Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 4
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
Fa
jl ní i.i /./;##«! \
'AiAjm
22-0*22-
RAUOARÁRSTÍG 31
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
piOIMEEJT
Útvarp og stereo kasettutæki
44 •25555
imn
A CAR BENTAL
BILALEIGA
Car Rental
• jp SENDUM
41660— 42902
ÞEIR nUKR
UIÐSKIPTin SEm
nuGivsn í
itlovfíuuWnímui
MARGFALDAR
ÍÍHIS)
|BovöimI)Int»it>
MARGFALDAR
iÍiMUií
3Ilov0uní>Iní>iti
MARGFALDAR
ffilíIlHI"
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Lauf ási:
heyrði ég mann segja með spek-
ingssvip, að þótt hann teldi sig
kristinnar trúar, ja, þá tryði
hann því alls ekki að Jesús væri
Drottinn. Hann væri einungis
einn af mörgum sendiboðum
almættisins og raunar væru
þeir margir, sem stæðu honum
fyllilega á sporði; Guð væri
alltaf að senda okkur menn. Af
því leiddi, að þessi vísi maður
kvaðst með engu móti geta
trúað því, að Jesús komi aftur á
efsta degi, eins og hann sjálfur
lagði þó áherslu á, að hann
myndi gera. „Og þá munu
menn sjá manns-soninn kom-
andi í skýjum með mætti og
mikilli dýrð.“ (Mark. 13, 26).
Og kristin kirkja lítur á þann
boðskap sem framtíðarsýn og
ljós lifandi vonar kristinna
manna. Raunar kom mér i hug,
að þessi yfirlætislega yfirlýs-
ing, sem gjörð var í áheyrn al-
þjóðar, minnti helzt á skoðun
manns, sem segði, að þótt hann
væri goodtemplar, þá gæti
hann með engu móti trúað þvi,
að koníak væri áfengt og þess
vegna drykki hann það hik-
laust, eða þá fullyrðingu
manns, er segðist vera komm-
únisti, en teldi að allt það, sem
Karl Marx hefði skrifað og
Lenin talað, væri einskis virði
fyrir mótun og þróun kommún-
istaríkjanna, enda væri það
auðvaldsbull. Já, þá getur fyrr-
greind ræða eða yfirlýsing
minnt á orð manns, sem segðist
vera spiritisti, en þar fyrir tryði
hann alls ekki á framhaldslif á
astralplani eða í biðheimum,
heldur á eilift líf i samfélagi við
Drottin. Svona getur mönnum
orðið á i messunni, þegar þeir
hafa vanrækt að rifja upp
fræðin sín og gefa sér engan
tíma til þess að taka virkan þátt
I kristinni guðsþjónustu og
störfum kristins safnaðar.
Þegar minnst er á Jesúm, þá fá
þeir samvízkubit, því að á
barnsaldri kallaði Drottinn þá
til sín og kveikti ljós sitt í sam-
visku þeirra. Þegar vanræksla
þessara manna er komin á það
hættulega stig, að ljós samvízk-
unnar er orðið að vesælli týru,
þá reyna þeir að krafsa í bakk-
ann með því að halda þvi fram,
að þótt þeir hafi ekki gefið sér
tíma til að feta í fótspor læri-
sveina Drottins með því að
rækja samfélagsskyldur í húsi
hans, þá hafi þeir löngum átt
sinn helgidóm, sem þeir hafi
sótt að jafnaði. Það er helgi-
dómur hugans, sem er raunar
hinn eini helgidómur, segja
þeir. Hvað erum við þá að
byggja kirkjur? Það vill svo til,
að texti þessa sunnudags leiðir
ótvirætt í ljós skoðun Jesú á
helgidóminum og mikilvægi
hans. Enn er það Lúkas, sem
skrásetur, og ennþá erum við
innan marka 2. kapitula guð-
spjalls hans, enda skammt liðið
frá jólum. Jesú tólf ára í
musterinu i Jerúsalem. Söguna
munum við öll. Foreldarnir
söknuðu hans á heimleiðinni og
fundu hann eftir mikla leit I
helgidóminum; ekki sitjandi I
berjalaut i einhverjum óljósum
minna, hvernig Lúkas lýkur
guðspjalli sínu, eftir að hann
greinir frá himnaför Drottins;
„Og þeir tilbáðu hann og sneru
afturtil Jerúsalem með miklum
fögnuði. Og þeir voru stöðugt í
helgidóminum og Iofuðu Guð.“
(Lúk. 24. 52—53) . Þannig
brugðust lærisveinar Jesú við
þá og á þennan hátt breyta læri-
sveinar hans ennþá, þeir, sem
trúa því, að hann sé Drottinn og
kirkjan sé hús hans. A tímum
vísindalegrar nákvæmni ætti
það að liggja i augum uppi,
hvar sem menn standa, hvort
þeir eru kristnir eða ekki. Gyð-
ingur, sem ekki trúir, að Jesú
sé Drottinn, hann segist ekki
vera kristinnar trúar, né heldur
múhameðstrúarmaður, sem
viðurkennir þó, að Jesú
hafi verið einn af sendiboðum
almættisins, „rasul“, og gengið
sjálfum Múhameð næst, en
honum myndi aldrei komatil
hugar að telja sig kristinn.
