Morgunblaðið - 12.01.1975, Page 42

Morgunblaðið - 12.01.1975, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975 MONSIEUR Hulot er enn kominn á kreik og stikar nú stórum á sínn skringilega hátt innan um bfiatrafffk heims- byggðarinnar. Flestir kannast eflaust við Playtime, þar sem Tati gerði góðiátlegt grfn að gierhöllum stórborganna og er Trafic greinilegt framhald, þar sem Tati heldur áfram að sýna samtfðarfólki sfnu f spegil. Jaques Tati hefur skapað sér mjög sérstakan stfl sem grín- isti, og þó ýmsir vilji Ifkja hon- um við Chaplin eða Keaton, sem eflaust stafar af þvf, hve myndmál Tatis er nátengt þöglu myndunum, er Tati sjálf- ur á öðru máli. „Ég er andstæða Chaplins og Keatons," segir hann. „I gamla daga var gaman- leikarinn vanur að koma inn og segja : „Eg er trúðurinn f þess- ari mynd. Eg kann að dansa, syngja, sprikia og allt það. En Hulot.... hann er lífið. Hann þarf engin brögð. Hann þarf bara að labba....“ Og skoða. Það er einmitt þetta, sem skilur Tati frá Chaplin og Keaton, að við, almenningur, erum fyndna fólkið f skrftinni veröld, sem M. Hulot heimsækir og skoðar glöggu gests auga. Atburðir daglegs lffs og viðurkennt um- hverfi f okkar augum verður honum að hlátursefni, ýmis apparöt öðlast f hans augum sjálfstætt Iff og tilfinningar og ýmsir kækir mannfólksins koma honum skringilega fyrir sjónir. Það er einmitt f þessum atrið- um f Trafic, sem hláturinn er skærastur og kfmnigáfa Tatis virðist njóta sfn best. En honum er ekki eingöngu hlátur í hug. Tmis atriði, ef ekki vel- flest, eiga sér sorglegan undir- tón, sem gerir það að verkum, að hláturinn verður bældari en ella. Við skiljum sneiðina, sem okkur er send. Tökum einfalt dæmi eins og auglýsingarnar, sem dynja á vörubílstjórunum án áfláts, án þess þeir kippi sér upp við það. „Fylgist með. Notið Raincoze-regnkápuna fyrir sólskinið". — „Sofið ekki vakandi, notið . . .“ (svefnpillu eða vökupillu, ég man ekki lengur hvort heldur var.). Eitt olfufyrirtæki tekur upp á þvf, að gefa kúnnanum í kaupbæti afsteypur af hausum frægra manna. Kúnninn tekur við þessu, dálftið hissa, en þiggur þó. Og þannig rúllar þetta skrftna mannfólk áfram, mest á SÆBJORN VALDIMARSSON SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Ekki bara eintómt grín fjórum hjólum, besta fólk, en alveg ganrýnislaust. I stórum dráttum segir mynd- in frá Monsieur Hulot, upp- finningamanni, sem er á leið- inni frá Parfs til Amsterdam, með nýjan ferðabfl, sem hann hefur teiknað og á að vera þar á alþjóðabflasýningu. Er nýi bíll- inn fluttur á palli gamals vöru- bfls, en þennan gamla bfl hrjá ýmis ellimörk, og endar hann ai þeim sökum nokkrum sinn- um sem stöð bykkja við veg- kantinn. Þvf þó M. Hulot finni upp bfla, þá er sérþekking hans að sjálfsögðu svo einhæf, að hann getur ekki haldið þeim gamla gangandi. Af þessum sökum lenda þeir tvfvegis inni á verkstæðum á leiðinni, og gista f báðum tilvikum nætur- langt. Það er athyglisvert, að á báðum þessum verkstæðum mega menn tæplega vera að þvf að gera við bflinn vegna þess, að verið er að sjónvarpa fyrstu lendingu mannaðs geimfars á tunglinu. Með þessum andstæð- um virðist Tati vilja benda á þá fjarstæðu, að við getum yfir- stigið það geipivandamál að labba um á tunglinu, á sama tfma og við getum ekki leyst okkar eigin umferðarvanda- mál. Tati dregur upp svipaða ádeilu á skammsýni okkar, í atriði, sem gerist morguninn eftir viðgerð á fyrra verkstæð- inu. Við sjáum myndir frá bfla- sýningunni, þar sem allt er f fullum gangi og við heyrum þul lýsa þessum rennilegu farar- skjótum framtfðarinnar af mik- illi innlifun. 