Morgunblaðið - 12.01.1975, Page 23

Morgunblaðið - 12.01.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 23 Hvað gerðist markverðast i fréttunum á árinu 1974? Þannig spyrja blöðin gjarnan um áramót. Margir fara þá í huganum að leita að þeim atburðum, sem hæst bar. Af nógu er að taka á árinu 1974, sem skilur eftir keim af rudda- mennsku, eða dramatiskum at- vikum og óvæntum viðburðum. Sem fréttaframleiðandi hefur árið liklega verið eitthvað svipað kvik- myndastjóranum Hitchcock, sem spurður var af tollverði hvað það væri sem hann framleiddi og hann svaraði: Aðallega gæsahúð! Úr- lausn þeirra. sem leita viðeigandi svara við svona áramótaspurning- um, verður auðvitað nokkuð ein- hæf. En að fáum greinilega mark- andi fréttum ársins undanskildum, er fjöldi viðburða, sem hver og einn hefur hlustað á umfram aðra og fest þá betur i minni. Ef maður reynir að greina hvað það er, sem gripur mann mest í heimsfréttunum, þá kemur þar til öll manns eigin tilvera og reynsla fram að þeim tima. Oft er það nálægð manns við staðinn i tima og rúmi. Slysin á Norðfirði hljóta þvi að standa okkur íslendingum nærri, svonýafstaðinsem þau eru, nálæg okkur á þessum hólma okkar og hörmuleg. Sem betur fer er maðurinn þó svo makalaust vel úr garði gerður að allt dofnar, jafnvel mestu sárindi, með tima og fjarlægð. Sjálf hefi ég veitt þvi athygli, að ég hlusta öðruvisi á fréttir frá þeim stöðum, sem ég hef i komið á og upplifað. Þetta var mjög áber- andi siðustu vikur nýliðins árs og varð eiginlega kveikjan að þessum gárum. I hverjum fréttatíma beið ég t.d. eftir nýjum fréttum af felli- bylnum, sem gekk yfir bæinn Darwin i Ástraliu, og afleiðingum hans, þegar tugir þúsunda manna urðu heimilislausir og margir fórust i flóðum. En flóðin i Pakist- an, þar sem 6000 manns dóu — jú, það var voðalegt, en snerti ekki persónulega. Til Darwin hafði ég komið og vissi því hve flatlent það er, hitinn mikill og mengunar- hættan. Jafnvel siðasttalda atriðið varð mér raunverulegra, af þvi að við höfðum orðið að ganga yfir bakka með sótthreinsandi efnum úr flugvélinni sem sprautað var í skordýraeitri, af ótta heimamanna við að með okkur kynnu að berast sóttkveikjuberandi skordýr frá Singapore. Og þar sem nú voru jól, varð mér hugsað til gamals Norðmanns, á flugvellinum i Darwin, sem kvaðst kunna ákaf- lega vel við sig i þessu notalega hitabeltisloftslagi, nema á jólum, þá vaknaði heimþráin til Noregs. í slikri bliðu og hita væri ekki hægt að halda jól. Sem sagt ég fann á vissan hátt persónulega til með ibúunum i Darwin af þvi einu að hafa komið þar og hitt fáa þeirra. Frá Pakistan voru þetta meira töl- ur um óskaplegar hörmungar — þó mannfall væri margfalt meira þar. Oftar á nýliðnu ári kom svipað fyrir. Þegar hermdarverkamenn tóku flugvél og héldu gislum i henni á flugvellinum i Dubai við Persaflóa, virtist ég skynja frétt- ina á annan hátt en þeir, sem voru i kring um mig, af þvi einu að ég hafði komið þangað. þó ég að visu hefði aldrei heyrt staðinn nefndan fyrr en Cargolux-flugvélin okkar dembdi sér þar niður á sinum tima. En nú var ég færari um að setja mig i spor gislanna, fann þennan ægilega hita, sem þarna er, svo maður flýtir sér úr flugvél- inni og inn i kælda flugstöðina. Að vera i blikkdós undir brennandi hitabeltissól þar sem endalaus hvítur sandurinn endurkastar geislunum með óþægilegum blind andi glampa, það hlýtur að