Morgunblaðið - 12.01.1975, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1975
41
Maria
Lang:
Morö ö kvenréttindarööstefnu
Jöhanna
Kristjönsdö+tir
þýddi
14
hvarflar sem snöggvast að því að
aldrei hefur hún svo að hún muni,
haft áheyrendahóp, sem virðist
jafn samstilltur og heillaður.
Þegar söngnum er lokið líður
drjúg stund áður en nokkur
hreyfir sig. Eva Gun hefur lokað
augunum og hallar sér aftur á bak
í stólnum. Á hár hennar slær
birtu frá lampanum og andlit
hennar virðist svipbrigðalaust
með öllu.
Ia gengur út á svalirnar án þess
að segja orð.
Enginn klappar og Camilla tek-
ur það sem mesta hól, sem hún
hefur fengið hingað til. Þakklát
og hrærð yfir gleði og hrifni ungu
kvennanna gengur hún hröðum
skrefum út á svalirnar, þar sem er
dimmt og hálfkalt.
Glóðin úr sígarettu Iu ber við
handriðið.
— Það hlýtur að vera undur-
samlegt að geta sungið eins og þú
gerir, segir hún hugsandi. — Það
hlýtur að vera svo mikil lausn í
þvi.... frelsun í hvert skipti. Við
sem hlustum upplifum það á þann
hátt — og þvilík endurnæring
sem það hlýtur að vera fyrir þann
sem syngur? Og þó hef ég alltaf
haft þá skoðun að konur sem eru
listamenn hljóti að vera öfunds-
verðar, vegna þess þær þurfa ekki
— ekki í alvöru að minnsta kosti
— að gera upp við sig hvort þær
eiga að vera heimahúsmæður eða
vinna úti með öllum þeim ieiðind-
um og flækjum, sem af þvi geta
hlotizt.
— Jæja, ekki það.. ? Ja, ég get
nú bara sagt þér...
— Nei, segir Ia ákveðin. —
Munurinn á ykkur og okkur
venjulegu kvenfólki, sem
berjumst við að vera blaðamenn,
kennarar eða tannlæknar eða guð
veit hvað, er sá að við höfum
sjáifar valið starf okkar, en þið
hafið fengið náðargjöfina i vöggu,
náðargáfuna i vöggugjöf. Þið eruð
útvaldar og það er ekki með
nokkurri sanngirni hægt að segja
að það sé ykkur að kenna, að vera
svona af guði gerðar og þá þurfið
þið ekki að hafa samvizkubit fyrir
þær sakir.
— Nei, kannski ekki samvizku-
bit! En við getum engu að síður
lent í okkar sálarstríði. Var það
ekki Hjaimar Söderberg sem
komst svo að orði að starf
konunnar og ást hennar væru
dæmd til að vera fjandmenn
hennar?
Ia brosir, þegar hún svarar: —
Ég hef nú alltaf haldið að það
væri starf mannsins og ást kon-
unnar, sem væru andstæðurnar.
En i þinni útgáfu er þetta raun-
hæfara. Hin mikla barátta nú-
tímakonunnar . . .
Hún slekkur i sigarettunni og
segir skyndilega. — Ég er að
skilja við manninn minn.
Það líða nokkur andartök og
Camilla brýtur heilann um hvað
það komi því máli við, sem þær
voru að tala um. — Og nú ertu
sem sagt á þeirri skoðun, að hefð-
irðu verið verri blaðamaður hefði
hjónabandið þitt kannski verið
betra?
— Tja, ég veit ekki. Ég hefði þá
að minnsta kosti verið heima á
kvöldin og um helgar, þegar
maðurinn minn átti frí úr sinni
vinnu, í staðinn fyrir að enda-
sendast um alla Evrópu til að
skrifa um kóngabrúðkaup og svo-
leiðis. Einhver hefur látið að því
liggja við mig, að þar liggi líka
hundurinn grafinn.
Það örlar á biturð í rómnum, en
aðeins augnablik, svo hverfur
hún gersamlega á ný.
