Morgunblaðið - 08.11.1974, Page 36

Morgunblaðið - 08.11.1974, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1974 Leggur og skel (Æfintýri, nokkurn veginn eftir H. C. Andersen: Kærestefolk- ene). Einu sinni voru leggur og skel. Þau lágu bæði í gullastokki innan um önnur barnagull, og svo sagði leggurinn við skelina: „Eigum við ekki að taka saman, fyrst að við á annað borð liggjum hér í sama stokknum?“ En skelin var úr sjó og þóttist töluvert, rétt eins og ung heimasæta — en hún var nú samt ekki heimasæta — og vildi ekki gegna því neinu. Þar var líka í stokknum gömul gjarðarhringja, slitin og fornfáleg; en hún var samt úr eir. Hún sagði við skelina: „Ekki vænti ég þú viljir heyra mér út í horn?“ og skelin sagði „jú“; og svo fóru þau bæði út í horn. Þá sagði hringjan: „Ekki vænti ég þú viljir eiga þér mann, rfkan og forstöndugan, ekki svo mikið upp á bókarament?“ En skelin var úr sjó og HÖGNI HREKKVÍSI Amma! Högni vill ekki að þú sért að sýna kettlinga- myndirnar af honum. skildi ekki þessa kurteisi, þóttist líka töluvert, rétt eins og ung heimasæta, og þagði eins og steinn. Þá sagði hringjan: „Æ! segðu nú já, hjartans lífið mitt góða!“ En skelin sagði ekki annað en „nei“, og svo töluðu þau ekki meira saman. En nú kom drengurinn, sem átti gullastokkinn, og tók legginn og batt um hann rauðum þráðarspotta og reið honum um pallinn, og seinast tók hann látúns- bólu og rak í endann á honum. Það var ekki mjög ljótt að sjá skína á bóluna, þegar leggnum var riðið. „Líttu nú á mig,“ sagði hann við skelina; „hvernig líst þér nú á? ættum við nú ekki að taka saman? hjónasvipur er með okkur. Þú ert úr sjó, og ég er úr lambsfæti. Ég sé ekki betur en að það geti farið vel á með okkur.“ „Á! haldið þér það?“ sagði skelin; „þér munið líklega ekki eftir, að ég er rekin á fjöru og er orðin forfrömuð. Kaupmaðurinn hefur fundið mig sjálf ur og etið úr mér fiskinn, og ég hef komið á meir en einn postulínsdisk.“ „Satt er það,“ sagði leggur- inn; „en ég er líka úr golmögóttum lambsfæti, og hef verið súrsaður, blessuð mín! Og presturinn hefur borðað af mér sjálfur, og nú er búið að setja bólu í endann á mér, eins og þú getur séð.“ „Er það nú víst?“ sagði skelin. „Svei mér ef — fari ég þá sem — skammi mig, ef ég skrökva.“ „Þér getið komið fyrir yður orði,“ sagði skelin, „en ég má það ekki samt; ég er hálflofuð, að kalla má; það er fífill í hlaðbrekk- unni, eins og þér vitið, og þegar drengurinn ber okkur út, gullin sín, hefur hann oftar en einu sinni lagt mig niður hjá ffflinum, og þá hefur fífillinn sagt: „Viljið þér koma til í það?“ og ég hef þá sagt „já“, svona í huga mínum innanbrjósts, og það álít ég hálfgildings lofun. En því lofa ég yður, að ég skal aldrei gleyma yður.“ „Það er nú til nokkurs,“ sagði leggurinn, og svo töluðu þau aldrei saman. Daginn eftir kom drengurinn, sá, sem átti gulla- stokkinn, og tekur hann og fer með hann og allt saman út í hlaðbrekku. Þá var sólskin og sunnan- vindur, skýskuggar flugu yfir engin, og fífan hneigði sig á mýrinni í hvert sinn og hún dökknaði, og það gekk eins og bárur yfir puntinn á túninu; dalurinn skein allur í grösum og blómum. Skelin lenti hjá fíflinum, eins og vant var, því að börn eru oft vanaföst í leikum. Hann leit á hana stundarkorn og sagði: „Viltu eiga mig, hróið mitt?