vera ægilegt — hvað þá ef staðið er yfir manni með byssu. Þessa ógn var ég fær um að skynja sterkar en önnur slik atvik i fréttunum, af þvi ég þekkti umhverfið. Ef þetta er svo útfært á víðara svið, þá á maður oft erfitt með að skilja af hverju sumir atburðir ná eyrum fréttaflytjenda og frétta- hlustenda. Ég man t.d. eftir þvi, þegar 20 þúsund egypskir her- menn, sem ísraelsmenn höfðu lokað i gildru, voru um langan tima aðal áhyggjuefni framá- manna um heim allan og dag eftir dag i öllum heimsfréttum, meðan 50—100 þúsund Eþiópiumenn voru að deyja úr hungri i námunda við þetta landsvæði, án þess að nokkur væri farinn að veita þvi athygli eða láta sig það varða. Það vakti ekki athygli fyrr en löngu seinna. Og hvernig er með Viet Nam? Það var i hverjum fréttum fjölmiðla hér á landi í mörg ár meðan Bandaríkjamenn tóku þátt i bardögum þar. Enn er þarna bar- ist af sömu grimmd. En okkur virðist ekki varða mikið um það nú og sækjumst ekki eftir mynd- um af þeim hörmungum. Svona er nú manneskjan sérlunduð og ófullkomin i fræðsluleit sinni — og reikna ég þá með að ég sé svona miðlungseintak af mann- eskju. Svo við snúum okkur að árinu, sem er að byrja, þá á það sjálfsagt eftir að flytja okkur mikið af frétt- um um jafnrétti kvenna og karla til lifsins gæða i öllum heimshorn- um, þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kosið að gera það að svo- nefndu kvennaári. Fyrir mér byrjaði það þannig, að þegar ég i morgun var á leiðinni á fund með nokkrum konum til undirbúnings blaðaefni um kvennaárið, breytt- ist billinn minn allt í einu i eitt- hvað sem liktist gufuvagni með dampinn uppi. Nú voru góð ráð dýr, i orðsins fyllstu merkingu, þvi ég varð að viðurkenna að þeir timar koma að karlmannshjálpar er þörf. Þannig fór fyrsta viðbragð mitt við kvennaári. En það minnti bara á, að ekki má gleyma bilnum, þegar farið er að ræða um nauð- syn þess að skipta verkefnum heimilisins og hins daglega amst- urs jafnt milli karla og kvenna í sameiginlegum búskap. Umhugsunin um bilinn, viðgerðir á honum, skoðun, tryggingar o.s.frv. hlýtur að vera á við nokk- urt magn af uppþvotti. Mér finnst hann a.m.k. töluverð ábót, við íbúðarþrif, matargerð, þvotta o.s.frv. Ýmislegt fleira utanhúss tekur lika meiri tima og umhugsun en húsmæður, sem sleppa við slikt, gera sér oft Ijóst, svo sem vixlar, reikningar og þess háttar. Allt þetta verður auðvitað að koma með i púliuna með ryksugi, matargerð, barnastússi og fleira, þegar skipta á upp verkefnunum. Jæja, þar féll ég í aðra gryfju i byrjun kvennaárs — er farin að verja karlmennina. Annars kemur ýmislegt fram i dagsljósið, þegar farið er að lita á hefðbundna verkaskiptingu karla og kvenna og ekki siður hefðbund- inn hugsunarhátt varðandi lifnaðarhætti okkar yfirleitt. Við teljum t.d. tvo fjölskyldu, en ekki einn. Og það þykir gjarna eðlilegt að fjölskylda þurfi ibúð en ekki einn, tveir þurfi baðherbergi en ekki einn, tveir þurfi eldhús til að elda matinn sinn en ekki einn, tveir þurfi setustofu en ekki einn, tveir þurfi borðstofu en ekki einn o.s.frv. Þetta kemur m.a. fram í þvi, að svo dýrt þykir að koma upp húsbúnaði og áhöldum til heimilis- nota þegar tveir einstaklingar gifta sig, að þeirfá skattaafslátt af þeim sökum, en ekki reiknað með að einstaklingur þurfi að koma slíku upp. Að hefðbundnum hugs- unarhætti virðist líka erfiðara að elda mat handa tveimur en