— En ég geri málið sennilega
allt of flókið. Það getur vel verið
að málið snúist alls ekki um kon-
ur, sem vanræki heimili sín,
heldur komi svo mikið atriði inn í
þetta . . . eins og til dæmis gagn-
kvæmt traust. . .
Hún tekur undir handlegg Cam-
illu og leiðir hana með sér i áttina
að dyrunum. — Og þar fyrir utan
er langtrúlegast ég hafi drukkið
of mikið rósavín og sjerrí og að ég
hafi fyllzt viðkvæmni og tilfinn-
ingasemi, þegar ég hlustaði á söng
Camillu Martin.
Hvort sem Ia hefur horfið á vit
viðkvæmni eða tilfinninga sem þá
reynist það alténd smitandi. Cam-
illa verður stöðugt eirðarlausari.
Hún lítur á klukkuna, hún gægist
hvað eftir annað á pappírsmiða,
sem hún hefur dregið úr veskinu
sinu. Hún svarar utan við sig
spurningum, sem til hennar er
beint og kemur á allan hátt
heldur einkennilega fyrir, svo að
bankagjaldkerinn fer að velta þvi
v, j Þorsteinn
Jónsson
— Kveðja
Fæddur 25. janúar 1889
Dáinn 7. október 1974.
Afi minn er horfinn af sjónar-
sviðinu yfir móðuna miklu. Bjart-
ur var hann og yndislegur og yl-
inn skildi hann eftir í hjörtum
VELVAKANDI
Velvakandi svarar I síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi,
til föstudags.
J
0 Hver á lítinn,
gulan páfagauk?
Starfskona á Hótel Loftleiðum
hafði samband við okkur á föstu-
daginn. Þeir í flugturninum
höfðu þá tekið eftir þvi að lítill,
ljósgulur páfagaukur var á flögri
umhverfis hótelið og settist að
lokum á þak hússins. Það er ekki
ofsögum sagt af árvekni þeirra,
sem eiga að fylgjast með flugum-
ferð á Reykjavíkurflugvelli.
Starfsfólkið á hótelinu fór svo
upp á þakið og tókst að lokka
páfagaukinn til sín, svo hann er
ekki á villigötum lengur, heldur
er hann nú í vellystingum á Bolla-
götu 14, 1. hæð.
Þar getur eigandinn vitjað um
hann, eða hringt í síma 12514 til
að fá nánari upplýsingar.
£ Mælt mál
Tveir menntaskólanemar litu
hér inn á ritstjórnina um daginn
og báóu Velvakanda um að koma
á framfæri þakklæti og ánægju
með þáttinn Mælt mál, sem er í
umsjá Bjarna Einarssonar.
Strákarnir sögðu það að vísu
skoðun sina, að ekki væri síður
æskilegt að slíkir þættir væru i
dagblöðum en útvarpi, — þá væri
hægt að lesa þá í ró og næði í stað
þess að hlusta á þá á hlaupum.
Þeir sögðust lika vilja gera at-
hugasemd við nokkuð, sem Bjarni
boðaði í fyrsta þætti sínum, —
sem sé það, að hann myndi ekki
benda á ákveðna sökudólga í þátt-
um sínum, heldur aðeins vekja
athugli á ambögum, málvillum og
málleysu, og láta síðan þann, sem
i hlut ætti um að skilja sneiðina.
Félagarnir sögðust vera á móti
þessu, — þeir, sem á annað borð
væru að tjá sig á almannafæri,
svo sem blaðamenn og frétta-
menn, sem beinlínis hafa atvinnu
af þvi, svo og þeir sem koma fram
opinberlega, hlytu að vera undir
það búnir að vera settir undir
smásjá hvað niálnotkun viðkæmi.
