Morgunblaðið - 12.01.1975, Qupperneq 44
JHorgunblaíiiíi
nucivsincnR
^^-«22480
SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1975
Prentum
stórt
sem
smátt
Freyjugötu 14' Sími 17667
i gær
óútleystir í vörugeymslum
Snjómerkin
Yfirnefnd Verðlagsráðs
sjávarútvegsins kom saman
til fundar eftir hádegi í gær
til að fjalla um loðnuverðið.
Eftir þeim heimildum, sem
Morgunblaðið aflaði sér, þá
var talið ólíklegt að verð-
ákvörðun yrði tekin á
þessum fundi.
Ákveðið er, að Yfirnefnd-
in komi aftur saman til
fundar á mánudag og þá til
að f jalla um nýtt fiskverð.
Söluverðmœti þeirra á annan milljarð króna
MIKILL fjöldi óseldra bifreiða er
nú til f landinu, og veit Morgun-
blaðið til þess, að samtök bif-
reiðainnflytjenda eiga nú í samn-
ingaviðræðum við fjármálaráðu-
neytið um fyrirgreiðslu af þess-
um sökum. Samkvæmt upplýs-
ingum skipafélaganna þriggja —
Eimskipafélagsins, Hafskips og
skipadeildar SlS — mun láta
nærri að milli 1800 og 1900 bif-
reiðar bíði þess í vörugeymslum
skipafélaganna að verða leystar
úr tolli.
Eins og nærri má geta eru um-
talsverð verðmæti fólgin í þessum
óútleystu bifreiðum. Þær eru af
ýmsum stærðum og gerðum, en
eðlilega er langmest um fólksbif-
reiðar. Þótt Morgunblaðinu sé
ekki kunnugt um meðalsöluverð-
mæti þessara bifreiða, má gefa
sér töluna 600 þúsund krónur sem
vera sízt ofreiknað. Samkvæmt
því ætti heildarsöluverðmæti
þessara bifreiða að vera á annan
milljarð króna.
Flestar hinna óútleystu bifreiða
eru i vörugeymslu Eimskipa-
félags fslands og gizkaði Ingólfur
Möller hjá Eimskip á að tala
þeirra væri á bilinu milli 1500 og
1600. Sagði hann, að óvenjumikið
af varningi biði þess að vera leyst-
ur úr tolli í vörugeymslum félags-
ins. Væru öll hús full og horfði til
vandræða af þeim sökum. Hjá
Hafskip fékk Morgunblaðið þær
upplýsingar, að þar væru um
250—300 bifreiðar óútleystar og
einnig að óvenjumikið af alls
kyns varningi væri I vörugeymsl-
um Hafskips og biði þess að vera
leystur úr tolli. Astandið var hins
vegar öllu betra hjá skipadeild
SfS, en í vörugeymslum hennar
bíða um 70 bifreiðar þess að verða
leystar úr tolli.
Kynna sér mengunar-
varnir hjá Náttúru-
verndarstofnun USA
Hálfsjálfvirkt
talsamband
við Bretland
1 febrúar verður tekið
upp hálfsjálfvirkt tal-
símasamband við Bret-
land þannig að talsam-
bandið getur hringt
beint í viðkomandi
númer í Bretlandi
fyrir þann sem hringir
frá íslandi.
Hálfsjálfvirkt samband
hefur verið við öll Norður-
löndin frá þvf í fyrra, en
þetta er gagnkvæmt fyrir
hin löndin sem geta þvf
hringt beint hingað. Að sögn
Jóns Skagfjörðs hjá sfman-
um vantar fleiri rásir milli
landanna til þess að hægt sé
að hafa alsjálfvirkt talsam-
band, en geta má þess að
símnotendur f Færeyjum
t.d. geta hringt beint f síma-
númer í Danmörku og svo
öfugt.
„ÞESSI för til Bandarfkjanna er
áframhald af undirbúningi að
byggingu málmblendiverksmiðju
á lslandi, “ sagði Steingrfmur
Hermansson, framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs, f samtali við
Morgunblaðið en hann er á förum
vestur um haf ásamt fjórum fs-
lenzkum sérfræðingum.
Er þar um að ræða verk-
fræðingana Jón Steingrímsson,
Svavar Jónatansson og Gunnar
Sigurðsson, sem allir hafa verið
viðræðunefndinni um orkufrekan
iðnað til ráðuneytis í viðræðunum
við fulltrúa Union Carbide auk
Eyjólfs Sæmundssonar, verk-
fræðings, sem er nýráðinn starfs-
maður Heilbrigðiseftirlits ríkis-
ins og mun hann sérstaklega
kynna sér mengunarvarnaþátt
verksmiðjunnar.
„Þessi nefnd mun kanna ýmsar
verkfræðihliðar málsins,
mengunarþætti ásamt tímaáætl-
unum og kostnaðaráætlunum,
sem ávallt eru að breytast. Við
munum leggja leið okkar í verk-
fræðistofu Union Carbide við
Niagarafossana til að kynna
okkur hinn verkfræðilega þátt
auk þess sem við Eyjólfur
Sæmundsson munum einnig
kynna okkur sjálfstætt
mengunarmál varðandi verk-
smiðju af þessu tagi. Islenzka
sendiráðið i Washington hefur
annazt þann undirbúning fyrir
okkur, en við munum meðal
annars setja okkur í samband við
Náttúruverndarstofnun Banda-
ríkjanna, sem byggir á ein-
hverjum ströngustu reglum, sem
til eru á sviði náttúruverndar,"
sagði Steingrímur ennfremur.