Þetta er vert ihugunar á íslandi
á ofanverðri 20. öld. — 1 hinu
gagnmerkariti, „Konfesjons-
kunnskap,“ eftir norskan guð-
fræðiprófessor, Einar Molland,
er fjallað um játningar og
kirkjufélög innan kristninnar
og trúfélög með kristilegu ívafi.
Af vlsindalegri nákvæmni er'
gerð grein fyrir hinum ýmsu
kirkjudeildum, trúfræðilega og
sagnfræðilega. Rit þetta kom
fyrst út árið 1953 í Osló og
hefur notið mikils álits og verið
notað við kennslu I trúfræði i
háskólum viðsvegar um
Norðurlönd og jafnframt komið
út á ensku (London 1959, útg.
A.R. Mowbray & Co.). Það er
eitt brýnasta verkefni islenzku
þjóðkirkjunnar, að bók þessi
verði þýdd á okkar tungu, svo
að bætt verði úr átakanlegum,
almennum þekkingarskorti á
þessu mikilvæga sviði. Spurn-
ingar og fullyrðingar, sem
rignir yfir prestana, benda ótví-
rætt til þess. Þegar Molland
fjallar um landamerki kristn-
innar (Kristenhetens grenser,
bls. 309), þ.e.a.s. hvaða trúfélög
verði talin kristin, þá kemur
glöggt í ljós, hve viðsýnn og
gætinn fræðimaður höfundur-
inn er. T.d. telur hann ekki
hugsanlegt að nota postullegu
trúarjátninguna sem mæli-
kvarða á það, ekki Nicæu-
játninguna (symbolum
Nicænum), jafnvel ekki sakra-
mentin. Það er aðeins eitt auð-
kenni, sem verður að vera til-
tækt i kristnu samfélagi, svo að
unnt sé að viðurkenna, að það
sé kristið. Trúin á Jesúm Krist
sem Guðs son, sem Frelsara og
Drottin. Sérhvert samfélag,
sem lifir og hrærist í þeirri trú
er innan marka kristninnar.
Samfélag, sem neitar guðdómi
Krists er utan kristninnar. En í
beinum tengslum við trúna á
guðdóm Krists er þrenningar-
dómurinn. Okkur er nauðsyn
að vita, hvar við stöndum, því
Drottinn er í nánd. Hann
kemur og margt bendir ótvi-
rætt til þess, að þess muni ekki
langt að bíða.
helgidómi hugans, heldur í
vígðu musteri Guðs, gjörðu af
höndum trúaðra manna honum
til vegsemdar. „Vissuð þið ekki
að mér ber að vera í þvi, sem
mins föður er?“ spurði
sveinninn Jesús foreldrana. Og
frásagnir guðspjallanna leiða
ótvírætt í
Ijós, að Jesús Kristur lagði
áherzlu á það, að til þjónust-
unnar við Guð var vígt hús ekki
einungis æskilegt, heldur nauð-
synlegt og ákveðnar reglur guð-
þjónustunnar virti hann út I
æsar. Þar var þvi marki náð,
sem ekki var ástæða til að
breyta og því má rekja mótun
heilagrar messu lengra aftur en
til jarðvistardaga Drottins. Og
þannig veitti Jesús lærisvein-
um sinum og postulum for-
dæmi, (sbr. Lúk. 4,15.v) þegar
hann á hvíldardegi gekk inn í
helgidóminn, þar sem hann var
staddur hverju sinni. Má á það
Frá Bridgedeild Breiðfirð
ingafélagsins.