1 framhaldi af þessu sögðust
félagarnir vera steinhissa á því
hve málvillur væru áberandi hjá
sumum þeim, sem að staðaldri sjá
um skemmtiþætti í sjónvarpi og
útvarpi. Þetta væri ákaflega
hvimleitt og reyndar mesta furða
hvers vegna ekki hefði verið tekió
i taumana fyrir löngu af þeim,
sem endanlega bera ábyrgð á
flutningnum. Samtalið endaði svo
á því, að þeir vildu leggja sér-
staka áherzlu á það, sem Helgi
Hálfdanarson sagði í margum-
ræddri og athyglisverðri grein í
Morgunblaðinu i haust, s.s. það,
að urn ieið og ómældur tími væri
lekinn til aö kenna íslenzku skóla-
fólki að bera fram erlend tungu-
mál væri framburðarkennsla i ís-
lenzku að heita mætti óþekkt fyr-
irbæri i islenzkum skólum.
0 Þvottavélar
Erla Sigurðardóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Getur þú sagt mér hvernig
stendur á því, að hér i Reykjavík
er hvergi hægt að komast i þvotta-
vél, nema maður eigi tækið sjálf-
ur?
Þannig vill til að ég hef dvalizt í
Danmörku undanfarin ár, og þar
á almenningur greiðan aðgang að
almenningsþvottahúsum. Þar er
fjöldi þvottavéla í einum sal og er
mynt stungið í vélarnar, þannig
að þær virka eins og nokkurs
konar sjálfsalar. Þetta eru ákaf-
lega þöri fyrirtæki, og ég er
reyndar alveg hissa á þvi, að eng-
inn slík skuli vera starfrækt hér á
landi. Nú veit ég að vísu, að fólk á
hér almennt sinar þvottavélar
sjálft, en þó áreiðanlega alls ekki
allir: Það hlýtur líka að vera álita-
mál hvort það tekur því fyrir eina
manneskju eða tvær að eiga
þvottavél, sem kostar tugþúsund-
ir króna, og er svo kannski notuð
einu sinni í viku eða jafnvel
sjaldnar. í sumurn dönsku þvotta-
húsunum eru lika þurrhreinsun-
arvélar, þannig að hægt er að þvo
og þurrhreinsa i einu.
Erla Sigurðardóttir."
0 Ekki eru allir
jafnir....
Arnór Ragnarsson skrifar
„Laugarásbíó sýnir um þessar
mundir kvikmyndina The Sting
og hefur verið geysileg aðsókn á
sýningarnar og uppselt aðeins
örfáum korterum eftir að miða-
sala hefst. i auglýsingu frá bióinu
stendur orðrétt: Ekki verður
hægt að taka frá miða i sima fyrst
um sinn! Þá er ég kominn að
mergi málsins — Ég fór til aó
kaupa mér miða á umrædda mynd
og mætti hálfri klst. áður en miða-
sala hófst og varð annar i röðinni.
Kl. 3 opnaði daman lúguna og
þegar kom að mér var ég fyrsti
maður að biðja um mióa á
sýningu kl. 10. Að sjálfsögðu bað
ég kotroskinn um ntiða uppi, fyrir
miðju — en þá tjáði daman mér
að engir miðar væru til uppi. —
Hvernig má þetta vera — sitja
ekki allir við sama bekk í þessu
efni eða er munur á hvort ég heiti
Pétur eða Páll?
Arnór Kagnarsson"
% Jarðrask
Guðrún Jóhannsdóttir,
Skipasundi 82, hringdi. Henni
sagðist svo frá:
„Það var hringt i mig i vinnuna
nú alveg nýlega. Dóttir mín sagði
mér, að menn frá hitaveitunni
væru búnir að gera allmikið rask í
garðinum hjá okkur og vildu auk
þess komast inn i íbúðina. Ekkert i
hafði verið talað um nauðsyn *
þessara aðgerða fyrirfram, svo ég |
fór heim til að aðgæta hverju I
þetta sætti. Mér var sagt, að þetta
væri nauðsynlegt vegna þess að I
leiðslur væru bilaðar í næsta húsi. |
Aó sjálfsögðu hefði verið nauð- .
synlegt að láta vita áður en byrjað I
var, og þegar ég fór aó kanna |
málið kom lika i ljós, að bilunin, i
sem átti að gera við, hafði verið '
fyrir hendi mánuðum saman, svo |
ekki var því að heilsa, að koma i
ætti í veg fyrir eitthvert stórtjón í
skyndingu.
