Morgunblaðið - 23.01.1975, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.01.1975, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 ÍR sýndi sitt rétta andlit og sigraði FH-inga 23:21 ÞEGAR loksins kom ad því að botnliðið í 1. deildar keppninni í íslandsmótinu í handknattleik, ÍR, vann leik, var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur voru Islandsmeistarar P'H að velli lagðir. Fyrri leikur þessara liða, sem fram fór i Hafnarfirði, hafði verið mjög jafn, en hann varð upphafið að sorgargöngu ÍR-inga í ieildarkeppninni i vetur. Mikið má vera ef þessi mikilsverði sigur í rrakvöld verður ekki til þess að lyfta ÍR-ingunum á kreik. Þeir hafa i. ' 'coinizt yfir skrekkinn — vita að þeir geta jafnvel staðið beztu t ii‘. m í deildinni á sporói, og þeir eru ekki fallnir í aðra deild ennþá. ÍR-sigur í þessum leik hleypir enn T)''iri spennu í mótió. Öll liðin sem berjast um sigurinn, nema Víkingur, ;:aia tapað sex stigum. Jafnari getur baráttan á toppnum tæpast verið. Leikurinn i fyrrakvöld var gífurlega spennandi þegar leið að leikslokum. Því miður voru of fá- ir áhorfendur í Höllinni, en flest- ir þeir sem þar voru staddir tóku virkan þátt í leiknum og um tima ætlaði allt af göflunum að ganga. Eftir að ÍR-ingar höfóu haft for- ystu í leiknum nær undantekn- ingarlaust, tókst FH-ingum að jafna á tölunni 18—18 og voru þá aðeins sjö minútur til leiksloka. Oft hefur FH verið sterkari aðil- inn í slíkum spennuieikjum, en nú létu iR-ingar ekkert á sig fá og börðust eins og grenjandi ljón allt til leíksloka. Svo virtist sem þeir væru ákveðnir í að vinna þennan leik og tryðu því að þeir gætu bað, en þessi hugsun hefur ekki fylgt lR-ingunum i mótinu til þessa. En sigur iR-inga í leiknum varð þó ekki staðreynd fyrr en Asgeir Elíasson skoraði þeirra 23. mark þegar aðeins örfáar sekúndur voru til leiksloka og færði þannig liði sínu tveggja marka forystu. Vafalaust eru fleiri en ein ástæða fyrir því að FH — fyrir- fram talinn öruggur sigurvegari í leiknum — tapaði. Það er liðinu mikið áfall að missa Geir Hall- steinsson úr leik. Leikur liðsins við ASK Vorwárts á laugardaginn var erfiður og hefur örugglega setið i leikmönnum, og auk alls þessa lék Jón Gestur, sem oft hefur verið drjúgur, ekki með lið- inu að þessu sinni. Ástæðan er sú að hann getur ekki farið með því til A-Þýzkalands, og mun þjálfar- inn, Birgir Björnsson, hafa valið þann kostinn að nota þá leikmenn i þessum leik, sem í þá ferð fara. Svipur FH-liðsins i þessum leik var því með daufara móti, og bar- áttukrafturinn og ákveðnin ekki eins og oftast áður. Meira bar og á mistökum i sendingum hjá leik- mönnum, en titt er hjá þessu liði. Ólafur Einarsson brá sér i gerfi stórskyttunnar, eins og i leiknum við Vorwárts, í þessum leik og kom mjög vel frá leiknum. Skota- nýting hans var nú miklu betri en oftast áður, og ógnun hans stöðug. Engum blöðum er um það að fletta, að þegar þessi gáll er á Ólafi, er mjög erfitt að hemja hann. Bæði er hann mjög hávaxinn og fæturnir eru miklu sterkari en áður. Skoraði Ólafur flest sjö marka sinna í þessum leik, uppá eindæmi. Annar FH- ingur sem k':in vel frá þessum leik, var Þórarinn Ragnarsson, en auk þess sem hann skoraði lagleg Ólafur Einarsson skoraði níu mörk fyrir FH í leiknum í fyrrakvöld og greinilega að ná sér vel á strik. Misheppnuð vítaköst: Hjalti Einarsson varði vítakast Gunn- laugs Hjálmarssonar á 18. min. Þórarinn Ragnarsson skaut i stöng úr viti á 18. mín. og Jens G. Einarsson varði vitakast frá Olafi Einarssyni á 50. mín. