Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiSsla ASalstrseti 6. slmi 10 100.
Auglýsingar ASalstrœti 6, slmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. ð mðnuSi innanlands.
j lausasölu 35.00 kr. eintakiS.
Kreppan er aðeins á
síðum dagblaðanna,“
sögðu kaupmenn og verzl-
unarstjórar, sem Morgun-
blaðið ræddi við í fyrradag,
en í þeim samtölum kom í
Ijós, að ekki hefur orðið
vart samdráttar svo
nokkru nemi í verzlun nú
fyrir jólin eða eftir áramót-
in. Daginn áður hafði
Morgunblaðið rætt við for-
svarsmenn ferðaskrifstof-
anna og kom þeim saman
um, að eftirspurn eftir
ferðum til sólarlanda væri
sízt minni en verið hefði.
Þetta eru vissulega
ánægjuleg tiðindi og benda
til þess, að kaupgjaldsvísi-
tölustöðvun og verðhækk-
anir hafi ekki haft svo af-
drifaríkar afleiðingar fyrir
lífskjör almennings í land-
inu sem margir óttast.
Enda er það auðvitað aug-
ljóst mál, að lífskjörin eru
mjög góð og víðast hvar
ekki betri en hér, hvað sem
líður þeim verðhækkunum,
sem yfir hafa dunið allt
síðastliðið ár.
Þessi viðbrögð verzl-
unarstjóra og ferðaskrif-
stofa og upplýsingar þeirra
um áframhaldandi mikla
eftirspurn benda vissulega
til þess, að nokkurt svig-
rúm sé til þess í þjóðfé-
laginu að vinna áfram að
því að treysta grundvöll at-
vinnuveganna og efna-
hagslífsins áður en nýjar
kauphækkanir koma til
sögunnar. Þótt lífskjör al-
mennings séu góð og verð-
hækkanir hafi ekki haft
meiri áhrif á kaupmáttinn
en raun ber vitni um, er
staðreyndin því miður sú,
að horfurnar eru mjög
ískyggilegar.
Þjóðartekjur Islendinga
minnka um þessar mundir.
Verðlag á útflutningsaf-
urðum okkar fer lækkandi.
Fyrir einu ári var verðið á
þorskblokkinni á Banda-
ríkjamarkaði 82 sent en nú
er það komið í 58 sent og
fer jafnvel lækkandi. Fyrir
einu ári var verðið á loðnu-
mjöli komið í 9,50 dollara,
sem er nú milli 4 og 5
dollarar. Ábatinn, sem
fékkst af hækkandi afurða-
verði fór svo til allur í um-
ferð þegar í stað og því er
af litlu að taka nú þegar
harðnar í ári. Á sama tima
og afurðaverðið fer lækk-
andi gætir mjög vaxandi
sölutregðu á framleiðslu-
vörum okkar erlendis.
Þannig er nánast engin
eftirspurn eftir loðnuaf-
urðum um þessar mundir
og sú bjartsýni, sem ríkt
hefur um framtíð frystrar
loðnu á Japansmarkaði
virðist ekki á rökum reist
þessa stundina a.m.k., því
að meirihluti þeirrar
loðnu, sem Japanir keyptu
á síðustu loðnuvertíð er
óseld í Japan og spáir það
ekki góðu um söluhorf-
urnar á þessu ári. Við þess-
ar aðstæður sýnast ekki
miklir möguleikar til að
bæta kjörin almennt. Samt
sem áður gera sjómenn
kröfur um verulegar kjara-
bætur og formaður Sjó-
mannasambandsins hefur í
hótunum um verkfall.
Nýjar upplýsingar benda
hins vegar til þess að út-
gerðin sé jafnvel enn verr
sett en áður var talið og
rekstur hinna nýju skut-
togara, sem reknir hafa
verið með miklu tapi frá
því að þeir komu til lands-
ins er nú á heljarþröm.
Betur væri ef hér væri
aðeins um að ræða tíma-
bundna og staðbundna
erfiðleika okkar ís-
lendinga. Og vissulega er
mikill hluti okkar vanda
því að kenna að við höfum
lifað langt um efni fram
hin síðustu ár og stjórn
efnahagsmála verið í
molum. En ástandið er enn
alvarlegra vegna þess, að
samdráttur og kreppa virð-
ast nú vera að skella yfir
helztu viðskiptalönd okkar
beggja vegna Atlantshafs-
ins. t Bandaríkjunum er
atvinnuleysi orðið gífur-
legt. t V-Þýzkalandi er at-
vinnuleysi orðið mikið.
