Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
67. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Skyldi’ann rigna um helgina.
— Ljósm.: Friðþjófur.
Fi skÍlTK ;nní Gri iinsl IV 1 kref \í ist
in nfluti únssbai nns ei istv .1 rl ks
Lokað fyrir alla umferð um hafnirnar í Grimsby og Immingham
Meiriháttar
tilslakanir
hjá Israel
Jerúsalem, 22. marz. Reuter.
ÁREIÐANLEGAR heim-
ildir í Jerúsalem hermdu,
að Israelar væru um það
bil að fallast á að gera
meiriháttar tilslakanir í
kröfum sínum á hendur
Egyptum í sambandi við
lausn deilu þeirri. Er talið
að ísraelar séu nú tilbúnir
að falla frá kröfu sinni um
opinbera yfirlýsingu frá
Egyptum, um að þeir lofi
að fara ekki með stríð á
hendur ísraelum. Þess í
stað myndu Egyptar og
ísraelar staðfesta í leyni-
skjali gagnkvæmt loforð
þess efnis fyrir Sameinuðu
þjóðunum.
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði við
fréttamenn að afloknum tveggja
klst. fundi með Rabin, forsætis-
ráðherra ísraels, að deiluaðilar
hefðu á undanförnum vikum
færst nær hvor öðrum, en ennþá
bæri nokkuð í milli, „og meðan
svo er, er mikið starf eftir óunn-
ið,“ sagði utanríkisráðherrann.
Kissinger sagðist myndu halda
friðarumleitunum sinum áfram
svo lengi, sem von væri um að
brúa þetta bil. Kissinger átti að
hitta ísraelska ráðamenn á fundi
aftur síðdegis, en ekki var vitað
hvort hann myndi fara aftur til
Aswan til viðræðna við Sadat
Egyptalandsforseta. Egyptar eru
nú sagðir hafa fallið frá kröfu
sinni um tafarlausan brottflutn-
ing herja ísraela frá Sinaieyði-
mörkinni og fallist á 6 mánaða
umþóttunartíma. Hins vegar
munu ísraelar vera að því komnir
að fallast á að láta af hendi hinar
mikilvægu fjallaleiðir í Sinai,
Mitla og Gidda.
„ÞAÐ reynir á þetta á morgun, er
skipin, sem eiga að landa fiski á
mánudaginn koma að,“ sagði Jón
Olgeirsson í Grimsby, er Mbl.
hringdi í hann i gær og spurði
hann um aðgerðir áhafna á 80
snurvoðarbátum í Grimsby, sem
lokuðu fiskiskipa- og vöruflutn-
ingahöfnunum þar og ( Imming-
ham f gærkvöldi til að mótmæla
lágu fiskverði. Krefjast sjómenn-
irnir þess að stjórnin veiti þeim
styrki, eða banni að öðrum kosti
allan innflutning á fiski til Bret-
lands.
„Þetta eru svipaðar aðgerðir og
í Frakklandi á sinum tíma. Að-
gerðir þessar komu þó nokkuð á
óvart. Astæðurnar má að hluta
rekja til þess, að hafnarverka-
menn hafa verið með yfirvinnu-
Framhald á bls. 47.
Sæta hótunum,
en bjóða fram
Lissabon, 22. marz.
NTB.UPI.
FLOKKUR miðdemókrata í
Portúgal, CDS, hefur ákveðið að
bjóða fram í fyrirhuguðum kosn-
ingum til stjórnlagaþings í Portú-
gal þótt kommúnistar muni hafa
hótað að ræna konum og börnum
þeirra.
Flokkurinn ákvað þetta að lokn-
um sjö tíma fundi þar sem sá
möguleiki var ræddur að leysa
hann upp á þeirri forsendu að
kosningarnar yrðu ekki frjálsar
og réttlátar. „CDS muri taka þátt i
kosningabaráttunni og listar
frambjóðenda verða lagðir fram
eftir nokkra daga,“ sagði tals-
maður flokksins, Caetanao da
Cuna.
Foringi flokksins, prófessor
Diogo Reitas do Amaral, segir for-
ingja flokksins hafa sætt ofsókn-
um öfgasinnaðra vinstrimanna
sem hafi hringt til heimila þeirra
og hótað að myrða fjölskyldur
þeirra.
Amaral segir að á sama hátt og
gamla stjórnin hafi ekki viljað
halda frjálsar kosningar geri
Framhald á bls. 47.
Blóðið hitað til þess
að lækna krabbamein
SKURÐLÆKNI ( Houston (
Texas, John Stehlin, hefur
orðið svo vel ágengt í því að
lækna sjúklinga af krabba-
meini ( útlimum sem hefur
verið illkynjaðri en flestar aðr-
ar tegundir krabbameins, með
þv( að hita blóð sjúklinganna
.upp ( 43,3 gráður á selsfus, að
möguleikar þeirra á þvf að lifa
hafa þrefaldazt.
Hann einangrar blóðið i sýkt-
um útlim frá öðru blóði líkam-
ans til að tryggja að aðrir
líkamshlutar skaddist ekki af
völdum hins háa hita. Til að
auka áhrif aðgerðarinnar
sprautar hann kröftugu lyfi,
sem er ætlað að vinna á krabba-
meini, ásamt blóði, sem hann
dælir í sýkta útliminn með vél,
sem er venjulega notuð til að
gefa sjúklingum súrefni við
hjartauppskurð. Dælan er búin
hitunartæki.
Krabbamein það í útlimum,
sem Stehlin læknir notar þessa
aðferð gegn, kallast „melan-
oma“ og hrjáir litafrumur húð-
arinnar. I fyrstu lýsir sjúkdóm-
urinn sér venjulega þannig að
upphækkaður brúnn blettur
myndast á húðinni og siðan
breiðist hann oft til innyflanna.
Talið er að 5.000 Bandarikja-
menn látist úr þessum sjúk-
dómi á ári.
Stehlin hefur reynt aðferð
sína á 30 sjúklingum og
árangurinn hefur orðið sá að
fimm árum eftir aðgerðina hafa
76,7% sjúklinganna verið á lifi.
Áður hefur aðeins verið reynt
að lækna sjúkdóminn með
lyfjagjöf og aðeins 22,2% sjúkl-
inga hafa lifað i fimm ár eftir
slíka aðgerð. Um flestar teg-
undir krabbameins gildir sú
skoðun að sjúklingar hafi verið
læknaðir ef þeir lifa lengur en
tíu ár eftir aðgerð.
Jafnframt hefur Stehlin
byrjað nýlega á tilraunum til að
nota sömu aðferð til að lækna
lungnakrabba, en aðeins 5%
sjúklinga sem gangast undir
skurðaðgerð við honum lifa
hann af. Hann kannar einnig
möguleika á að nota aðferðina
til að lækna lifrakrabba.
Vitað hefur verið síðan 1930
að hár hiti drepur krabba-
meinsfrumur á undan flestum
venjulegum frumum af ein-
hverjum dularfullum ástæðum.
Auk þess hefur verið vitað í 100
ár að af einhverjum ástæðum
fækkar krabbameinsfrumum í
sjúklingum sem fá mikinn sótt-
hita. Vandinn hefur verið sá að
finna það hitastig sem hefur
ekki áhrif á eðlilegar frumur
en drepur krabbameinsfrumur.
Stehlin viðurkennir að
aðgerðin hafi fengið óorð á sig
vegna hættu sem sé henni sam-
fara. Qf mikill hiti gerði það að
verkum í fyrstu aðgerðum hans
fyrir sjö árum að hann var í
Framhald á bls. 47.