Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 aó sinni virðist séð fyrir endann á því. Flest aðildarlönd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins áttu nú fyrir höndum langvarandi viðskipta- halla, þar sem milljarðar sögðust út úr peningakerfinu i sjóði hinna nýju orkuvaldhafa heimsins. Lánastarfsemi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fékk alveg nýja vídd. Það var ekki lengur aðeins um að ræða nokkurskonar miðlunar- starfsemi milli misauðugra landa; það var um að ræða að bjarga oliuinnflutningslöndum, bæði iðnaðar- og þróunarríkjum frá öngþveiti og rfkisgjaldþroti. Sú verðhækkun á olíu og flestum öðrum hráefnum, sem fylgdi i kjölfar hinna óttalegu atburða í október 1973, varpaði þó skugga á Hin breyttu viðhorf í al- þjóða gjaldeyrismálum byggðar á „spám sérfræðinga". Það vekur t.d. ýmsar spurningar, hvort halli iðnvæddu ríkjanna geti ekki orðið minni vegna minnkaðrar framleiðslu en hærra verðs. Það eitt er óyggjandi að öll olíu- innflutningslönd, bæði iðnþróuð og vanþróuð, mega reikna með verulegum greiðsluhalla mörg næstu ár. Það er þó líklegt að Bandaríkin og Vestur-Þýzkaiand Horfin sjónarmið A undanförnum árum hefur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og hin 126 aðildarríki hans — árangurs- litið að heita má — reynt að finna leiðir til útbóta á gjaldeyrismál- um heimsins, endurhæfa eða end- urnýja þá skipan þessara mála, sem i gildi hefur verió síðan sjóð- urinn var stofnaður í Bretton Woods 1944. Hlutverksjóðsins var i uppháfi þriþætt: 1 fyrsta lagi að tryggja stöðugt gengi gjaldmiðla aðildarþjóð- anna. 1 dag er þó hægt að slá því föstu, að allir helztu gjaldmiðlar heims „fljóta", þó með þeirri örvæntingarkenndu undan- tekningu innan Efnahagsbanda- lags Evrópu sem kallast „slang- an“. Annað helzta verkefnið skyldi verða að skapa og viðhalda sem frjálsustum skiptum milli gjald- miðla aðildarþjóða sjóðsins. Eign í t.d. norskum krónum átti þannig — i orði — jafnan að vera kræf í þýzkum mörkum o.s.frv. Innri reglur einstakra ríkja gátu vitan- lega hindrað þessa framkvæmd, en að þessu var stefnt. Árum sam- an eftir strið var það líka helzta verkefni sjóðsins að styrkja aðra gjaldmiðla en doilarann. En hann var sem kunnugt er mjög eftir- sóttur uppbyggingarárin eftir stríðið og lengi frameftir. Það var skortur á dollar vegna hinna geysilegu yfirburða banda- rísks efnahagslífs. Auk þess var dollar eini gjaldmiðillinn, sem hægt var að innleysa fyrir gull. Hann virtist alveg ósnertanlegur og á þessari vonarblekkingu byggðu þjóðirnar nær allt gjald- eyriskerfi heimsins. En það fór að kvarnast úr þess- um pýramída, þegar við- skiptajöfnuður Bandaríkja Norð- ur Ameríku varð óhagstæðari og torgæti dollars minnkaði að sama skapi. Lengi vel héldu Banda- rikjamenn fast við þá stefnu að Evrópumenn og aðrir gætu, ef þeim þætti miður að safna dollur- um í kjallara banka sinna, bara hækkað gengi gjaldmiðla sinna. Þannig yrði dollar ódýrari og út- flutningur Bandarikjanna jafn- framt samkeppnishæfari á al- þjóðamarkaði. Bandarikjamenn neituðu að rýra gengi dollars með því að minnka guilgildi hans. Þegar tímar liðu varð þó ekki hjá því komist og á siðustu árum hefur gengi hans lækkað veru- lega. Og þegar dollar var ekki lengur innleysanlegur fyrir gull, var stoðum í raun alveg kippt undan samningunum í Bretton Woods. Þriðja aðal verkefni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins var eðlileg af- leiðing tveggja hinna fyrri: Skuldbindingar aðildarrikjanna að halda gengi gjaldmiðla sinna stöðugu og ábyrgð þeirra að skipta miðlum hinna aðildarþjóð- anna gátu orsakað erfiðleika fyrir land, sem hafði halla á viðskipta- jöfnuði sínum. Því varð sjóðurinn að geta aðstoðað viðkomandi riki i tímabundnum erfiðleikum með lánafyrirgreiðslu. Slik lán voru að nokkru leyti sjálfvirk, þ.e. skuldari gat notað kvóta sinn hjá sjóðnum, útbúinn eftir sérstökum reglum. Og við sérstök skilyrði fengið aukna fyr- irgreiðslu. Þessi lánastarfsemi hlaut að byggja á þeirri forsendu, að í heild væri jafnvægi innan aðildarrikja sjóðsins. Greiðsluaf- gangur i nokkrum löndum væri mótvægi halla hjá öðrum og þegar til lengdar léti væri hvert ein- stakt land í jafnvægi. Olíufurstarnir. Þegar Arabar hleyptu oliu- kreppunni af stokkunum hrundi þetta kerfi nær til grunna. Fyrst í stað snerist olíukreppan aðallega um afhendingu vörunnar, en fljótlega breyttist þetta í hið harkalega verðhækkanastrið, þótt allar ráðgerðar umbótatilraunir á gjaldeyrismálasviðinu. Fyrir vestræn iðnaðarriki var þetta eindregin áskorun um að standa nú saman um mótun