“ „Það vil ég fegin,“ sagði skelin. En fífillinn sagði: „Þú færð það nú ekki samt, góóin mín!“ og svo horfði hann aftur í ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta Það var dálítill gleiðgosalegur hæðniskeimur í skjálfandi og vesældarlegri röddinni. Lögmaður leit framan í piltinn. Haxm var blár í framan af kulda og angist og var þó að reyna að bera sig mannalega. Svo tók lögmaður vettling sinn, rennvotan, og henti honum framan í piltinn og mælti: „Þagað gazt þú, óhræsið þitt! Þeir þögðu, sem betri voru.“ Lögmaður hafði fyrir löngu fyrirboðið mönnum sínum að nefna Hjalta á nafn í sín eyru. Og það forboð stóð enn. Hann sat lengi þegjandi og hugsandi og starði fram fyrir sig. Menn hans biðu og héldu í taumana á hestunum. Eng- inn spurði, hvert nú skyldi halda. Enginn bjóst við, að nú yrði haldið til hellisins, eins og ráð hafði verið fyrir gert, enginn spurði heldur, hvort elta skyldi Hjalta og taka hann. Allir biðu þegjandi eftir ákvörðun lögmanns sjálfs. En hann sat langa stund þegjandi, þar til hann mælti hálfhátt fyrir munni sér: „Þetta er dómur drottins!" Svo staulaðist hann á fætur, stirður og þrekaður, lét styðja sig á hestbak og mælti: „Austur að Stóruborg!“ Og þangað reið hópurinn um kvöldið. 2. GRIÐ SETT Lögmaður var ekki valdsmannslegur, þegar hann kom að Stóruborg, rennvotur og hrakinn, sKjálfandi af kulda og með kápuna sína fyrir höfuðfat. Hann tók sjálfur gistingu hjá systur sinni, eins og vandi hans var, og nokkrir af mönnum hans með honum. Hinir dreifðu sér á bæina í kring til gistingar. Á Stóruborg stóð ætíð uppbúið rúm í góðu herbergi, sem heldri gestum var ætlað. Þangað var nú lögmanni fylgt. Oft hafði hann hvílt þar áður, en ekki minntist hann þess, að hafa orðið rúminu fegnari í annan tima en nú. Systir hans þjónaði honum sjálf til sængur, með sömu al- úðinni og nærgætninni og ætíð endranær, og henni því meiri, sem hann var nú meiri hjúkrunarþurfi en nokkru sinni áður. Hún dró af honum vosklæðin, neri á honum fæt- uma, sem voru ískaldir, með þurru, hlýju vaðmáli, og færði honum að lokum hitað rauðvin til að drekka. En hún talaði sama sem ekkert við hann. Þegar lögmaður hafði svolgrað í sig rjúkandi heitt rauð- vínið, byrgði hann sig niður. Fór þá brátt að minnka í honum skjálftinn, og eftir litla stund var hann sofnaður. Þegar hann vaknaði daginn eftir, var komið bezta veður, og sólin skein inn í herbergið til hans. Hann geispaði og teygði sig og fann, að hann var að mestu leyti heill heilsu og í bezta skapi. Þó fann hann óþægilegan þela fyrir brjóstinu og dálítinn höfuðverk, svo að hann ásetti sér að liggja um daginn og yfirvinna að fullu afleiðingar bleytunnar og kuld- ans. Og þegar Anna kom inn til hans, bað hann hana að nýju um heitt rauðvin, til að hafa úr sér hæsina. Við keyptum það því það var fitublettur á veggn- um. Vertu bara róleg ég vinn þig aftur áður en nóttin er úti. Ha — prófessorinn — eftir öll þessi ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.