Allir þekkja ástandið í
Danmörku og yfirleitt má
segja, að hvert einasta
iðnaðarríki á Vesturlönd-
um eigi nú við alvarlega
efnahagsörðugleika að
etja. t Morgunblaðinu í dag
birtist grein úr hinu virta
brezka vikuriti, Economist,
þar sem því er spáð, að
þessi samdráttur muni
standa fram til ársins 1977
og þótt þá kunni að koma
tímabundinn bati muni
aftur syrta í álinn. t iðnað-
arríkjum Vesturlanda er
nú ýmist um að ræða
minnkun þjóðarfram-
leiðslu eða miklu minni
aukningu en þar hefur
þekkzt í aldarfjórðung eða
meir. Á síðasta ári varð um
að ræða gífurlega tilfærslu
fjármuna frá vestrænum
ríkjum til Arabalandanna
vegna verðhækkunar á
olíu. Er talið, að Arabar
hafi safnað til sín 60
milljörðum Bandaríkja-
dala á þessu eina ári. Haldi
þessar fjármunatilfærslur
áfram ár eftir ár er ljóst,
að efnahagur Vesturlanda
mun veikjast mjög og lífs-
kjör almennings fara
versnandi en ekki batn-
andi.
Olíuhækkunin hefur
komið illa við okkur ts-
lendinga, en þessi þróun í
helztu viðskiptalöndum
okkar hefur komið og mun
koma enn verr við okkar
efnahag. Það væri vissu-
lega illa farið, ef menn lok-
uðu augunum fyrir þessum
staðreyndum og reyndu
enn að láta svo sem ekkert
hafi gerzt. Ef til vill stönd-
um við frammi fyrir alvar-
legustu tímamótum í efna-
hags- og atvinnumálum
okkar á þessari öld.
HORFUMSTIAUGU
VIÐ STAÐREYNDIR
j Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<>Laugardagur 11. janúar
r
Saga Islands inn
á hvert heimili
Eins og kunnugt er hlutaðist
þjóðhátíðarnefnd 1974 til um það,
að saga Islands yrði rituð, og var
sú ákvörðun meðal hinna fyrstu,
sem teknar voru um framkvæmd-
ir í minningu 1100 ára búsetu í
landinu. Var sú stefna strax
mörkuð, að ritið skyldi ná til sem
flestra þátta Islandssögunnar, þar
á meðai ti! sögu landsins sjálfs og
náttúru þess.
Fyrsta bindi Sögu íslands er nú
komið út, og nær þetta bindi til
ársins 1100, að svo miklu leyti
sem unnt er að rekja atburði I
tímaröð, en I næsta bindi mun
sagan verða rakin til loka þjóð-
veldis. I formálsorðum getur rit-
stjóri þess, að íslendingar hafi
ekki á þessari öld eignast neitt
samfellt yfirlit yfir sögu sína, þótt
ýmsir höfundar og útgáfufyrir-
tæki hafi unnið að útgáfu sagn-
rita. Síðan segir Sigurður Líndal:
„Eins og sjá má hefur verið
leitað til margra sérfræðinga um
samningu þessa rits, enda naum-
ast á færi neins eins manns að
vinna sllkt verk. Því fylgir að vlsu
sá ókostur, að hætt er við ýmiss
konar rnisræmi, svo sem óþarfa
endurtekningum og óeðlilegum
hlutföllum milli einstakra þátta
og ólíkum sjónarmiðum um mat á
sögulegum fyrirbærum. Leitast
hefur þó verið við að draga úr
slíku eftir föngum, þannig að ritið
yrði sem næst því að vera sam-
felld heild. Lesendur eru þó beðn-
ir að hafa i huga, að hér risa
margvísleg álitamál. I öllum rit-
um eru einhverjar endurtekn-
ingar jafnvel þótt höfundur sé
einn, enda mikið matsatriði hvar
mörkin skulu sett I þeim efnum.
Enginn óbrigðull mælikvarði er
heldur til á þvl hvert eigi að vera
innbyrðis hlutfall einstakra þátta
sögunnar, hversu mikið — hversu
mikill hluti kirkjusögu eigi að
vera gagnvart veraldlegri stjórn-
málasögu — að svo miklu leyti
sem unnt er að skilja þar á milli,
þegar fjallað er um þetta timabil
— hlutur bókmenntasögu, mynd-
listasögu og almennrar menning-
arsögu gagnvart atvinnusögu svo
að dæmi séu nefnd. Þessi vandi
verður fyrir hverjum þeim, sem
setur saman sagnrit, en vex að
sjálfsögðu eftir því sem fleiri
standa að verki.“
Allt er þetta rétt og skiljanlegt,
en ánægjulegt er þó að þessi „af-
sökunarbeiðni" ritstjóra er óþörf,
a.m.k. að þvl er fyrsta bindi Sögu
Islands varðar. Þar er fátt sagt of
né van. Lestur bókarinnar hlýtur
að vera sérhverjum Islendingi
ánægjuefni. Höfundarnir allir
rita gott og aðgengilegt mál. Bók-
in er ein heild, og fróðleik hennar
tekur lesandinn við fyrirhafnar-
laust. Þetta er bók, sem æskufólk
ætti að lesa, bók sem þarf að
komast inn á hvert islenzkt heim-
ili. Utgáfan er til fyrirmyndar og
myndir og teikningar gefa ritinu
enn meira gildi.
I auglýsingum um bókina segir,
að Saga Islands sé umfangsmesta
yfirlitsrit, sem hingað til hefur
komið út um sögu lands og þjóðar.
