Morgunblaðið - 12.01.1975, Side 1
44SIÐUR
Skammdegi. Ljósm. Ól. K. Mag.
Ferð Sojusar 17
gengur prýðilega
Nixon dýr
í rekstri
Washington, 11. jan. Reuter.
BANDARÍSKA stjórnin varði 367
þúsund dollurum eða rösklega 43
millj. ísl. króna, til að aðstoða
Nixon fyrrverandi forseta við að
framfleyta sér á fyrstu þremur
mánuðunum eftir að hann sagði
af sér. Var þetta birt í Hvíta hús-
inu í gærkvöldi. Upphæðin er
rösklega 200 þúsund dollurum
hærri en sú upphæð sem þingið
samþykkti að veita Nixon fyrstu
sex mánuðina eftir að hann hætti
forsetastörfum.
Ekki var gefinn upp kostnaður
við öryggisvörzlu vegna Nixons,
en lögum samkvæmt á Nixon rétt
á slíkri gæzlu meðan hann lifir.
Sumar heimildir telja að kostn-
aður við öryggisvörzlu sé rösklega
sex hundruð þúsund dollarar ár
hvert (eða sem svarar 70 millj.
króna).
Barbra og
Redford
vinsælust
Hollywood, 11. jan. Reuter.
ROBERT Redford og Barbara
Streissand eru vinsælustu kvik-
myndaleikarar í heiminum árið
1974, samkvæmt skoðanakönnun
sem gerð var sérstaklega og
niðurstöður hennar birtar í dag.
Var þetta í þriója skipti sem
Barbara Streisand er í efsta sæti.
Þau fá í verðlaun ,,Gullhnöttinn“
sem samtök erlendra fréttamanna
í Bandaríkjunum veita.
Skoðanakönnunin var gerð í
samtals 65 löndum. Vinsældir
þeirra sl. ár eru sagðar byggðar að
verulegu leyti á myndinni „The
„Way we were“ en þar leika þau
saman.
Callaghan bjartsýnn
Lagos, Nígeríu 11. jan. Reuter.
JAMES Callaghan, utanrfkisráð-
herra Bretlands, sagði á blaða-
mannafundi hér í dag, skömmu
áður en hann lagði af stað heim-
leiðis til Bretlands, að hann hefði
trú á því, að ferð hans hefði borið
nokkurn árangur og hann væri
bjartsýnn á að samkomulag næð-
ist í stjórnarskrármáli Ródesíu.
Moskvu, 11. jan.
Reuter. AP. NTB.
TASS-fréttastofan tilkynnti laust
eftir hádegið að ferð hins nýja
mannaða geimfars Sojusar-17
gengi að ðskum. Var tekið fram
að þessi ferð væri ekki f tengslum
við væntanlega sameiginlega
geimferð Bandarfkjamanna og
Sovétmanna, heldur væri verk-
efni geimfaranna fyrst og fremst
rannsóknarstörf f sambandi við
geimstöðina Saljut-4, og ýmis
tæknileg atriði þar að lútandi.
Verður Sojus að Ifkindum tengd-
ur við geimstöðina f ferðinni. Að-
ur höfðu menn getið sér til um að
tilgangur fararinnar væri vegna
hinnar ofangreindu fyrirhuguðu
geimferðar.
Ekki hefur verið frá þvf skýrt,
hversu lengi Sojusi-17 er ætlað að
vera úti í geimnum. Getgátur
voru á lofti um að hann myndi
verða alllanga hrfð, en TASS
hefur hvorki staðfest það né borið
tH baka.
Geimfararnir tveir, sem stjórna
Sojusi nú eru þeir Alexei
Gubarev og Georgi Grechko. Þeir
hafa hvorugur farið í geimferð
áður.
Tilkynnt var um geimskotið að-
fararnótt laugardags. Röskur
mánuður er siðan siðasta Sojus-
fari var skotið upp. TASS-,
fréttastofan hefur sagt allýtar-
lega frá þvf og segir frá gangi
mála alltaf öðru hverju. /
Geimfarinu var skotið upj/ frá
Baikonur f Miðasfu.