Sex í gæzlu-
varðhald
Stöðugt er haldið áfram
rannsókn smyglmálsins
stóra og nú hafa sex
menn verið hnepptir í
gæzluvarðhald vegna
þess. Njörður Snæhólm
rannsóknarlögreglumað-
ur sem hefur með málið
að gera sagði er við
ræddum við hann að það
væri mjög umfangsmik-
ið og myndi það vart
skýrast svo nokkru
næmi um helgina.
fundust ekki
GNÁ, þyrla Landhelgisgæzl-
unnar, fór f fyrradag inn á öræfi
með vistir til Hveravalla og f
Sandbúðir. Þá var einnig komið
við f Nýjabæ en þar átti að athuga
sérstök snjómerki, sem þar hefur
verið komið fyrir vegna fyrir-
hugaðrar raflfnu yfir Öræfin.
Ekkert merkjanna fannst vegna
gffurlegs fannfergis og lágþoku,
sem þar var.
Páll Halldórsson, flugmaður á
GNÁ, sagði er við ræddum við
hann að þeir hefðu verið þrír í
þessari ferð, hann, flugvirki og
maður frá Orkustofnun. Fyrst var
farið á Hveravelli með póst og
vistir og þaðan rakleitt að Nýjabæ
norðan Hofsjökuls til að huga að
snjómerkjunum. „Þarna var
fannfergi gífurlegt og fór svo að
við fundum ekkert snjómerkj-
anna. það þarf þó ekki að vera að
þau séu öll komin í kaf í snjó, því
lágþoka var þarna nokkur og
skyggni því frekar slæmt.“
Frá Nýjabæ var farið í Sand-
búðir með póst og vistir. Þaðan
var svo haldið til Reykjavíkur og
tók ferðin ekki nema röska þrjá
tíma. Alls staðar á þessu svæði
var gifurlegt vetrarríki og kuld-
inn mikill.
Tillaga vinnuveitenda um launajöfnunarbætur:
Föst krónutala á öll laun
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
skýrt frá þvf, að fari framfærslu-
vísitala upp fyrir 358 stig hinn 1.
febrúar n.k., muni launajöfn-
unarbætur verða teknar til endur-
skoðunar og þær þá hækka frá 1.
marz nk. I tilefni af þessum um-
mælum sneri Morgunblaðið sér
til Jóns H. Bergs, formanns
Vinnuveitendasambandsins, og
spurði hann um framkvæmd fyrri
launajöfnunarbóta og hvort'
vinnuveitendur kysu eitthvert
annað fyrirkomulag á þessum
bótum en gilt hefur.
Jón svaraði þvi til, að þegar
launajöfnunarbæturnar hefðu
verið til umræðu í haust áður en
þær komu til framkvæmda 1.
október hafi verið haldnir margir
fundir milli ríkisstjórnarinnar og
aðila vinnumarkaðarins til að
kynna þær hugmyndir, sem þá
voru um þessar launajöfnunar-
bætur. Jón sagði, að vinnuveit-
endur hefðu haft ýmislegt við fyr-
irkomulag launajöfnunarbótanna
í haust að athuga og hefðu þeir í
sumum tilfellum haft aðrar tillög-
ur fram að færa, sem ekki náðust
þó fram.
Jón kvað enn sem komið væri
ekkert vera farið að ræða við
vinnuveitendur um hugsanlegar
launajöfnunarbætur í marz en
það hlyti að verða gert ef til
þeirra kæmi. Kvað Jón það vera f
samræmi við það, er forsætisráð-
herra hefði áður tjáð vinnuveit-
endum, að haft yrði samstarf við
aðila vinnumarkaðarins, ef ríkis-
stjórnin hugleiddi ráðstafanir af
þessu tagi.
Aftur á móti sagði Jón.'að ríkis-
stjórninni væri fullkunnugt um
þær tillögur, er samtök vinnuveit-
enda hefðu fram að færa varð-
andi þessar launajöfnunarbætur
frá þvf í viðræðunum í haust.
Sagði Jón, að í þessum viðræðum
hefðu vinnuveitendur lagt til,
þrátt fyrir að það hefði í för með
sér nokkru meiri útgjöld fyrir
launagreiðendur, að þessi fasta
krónutala, sem veitt var til launa-
hækkana, yrði látin ganga til
allra, þannig að þeir lægst-
Iaunuðu myndu þá fá hlutfalls-
lega mesta hækkun. Auk þess
voru f tillögum vinnuveitenda
nokkur atriði varðandi vákta-
vinnu og yfirvinnugreiðslur, sem
einnig komu til álita. Jón sagði, að
fyrirkomulag launajöfnunarbót-
anna í haust hefðu um margt
verið mjög vandasamt fyrir launa-
greiðendur, en taldi þó að fram-
kvæmd þeirra bóta hefði tekizt
eftir beztu vonum.
Hjá Eimskipafélagi Islands bíða nú um 1500 nýjar bifreiðar þess að | nokkrum bifreiðanna á þaki vörugeymslu Eimskips við höfnina.
bifreiðaumboðin geti leyst þær úr tolli og var þessi mynd tekin af
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.).
Um 1900 nýir bílar bíða
Fjallað
um loðnu-
verðið