1 þeim svifum vaknar bflstjóri Hulots á verk- stæðinu og undir fagurgala þularins lftur hann f svefn- rofunum út um glugga verk- stæðisins. Þar blasa við augum haugar af ónýtum bflum, mis- Clark Gable og Vivian Leigh f myndinni „A hverfanda hveli“. Risaveldi kvikmyndaiðnaðarins UNITED ARTISTS er eitt af elstu kvikmyndafyrirtækj- unum í Hollywood, stofnað 1919 af stórstjörnunum Mary Pickford, Douglas Fairbanks sr., Charlie Chaplin og leik- stjóranum D.W. Griffith. Ólíkt öðrum dreifi- og framleiðsluað- ilum þar vestra, þá hefur U.A. aldrei reist sitt eigið kvik- myndaver, heldur sótt til hinna sterku nágranna sinna, og þá aðallega MGM og 20th — Fox. Á þriðja áratugnum var Joe Schenck fenginn til að stjórna fyrirtækinu, og fyrir hans orð réðust hinir vinsælu leikarar Rudolph Valentino, Buster Keaton og Gloria Swanson til U.A. En stórstjörnum var vand- haldið á þessum tímum. Um 1930 framleiddi Howard Hughes nokkrar vinsælar myndir fyrir U.A., en síðan fór framleiðsla þess að þynnast út. Ástæðan fyrir því var sú, að fyrirtækið átti enga upptöku- sali, en var einungis dreifiaðili og fjármagnari fyrir sjálfstæða framleiðendur. Þetta gerði það að verkum að stórstjörnurnar og bestu leikstjórarnir völdu frekar eitthvert annað kvik- myndafyrirtæki til að vinna hjá. Erfiðasta tímabilið hjá félaginu var svo á árunum milli 1948 og ’53, en þá hafði U.A. ekkert annað á boðstólum en annars flokks myndir. Það urðu svo enn ein þátta- skil I sögu fyrirtækisins um miðjan sjötta áratuginn. Þá tóku við stjórn útsjónarsamir dugnaðarmenn sem hændu til sin ýmsa af bestu framleið- endum þess tima. Þeirra á meðal má nefna Burt Lan- caster, Ben Hect, MIRISCH bræðurna sem síðan hafa gert hvert kassastykkið á fætur öðru og ekki má gleyma þeim Saltz- man og Broccoli, framleið- endum Bond myndanna. Uppúr 1970 yfirtók stórfyrir- tækið TRANSAMERICA CORP. reksturinn, og má segja að hann hafi gengið slétt og fellt upp frá því. I fyrra tók svo U.A. við dreifingu á myndum MGM, en mikill uppgangur er nú á gamla ljóninu. Og fyrir skömmu síðan sá ég einhverja þá aðsópsmestu framleiðslu- áætlun sem litið hefur dagsins ljós augiýsta I Variety, og aug- lýsandinn var U.A. Svo um- boðið hér, Tónabíó, þarf ekki að kviða fækkandi gestum á kom- andi árum. Sæbjörn Valdimars- son. Sæbjörn Valdimarsson. munandi beyglaðir og ryðgaðir fararskjótar liðins tfma. Aum- ingja bflstjórinn hristir höf- uðið, eins og hann viti vart, hvort hann sé heldur f svefni eða vöku. Og þar með þarf eng- inn að fara f grafgötur um skoð- un Tatis á fararskjótum fram- tfðarinnar. Þannig mætti lengi telja upp atvik f Trafic, sem hafa dýpri undirtón en hláturinn á yfir- borðinu gefur tilefni til. Það eina, sem ég sakna úr mynd Tatis, er smákafli um púströr þessara farartækja. Undirtónn- inn er aðsjálfsögðu augljós og Tati hefði eflaust getað gert sér mikinn mat úr persónu- einkennum þeirra. Mér hafa alltaf fundist púströr einstak- lega sjálfstæðir persónuleikar á hverjum bfl, að ég tali ekki um hinn mjög svo mismunandi raddblæ þeirra. Eins og ég sagði f upphafi, er myndmáiið, sem Tati notar, ná- tengt tækni þöglu kvikmynd- anna. Þ.e.a.s. að hann notar myndavélina mjög lftið á hreyf- ingu, hann stillir henni bara upp fyrir ákveðinn