Santiago, 11. jan. Reuter.
TVEIR fyrrverandi ráðherrar i
stjórn Salvadors Allende voru
Síðustu tæki
Satúrnusar
Kanaveralhöfða, 11. jan.
AP. REUTER.
HLUTI 2. þreps Satúrnuseld-
flaugarinnar, sem flutti Skylab-
geimstöðina á braut fyrir tveim-
ur árum, lenti í bitið í morgun
undan ströndum Afríku, en ekki
ver vitað með vissu hvar. Mikill
hluti þrepsins brann upp áður en
það kom inn í andrúmsloftið, en
það sem eftir var er sagt vera m.a.
ýmiss konar tæki og gæti svo
verið að efni úr þrepinu hafi
dreifzt yfir mjög stórt svæði.
látnir lausir úr fangelsi í dag, en
þar hafa þeir verið í sextán
mánuði. Hafa þeir óskað eftir þvi
að fá að flytjast til Rúmeniu. Ráð-
herrarnir eru Clodomiro
Almeyda, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra og náinn samstarfs-
maður Allendes á sinum tfma, og
Framhald á bls. 43
Glezer vill
flytja úr landi
Moskvu, 11. jan. Reuter.
ALEXANDER Glezer, skáld og
listamaður, sem var i hópi þeirra
er stóðu að umdeildri útisýningu í
MoskVu í september er fjarlægð
var á þann hátt að jarðýtur voru
látnar ryðja burt listaverkunum,
hefur nú sótt um að fá að flytjast
til Israel. Hann gaf þó f skyn við
erlenda fréttamenn að hann sækti
um það formsins vegna, síðar
hygðist hann flytjast búferlum til
London.
Brezka blaðið Economist:
Samdrátturogkreppatil 1977
MESTA uppgangstíma sög-
unnar er lokið, segir f grein í
hinu virta brezka vikublaði
The Economist og spáir biaðið
samdrætti og kreppuástandi
fram til ársins 1977 a.m.k.
Grein þessi er birt f heild f
Morgunbiaöinu f dag á bls. 20
og 21. Hið brezka blað vekur
athygli á eftirtöidum stað-
reyndum máli sfnu til stuðn-
ings:
% Arið 1974 var enginn hag-
vöxtur f iðnaðarrfkjum
heims.
• Þjóðartekjur Bandarfkj-
anna hafa minnkað um 2%
og minnka enn.
• Eftir 25 ára stöðugan vöxt
hafa þjóðartekjur Japana
minnkað um 3%.
0 Hækkun olfuverðs iefddi til
60 milljarða doilara halla
þeirra landa, sem kaupa
olíu.
• Tilfærsla þessara 60
miiljarða dala frá olfunot-
endum inn á bankareikn-
inga Araba kom af stað sam-
drætti í heimseyðslu.
The Economist spáir þvf, að
kreppuástandið muni harðna á
árinu 1975 og standa yfir allt til
ársins 1977. Þá sé hugsanlegt,
að tfmabundinn bati verði og
hagvöxtur verði um 5%. Ef öll
lönd taki þátt f sveiflunni upp á
við verði hún skörp og skamm-
lff. Heimurinn verði ólfkur þvf,
sem hann var áður að loknum 4
árum án nokkurs hagvaxtar.
Meðal þeirra atriða, sem
blaðið telur vera forsendu fyrir
þvf að þjóðir lifi kreppuna
sæmilega af, eru:
• Sanngjarnir verkalýðsieið-
togar.
0 Pólitísk samstaða um viðun-
andi tekjuskiptingu.
% Pólitískt samkomulag á
breiðum grundvelli um
form efnahagskerfis.
• Næg orka heima fyrir.
Sjá nánar grein á bls. 20 og
21.
Ráðherrum sleppt í Chile