Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
3
Bollaleggingarnar um stjórnarmyndun í Danmörku:
FÁST RADIKALAR TIL AÐ STYÐJA
STJÓRN MEÐ JAFNAÐARMÖNNUM
SF, KOMMÚNISTUM OG VS
— EÐA TEKST HARTLING AÐ TRYGGJA
SÉR STARFHÆFAN ÞINGSTUÐNING?
Kaupmannahöfn 11. jan.
Frá Braga Kristjónssyni.
EFTIR nýafstaðnar þingkosn-
ingar I Danmörku eru allar
horfur mjög óljósar og útlit
ekki fyrir þvf enn sem komið
er, að öflugri ríkisstjórn verði á
næstunni komið saman. Þau
vandamál, sem við er að glíma,
krefjast þó mjög skjótrar lausn-
ar.
Sigurvegarar þessara kosn-
inga voru þeir Hartling for-
sætisráðherra, sem með skel-
eggum og heiðarlegum mál-
flutningi lagði ástand mála í
landinu fyrir kjósendur og fór
fram á dóm þeirra í kosning-
unum; auk þess framfaraflokk-
ur Glistrups og svo að nokkru
leyti Jafnaðarmannaflokkur-
inn. Hartling gerði ráð fyrir, að
Framfaraflokkur Glistrups
myndi liðast í sundur í kosn-
ingabaráttunni vegna innbyrðis
sundurlyndis og skipulags-
leysis og ekki síður vegna þess
málavafsturs, sem lögmaðurinn
á í, þar sem hann er sóttur til
saka fyrir margvísleg brot á
skatta- og hegningarlögum. En
sjálfstraust og öryggi Glistrups
er með ólíkindum. I kosninga-
baráttunni fór hann um öll hér-
uð landsins og hélt samkomur
og lét fólk meira að segja borga
aðgang. Voru þessar samkomur
miklu meira sóttar en þegar
þeir Anker Jörgensen og Poul
Hartling boðuðu til sinna hefð-
bundnu kosningafunda. I sjón-
varpi var framkoma Glistrups
örugg og þótt ýmsir séu þeirrar
skoðunar, að lögmaðurinn sé
fyrst og fremst meistari í því að
hagræða málum sér i vil, tókst
honum í kosningunum að halda
nær óskertu fylgi flokksins
þrátt fyrir samfelldar árásir
allra blaða landsins gegn
honum persónulega og flokki
hans. Harling gerði ráð fyrir að
ná um helmingi af fylgi Gli-
strups til síns flokks. Þess i stað
tók hann fylgið nær einvörð-
ungu frá sinum eigin stuðnings-
mönnum í öðrum flokkum.
Leiðtogi jafnaðarmanna, Anker
Jörgensen, hefur hvatt Hart-
ling eindregið, síðast i morgun,
til að segja af sér embætti for-
sætisráðherra. Sjálfur vill
Anker reyna að mynda stjórn
án þátttöku Venstre. Hvort
þetta áform Ankers Jörgensen
tekst, kemur í ljós á næstu
dögum og vikum, en það er
ljóst, að Hartling er ákveðinn í
að stjórna áfram og hefur hann
lýst þvi yfir, að hann muni
kalla flokkana til viðræðu um
áframhaldandi samstarf við
stjórn Venstre. Poul Hartling
sagði i morgun; „Anker Jörgen-
sen hefur hvatt ríkisstjórnina
til að segja af sér og víkja fyrir
ríkisstjórn, sem mynduð yrði
undir forsæti hans. Hvað koma
myndi út úr slíkri tilraun er
auðvitað of snemmt að segja til
um. En ég hlýt að benda ein-
dregið á, að flokkaskiptingin i
þjóðþinginu er þannig að ég
get alls ekki séð að ríkisstjórnin
sé í minnihluta eins og hlut-
föllin eru.“ í gær, föstudag
hófust viðræður Hartlings við
hina flokkana i þjóðþinginu og
standa yfir allan laugardaginn.
Ahrifamenn í stjórnarflokkn-
um segja þó, að alls ekki sé
búizt við þvi, að stefnt sé að
breiðari rikisstjórn að þessu
sinni heldur eru viðræðurnar
fyrst og fremst könnunarvið-
ræður, en rikisstjórnin hafi
fullan hug á þvi að sitja áfram.
Jafnaðarmenn, SF, kommún-
istar og vinstri sósíalistar hafa
samtals aðeins 73 þingmenn af
179 þingmönnum alls. Ríkis-
stjórnarflokkurinn ásamt mið-
demókrötum og Kristilega þjóð-
arflokknum, Ihaldsflokknum
og Radikale hefur 78 þing-
menn. Áður höfðu þessir
flokkar 81. Auk þess eru hinir
24 þingmenn Framfaraflokks
Glistrups en hann hefur
ákveðið hvatt til stuðnings við
stjórn Hartlings og lagzt mjög
eindregið gegn stjórnarmynd-
un jafnaðarmanna og hugsan-
legri samsteypustjórn þeirra.
Glistrup segist ekki undir nein-
um kringumstæðum munu
styðja stjórn Jörgensens. Ef
Radikali flokkurinn myndi
styðja stjórnarmyndun jafn-
aðarmanna er þingmannafjöldi
að baki slíkrar . stjórnar 86.