Nú er lokiS niu umferðum af
fimmtán i aðalsveitakeppni félags-
ins og er staða efstu sveita þessi:
Sveit Hans Nielsens 1 36
— Jóns Stefánssonar 133
— Jóns Magnussonar 130
— Ingibj. Halldórsd. 129
— Guðbjörns Helgasonar 124
— Sigurleifs Guðjónss. 106
— Magnúsar Bjornssonar 100
— Þórarins Alexanders. 92
X x x x x x
Eins og áður hefur komið fram i
þættinum fór fram í desember-
mánuði Reykjavíkurmótið í tví-
menning og urðu tvimenn-
ingsmeistarar Stefán Guðjohnsen
og Simon Símonarson. Hlutu þeir
1633 stig og sigruðu nokkuð
örugglega. Röð 12 efstu paranna
varð annars þessi:
Hörður Blöndal — Páll Bergsson
1588
Ásmundur Pálsson — Hjalti Elías-
son 1575
Guðmundur Pétursson — Karl
Sigurhjartarson 1563
Einar Þorfinnsson — Jakob
Ármannsson 1525
Guðlaugur Jóhannsson — Örn
Arnþórsson 1483
Magnús Halldórsson — Magnús
Oddsson 1480
Bernharður Guðmundsson —
Júlíus Guðmundsson 1475
Hallur Símonarson — Þórir
Sigurðsson 1458
Jón Ásbjörnsson — Jón Hjaltason
1453
Hörður Arnþórsson — Þórarinn
Sigþórsson 1453
Bragi Erlendsson — Rikharður
Steinbergsson 1444.
Reykjavikurmótið — sveita-
keppnin hefst svo á þriðjudaginn
en keppnin er jafnframt undan-
keppni fyrir islandsmótið.
Xxxxxx
Nú er lokið átta umferðum i
aðalsveitakeppni BRIDGEFÉLAGS
REYKJAVÍKUR og er orðið mjótt á
mununum, þótt sveit Þóris
Sigurðssonar skipi ennþá efsta
sætið. Röð og stig efstu sveitanna
er nú sem hér segir:
Sveit Þóris Sigurðssonar 133
— Helga Sigurðssonar 127
— Hjalta Elíassonar 121
— Þórarins Sigþórssonar 115
— Jóns Hjaltasonar 95
— Björns Eysteinssonar 88
— Gylfa Baldurssonar 80
— Esterar Jakobsdóttur 74
Næsta umferð verður spiluð i
Domus Medica n.k. miðvikudags-
kvöld kl. 20.
X x x x x
Hin árlega TVÍMENNINGS-
KEPPNI HINS ÍSLENZKA PRENT
ARAFÉLAGS hefst i dag 12. janú
ar. Spilað verður þrjá sunnudaga
12. og 26. janúar og 23. febrúar.
Keppnisstjóri verður Guðmundur
Grétarsson.
X x x x x
Frá Bridgefélagi Akureyrar
Sveit Alfreðs Pálssonar er lang-
efst í sveitakeppninni hjá okkur
þegar sex umferðum af níu er
lokið með 113 stig og hafa þeir
félagar ekki tapað leik. Staða
sveitanna er annars þessi:
Sveit Páls Pálssonar 89
— Grettis Frimannssonar 84
— Gunnars Berg 82
— Sigurbjörns Bjarnasonar 69
— Sveinbjörns Sigurðsr 57
(Einum leik ólokið)
— Vikings Guðmundssonar38
— Tómasar Sigurjónssonar 34
—- Arnar Einarssonar 14
— Péturs Björnssonar (MA) ?
(Einum leik ólokið)
Reynt hefur verið tvivegis að
komast til Húsavíkur til keppni við
heimamenn — en i bæði skiptin
orðið frá að hverfa vegna ófærðar.
A.G.R.