Morgunblaðið - 12.01.1975, Side 13

Morgunblaðið - 12.01.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 13 Árlð 1975: yandi er um slíkt að spá...” alls ekki vera með hlutina á hreinu eins og það er kallað. Mér virðist eins og popptónlistarmenn almennt viti ekki hvað við tekur næst eða hvað stefnu taka skuli enda er plötuútgáfan hér ótrygg þrátt fyrir allt. Það er nú einu sinni svo með atvinnumennsku í popptónlistinni hér, að hún virð- ist eiga mjög erfitt uppdráttar og gengur I flestum tilfellum mjög brösótt. Þetta kemur mér ein- kennilega fyrir sjónir þvi að á sama tíma virðist vera nægur markaður fyrir öll önnur listform eins og t.d. málaralist og ljóða- gerð þótt deila megi um hversu gott allt það efni er sem þar kem- ur fram. Af sjálfum mér er það að segja, að 1974 hefur verið mjög lær- dómsrikt og gott ár fyrir mig. Ég skrapp til Englands og tók þar upp plötu með Omari í Pelikan og fleiri góðum mönnum og lærði ég margt af þeirri ferð. Þá spilaði ég með félögum mínum í Hljómum sem var mjög góð reynsla enda eru þetta allt „topp“ menn í popp- tónlistinni hér á landi. Mér finnst að Gunnar Þórðarson ætti að fá einhvers konar viðurkenningu frá þessum dómurum listar á Is- landi fyrir allt það sem hann hef- ur gert á þessu sviði og allt það frumsamda efni sem hann hefur lagt fram á ferli sínum. Staðan i popptónlistinni i dag finnst mér vera sú, að æ fleiri tónlistarmenn stefna nú erlendis bæði til að starfa og taka upp enda'er almennilegt upptöku- stúdíó ekki til hér á Fróni. 1 þessu sambandi má benda á að það vant- ar ekki bara stúdíó fyrir popptón- list heldur einnig fyrir klassíska tónlist, kóra, óperusöngvara og jafnvel leikrit eða m.ö.o. allt það sem vinna þarf í upptökustúdíó- um. Ég held að árið 1975 verði við- burðarikt, ekki einungis á tón- listarsviðinu heldur einnig í heimsmálunum almennt. Per- sónulega stefni ég að þvi, að gamall draumur rætist en hann er sá að vinna erlendis og þá helst i Englandi. Það eiga eftir að koma fram nýjar hljómsveitir og nýir menn eins og alltaf áður. Plötuút- gáfa á sennilega eftir að aukast verulega, — ég tala nú ekki um ef einhver peningamaðurinn sæi loksins hinn mikla hagnað sem fólgin er i fullkomnu upptöku- stúdíói og kæmi upp einu slíku. Hér væri hægt að koma upp topp- stúdíói sem jafnvel erlendir lista- menn gætu nýtt sér. Þvi ef ég þekki það rétt, þá þætti mörgum þeirra án efa gott að koma hingað i kyrrðina og náttúrufegurðina til þess að vinna. Ég óska öllum kollegum mínum góðs gengis á nýja árinu og vona að óskir þeirra allra og vonir megi rætast. Gunnlaugur Melsteð, Haukum: Að minum dómi hefur orðið mikil breyting á popptónlist á sl. ári og það er áberandi, að amerísk popptónlist virðist vera að taka yfir þ.e. það sem kalla mætti „svart rokk“ eða soul tónlist. Énska poppið fraus fyrir 3 — 4 árum og hefur að minu áiiti staðnað að miklu leyti. Mér fannst ég verða sérstaklega var við þetta þegar ég fór til Bandarikjanna og Englands i haust og þá fékk ég ágætan samanburð á öllu þvf sem er að gerast i New York og hins vegar London þar sem allt virðist vera dautt. Ég komst þá lika að raun um að íslenzkar hljómsveitir eru í mörgum tilfellum mjög góðar miðað við það sem ég heyrði á klúbbum úti. Ameriska tónlistin er nú smátt og smátt að vinna á hérna og það krefst þess, að hljómsveitirnar þurf a að fara að einbeita sér meira að rythma, eða m.