Þingmenn Færeyja og Græn-
lands, fjórir samtals, myndu
etv. bæta þremur stuðnings-
mönnum við vinstri væng
þingsins. Það er þó ekki
nægjanlegt til að fella stjórn
Hartlings þvi að meirihlutinn
verður að hafa 90 þingmenn af
179. Gert er ráð fyrir, að 3 af 4
þingmönnum Færeyja og
Grænlands muni styðja jafn-
aðarmenn og sósialista, en einn
borgaraflokkana. Ef Hartling
hefur stuðning Radikalaflokks-
ins, sem telja má líklegt, hefur
hann því 78 þingmenn að baki
stjórninni gegn 76 þingmönn-
um jafnaðarmanna og annarra
flokka, sem vilja losna við ríkis-
stjórnina. Ef Radikaliflokkur-
inn myndi ekki vilja styðja
Hartling, á stjórnin hins vegar
visan stuðning Glistrups og
flokks hans með 24 þingmenn.
Talið er, að Anker Jörgensen
vinni nú þegar að þvi bak við
tjöldin að mynda minnihluta-
stjórn jafnaðarmanna og Radi-
kala. Ýmsir reikna með, að mið-
demókratar myndu fáanlegir til
þessa samstarfs og Kristilegi
þjóðarflokkurinn auk SF. Þá er
gert ráð fyrir, að slík stjórn
myndi njóta viss stuðnings
kommúnista og vinstri sósial-
ista. Ef hægt væri að koma
sliku samstarfi á laggirnar
myndi sú stjórn njóta stuðnings
99 þingmanna, en þetta er þó
talið fremur hæpið nú. Þó voru
í morgun fundir með jafnaðar-
mönnum og radikölum.
Kristilegi þjóðarflokkurinn,
sem vann þó nokkuð á i
kosningunum, hefur lýst þvi
yfir, að hann vilji vinna að
stjórnarsamstarfi núverandi
stjórnarflokks og jafnaðar-
manna. Því sama hefur Hilmar
Baunsgaard, formaður radi-
kala, lýst yfir. En ef slík áform
reynast ekki framkvæmanleg,
aðallega vegna ósamkomulags
um forystu slíkrar stjórnar,
gæti samstarf jafnaðarmanna
og radikala orðið ofan á. Fram-
ámenn innan Jafnaðarmanna-
flokksins sögðu í morgun, að
þeir gerðu ráó fyrir stuðningi
Kristilega þjóðarflokksins og
miðdemókrata ef radikalir yrðu
með í myndun slíkrar stjórnar.
Það eru því margar blikur á
lofti i dönskum stjórnmálum
þessa dagana. Á meðan bíða hin
knýjandi verkefni óleyst. Hluti
kjarasamninga verkalýðsfélaga
og atvinnurekenda er nú
kominn til sáttasemjara rikis-
ins. Atvinnuleysi vex um eitt
þúsund manns daglega.
Hver sem ofan á kann að
verða í átökum næstu daga og
vikna í hinu flókna baktjalda-
makki stjórnmálanna þarf því
ekki að kviða verkefnaleysi
þegar sú kreppa leysist, sem
greinilega rikir í dönskum
stjórnmálum.
Þessi teikning gefur góða mynd af þeirri togstreitu og valdabaráttu, sem nú er í dönskum
stjórnmálum að þingkosningunum loknum.
GAMBIU
FERÐIR
Vikuferðirtil
Kaupmannah.:
31. jan. „Exh Buildinq
Products"
14. feb. „Scandinavia Men's
Wear Fair"
3. mars „Shoe Fair Exh "
„International boat show"
14. mars ,. 1 9th Scandinavian
Fashion Week '75" Flug,
gisting og morgunverður
29 500 kr
Kanaríeyjar
Jan.: 1 7 og 31 ' Febr.: 14 28
Marz: 14. 28 Apríl: 4. 18
VERO INGRAM
I 2ja m. herb kr 20.800
i 1 m. herb kr. 21 600
LONDON
| Ódýrar viku ferðir!
I Janúar: 1 8 og 25
{ Febrúar: 18. 1 5. og 22.
Marz: 1 8 1 6 og 22
Apríl: 5 12 1 9 og 26
Brottför:
Brottför:
8. febr.
22 febr.
8. marz.
22. mai (páskaferð)
1 6. jan
23. jan.
6 feb
13 feb
27. feb
6 marz
20. marz
27 marz
1 7. april
1 mai
4 vikur
2 vikur
3 vikur
3 vikur
3 vikur
3 vikur
2 vikur
3 vikur
2 vikur
3 vikur
KENYA
Brottför
1 7 dagar
viku Safari
Vika við
Indlandshaf,
2 dagar i Nairobi
Fyrsta flokks
aðbúnaður.
FerSaskrifstofan
VERÐ REGENT PALACE
i 2ja m herb kr 24.200
i 1 m herb. kr. 27.100
CUMBERLAND
i 2ja m herb kr 28 900
i 1 m. herb kr 31 800
til Austurríkis 1 7 dg.
Brottför 1 feb og 1 mars
mars.
25. janúar
22. febrúar
22. mars
(páskaferð)