Morgunblaðið - 12.01.1975, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
Y/^K
(/°7/0<ar>
Draumar og spádómar
Kaflar úr
Laxdælu
fyrir að skiljast. Gengur nú Kjartan í brott og til
konungs, sagði konungi, að hann er þá búinn til
ferðar sinnar. Ólafur konungur leiddi þá Kjartan til
skips og fjöldi manns með honum, og er þeir komu
þar, sem skipið flaut, þá tók konungur til orða: „Hér
er sverð, Kjartan, er þú skalt þiggja af mér að
skilnaði okkar; láttu þér vopn þetta fylgjusamt vera,
því að ég vænti þess, að þú verðir eigi vopnbitinn
maður, ef þú ber þetta sverð.“ Kjartan þakkaði
konungi með fögrum orðum alla þá sæmd og virðing,
er hann hafði honum veitt, meðan hann hafði verið í
Noregi. Eftir það skilja þeir konungur og Kjartan
með miklum kærleik. Gengur þá Kjartan út á skip.
Konungur leit eftir honum og mælti: „Mikið er að
Kjartani kveðið og kyni hans, og mun óhægt vera að
gera að forlögum þeirra."
(Laxdæla, kap. 41—43).
Kvonfang Kjartans
Þann vetur eftir jól býst Kjartan heiman og þeir
tólf saman; ætluðu þeir norður til héraða. Ríða þeir
nú leið sína, þar til þeir koma í Víðidal norður í
Ásbjarnarnes og er þar tekið við Kjartani með hinni
mestu blíðu og alúð. Hallur sonur Guðmundar var þá
á tvítugsaldri. Hann líktist mjög í kyn þeirra Lax-
dæla. Tók hann Kjartan frænda sínum með mikilli
blíðu. Eru nú þegar leikar lagðir í Ásbjarnarnesi og
safnast víða til um héruð. Varð þar mikið fjölmenni.
Kálfur Ásgeirsson var þar kominn, og var einkar
kært með þeim Kjartani. Þar var og Hrefna systir
hans og hélt allmjög til skarts. Um daginn eftir var
þar skipt til leiks. Kjartan sat hjá leik og sá á.
Þuríður systir hans gekk til máls við hann og mælti
svo: „Það er mér sagt, frændi, að þú sért heldur
hljóður vetrarlangt; tala menn þar, að þér muni vera
eftirsjá að um Guðrúnu. Færa menn það til þess, að
enginn blíða verður á með ykkur Bolla, svo mikið
ástríki sem með ykkur hefur verið allar stundir. Ger
svo vel og hæfilega, að þú látir þér ekki að þessu
þykja og unn frænda þínum góðs ráðs. Þætti oss það
ráðlegast, að þú kvongaðist, eftir því sem þú mæltir í
fyrra sumar, þótt þér sé það eigi með öllu jafnræði
sem Hrefna er, því að þú mátt eigi það finna innan
lands. Ásgeir faðir hennar er göfugur maður og
stórættaður. Hann skortir og eigi fé að fríða þetta
ráð. Það er minn vilji, að þú takir tal við Hrefnu, og
væntir mig, að þér þyki þar fara vit eftir vænleik."
Kjartan tók vel undir þetta. Eftir þetta er komið
saman tali þeirra Hrefnu; tala þau um daginn. Um
kvöldið spurði Þuríður Kjartan, hversu honum hefði
virst orðtak Hrefnu. Hann lét vel yfir; kvaðst honum
hún þykja vera hin skörulegasta að öllu því, er hann
mátti sjá af. Um morguninn eftir voru menn sendir
til Ásgeirs og honum boðið í Ásbjarnarnes. Tókst nú
umræða um mál þeirra, og biður Kjartan nú Hrefnu,
Jólasyeinarnir
Jólin voru að koma og það var komin tilhlökkun í
jólasveinana þrettán. Grýla mamma þeirra var farin
að gera við fötin þeirra áður en þeir héldu til byggða.
Þegar 14 dagar voru til jóla voru þeir allir tilbúnir.
Nei, ekki allir, því að í gær stalst Kertasníkir út í
jólafötunum og reif gat á buxurnar. Það var eins
gott að hann átti að fara síðastur, svo að Grýla hafði
nógan tíma að gera við buxurnar hans. Og nú mátti
sá fyrsti halda af stað.
Jólasveinarnir fóru einn af öðrum og Leppalúði,
pabbi þeirra, dró sleðann þeirra fram að brúninni á
fjallinu. Þar settust þeir á sleðann með pokann sinn.
