Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÖBER 1974 BILALEIGA CAR REIMTAL ^21190 21188 LOFTLEIÐIR Bílaleiga CAB BENTfiL Sendum U* 41660 -42902 /^Sbílaleigan V&IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONŒTl ÚTVARPOG STEREO KASETTUTÆKI Yfir hafiö með HAFSKIP SKIP VOR MUNU LESTA ERLENDIS Á NÆSTUNNI SEM HÉR SEGIR: HAMBORG. Skaftá Langá Skaftá 21.okt. + 28. okt + 7.nóv + ANTWERPEN: Skaftá Langá Skaftá 23.okt + 31okt + 1 1.n6v + KAUPMANNA HÖFN: Selá Hvitá 21.okt 4.nóv GAUTABORG: Hvitá Hvítá 1 .nóv 19. nóv FREDRIKSTAD: Hvítá Hvítá 31.okt 20. nóv GDYNIA: Selá 23.okt + Skipin ferma og af- ferma á Akureyri og Húsavík. IIFSIIPRE HAFNARHUSINU REYkjAVIK SjMNEF NU.-.HAFSKIP SIMI 21160 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: injwkja vað manstu úr ræðu prests- ins, sem fermdi þig? Jú, eitt- hvað ræddi hann um krístna trú sem einu hjálpræðisleiðina, um kærleikann og gildi hans fyrir þig til velfarnaðar í lffinu, um góða siðu, sem ávexti krist- innar trúar. En ræddi hann þá ekkert um efann? Það er sjaldan á hann minnst I krist- inni prédikun. Hann er kannske bannorð. „Guð nlinn, Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta." Svo einlægur var séra Matthías. Hann játaði vanmátt sinn í glímunni ströngu við ef- ann, sem grúfði stundum yfir lífi hans lfkt og myrkrið svarta. Efinn sækir að okkur öllum. Hann fer ei f manngreinarálit, hann virðir ekki einu sinni heil- aga vígslu kirkjunnar. Prestur- inn, sem situr við vinnuborð sitt finnur hann stundum naga hjartað og hann veit, að efinn getur dregið úr áhrifum orð- anna, sem hann hyggst flytja sóknarbörnum sfnum. „Þin orð eru fögur, en yfirborðskennd, og engu þú hættir né vogar." Þannig hef st eitt kvæða Heið- reks Guðmundssonar f sfðustu ljóðabók hans. „Þinn vilji er nægur en eldurinn ei, sem undir f djúpunum logar. Og reyndu því ekki aðblása uppbál úrbrunnum og kulnuðum glæðum. Þvf ef inn er kvcikja og eldurog ljós f andrfkum sálmum og kvæðum." Niðurlag þessa erindis f elur í sér mikil sannindi, sem hljóta að vekja hverja hugsandi sál. Trúarlíf án baráttu fær eigi staðist til lengdar. Kirkja, sem gerir ráð fyrir því, að hverjum, sem til trúar vinnst verði aldrei bifað upp frá því, hún fer vill vegar. Kristin trú boðar áhættu og þess vegna óttast svo margir þá alvöruþrungnu ákvörðun að gangast henni á hönd. Menn vilja gjarnan svona duiftið kristilegt fvaf í lff sitt, ekki ýtinn, ákveðinn boðskap, sem hróflar við daglegum lífs- háttum. Gangi einhver til móts við Krist með þá hugmynd, að þar með sé öllu borgið og við blasi hið slétta og fellda lff freisaðs manns, þar sem engu verði haggað þaðan í frá, þá fer hinn sami villur vegar. Hann lifir ekki f því gerfilogni, held- ur dagar uppi, steinrennur. Heilagur Pétur stóðnærri Jesu, »yo nálægt, að sagan um afne>tun hans nóttina fyrir krossf-estinguna vekur jafn- mikla f úrðu og frásögn af ótrú- legu kraftaverki. Hik og efi, jafnvel afneftun, eftir allt það, sem á undan var gengið. Hin nánu samskipti lærisveinsins og meistarans breyttu þar engu um. Eða eldsálin, -Jóhannes skírari, sem boðaði Krist af spá- mannlegri andagift, batt eigi bagga sína með öðrum, aldrei hræddur, útvalinn, sterkur, sannfærður byltingarmaður, en allt í einu niðurbrotinn I fang- elsinu, kvalinn af þrúgandi efa. Efinn er kveikja „Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?" — Kristin trú er áhætta eins og allt það, sem krefst þreks og baráttuvilja. Lifandi kirkja býr jafnan f nábýli við efann, sem er þrátt fyrir allt eins og hvati til auðugra lífs.-------Það leið- ist mörgum á okkar tfmum f þjóðfélögum velferðarinnar, þar sem fæstir efast um ágæti og yfirburði mannsins. Vanda- rnálin er ekki hungur og harð- rétti heldur ofneyzla og hóglffi. Ut úr leiðindum leita menn á náðir eyturlyfja, áfengis og annarra efna, sem brjóta það þrek á bak aftur, sem hvergi fann sér viðnám til átaka. En jörðin er að sporðreisast vegna átakanlegs misréttis f kjörum barna hennar. Við, sem byggj- um þann hluta hennar, þar sem skortur er enginn, söfnum glóð- um elds að höfðum okkar, þegar þjdðir í fjarska, sem biia við kúgun og harðrétti fátæktar og hungurs, eru að vakna til meðvitundar um misréttið. Þá höldum við áfram að láta okkur leiðast og höfumst lítt að, unz flóðgarðarnir láta undan og hol- skeflan riður yfir okkur. Þetta gerist vegna þess að