sam- eiginlegrar utanríkis- og orku- málastefnu. Og starfa saman að lausn allra þeirra f jölmörgu vand- kvæða sem höfðu mikil áhrif á efnahagsmál þeirra og gjaldeyris- mál — auk dramatiskra áhrifa á kaupgetu og hag hvers einstak- lings í nær öllum löndum heims. Fyrstu viðbrögðin voru ekki beint uppörvandi. Hvert land bjargaði sér sem það bezt gat, jafnvel á kostnað aldagamalla vinaþjóða. Samstarf Evrópurikja og Bandaríkja Norður Ameríku versnaði um allan helming. Raunverulegar afleiðingar orkukreppunnar og tengd áhrif fyrir efnahagslif heimsins eru geigvænlegar og greinilegt að enn muni dragast langan tíma að koma á raunhæfum endurbótum á gjaldeyrismálasviðinu. Áður en olíukreppan reið yfir, var greiðsluafgangur velferðariog iðnaðarrikjanna svokölluðu i heild árlega um 12 milljarðar dollara. Halli svokallaðra þróunarríkja nam sömu 12 milljörðum. Þessi upphæð var yf- irfærð til þessara landa, fyrst og fremst með fjárfestingu og einnig í formi stórfelldrar fjárhagsað- stoðar, lána og framlaga, sem flest lönd hins iðnvædda heims hafa tekið aukinn þátt í. En nú hafa mikil hvörf orðið. Iðnvæddu rikin gera í ár ráð fyrir 35 milljarða dollara greiðsluhalla — eða jafnvel enn hærri upphæð. Þau þróunarríki, sem ekki njóta blessunar olíunnar, mega reikna með 20 milljarða dollara halla. Á hinn bóginn er greiðsluafgangur olíuframleiðsluríkjanna áætlaður 65 milljarðar dollara 1974, en var 7 milljarðar árið 1973. Þessar tölur eru auðvitaó ekki óskeikular. En þær eru þó Vitrir menn hafa árum saman setið á rökstólum og velt vöngum yfir gjaldeyrisvandamálum heimsins. verði nokkuð nærri jöfnuði á þessu tímabili. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðist strax talsmaður þeirrar stefnu, að hin bágstöddu riki ættu ekki að gripa til þeirra venjulegu varnaraðgerða sem gert er, þegar gjaldeyrisvandkvæði steðja að. Eitt vinsælasta lyfið er gengis- iækkun; sem stuðlar að þvi að styrkja samkeppnishæfni og að- stöðu framleiðsluatvinnuvega þjóðar gagnvart öðrum rikjum. Það er þó ekki sérlega raunhæf aðgerð fyrir gjaldmiðla þeirra sem láta gjaldmiðil sinn „fljóta." Fljótandi gjaldmiðill er i raun það að gildið á alþjóðlegum peningamarkaðiræðst af framboði og eftirspurn. Samt eru enn nokkrir gjaldmiðlar sem halda Áhrif olíufurstanna saman i nokkurnveginn föstu samstarfi og ennfremur er alls ekki hægt að segja að hinir fljót- andi gjaldmiðlar séu alveg undir- orpnir veðri og vindum á alþjóð- legum peningamarkaði. Sjóðurinn hefur líka varað við þvi, að oliuinnflutningsrikin bindist samtökum um að lækka gengið gagnvart gjaldmiðlum olíuframleiðslulandanna. Þegar þannig yrði hækkun á gengi þeirra miðla, yrði viðkomandi löndum aftur erfiðara um vik að byggja upp og setja á stofn annan lifvænlegan atvinnurekstur og arðbæra framleiðslu en oliu- vinnsluna. Margir hafa I huga, að búast má við að um síðir þrjóti lindir olíunnar i löndum þessum. Ekki hvað sizt hefur Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn beint því til aðildarríkja sinna að reyna eins og unnt er að forðast að hrípa til hefðbundinna ráðstafana með innflutningshömlum, tollum, geymslufjárbindingum, inn- flutningskvótum o.fl. Og enn- fremur að reyna aó forðast að herða neyzluólina ínnanlands i viðkomandi ríkjum. Hvort tveggja er smitandi og af- leiðingarnar myndu aðeins verða eitt skrefið enn í átt til þeirrar efanhagslegu heimskreppu, sem undanfarið hefur þótt leynast á næsta leiti. Amerískur bíll Mustang, Camaro, Pontiack ekki eldri en 1969, skipti á Cortinu árg. 71 1600. Staðgreiðsla á milligjöf kemur til greina. Tilboð er greini verð, greiðsluskilmála, árgerð, vélastærð, lit og ástand sendist Mbl. fyrir mánaðarmót merkt „Skípti 7334". A.F.B. félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum. Skrifstofan að Kirkjutorgi 4 verður framvegis opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1 6 — 1 8. Stjórnin. Grindavík efri Til sölu 4ra herb. íbúð, Víkurbraut 38, hæð. Er laus strax. Einnig raðhús, fokhelt. Tilbúið til afhendingar strax. Uppl. í síma 92-8294 milli kl. 1 og 5. Utboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í eftirtalda verk- hluta fyrir spennistöðina Korpu: Steinsteyptar undirstöður og strengjastokka úti- virkis. Undirstöður og kjallaragólf rofa- og stjórnstöðvar. Jöfnun lóðar og vegarlagningu. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Landsvirkj- unar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með mánudegi 13. janúar 1975 og kosta kr. 1.000.- hvert eintak. Frestur til að skila tilboðum er til 14. febrúar 1975. Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.