Nú vill einmitt svo illa til, að |
mér er mjög annt um garðinn ,
minn og er með ýmsar sjaldgæfar I
jurtir í honum. í haust setti ég J
niður lauka, sem hingað til hafa i
ekki verið ræktaðir hér á landi.
Laukana fékk ég frá Frakklandi I
meó ærinni fyrirhöfn og tilkostn-
aði. Nú hefur þeim öllum verið
rótað upp, þannig að þessi til-
raunasarfsemi mín er til einskis,
a.m.k. þetta árið.
Mér þætti vænt um að þeir hjá
hitaveitunni gæfu skýringu á
þessum vinnubrögðum, sem ég tel
óhæf með öllu."
Við höfðum samband við
Gunnar Kristinsson hjá hitaveit-
unni til að heyra sjónarmió fyrir-
tækisins. Hann sagði:
„Þarna hafa þvi mióur orðið þau
mistök, að starfsmenn hitaveit-
unnar hafa byrjað á nauðsynlegu
verki án þess að gera viðvart
áður. Ástæðan er sú, að þegar
hefja átti verkið var enginn
heima i Skipasundi 82, en
mennirnir áttu mjög annrikt um
þessar mundir og hófust þvi
handa án þess að bíða eftir þvi að
húsráðandinn væri hafður með í
ráðum. Það breytir þó ékki þvi, að
vitaskuld á að hafa samráð við
fólk áóur en verk er hafið. Hér er
þvi um að ræða leió mistök, og aó
sjálfsögðu er hitaveitan reiðu-
búin að reyna að bæta skaðann."
SIGGA V/öGA £ 4/LVEgAW
þeirra sem til hans þekktu. Afi
var austan frá Reyðarfirði, en
fluttist þaðan til Reykjavikur
fyrir 10 árum. Hann hjó að Viði-
mel 36 hér I borg, en hann var
vistmaður að Elliheimilinu Grund
er hann lézt.
Nú var hjer hvílan happ á vegi
hins hrakta’
og þreytta ferðamanns,
því nú sást ekki nótt frá degi
og nú var stirður fótur hans,
svo þessum gamla gististað
hann gekk nú síðast lotinn að.
En þótt hann loksins
legðist feginn,
þá lagði’ hann upp
með kallmanns fjör;
þau prófin nægðu nokkurn
veginn
við norðanpóstsins vetrarför:
að eiga’ að stefna beint í byl,
en búast samt, og hlakka til.
Og þótt það væri vest á heiðum,
bar víðar til að fótur brast.
Þá guldu margir leigu’ á leiðum,
þvi landsjóðs urðir hjeldu fast.
Þótt annar kæmi hestlaus heim,
hjelt Hannes sinu fyrir þeim.
Við hefðum fáir fylgt hans
sporum
en fanst nú smátt
um kappa þann,
er litum barn á leiðum vorum,
sem leiddi gamlan blindan mann.
Hann hafði Ieingi geingið grjót.
Ilann græddi kröm og sáran fót.
Og, gamli vinur, góðar nætur.
Ef gánga slík er einhvers verð,
þá blessar þjóðin þreytta fætur,
þá þakkar móðir góða ferð,
og lúnum syni’ af lángri braut
er ljúfast okkar móðurskaut.
Þótt ylinn kældu ýmsar stundir
við ytra borðió frost og jel,
þá sló þar hlýja hjartað undir,
sem hestuni þínum reyndist vel.
i Og ekki brást þeim barmur þinn,
sem blessa vin og föður sinn.
(Þ.E.)
Ég votta ömmu minni sarnúð
mína, börnum hennar og barna-
börnum.
Finna.