Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1974
11
fólk — fólk — fólk — fólk
„Hef komið til Grœnlands
og Þýzkalands, en aldrei
til Reykjavíkur"
Gunnar Ölafsson f Pöntunarfélagmu.
í Pöntunarfélaginu hittum við
Gunnar Ólafsson, en hann hefur
unnið f Pöntunarfélaginu í 14 ár
og er Eskfirðingur. Hann hefur
unnið við hitt og þetta, sem þurft
hefur að gera, öruggur og traust-
ur starf smaður: „Mér lfkar vel að
vinna hérna," sagði hann, „maður
er í sambandi við margt fólk, sem
kemur að og það er margt fólk,
sem vinnur með mér. Þetta er
skemmtilegt starf."
„Hvernig finnst þér bæjarbrag-
urinn?"
„Mér finnst bæjarbragurinn
góður, bara góður, og Eskif jörður
fékk kaupstaðarréttindi í vor.
Þetta er ágætt, hér vinn ég bæði
með ungu og fullorðnu fólki og
mér finnst gott að vinna með
unga fólkinu, held það muni
spjara sig og fari ekkert f hund-
ana. Mér lízt ekkert illa á ástandið
í landinu í dag."
„Er mikil umferð um Eski-
fjörð?"
„Já, það hefur verið mikil um-
ferð í allt sumar og mikið af bíl-
um hef ur f arið hér um í sambandi
við hringveginn."
„Hvað sérð þú um hér f sam-
bandi við verzlunina?"
„Ég sé um, að vörurnar séu á
réttum stað, raða í hillurnar, ber
inn mjólk og geri mikið hérna í
búðinni hjá þeim, svona það, sem
þarf að gera. Hér áður f yrr var ég
alltaf i fiskvinnu hjá frystihús-
inu."
„Hefur þú ferðazt mikið?"
„Já, ég er ferðamaður. Ég hef
farið til Grænlands með flugi frá
Akureyri og til Þýzkalands f ór ég
með togaranum okkar, Austfirð-
ingi. Það var gott að koma til
Þýzkalands og Grænlands, við
stoppuðum þar I 6 klukkutíma.
Mér fannst kynlegt að sjá grafir
grænlenzka fólksins f Kulusuk,
en ég kom í kirkjuna þar og hlust-
aðí á grænlenzkan söng og það var
skemmtilegt að koma í sölubúð
danskra hjóna þar. Þau höfðu nú
lítið að selja, en voru nú samt með
svolítið. Svo hef ég f arið til Akur-
eyrar og Austfirðina okkar,
Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð,
Norðfjörð, Seyðisfjörð, Raufar-
höf n og Þórshöf n."
„En til Reykjavíkur?"
„Nei, þangað hef ég aldrei kom-
ið, en ég vildi gjarnan fá tíma til
þess og skoða mig um í nokkra
daga.
Auk ferðalaga hef ég haft gam-
an af að kynna mér báta landsins
og búnað þeirra og ég veit um
mörg skip, sem hafa komið hér,
hvaða vélar eru f þeim, hvað skip-
stjórarnir heita og á síldarárun-
um kynnti ég mér þessi mál mik-
ið. Síðan nokkuð. Maður kynnir
sér margt svona, núna grúska ég
aðallega í hversdagslífinu."
„Sáttur við lífið og tilveruna?"
„Já."
—arni j.
Þetta reisulega ankeri skreytir bankalóðina f miðbænum á Eskifirði.
Séð yf ir hluta Eskif jarðar úr hliðinni of an kaupstaðarins.
fólk — fólk — fólk — fóík
- ¦i-itá^f^Hnr//