Sjálfsagt er það rétt, en hitt er þó
mikilsverðara, að ritið er þannig
úr garði gert, að sérhver lesandi
fær notið þess til fulls.
Löndunarbannið
í V-Þýzkalandi
Síðastliðinn þriðjudag ritaði
Gunnar G. Schram prófessor at-
hyglisverða grein hér I blaðið um
löndunarbannið I Þýzkalandi og
lögmæti þess. Rekur hann þar
ákvæði ýmissa alþjóðasamninga
og yfirlýsinga og sýnir fram á það
með glöggum rökum, að Vestur-
Þjóðverjar hafa engan lagalegan
rétt til þess að leggja löndunar-
bann á islenzk fiskiskip. I loka-
orðum segir prófessorinn:
„Hér hefur nú verið vikið að
ákvæðum nokkurra alþjóðasamn-
inga, sem telja verður ^ð vestur-
þýzka stjórnin hafi brotið, er hún
samþykkti löndunarbannið gagn-
vart Islendingum I nóvember-
mánuði s.l.
En spyrja má I þessu sambandi:
Leysir það ekki vestur-þýzk
stjórnvöld undan allri ábyrgð I
þessu efni, að taka vestur-þýzka
togarans er umdeilanleg að þjóð-
arrétti og Vestur-Þjóðverjar hafa
hingað til neitað að viðurkenna 50
mflna lögsöguna? Er það atferli
þeirra að virða að vettugi framan-
greind samningsákvæði ekki víta-
laust vegna þessa?
Þessari spurningu verður að
svara afdráttarlaust neitandi.
Jafnvel þótt vestur-þýzk stjórn-
völd hafi neitað að víðurkenna 50
mílna lögsöguna og telji töku tog-
arans algjörlega ólöglega veitir
það þeim engan rétt til að brjóta
skýlaus ákvæði bæði alþjóðlegra
og gagnkvæmra viðskiptasamn-
inga, sem þeir eru aðilar að. I
samningunum sjálfum er tæm-
andi um það fjallað, af hvaða or-
sökum samningsaðilar geti gripið
til ákveðinna verndar- eða refsi-
aðgjörða gagnvart öðrum samn-
ingsaðilum. Deilur um mörk fisk-
veiðilögsögunnar eru hvergi
meðal þeirra atriða og þvi alveg
fráleitt, að slík deila geti löghelg-
að samningsbrot á vettvangi al-
þjóðlegra viðskiptasamninga.
Deilur um landhelgismál verður
að sækja á öðrum vettvangi."
Hvað gerum við?
Að sjálfsögðu eru viðbrögð
Vestur-Þjóðverja óverjandi með
öllu, enda ganga þeir skrefi
lengra en Bretar gerðu, þegar
löndunarbannið var þar i landi.
Þá voru það verkalýðssambönd,
sem að þvi stóðu, en ekki ríkis-
valdið. Hins vegar hafa vestur-
þýzk stjórnvöld nú beinlínis tekið
á sig ábyrgð á þessum aðgerðum.
Það er þeim til vansæmdar.
En nú spyrja menn hér á landi,
getum við ekki látið hart mæta
hörðu? Einn leggur til, að við
hættum viðskiptum við Vestur-
Þjóðverja, annar að við krefjum
Bandarlkjamenn um tolla af inn-
flutningi til varnarliðsins, þar
sem Vestur-Þýzkaland sé NATO-
þjóð, þriðji að við leggjum sér-
stakt gjald á innfluttar vörur frá
Vestur-Þýzkalandi o.s.frv. o.s.frv.
Öll eru þessi sjónarmið þess
verð, að um þau sé fjallað, og
vissulega er ofur skiljanlegt, að
mönnum detti eitthvað slíkt I hug,
ekki sízt þegar tilfinningar eru
særðar vegna óréttmætra aðgerða
I okkar garð. En alltaf er nú betra
að láta skynsemina ráða en skaps-
munina, og hvað er þá skynsam-
legast, að við íslendingar gerum?
Um það má sjálfsagt deila, eins
og um svo margt annað, en ekki er
úr vegi að velta þvl fyrir sér,
hvort skynsamlegast sé ekki ein-
mitt að gera ekki neitt. Við vitum,
að við höfum réttinn okkar
megin, og hví skyldum við þá vera
að fjargviðrast. Tjónið vegna
löndunarbannsins I Vestur-
Þýzkalandi er ekki þess eðlis, að
við getum ekki borið það. Og
erum við ekki stærstir, þegar við
látum aðgerðir Vestur-Þjóðverja
sem vind um eyrun þjóta. Þær
eru þeim til minnkunar en ekki
okkur. Við höldum okkar striki,
þó að smá vindsveipur berist aust-
ur um h^fið frá Þjóðverjum.
Eigum við ekki fremur að brosa i
kampinn en gnísta tönnum?
Fjandskapur og átök milli þjóða
verða oft með þeim hætti, að smá-
vægileg misklíð rís, síðan æsir
hver annan upp, þar til fullur