á bygg- ingarkostnaði væri tví- mælalaust raunhæfasta og æskilegasta lífskjarabótin, sem hægt væri að stefna að í dag, við núverandi að- stæður í þjóðarbúinu. Sú leið, sem virðist greið- færust að því marki, er verksmiðju- og fjöldafram- leiðsla ibúða í einingum. Sá byggingarmáti hefur gefið mjög góða raun með öðrum þjóðum og fært niður íbúðaverð. Slík tæknivæð- hér átt við starfsemi Hús- eininga hf. í Siglufirði, sem nú hafa reist sitt fyrsta íbúðarhús, er lofar góðu um framhald þessarar starfsemi. Þessi nýja iðn- grein er ánægjuefni á margan máta. Hún rennir nýjum stoðum undir at- vinnulíf þessa gamla sfldarbæjar, sem má muna sinn fífil fegurri sem einn mesti athafnabær og upp- spretta verðmætasköpunar í þjóðarbúinu, en hefur um langt árabil búið við ein- greinar. í nýlegum samn- ingsdrögum milli Is- lendinga og Bandaríkja- manna um framkvæmd varnarsamnings milli land- anna er gert ráð fyrir þvf, að varnarliðsmenn skuli búa innan marka Kefla- víkurstöðvarinnar. Ráð- gert er í því sambandi að byggja um 470 íbúðir innan varnarliðssvæðisins. Ekkert virðist sjálfsagðara en það, að hið nýja fyrir- tæki, sem hér hefur verið um rætt, fái samning um Viðskiptaráðuneytið hef- ur nú til meðferðar frumútreikninga og gögn, sem benda til, að hagstætt geti verið að beina olíu- kaupum íslendinga til Noregs. I tímaritinu „Frjáls verzlun" lýsir Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs hf., því yfir, að nú sé grundvöllur til að leita eftir samningum til langs tíma við Norðmenn um jarðolíukaup, og fela olfu- hreinsunarstöðvum í V- Evrópu að vinna úr henni nokkrar þeirra aðalolíuteg- unda, sem landsmenn þarfnast. Rétt fyrir sl. áramót fluttu Geir Hallgrímsson og Matthías Mathiesen þingsályktunartillögu, þar sem þáverandi rfkisstjórn var falið að kanna, með hvaða hætti tryggja mætti sem bezt kaup á nægjanleg- um olíuafurðum til langs tíma, og skyldi í því efni sérstaklega kanna mögu- leika á olfukaupum frá Norðmönnum. Hér var hreyft mjög at- hyglisverðu máli. Ekki er æskilegt að vera háður einum aðila um olíukaup. Æskilegt er að dreifa meira áhættunni við olíu- innkaupin. Flutningsleið á olíu frá Noregi er styttri en frá núverandi seljanda. Og veður öll á olíumarkaði heimsins eru það válynd, að sjálfsagt er að kanna til hlítar möguleika á lang- tímaviðskiptasamningi um olíukaup við frændur okkar í Noregi. Rey kj aví kurbréf Þroski og ábyrgð Athyglisvert er að lesa fréttir utan úr heimi, sem fjalla um efna- hags- og atvinnumál. Enginn vafi er á því, að mestar áhyggjur manna Dæði vestan hafs og austan eru þær, að kreppuástand sé' að hefjast í efnahagsmálum vest- rænna þjóða, og þá einkum sem afleiðing af ört hækkandi olfu- verði, sem olíufurstarnir hafa átt frumkvæði að, eins og kunnugt er. Sumir eru þeirrar skoðunar, að þeir leiki sér að eldinum, aðrir að óskir þeirra um olíuhækkun séu sanngjarnar, og unnt verði að komast að málamiðlun, sem allir geti sætt sig við. Um þetta eru þó síður en svo allir sammála og mun tíminn einn skera úr um hver þróunin verður í þessum málum. Olíukreppan hefur eins og kunn- ugt er komið harðast niður á þró- unarlöndunum svokölluðu, því að þau hafa ekki bolmagn til að standa straum af þessari miklu hækkun, en auðvitað hafa iðnað- arríkin í vestri einnig sinar áhyggjur og hefur jafnvel verið drepið á þann möguleika, að þau kynnu að grípa til örþrifaráða, ef olíufurstarnir nota olíuna sem hagstjórnartæki í valdastreitunni fyrir botni Miðjarðarhafs og ann- ars staðar. En eitt er víst: að olían hefur aukið verðbólgubálið, sem nú logar glatt um allan heim. Sú staðreynd blasir við, að kreppueinkenni hafa gert vart við sig á Vesturlöndum og nölum við ekki farið varhluta af þessari þróun. Af þeim sökum er sýni- Laugardagur 19. okt. legt, að nauðsynlegt er að fara varlega í sakirnar, enda blasir sú staðreynd við, að Islendingar vilja ekki rasa um ráð fram, held- ur reyna að koma ef nahagsmálum sínum í betra horf en verið hef ur, svo að þeir eigi auðveldara með að mæta þeim vanda, er yf ir kann að dynja. Þannig vonast allir