ö.o. hún hefur í för með sér minna „power" en meiri rythma. Það leiðir því að sjálfu sér að það er betra að dansa eftir þessari tónlist án þess þó að þetta sé einhver „brennivínsmúsík" eins og sumir öfgamenn halda kannski. Það er mikið lagt í þessa tónlist en hún er um leið góð danstónlist. Af innlendu poppi finnst mér það merkilegast að menn hafa f auknum mæli farið út í að koma frumsömdu efni á framfæri á plötum og það er að sjálfsögðu rétta þróunin. Þetta hafa þó aðal- lega verið einstaklingar, sem er ágætt út af fyrir sig, en mér finnst að hljómsveitirnar sjálfar mættu gera meira af þvi að gefa út plötur. Atvinnumöguleikar á böllum hafa minnkað verulega að undanförnu og það er mun erfiðara að reka atvinnuhljóm- sveit núna en oftast áður. Sveita- böllin og böllin suður með sjó hafa t.d. dottið mikið niður en fólk virðist sækja meira á staðina i Reykjavík. Sveitaböllin hafa verið helsta tekjulind hljómsveit- anna og með því að þau detta niður rýrna tekjurnar að sama- skapi. Þetta á þó vonandi eftir að lagast á þessu ári. Hvað okkur Hauka sjálfa við- víkur stefnum við að plötu á þessu ári og við erum nú þegar farnir að vinna að henni. Við höfum að vísu oft gefið út svona yfirlýsingar áður en í þetta skipti er það pottþétt. Við eigum nú meira og betra efni en áður og þetta efni sem við eigum liggur mun betur fyrir. Okkur finnst það lika vel við hæfi að Haukar gefi út sina fyrstu plötu á kvenna- árinu. Magnús Sigmundsson, Change, sagði: Það er mjög margt að gerast og mér finnst mikið liggja í loftinu. Menn er farnir að fá meiri trú á sjálfum sér og á getu íslenzka poppsins. Ég veit það eftir að hafa verið I Englandi, að miðað við höfðatölu eru íslenzkir tónlistar- menn alls ekki hæfileikaminni en þeir erlendu. Það hafa komið út fjórar góðar plötur á árinu, frá Jóhanni G., Pelikan, Ómari Óskarssyni og Change og mér lízt mjög vel á nýja árið I þessum efnum. Það er mikill hugur í mönnum að fara að leita fyrir sér utan landsstein- anna og tónlist okkar á sterka möguleika. Hún er frábrugðin þvi, sem aðrir eru að gera, það er sérkennilegur andi í henni, sem kemur liklega vegna legu lands- ins. Við erum miðja vegu milli Ameríku og Evrópu og höfum gott tækifæri til að vinna úr þeim áhrifum, sem hingað berast. Tón- listin hér er öðru vfsi en á Norður- löndum og í Evrópu. Það hefur verið að koma í ljós í tónlistinni frá Pelikan, Júdasi, Jóa G. og okkar. Það er svo margt hægt að gera, bara ef menn nenna að vinna. Fæstir eru tónlistarmenn af guðs náð, heldur verða að hafa fyrir hlutunum. Við erum að fara út til Bret- lands núna og förum að taka upp nýja stóra plötu. Við göngum út frá þvi að hún verði tekin upp í London, þótt það geti vissulega breytzt. með sjálfstæða tónlistarstefnu hér á landi er ekki um annað að ræða. Það er ekkert undarlegt þó að hugur margra stefni út fyrir landsteinana hafandi það i huga, hversu stutt leið er frá Tjarnar- búð yfir á Hótel Borg og þeir eru fáir sem vilja enda sem einhvers konar hljómlistartrúðar á slíkum stöðum. Hannes Jón Hannesson, gítarleikari Sólskins- ins sáluga, sagði: Hljómleikarnir, sem við ætluð- um að leika á með Sinfóníuhljóm- sveitinni, verða ekki haldnir að sinni vegna anna Sinfóniunnar. Það verður að taka þá inn á dag- skrá, þannig að þeir verða eftir 3—5 mánuði. Annars vil ég nota tækifærið og færa öllum óskir um gott ár frá Change. Ómar Óskarsson, Stólum: Þegar ég velti fyrir mér þróun- inni í popptónlistarlífinu hér heima að undanförnu finnst mér, að það eina, sem skipti máli I framtiðinni, sé framvinda mála hjá íslenzkum atvinnuhljómsveit- um erlendis. Þegar það hefur sýnt sig að ekki er grundvöllur fyrir þvi að reka atvinnuhljómsveit Mér lízt mjög vel á þróunina i plötumálunum. Ég er mjög hress yfir þeim sem fóru út til að taka upp plötur, Change og Jóhanni