myndskurð, hreyfir hana sfðan ekkert og lætur atvikin gerast innan þess ramma, sem vélin þannig markar. Upphaflega var ekki um annað að ræða, vegna stirð- leika vélanna og frumstæðrar tækni, en á seinni tfmum hefur þessi aðferð verið lögð að mestu á hilluna, þar sem léttari vélar skapa meiri möguleika á hreyfingu. En Tati heldur fast við hefð þöglu myndanna, ekki einasta f kvikmyndatökunni, heldur einnig f hljóðvinnsfunni. En hvernig f fjáranum má það nú vera, myndin er þó ekki þög- ul?? Tati notar hið talaða mál f algjöru lágmarki. Ef tveir tala saman er það oftast gert með umli og látbragði. I myndinni talar hver á sfnu máli, tungu- mál blandast og mynda klið og enginn skilur annan. Hins Vegar notar Tati „effekta" á mjög áhrifarfkan hátt og það er einmitt á þessu sviði, sem ég get fmyndað mér, að þeir Chaplin og Keaton öfundi kol- lega sinn Tati af framförum tækninnar. Báðir hefðu þegið að geta nýtt sér þessa mögu- leika f hljóðinu, en látið sér á sama standa um hið talaða orð. Það er einmitt af þessum sök- um, að Tati er dálftið sérstakur grfnisti f dag. Og myndir hans eru einmitt sérstakar fyrir það, að þær eru einskonar rökrétt framhald af þöglu myndunum. Sig. Sverrir Pálsson. GILDRAN ★★★★ (SV) Söguleg brúðkaupsferð ★★★ ★ ★★★ (SSP) (SV) Trafic ★★★★ (SV) ★★★ Sú Göldrótta ★★ (SV) ★★ (SSP) (SSP) Hættustörf lögreglunnar ★★★ Gatsby hinn mikli ★★ (SV) (SV) ★★★ (SSP) Gæðakallinn Lupo (SSP) ★ ★★ I klóm drekans ★ (SSP) Af beztu mynd umársins 1974 Að liðnu ári er það viðtekin regla hjá flestöllum gagnrýn- endum blaða og tímarita víða um heim að gera upp hug sinn og velja bestu myndir ársins sem leið. Að þessu sinni lítum við á val tveggja mætra blaða- manna, sem báðir hafa getið sér góðan orðstír. Annar er Jay Cocks, aðalgagnrýnandi TIME magazine. Hann er aóeins lið- lega þrltugur að aldri og segist þurfa að sjá að minnsta kosti fimm myndir á viku „til að halda sér gangandi". Hinn blaðamaðurinn er nú reyndar ekki gagnrýnandi, en engu ómerkari þó, því hann er annar þeirra, sem fletti ofan af Watergate-málinu, nefnilega Carl Bernstein hjá The Was- hington Post. Að viku liðinni gefst svo les- endum kostur á að sjá listann okkar Sigurðar Sverris og jafn- vel nokkurra fleiri blaða- manna. Carl Bernstein, The Washington Post: TEN FROM YOUR SHOW OF SHOWS, Carl Reiner, banda- rísk, U.A. THE PALM BEACH STORY. I.F. STONES WEEKLY, banda- rísk heimildamynd um kunnan blaðamann. BANG THE DRUM SLOWLY, Hal Ashby, bandarísk, Para- mount. BLAZING SADDLES, banda- rísk, Mel Brooks, Warner Bros. THE STING, bandarisk, George Rov Hill. Universal. JUGGERNAUT, bandarísk, Richard Lester, U.A. HIS GIRL FRIDAY, gömul og góð, gerð af Hawks. THE TALL BLOND MAN WITH ONE BLACK SHOE, sú franska, sem sýnd var í sumar í Háskólabíói. HARRY AND TONTO, banda- risk, Paul Mazurky, 20th Century-Fox. Jay Cocks, TIME: AMARCORD, ítölsk, Federico Fellini. ANATONIA: PORTRAIT OF THE WOMAN, bandarísk, Jill Godmillow. BADLANDS, bandarísk, Terrence Malick. W.Br. CHINATOWN, bandarísk, Pol- anski, Paramount. THE CONVERSATION, bandarísk, Francis Ford Copp- ola, Para. THE GODFATHER PART II, bandarísk, Coppola, Paramount. THE LITTLE THEATER OF JEAN RENOIR, frönsk, Renoir. THE SEDUCTION OF MIMI, ítölsk, Lina Wertmiiller. THE PHANTOME OF LIBERTÉ, frönsk-spænsk, Bunuel, 20th-Fox. THE THREE MUSKETEERS, frönsk-bandarisk, Richard Lester, 20th-Fox.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.