til að verkalýðshreyfingin sýni þann þroska, sem þjóðin ætlast til af henni, og önnur launþegasamtök fari varlega í sakirnar í kaup- gjaldskröfum og virði þær leik- reglur sem nú hafa mestan hljóm- grunn í landinu, þ.e. að hinir lægstlaunuðu fái að sitja einir að kaupgjaldshækkunum um stund, svo að unnt verði að jafna metin, en hinir hærra launuðu komi nú ekki í kjólfarið og sagan frá síð- ustu kjarasamningum endurtaki sig. Abyrgðartilfinning fólksins er mikil og vonandi er ábyrgðar- tilfinning launþegaforystunnar þannig, að þjóðinni sé óhætt að treysta henni. Þegar mál þessi hafa verið til umræðu, hefur vak- ið athygli, hversu ábyrga afstöðu alþýða manna hefur til kaup- gjalds- og verðlagsmála. Ríkis- stjórnin hefur orðið að grípa til aðgerða í efnahagsmálum, sem andstæðingar hennar hafa viður- kennt að séu neyðarráðstafanir, enda málum svo komið, þegar hún tók við, að kreppa blasti við þjóðinni. Nú hefur tekizt með sameiginlegu átaki að draga úr hættunni, og vænta allir þess, að þjóðarskútan sigli betri sjó á næstunni en hún hefur gert á undanförnum mánuðum. Ríkis- stjórnin hefur a.m.k. sýnt, að hún er ákveðin í þvf að rétta skútuna við og það er skylda landsmanna aðeigaþar hlut að. Ekki alls fyrir löngu var Bein lína í útvarpinu og rætt við f jölda manna hingað og þangað um land allt. Utvarpsþáttur þessi vakti at- hygli, enda sögðu stjórnendur hans, að þeir hef ðu valið viðmæl- endur af handahófi. Það, sem einkum vakti athygli, var sú stað- reynd, að þeir, sem spurðir voru, höfðu yfirleitt ekki áhuga á því að efnt yrði til verkfalla, vöruðu miklu fremur við svo óábyrgum viðbrögðum við stefnu stjórnar- innar og óskuðu helzt eftir því, að vinnufriður mætti haldast í land- inu. Ennfremur vakti það athygli, að nánast allir, sem spurðir voru um varnar- og óryggismál lands- ins, svöruðu því til, að þeir væru annað hvort ánægðir með þá stefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið, eða þá, að þeir væru hlutlausir í málinu. Allt vekur þetta athygli og gefur vfs- bendingu um þann þroska, sem f ólkið í landinu hef ur til að bera, þegar vanda og erfiðleika ber að. Engum dettur í hug að neita þvf, að verðbólga er mikil í land- inu; verðhækkanir hafa orðið, gengið hafði raunar fallið, þegar núverandi stjórn tók við, og allt efnahagslíf landsmanna meira og minna f ólestri. Nú þegar spyrnt hefur verið við fótum, vill fólkið sýna, að það hefur áhuga á að draga úr spenn- unni, minnka kröfugerð og vera betur undir það búið en ella, ef flóðbylgja erlendr ar kreppu skellur á Islandi. Ljósmynd Mbl.: Ö.K. Mag. Lýðræði eða hvað? Stundum er rætt um það, að lýðræðið eigi í vök að verjast í heiminum og skírskotað í því sam- bandi til orða Brandts, fyrrum Þýzkalandskanslara, þegar hann sagði, að menn skyldu ekki ganga út frá því sem vísu, að lýðræði yrði við lýði í vestrænum Iöndum að aldarfjórðungi liðnum. Þessi orð hins reynda stjórnmálamanns hafa að vonum vakið mikla at- hygli og leitt hugann að stöðu vestrænna þjóða nú um stundir. En helzta forystuþjóð lýðræðis í heiminum, Bandaríkjamenn, hef- ur orðið fyrir hverju stjórnmála- áfallinu á fætur öðru undanfarna mánuði og lítill vafi er á þvi, að trú manna á lýðræði vestan hafs hefur veikzt við þá atburði, sem þar hafa orðið. Á hitt ber að lita, að t.a.m. Watergatemálið hefur sýnt, svo að ekki verður dregið í efa, að lýðræði stendur dýpri rót- um vestan hafs en margur hugði. Sverð þess og skjöldur er öflugt þingræði í landinu, óháð og sterkt dómsvald og síðast, en ekki sízt, yfirburðarstyrkur frjálsrar blaða- mennsku þar í landi. Meðan þess- ar þrjár forsendur lýðræðis vest- an hafs standa svo föstum fótum sem raun ber vitni, er ástæðu- laust að örvænta um forystuhlut- verk Bandarikjanna að þessu leyti. En áreiðanlega er ástæða til þess fyrir þessa forystuþjóð lýð- ræðis að halda vöku sinni og lita ekki á lýðræðið sem gef inn hlut. Oft og einatt hefur einnig verið ski ræ is er usi ug vei ko be ir m« sai fyi vi< há þa °nu ýrr ko un hh bó da

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.