einum, og mun meira verk að búa um hjónarún en rúm sem einn sefur i. Að halda heimili fyrir tvo þykir gjarnan mesta erfiði, þar sem lítið verk sé að gera það sama fyrir eina manneskju. Þar dregur þó bara einn i bú, borgar rafmagnið, hitann, simann, sjónvarp og út- varp o.s.frv. og gerir allt það, sem i einhverjum mæli hlýtur að skipt- ast á tvo á heimili fyrir tvo. Sá sem einn er, tekur ibúðina, bilinn, viðskipti öll, sér um móttöku gesta og veitingar fyrir þá o.s.frv. j rauninni væri gagnlegt á jafn- réttisári að gera upp, þó ekki sé nema nug sinn um allt daglegt amstur og bardús til að lifa lifinu og stokka svolitið upp viðhorfin til þess. fjandskapur hlýzt af — oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Við högn- umst ekkert á því að leitast við að beita sömu brögðum og stjórnvöld í Vestur-Þýzkalandi. Við höfum haft góð viðskipti við Þjóðverja og þurfum að halda þeim áfram, m.a. eru flestar fiskvinnsluvélar þýzkar og þaðan þurfum við vara- hluti. Auðvitað gætum við bjarg- ast án þeirra. En hvers vegna skyldurn við skaða okkur sjálfa vegna barnaskapar Þjóðverja? Svona má lengi spyrja, og liklega er rétta svarið við spurningunni: Við erum nógu stórir til að gera ekki neitt. Sigur og samkomulag I þessu deilumáli er sigurinn líka okkar, ef við ekki misstígum okkur. Fiskveióilögsagan verður færð út í 200 mílur á þessu ári, og um áramótin gat Geir Hallgríms- son forsætisráðherra þess, að skynsamlegast væri að gera það áður en samkomulagið við Breta rennur út 13. nóvember n.k. og nefndi þar til tímabilið frá 17. júní til 1. október. Vissulega væri ánægjulegast að stiga þetta loka- skref okkar í landhelgismálum á þjóðhátíðardaginn, en það skiptir þó ekki meginmáli, heldur hitt, að útfærslan frestist ekki r fram yfir mitt ár. En þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin um útfærslu- daginn, er ekkert að vanbúnaði að setjast að samningaborði við Vest- ur-Þ'óðverja, þrátt fyrir frum- hlaup þeirra. Samningar yrðu þá gerðir á grundvelli þeirra ákvarð- ana, sem teknar hefðu verið um útfærsluna i 200 mílur, og þeir myndu gilda til sama tíma og bresKU samningarnir, þ.e.a.s. til 13. nóvember á þessu ári. Siðmenntaðar þjóðir eiga vissu- lega að leitast við að setja niður deilur sinar við samningaborð, og við skulum minnast þess, að allt frá því að Þýzkaland tók að rétta við eftir hörmungar heimsstyrj- aldarinnar hafa Vestur- Þjóðverjar sýnt okkur marghátt- aða vináttu, og er það mál þeirra stjórnmálamanna og embættis- manna, sem þurft hafa að gæta hagsmuna íslands á meginlandi Evrópu, að Vestur-Þjóðverjar hafi oftast verið okkur vinsamleg- astir, ásamt Norðurlandaþjóð- unum. Þeir hafa nú að visu látið skapið hlaupa með sig i gönur, en við Islendingar erum ekki vanir þvi að erfa slíkt lengi — og allra sizt, þegar slikar aðfarir skaða þann, sem þeim beitir, en okkur ekki svo að orð sé á gerandi. Löndunarbannið sem slíkt veldur okkur ekki verulegu tjóni. Hitt er verra, að viðskiptasamkomulagið við Efnahagsbandalagið skuli ekki taka gildi, en einnig það er ekki þannig vaxið, að við fórnum neinu varðandi fiskveiðitakmörk- in til þess að öðlast þau réttindi, sem um hefur verið samið, en ekki hafa gengið í gildi. Hins vegar viljum við frið vió allar þjóðir og munum því standa með framrétta hönd, hvenær sem Vestur-Þjóðverjum þóknast við okkur að ræða. Uggur um allan heim Þegar stjórnmálamenn