Morgunblaðið - 08.11.1974, Side 3

Morgunblaðið - 08.11.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 3 Frá afhendingu dfsilrafstöðvarinnar, sem oddfellowar færðu Landakotsspftala að gjöf f gær. Sveinn Björnsson, yfirmaður oddfellowa, flytur ræðu, en við hlið hans stendur prforínnan, systir Hildegardis — Ljðsm.rÖl. K. M. Oddfellowar gefa Landa- kotsspítala dísilrafstöð ODDFELLOW-reglan á Islandi færði í gær Landakotsspítala að gjöf varaaflstöð, sem gerir sjúkrahúsið óháð rafmagns- truflunum af völdum rafmagns- bilana á rafveitusvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Eyk- ur tilkoma stöðvarinnar mjög öryggi spitalans, ef til skyndi- legs og óvænts raforkuskorts kemur. Allmargir fulltrúar Oddfellow-reglunnar afhentu varaaflstöðina í Landakots- spítala i gær. Yfirmaður odd- fellowa á fslandi, Sveinn Björnsson, hefði orð fyrir félög- unum og gat þess, að snemma á árinu 1971 hefði Karl Sig. Jónasson, læknir, einn oddfellow-félaga, vakið máls á þvi í hópi félaga sinna, hversu alvarlegt vandamál sjúkrahússins væri í raforkumálum. Akváðu oddfellowar þá að sýna elzta sjúkrahúsinu í Reykjavik þakklætisvott fyrir langvarandi og farsæl störf með því að færa því að gjöf frá Oddfellowregl- unni dísilrafstöð af þeirri stærð og það fullkomna, sem að ráði sérfróðra manna teldist nægi- leg til þess að framleiða raf- magn fyrir sjúkrahúsið, ef á þyrfti að halda i neyðartil- fellum. Gjöfin er gefin í tilefni 75 ára starfs Oddfellowregl- unnar á fslandi, en reglan átti afmæli hinn 1. ágúst 1972. Þegar var hafin söfnun meðal félaga Oddfellow-reglunnar og dísilrafstöðin pöntuð í gegnum Bræðurna Ormsson, en hún er af gerðinni AEG. Voru stjórn spitalans afhent fullgreidd inn- flutningsskjöl, en eigendur sjúkrahússins hafa síðan byggt yfir stöðina á lóð hans norðan við sjúkrahúsið. Til kaupa á rafstöðinni vörðu oddfellowar tæpum 2 milljónum króna, en stöðin var undanþegin inn- flutningstollum og Eimskipa- félag íslands gaf helming flutn- ingskos'tnaðar til landsins. Sveinn Björnsson rakti í nokkrum orðum störf Oddfellow-reglunnar á fslandi, en sagði siðan: „Ég skal ekki fjölyrða frekar um störf Oddfellow-reglunnar og þaðan af síður um störf St. Jóseps- spítalans, það er á allra vitorði að með tilkomu hans og rekstri um langan aldur hafa innan veggja hans verið linaðar þján- ingar sjúkra og heilsufar manna verið bætt, allt frá upp- hafi, -sakir elju, dugnaðar og hjálpfýsi systranna sem og annarra góðra starfskrafta, þar á ég ekki sfzt við lækna spítalans og annað starfsfólk." Sveinn Björnsson afhenti síðan príorinnu spítalans, syst- ur Hildegardis, svohljóðandi gjafabréf: „Oddfellow-reglan á fslandi, I.O.O.F., hefur ákveðið að gefa St. Jósepsspitalanum i Landa- koti í Reykjavík disilrafstöð til notkunar í neyðartilvikum, ef rafmagnsbilanir verða á hinu almenna raf veitukerfi. Með gjöf þessari minnist Oddfellowreglan 75 ára afmælis sins hér á landi, en hún var stofnuð hinn 1. ágúst 1897. Það er ósk þeirra og von, sem að gjöfinni standa, að hún styrki göfugt líknarstarf þeirra, sem í spítalanum vinna, og að hún verði þeim til blessunar, sem hennar eiga að njóta. Með bréfi þessu er dísilraf- stöðin afhent spitalanum full- búin til notkunar." Undir gjafabréfið rita stjórn- armeðlimir Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á fs- landi, I.O.O.F.: Sveinn Björns- son, Jón Sigtryggsson, Júlíus Björnsson, Ingólfur Guðmunds- son og Kolbeinn Jóhannsson. Er systir Hildegardis hafði veitt gjafabréfinu viðtöku tók til máls Logi Guðbrandsson, lögfræðingur Landakotsspitala. Hann sagði, að frá upphafi hefði það verið eitt helzta við- fangsefni eigenda spitalans, St. Jósepssystra, að búa spítalann tækjum. Þetta kvað Logi hafa gengið bærilega framan af og á meðan kröfur til spitalabúnað- ar voru miklu minni en nú er og systurnar voru aflögufærar af launum sínum. Róðurinn hin síðari ár hefði hins vegar sífellt verið að þyngjast, erkröfur til alls útbúnaðar hefðu aukizt. Styrkir hefðu varla verið teljandi og daggjöldum ekki ætlað að greiða fyrir tækja- kaup. Logi Guðbrandsson kvað það löngum hafa loðað við