grundvall- aratriði fagnaðarerindis Jesú Krists nær ekki eyrum nógu margra og snertir of fáa. Tvf- þætta kærleiksboðorðið festir ekki traustar rætur. Væri það svo, þá legðum við meira af mörkum og neituðum okkur um fleira, til þess að leggja þessum fátæku þjóðum lið, er um mun- aði. — Sumarið er að baki. Við finnum glöggt til nálægðar vetrarins, sem vekur gjarnan nokkurn kvíða. Dásemdir liðins sumars væru okkur ekki svo ljósar og ljúfar og hefðu ekki vakið hjá okkur þann fögnuð, ef við hefðum engin kynni af hörkum vetrarins. Það er eins og með dásemdir kristinnar trúar. Þær væru okkur ekki svo augljósar, ef við þyrftum aldrei að glfma við efann. Það hefur verið á það bent, að traust menning qg fyrirmyndarþjóð- félagshættir norrænna þjóða, stafi ekki síst af þcirri heil- brigðu glímu, sem þær þjóðir hafa háð við óblíð náttúruöfl. Og á sama hátt má benda á það, að mikilvægur arfur kristinnar kirkju, snilld f máli, lausu og bundnu, myndum og tónum, er einmitt sprottinn af harðri bar- áttu trúaðra manna við áleitinn efa. — Snilld Ágústínusar kirkjuföður er ljóst dæmi um þá háleitu og tæru fegurð, sem vex af þeim átökum. Guði til dýrðar og til staðfestingar því, að kristin trú er það æðsta hnoss, sem mönnunum getur hlotnast hér á jörð. Guði séu þakkir fyrir drottin vorn og frelsara, Jesúm Krist. — Amen. NÆSTA lítið hefur heyrzt frá bridgefélögum úti ,á landi enn- þá — en það er von þáttarins, að hann geti birt fréttir frá sem flestum landshlutum. Spilarar ýtið undir blaðafulltrúana með að senda þættinum fréttir. Ut- anáskrift þáttarins er: Bridge- þáttur Morgunblaðsins, Aðal- stræti 6, Reykjavfk. XXX Fyrir nokkru var haldið þing Bridgesambands Islands. Mjög lítið hefur frétzt af fundi þess- um, en hann mun hafa verið fjörugur. Hjalti Elíasson, hin gamalkunna bridgelandsliðs- kempa, var kosinn forseti BSÍ en ekkert hefur frétzt ennþá af öðrum stórmálum. Þátturinn vonast þó til að fá fréttir mjög fljótlega þar sem hann hefur frétt, að stjórn BSÍ hafi a'kveðið að senda fjölmiðlum skýrslu um þingið! XXX Frá Bridgefélagi Hafnarfjarð- ar. Tvímenningskeppninni er nú lokið og urðu úrslit sem hér segir l.Óli —Óskar 593 2. Kristján — Ólafur 591 3. Guðmundur — Þórir 585 4. Björn — Bjarni 575 5. Einar — Þorsteinn 568 Sveitakeppni félagsins hefst mánudaginn 21. október. XXX Bridgefélagið Asarnir Kópavogi. 7. október sl. lauk 3ja kvölda hraðsveitakeppni. 10 sveitir tóku þátt í keppninni og varð röð ef stu sveita þessi: 1. Estherar Jakobsdóttur 2. Jón Andréssonar 3. Jóns Hermannssonar 4. Guðmundar Oddssonar Þann 14. október hófst 3ja kvölda tvímenningskeppni og taka 20 pör þátt í keppninni. Röð efstu para eftir fyrsta kvöldið er þessi: Lúðvfk—Sigursteinn 139 Sæmundur—Trausti 135 Gestur—Vilhjálmur 132 Helgi — Ragnar 131 Meðalskor er 108. XXX Frá Bridefélagi Akureyrar Þegar tveimur umferðum er lokið í tvímenningskeppninni er staða efstu para þessi: Dísa Pétursdóttir — Rósa Sigurðardóttir 478 Soffía Guðmundsdóttir — Páil Pálsson 468 Grettir Frlmannsson — Ævar Karlesson 461 Angantýr Jóhannsson — Friðfinnur Gfslason 458 Sveinbjörn Sigurðsson — Stefán Ragnarsson 452 Armann Helgason — JóhannHelgason 448 AlfreðPálsson — Guðmundur Þorsteinsson 439 Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðmunds- son 429. XXX Þegar fjórum umferðum er lokið í tvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavfkur hafa þeir félagar Guðlaugur og örn tekið afgerandi forystu — hafa 25 stigum fleira en næsta par, sem eru hinir reyndu landsliðs- menn Hjalti og Einar. Staða efstu para: Jó- Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 820 Einar Þorfinnsson — Hjalti Elíasson 795 Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 776 Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson 762 Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 741 Einar Guðjohnsen — Guðmundur Arnason 709 Hermann Lárusson — Ólaf ur Lárusson 708 Gunngeir Pétursson — ViðarGunngeirsson 706 Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 689 Jón Gfslason — Snjólf ur Ólaf sson 684 Næsta umferð verður spiluð f Domus Medica n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20, en sfðasta um- ferðin laugardaginn 26. október kl. 14. Kemur stjórnin þannig á móts við landsliðspörin, sem ella hefðu misst af síðustu um- ferðinni. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.