Morgunblaðið - 12.01.1975, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
sígíldar sögur
Hugmyndir hef ég nægar — en
skortir þrek til að viiuia úr jjeim
— segir brezka tónskáldið
Benjamin Britten, sem nú sinnir
tónsmíðum að nýju eftir
hjartaáföll og skurðaðgerð
BREZKA tónskáldið Bcnjamin
Britten, sem marga aðdáendur
á meðal Islendinga, hefur að
undanförnu átt við vanheilsu
að strfða. Meðal landa hans
hafa um nokkurt skeið verið
uppi allskonar getgátur um
ástand hans og hvað að honum
gengi og orðrómur um, að hann
yrði ekki framar fær um að
sinna tónsmíðum. Nýlega heim-
sótti blaðamaður Frá The
Times f London, Alan Blyth,
Britten að heimili hans f Alde-
burgh og komst að raun um, að
hann er á stöðugum batavegi og
tekinn til við skriftir að nýju.
I frásögn Blyths af heimsókn-
inni kemur fram, að Britten fór
fyrsta að kenna hjartveiki að
ráði meðan hann var að skrifa
óperuna Dauði í Feneyjum,
sem sýnd hefur verið bæði i
Evrópu og Bandaríkjunum við
miklar vinsældir. Þá þegar varð
ljóst að taka yrði sjúkdóminn
föstum tökum og láta skipta um
hjartaloka, sem hafði látið sig,
en Britten vildi umfram allt
ljúka við óperuna svo að að-
gerðin dróst. Þegar hún svo var
gerð, vildi ekki betur til en svo,
að hann fékk vægt slag og
lamaðist að nokkru. Hins vegar
hefur hann náð sér aftur það
vel, að hann getur fengizt við
tónsmíðar stutta stund í senn,
þó hann þreytist býsna fljótt,
og farið á tónleika öðru hverju.
Britten segir meðal annars
um þá ákvörðun sína, að láta
óperuna ganga fyrir læknisað-
gerð: „Ég vildi umfram allt
ljúka við þetta verk, áður en
nokkuð kæmi fyrir mig. Bæði
vegna þess, að hlutverkið, sem
Peter átti að fara með (hann á
hér við hinn heimsfræga tenór-
söngvara Peter Pears, náin vin
sinn um langt ára bil, sem hef-
ur flutt mikið af tónlist hans),
verður kannski eitt síðasta
stóra hlutverk hans í óperu og
vegna þess, að þetta var verk,
sem ég hafði hugsað um mjög
lengi og einu sinni áður frestað
að ljúka því. Ég varð því að
halda því áfram til enda, en að
svo búnu gat ég gengið l.ækn-
unum á hönd.
Þessi mynd af Benjamin
Britten var tekin að heimili
hans í Aldeburgh skömmu
fyrir áramótin.
„Ég var alveg undir það
búinn að gangast undir aðgerð,
því að mér leið oft mjög illa. En
vinnan er undarlegt fyrirbrigði
— meðan ég var niðursokkinn í
óperuna átti ég góða daga og
nánast gleymdi ástandi mínu,
þó leið mér oft afleitlega — ég
gat til dæmis ekki gengið upp
stiga án þess að nema staðar og
hvíla mig á miðri leið. Það er
auðvitað afar þreytandi að
vinna handrit að svo stóru
verki sem þessari óperu“.
Enn angra Britten dálítið
óþægindi í hægri handlegg og
fótlegg — ekki ósvipuð stöðug-
um náladofa — en hann sættir
sig við þau:
„Um hríð eftir uppskurðinn
gat ég ekkert skrifað vegna
þess að ég hafði enga trú á
hugmyndamati mínu. En hún
kom skyndilega aftur fyrir um
það bil fimm mánuðum og nú
eru tónsmíðar orðnar mér sem
heilsulind. Mér finnst ég aftur
til einhvers gagns.“
Blyth hefur eftir lækni Britt-
ens, að hann verði sennilega
ekki framar fær um að stjórna
flutningi verka sinna og það
hafi tekið talsvert á hann að
gera sér ljóst og sætta sig við,
að hann gæti ekki náð fullum
kröftum aftur. „Honum fannst
hann hafa misst allt, sem skipti
hann mestu máli, en nú hefur
hann aftur fundið tilgang í lífi
sínu.“
Næsta sumar er fyrirhugað
að flytja fyrstu tónsmíðarnar,
sem Britten lætur frá sér fara
eftir veikindin, það er lof-
söngurinn „The Death og St.
Narcissues" við ljóð eftir T. S.
Eliot og frumflutt af Peter
Pears og Osian Ellis.
Britten kveðst hafa lesið
mikið meðan hann var rúmfast-
ur, — af músik Ias hann helzt
sinfóníur Haydns, af ljóðum
aðailega Eliot: „Ég skil ekki öll
ljóð hans en þau heilla mig,
meðal annars hin skýra og
örugga málsmeðferð hans,“
segir hann.
Þá upplýsir Britten að hann
vinni að endurskoðun við „Paul
Bunyan", sem hann samdi árið
1941 í samvinnu við W. H.
Auden. Það þurfti nauðsynlega
að endurskoða hana segir hann,
fella úr henni og endurbæta
ýmis atriði og útgefandi minn
Donald Mitchell hvatti mig til
að láta verða af því núna.“
„Ég hef einnig verið að skoða
strengjakvartett, sem ég samdi
árið 1931, heldur Britten áfram
— og þessar endurskoðanir
fyrri verka hafa komið mér
talsvert á skrið við tónsmíðar."
„Eg hef alls ekki haft mitt
gamla sjálfstraust að undan-
förnu. Til dæmis felldi ég tvö
atriði úr óperunni Dauði í Fen-
eyjum — sem ég hef aðeins séð
tvisvar, á Govent Garden og hér
í Aldeburgh, en svo bætti ég
þeim aftur inn i fyrir uppfærsl-
una I New York. Ég vil geta
þess, að vinsældir óperunnar —
og þá ekki siður velgengni
Peters í hlutverki sínu — hafa
orðið mér til mikillar gleði."
Loks segist Britten vera að
bæta við þjóðlagaverk sitt
Hankin Booby, sem er samið
fyrir blásarasveit. Hefur hann
gert úr þvi svítu, byggða á þjóð-
söngvum. „Hugmyndir hef ég
nægar, en mig skortir þrek til
að vinna úr þeim,“ segir
Britten, það kemur út á mér
svita að skrifa þö ekki sé nema
tvo, þrjá takta og það er mér
sérstök líkamleg áreynsla að
skrifa fyrir efstu raddirnar þar
sem ég nota stóra hljómsveit —
því hættir mér til að sleppa
Framhald á bls. 33