raf- magnsþjónustu hér á landi yfir vetrarmánuðina, að hún hefði verið stopul. Við engan væri sjálfsagt að sakast, nema óblíða og óstöðuga verðráttu landsins, en síðustu vetur kvað hann ástandið hafa verið mjög slæmt. Eina úrlausnin var að hafa rafhlöðursem gáfu straum í takmarkaðan tíma, i því til- felli að yfir stæði skurðaðgerð, sem ekki var unnt að hætta við í miðjum klíðum. Draumurinn hefði því ávallt verið varaafl- stöð fyrir spítalann — draum- ur, sem nú væri að rætast. Raf- stöóin fer í gang um leið og bæjarstraumurinn rofnar af spitalanum og gerist þetta svo fljótt að menn verða vart varir við breytinguna. Logi kvaðst hafa orðið var við vaxandi kvíða meðal starfsfólks spítalans undanfarið vegna þessara vandamála, en nú væri þessum kvíóa aflétt og vanda- málin leyst. Hann færði gef- endum fyrir hönd St. Jóseps- systra þakkir fyrir örlæti þeirra. Te fyrir 250 „TE FYRIR 250“ nefnist sölu- herferð, sem fslenzkir ung- templarar hleypa af stokkun- um i dag til styrktar fátækum Ceylonbúum. Munu þeir f kvöld ganga f hús f Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Kefla- vfk og Akureyri og bjóða fólki 200 gramma tepakka frá Ceylon fyrir 250 krónur. Þá munu þeir setja upp tesölu- tjald f Austurstræti f dag. Stefna ungtemplararnir að því að selja 10 þúsund tepakka. Ef ekki tekst að selja alla pakkana f dag, verður haft samband við fyrirtæki og leitað eftir þvf hvort starfsmenn þeirra séu reiðubúnir að leggja ungtempl- urunum lið f þessu hjálpar- starfi fyrir Ceylonbúa, að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf- ir, eins og ungtemplararnir I dag hleypa ungtemplarar af stokkunum tesöluherferð til hjálpar fátækum á Ceylon orða það. Segja þeir, að þótt teið sé ferkst og gott, verði fyrst og fremst að líta á pakk- ann sem viðurkenningarvott fyrir framlag hvers og eins. I tilefni þessarar söluherferð- ar ræddi Mbl. við Höskuld Frí- mannsson varaformann lUT og formann tesölunefndar. Hann sagði, að hugmyndin um tesöl- una væri komin frá norsku ung- templarasamtökunum. Þau riðu á vaðið 1967 og stofnuðu til tslenzkir ungtemplarar undirbúa söluna. Ljósm. Mbl. Ol. K. Mag. Mynd frá eyjunni Karainagar á Ceylon, þar sem byggð hafa verið glæsileg mannvirki og bátar fyrir gjafafé, mestmegnis frá Norð- mönnum. söfnunar handafátæku fólki í norðurhluta Ceylon, nánar til- tekið á eyjunni Karainagar. Hefur þessu starfi verið haldið áfram siðan með mjög góðum árangri, og stofnað hefur verið til sérstakrar þróunaráætlunar, Cey-nor. Þar hefur verið komið upp bátasmíðastöð, sem framleiðir tvö hundruðl7 feta plastbáta á ári. Hver bátur veitir fjórum mönnum vinnu, en hann kostar um 80.000.— kr., með með vél. Þannig fá átta hundruð manns átvinnu á ári auk allra hinna, sem við bátasmiðina fást og vinnslu fisksins í landi. Áætlað er, að fimm ára framkvæmdir samkvæmt þróunaráætluninni veiti fjörutíu þúsund manns vinnu og þar með framfærslu- eyri, þ.e.a.s. fólkinu er hjálpað til að bjarga sér sjálft. Auk þess hefur verið byggt frystihús, sjómannaskóli, heilsuverndar- stöð og fleira til að bæta félags- lega aðstöðu ibúanna. Um hundrað manns hafa unnið við framkvæmd áætlunarinnar. Fjárfest hefur verið fyrir um 80 millj. kr. ásamt mikilli sjálf- boðavinnu. Þessir peningar hafa að hluta komið frá norsk- um ungmennasamtökum, sem hafa aflað þeirra, m.a. með tesölu. „TE FOR 10“ herferðin, þar sem hver pakki var seldur fyrir 10.— kr. norskar, heppn- aðist mjög vel og seldust um tvö hundruð þúsund pakkar. I þessu starfi hafa Svíar, Hol- lendingar og Svisslendingar verið með, og nú bætast Islend- ingar í hópinn. Þessir 10 þús- und pakkar, sem hér á að selja, munu gefa 2,5 milljón brúttó, og rennur allur ágóði til báta- smíðanna. Enda þótt okkur finnist það kannski ekki há upphæð mun hún koma á ótrú- legum notum íCeylon, sem er eitt af fátækustu löndum ver- aldar. Sagði Höskuldur að lok- um, að það væri von íslenzkra ungtemplara, að sem flestir tækju þátt í þessu hjálparstarfi þeirra. Fólk hlyti bæði ánægju af því að leggja sitt af mörkum, og fengi auk þess pakka af 1. flokks tei.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.