Síðan ýtti pabbi á sleðann, sem rann af stað á
fleygiferð. Grýla var búin að gera við buxurnar hans
Kertasníkis, en hann var líka eini jólasveinninn úr
Esjunni þetta árið, sem var með bót á rassinum. En
þarna lagði hann af stað og gömlu hjúin fóru heim og
hvíldu sig. Ekki veitti af því jólasveinarnir voru
óþægðarangar.
Jólasveinarnir komu til Reykjavíkur að kvöldi og
gátu farið að útbýta súkkulaði og lakkrís í skó
barnanna. En sá seinasti kom á aðfangadagskvöld og
þá var nú nóg að gera. Jólasveinarnir fóru að útbýta
gjöfum.
Þarna fór Gluggagægir heim að einu húsinu. Það
var stórt, rautt og gult hús, og þar áttu heima tveir
krakkar, sem hétu Kjartan og Margrét. Kjartan var
10 ára og Margrét 5 ára. Gluggagægir gægðist inn í
herbergin þeirra og sá að þau voru ósköp þæg að
hjálpa mömmu sinni að taka til. Svo fór Gluggagægir
að dyrunum og bankaði. Mamma barnanna kom til
dyra.
Jólasveinninn spurði hvað mörg börn ættu heima
þarna, og mamman svaraði, að börnin væru tvö. Og
svo spurði jólasveinninn hvort þau hefðu verið þæg
undanfarið. Mamma þeirra svaraði að þau hefðu
verið ágæt. Og þá fór jólasveinninn inn i stofu og
setti gjafirnar þar við jólatréð og fór síðan út og hélt
til næsta húss.
Þegar jólasveinarnir voru búnir að gefa allar
jólagjafirnar fóru þeir með kertin sín, sem þeir
höfðu haft með sér og sátu úti á túni hjá Háskólan-
um og hvíldu sig alla jólanóttina. Svo tíndust þeir af
stað heim til Grýlu og Leppalúða og fór sá seinasti á
þrettándanum. Síðan átti Grýla í basli með óþægðina
í þeim, og Leppalúði fékk blöðrur í lófana og gömlu
hjúin fá ekki hvíld aftur fyrr en þrettán dögum fyrir
næstu jól að jólasveinarnir leggja aftur af stað, og
Kertasníkir gerir vonandi ekki aftur um næstu jól
gat á buxurnar sínar.
Svanhildur Pálmadóttir, 13 ára.
FEROIIMAINIO
otgunkQÍfinu
Það kostaði
úlfínn lífíð
að koma í
ölstofuna
NORSKT blað skýrði frá þvf
nýlega, að norður f Finnmörku
hefði það gerst nú f vetur, að
úlfur hefðis ráðizt á hreindýr
og drepið eitt þeirra. Það er
Ijóst af frásögn blaðsins, að
úlfar eru fátfðir orðnir f Finn-
mörku. Biaðið rifjar f þessu
sambandi upp fregn, sem barst
f fyrra þaðan að norðan frá
bænum Karasjok. Veiðimenn
skýrðu frá þvf, að þeir hefðu
komið í krá eina f bænum. Er
þá bar að garði var þar fyrir
stór úlfur. — Hann hafði ber-
sýnilega þefað sig inn á ölstof-
una, sögðu kallarnir. — Þegar
svo úlfurinn sá veiðimennina
varð hann svo hræddur, að
hann stökk skemmstu leið út
— f gegnum glugga á kránni.
Við það skarzt hann mjög illa.
Tóku þeir þá til þess ráðs að
bruna á eftir úlfinum á vél-
sleðum og tókst að elta uppi
sært dýrið og aflífa það. Dýrið
var stoppað upp og komið fyrir
í skrifstofum, sem annast
eftirlit með dýralffi í Finn-
mörku og eftirlit með vatna-
fiski þar um slóðir.
En blaðið bætir þvf svo við,
að nánari athugun á þessu
óvenjulega atviki með úlfinn í
ölstofunni hafi leitt f ljós, að
veiðimennirnir hafi ekki farið
með rétt mál og nú eiga þeir,
segir blaðið, yfir höfði sér
sakamál, þvf úlfar eru friðaðir
um gjörvallan Noreg.
Jæja, málum er nú svo
komið, að ég get ekki
lengur verið verjandi
yðar — og því kom ég
með þjölina.
Segið mér, major Guð-
mundur; er alltaf svona
mikil veðurblíða hér um
slóðir?