og sér- fræðingar í efnahagsmálum V' unn o->iíirnar nú um ára- mót, gætti hvarvetna mikils uggs. Oliukreppan svonefnda hefur leikið iðnaðarþjóðirnar mjög hart. Verðbólgan hefur verið geigvænleg, atvinnuleysi fer vax- andi, og óstöðugleiki efnahags- og fjármála er með þeim hætti, að margvíslegum áhyggjum hlýtur að valda. Flestar þjóðir gera nú ráð fyrir verulegri kjaraskerð- ingu landsmanna allra, gagnstætt þeim stöðugu kjarabótum og framleiðsluaukningu, sem ein- kennt hefur siðustu áratugi. Efnahagsmálin eru ógnþrungin, og enn bryddir ekki á þvi, að þjóðirnar fái við þau ráðið, þótt margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til að ná alþjóðlegu sam- komulagi til að reyna að stemma stigu við voðanum. I næsta nágrenni við okkur ís- lendinga hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í efnahags- og at- vinnumálum, t.d. í Danmörku og á Bretlandseyjum, þar sem at- vinnuleysi er orðið meira en nokkurn gat órað fyrir, og halla- rekstur gagnvart útlöndum er með þeim hætti, að róttækar ráð- stafanir verður að gera af stjórn- valda hálfu, hvort sem við völdin eru hægrisinnar eða vinstrisinn- aðar stjórnir. Að sjálfsögðu segir þessi þróun mála til sín hér á landi, því að við hvorki getum né viljum einangra okkur frá öðrum þjóðum. En á íslandi bætist það við, að verð- bólgan hefur verið hér þrisvar til fimm sinnum meiri en í ná- grannalöndunum, greiðsluhalli gagnvart útlöndum gifurlegur og verðlækkanir á útflutningsaf- urðum mörgum hverjum þriðj- ungur til helmingur. Það er því vissulega ástæða til þess, að við gerum upp dæmið hjá okkur ekki síður en nágrannarnir, enda hefur það verið gert nú um ára- mótin af forystumönnum i stjórn- málum og allir þeir, sem hafa látið til sín heyra — að kommún- istum auðvitað undanskildum — hafa lýst áhyggjum sínum og bent á að enginn grundvöllur væri nú til kjarauoia. Þvert á móti hlyti þjóðin i heild að verða að axla þær byrðar, sem aðstí Jurnar hafa á hana lagt. Engin verkföll Menn spyrja nú hver annan, verða verkföll, og vissulega hrýs flestum hugur við því, ef til slíkr- ar ógæfu mundi draga. Engir hafa að vísu enn hótað verkföllum, að þvi undanskildu að Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannasam- bandsins, hafði í hótunum í sjón- varpsviðtali nýlega, enda hefur hann af því atvinnu að standa í kjaradeilum og virðist ekki hafa af því miklar áhyggjur, þótt at- vinnuvegir þjóðarinnar yrðu stöðvaðir og fólkinu varpað út í hörmungar kjaraskerðingar og at- vinnuleysis. En hvað sem því líður, þá er öllum það ljóst, sem á annað borð hafa opin augun, að enginn grundvöllur er nú fyrir kjarabót- um, því miður. Þvert á móti þurfa menn að reyna að sameinast um að tryggja þau kjör, sem þjóðin nú býr við, treysta efnahagslífið að nýju og sækja siðan fram til nýrrar uppbyggingar og batnandi kjara. Fyrsta verk rikisstjórnar Geirs Hallgrímssonar var að reyna að tryggja láglaunafólk sem bezt fyrir kjararýrnun, sem óhjá- kvæmileg var, og forsætisráð- herrann og ríkisstjórnin öll mun leggja sig í framkróka um það að tryggja sem bezt atvinnu og kjör láglaunafólks. Vissulega ættu allir að geta verið sammála þeirri stefnu, enda er vonin um vinnu- frið byggð á þvi, að kjarabætur náist án verkfalla, strax þegar betur árar, en ekki verði nú verk- föll án kjarabóta, verkföll sem þýða kjaraskerðingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.