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Þeir voru nokkuð mistækir og ósamræmi i dómum þeirra. Mistök þeirra bitnuðu jafnt á liðunum. mörk úr hornunum, var hann mjög virkur í varnarleiknum og barðist þar eins mikið og honum var unnt. I ÍR-liðinu var það einnig einn einstaklingur sem bar af. Sá var Ásgeir Eliasson, sem átti þarna stjörnuleik, og það var öðrum fremur hann, sem færði ÍR- sigurinn. Ásgeir dreif spil IR- liðsins upp, bæði í sókn og vörn, og var oft ótrúiega slunginn að smeygja sér í glufur sem mynduð- ust i FH-vörninni, auk þess sem hann átti góð og óvænt skot að utan. Þegar svo bar undir átti hann einnig gullfallegar línu- sendíngar. Þá kom Guðjón Marteinsson einnig á óvart i IR- liðinu. 1 honum var mikill kraftur til þess að byrja með og þá skoraði hann falleg mörk með uppstökk- um. Þegar á leikinn leið dofnaði hins vegar yfir Guðjóni, — likast þvi sem hann væri ekki í nægjan- legri úthaldsæfingu. Ásgeir Elfasson átti stórleik með tR-liðinu í fyrrakvöld. Þarna á hann í höggi við Gils Stefánsson og Gunnar Einarsson, sem tókst að stöðva gegnumbrot hans að þessu sinni. Til vinstri eru iR-ingarnir Brynjólfur Markússon og Jóhannes Gunnarsson. 26. Asgrir 12:7 27. 12:8 ólafur (v) 29. 12:9 Ólafur 30 12:10 Gunnar 30. Hörður 13:10 Hálfleikur 32. 13:11 ólafur 33. Agúsl 14:11 36. 14:12 Þórarinn 37. Asgeir 15:12 40. Agúst 16:12 40. 16:13 Þórarinn 41. Agúsl 17:13 43. 17:14 ólafur 45. 17:15 Ólafur 46. 17:16 Þórarinn 48. Brynjólfur 18:16 50. 18:17 Þórarinn 53. 18:18 ólafur (v) 54. Þórarinn (v) 19:18 55. Þórarinn 20:18 57. 20:19 Gunnar 58. Asgeir 21:19 58. 21:20 ólafur 59. Þórarinn (v) 22:20 59. 22:21 ólafur 60. Asgeir 23:21 Mörk IR: Asgeir Eliasson 6, Guðjón Marteinsson 4, Brynjólfur Markússon 3, Ágúst Svavarsson 3, Þórarinn Tyrfingsson 3, Jóhannes Gunnarsson 2, Hörður Hákonar- son 1, Gunnlaugur Hjálmarsson 1. Mörk FH: Ólafur Eínarsson 9, Þórarinn Ragnarsson 7, Gunnar Einarssón 2, Örn Sigurðsson 1. Viðar Simonarson 1, Árni Guðjónsson 1. Brottvísanir af velli: Bjarni Hákonarson í 2 mín., Þórannn Tyrfingsson í 2 mín. og 5 mín., Brynjólfur Markússon i 2 min. Viðar Simonarson, FH i 2 min. Annars verður ekki annað sagt en að það hafi verið allt annað ÍR-lið sem lék þennan leik, en verið hefur i mótinu til þessa. Oftast léku leikmennirnir af yfir- vegun og skynsemi og meira að segja þegar mestu lætin voru, héldu þeir nokkurn veginn höfði. ÍR-ingar hafa nú hlotið 3 stig i deildarkeppninni, einu minna en Grótta, og má ljóst vera að bar- áttan á botninum milli þessara tveggja liða verður gífurlega hörð. Þau eiga eftir að leika i seinni umferðinni. ISTUTTU MÁLI: islandsmótið 1. deild Laugardalshöll 21. janúar URSLIT: ÍR — FH 23—21 (13—10). Gangur leiksins Min. IR FH 4. Ásgeir 1:0 5. 1:2 Þórarinn 7. 9. Gunnlaugur (v> 10. Gudjón 11. 12. Jóhannes 13. Guðjón 13. Guðjón 14. 16. 19. Brynjólfur 21. Jóhannes 22. Asgeir 22. Brynjólfur 24. 25. 25. Guðjón 1:2 Þórarinn 2:2 3:2 3:3 Örn 4:3 5:3 6:3 6:4 Þórarinn 6:5 Ami 7:5 8:5 9:5 10:5 10:6 Viðar 10:7 Ólafur (v) 11:7 Þjálfari Ungmennafélagið Leiknir óskar að ráða knatt- spyrnuþjálfara árið 197 5. Upplýsingar gefnar í síma 91 á Fáskrúðsfirði frá kl. 9 — 6. Leiknir LIÐ IR: Hákon Arnþórsson 3, Ásgeir EHasson 4, Guðjón Mar- teinsson 3, Þórarinn Tyrfingsson 2, Ágúst Svavarsson 2, Gunn- laugur Hjálmarsson 1, Brynjólfur Markússon 2, Jóhannes Gunnarsson 2, Hörður Hákonarson 1, Bjarni Hákonarson 2, Jens G. Einarsson 1. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 1, Guðmundur Á. Stefánsson 1, Viðar Sfmonarson 2, Gils Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson 2, Árni Guðjónsson 1, Tryggvi Harðarson 1, Örn Sigurðsson 2, Gunnar Einarsson 2, Ólafur Einarsson 4, Birgir Finnbogason 2. — stjl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.