G. — þeir þorðu að fara út og standa undir þvi sem þeir eru að gera. Og það virðist útkoman, að plöturn- ar, sem eru teknar upp úti, seljist betur hér heima — kannski ekki endilega vegna upptökutækninn- ar, því að efnið var gott. En þetta er mikið hættuspil, þvi að mark- aðurinn hér er svo lítill og seinn að taka við sér, og þess vegna verða þessir menn að reyna að komast inn á erlenda markaði. Þó er þetta kannski að breytast hér. Fyrir nokkrum árum þótti 3—4000 eintaka sala metsala hér á landi, en nú eru plötur komnar upp í 7—8000 eintök i sölu. Samt er markaðurinn i raun of lítill, þegar á allt er litið. Ég er bjartsýnn fyrir hönd sumra aðila um nýja árið, þ.e. þeirra sem eru að fara út, eins og Change, Jóa G. og Pelikan. En um aðra veit ég ekki hvað skal segja. Það geta ekki allir sigrað. Við í Sólskini fórum af stað með það i huga að spila frumsamda tónlist, en það reyndist ekki vera markaður fyrir hana — fólkið var ekki móttækilegt fyrir henni. Því fannst hún ekki endilega Iéleg, heldur sagði það bara að það þekkti hana ekki. Það væri svo sem alveg hægt að dansa eftir henni, en það vildi heldur ein- Þetta var mjög erfitt fyrir okkur, þó að við fórnuðum okkur mikið á tímabili, en nú held ég að sé að rætast úr þessu. Mér lízt mjög vel á nýja árið, fólkið er farið að hugsa meira um tónlistina og gæði hennar. Aður vildi það bara eitthvað gamalt og gott til að syngja, þegar það var ölvað. Mér finnst rétt sú þróun, sem orðið hefur i plötuútgáfunni. Það á að gefa út eins margar plötur og hægt er — og menn treysta sér að standa undir — og láta svo fólkið um að velja. Plöturnar með Jóhanni G. og Change voru mikil framför, bæði að efni og upptöku. Sérstaklega var upptakan góð hjá Change. Hins vegar er ég ekkert yfir mig hrifinn að öðru, sem á markað hefur komið. Mér hefur fundizt það mjög keimlikt, sem ég hef hlustað á. Ég er mjög bjartsýnn á þetta ár fyrir okkur. Við erum að koma út með tveggja laga plötu á næst- unni, höfum lagt mikla vinnu í hana og erum bjartsýnir. Svo er andinn í hljómsveitinni lika þann- ig, að menn mega búast við að heyra mikið frá okkur. Pálmi Gunnarsson, Islandiu og síðar í Mánum, sagði: ss** hver lög sem það þekkti, ný eða gömul. Kannski voru það mistök hjá okkur að koma ekki með plötu fyrst til að kynna tónlist okkar. Þetta er alls ekki sambærilegt við tónlistarheiminn erlendis. Hér er bara hægt að spila á dans- leikjum, ef menn vilja hafa ofan I sig og á, en úti spila menn frum- samda tónlist helzt á hljómleikum og það er allt annar handleggur. Við fengum ekki nóg að gera — sumir danshúsastjórar vildu hreinlega ekki hljómsveitir með frumsamda tónlist — og þegar þetta mótlæti mætti hljómsveit- inni, fór samkomulagið að versna hjá liðsmönnum hennar og því fó) sem fór. Það var raunar ekki von að menn vildu vera að puða við það, sem ekkert gaf af sér. Nikulás Róbertsson, Dögg, sagði: Það var frekar erfitt að starfa í bransanum á sl. ári, en það var þó skemmtilegt og þetta stefnir i rétta átt, tónlistin er að batna. Mér lízt ekkert á framtíðina — og þó, það getur rætzt úr. Þetta hefur verið hálfgert eymdar- ástand. Pelikan hafa að visu verið á fullu og verið það nafn, sem hæst hefur borið, en yfir öllum hinum hefur verið sama lognmoll- an. Ur islenzkum stúdíóum hefur komið algert drasl, hvað upptök- una snertir, en hins vegar hafa bæði Jóhann G. og Change komið að utan með plötur, sem hafa ver- ið mjög vandaðar að hljóðritun. Um efni þeirra vil ég ekki dæma, það er ekki mitt hlutverk, heldur Framhald á bls. 15 se.A«NWAn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.