Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBI.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Blikksmiðja Gylfa ERUM FLUTTIR með blikksmiðjuna að Tangarhöfða 11. Sími 83121. Trésmíðavélar óskast ísstöðin h.f., Garði Simi 92-7160. NAMSSTYRKUR Sjóður Fríðu Proppé og P. Stefánssonar veitir námsstyrk til framhaldsnáms i verzlunarfræð- um í enskum eða amerískum verzlunarháskóla. Styrkþegi þarf m.a. að vera brautskráður frá Verzlunarskóla Islands með 1 . einkunn. Umsóknir þurfa að berast Verzlunarráði íslands eigi síðar en 10. maí 1975, sem veitir nánari upplýsingar. SÍMASKRÁIN 1975. Afhending simaskrárinnar 1975 hefst þriðju- daginn 1. apríl til símnotenda í Reykjavík. Dagana 1., 2. og 3. apríl, það er frá þriðjudegi til föstudags, að föstudeginum meðtöldum, verður afgreitt til handhafa símanúmera, sem byrja á einum og tveim. Dagana 7. til 10. apríl verður afgreitt til handhafa símanúmera, sem byrja á þremur, sjö og átta. Símaskráin verður afgreidd á Aðalpósthúsinu gengið inn frá Austurstræti, daglega kl. 9—18 nema laugar- daginn 5. apríl kl. 9 —12. I Hafnarfirði verður simaskráin afhent á simastöðinni við Strandgötu frá þriðjudegi 1. april. Þar verður afgreitt út á númer sem byrja á fimm. í Kópavogi verður simaskráin afhent á Póstaf- greiðslunni, Digranesvegi 9 frá þriðjudegi 1. april. Þar verður afgreitt út á simanúmer, sem byrja á tölustafn- um fjórir. Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 síma- skrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Heimsendingin hefst þriðjudaginn 1. apríl n.k. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður símaskráin afhent gegn afhendingaseðlum, sem póstlagðir voru í dag til símnotenda. Athygli símnotenda skal vakin á þvi að simaskráin. 1975 gengur i gildi frá og með mánudeginum 14. april 1975. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyði- leggja gömlu símaskrána frá 1 974 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá því að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur í gildi. Simstjórinn i Reykjavik. Handknattleikssamband íslands | íþróttamiðstöðinni, Laugardal, Reykjavik. Vinsamlega sendið mér undirrituðum.........miða í ibúðarhappdrætti HSÍ, vinningur er 2ja herbergja ibúð við Kriuhóla. I Nafn ................................................ | I Heimili .............................................. Q Hér með ávisun 0 Vinsaml. sendist í póstkröfu Verð hvers miða er kr. 250.- | UTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR! Tökum að okkur að hreinsa lestar í fiskiskipum með kraftmiklum þrýstivatnsdælum. Málverk s.f., símar 28679 og 66324. Nýtízku karlmannaföt falleg og vönduð kr. 9080.— Terelynebuxur frá kr. 1975.— Terelynefrakkar kr. 3550.— Sokkar frá kr. 90.— Úlpur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. óskar eftir starfsfólki AUSTURBÆR Sóleyjargata, Laufásvegur 2 — 57, Þingholts- stræti. ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir, Ármúli, Laugarásvegur 1—37. Snæland, Austurbrún 1. Austurgerði. VESTURBÆR Nýlendugata, Upplýsingar í síma 35408. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. í síma 101 00. BÚÐARDALUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 01 00. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 10100. ---------------s Smuróa brauóíó frá okkur á veízluboróió hjá yóur BRAUDBORG Njálsgötu 112 Sírnar 18680 16513 — Minning Framhald af bls. 33 dregur, fööurtúna til og svo fór um Magnús, þvi 1919 staðfesti hann ráó sitt og gekk aó eiga heimasætuna í Núpsdalstungu, Guöfinnu, dóttur þeirra hjóna Björns og Ásgerðar er þar bjuggu langan aldur. Hófu ungu hjónin þá búskap á Torfastöðum, fyrst i sambýli við foreldra Magnúsar, en tóku svo brátt við öllum bús- forráðum. Bjuggu þau hjón þar í aldarfjórðung og unnu svo sem kraftar leyfðu að endurbótum býlisins við uppbyggingu húsa og ræktun og var þá ekki spurt um fjölda vinnustunda né tímakaup, en þaó er sameiginleg hetjusaga islenzks sveitafólks frá þeim ár- um. Magnús tók mikinn þátt i félagsmálum sinnar sveitar, þó eigi verði það frekar tíundað hér. Nutu sín þar vel vitsmunir hans og víðsýn þekking. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Ásdísi, gifta Benedikt Guð- mundssyni bónda að Staðar- bakka, en þar búa þau myndar búi og eiga fjögur uppkomin börn, eina dóttur og þrjá syni, mæt og vel gefin, svo sem þau eiga ættír til. Guðfinna kona Magnúsar varð fyrir slysi er gerði hana óvinnu- færa um árabil. Vað það til þess að þau hjón brugðu búi og flutt- ust til Reykjavikur árið 1944. Fengu þau fyrst leigt húsnæði að Bjargi á Seltjarnarnesi hjá þeim hjónum Isak og Jóhönnu sytur Guðfinnu. Kom Magnús sér þar upp trésmíðaverksæói í smáum stíl til að byrja með og framleiddi aðallega amboó, orf og hrifur, sem brátt vöktu athygli kaupenda og eftirspurn meiri en hann gat annað. Varð það til þess að hann jók vélakost sinn til muna og tók sér aóstoðarmen við framleiðsl- una, sem jafnframt varð fjöl- breyttari eftir því sem árin liðu. Þurfti þá á meira húsrými að halda og keypti Magnús þá húsió Mávahlíð við Hagamel, sem hann endurbætti og stækkaði, svo þar varð rúmgóð íbúð og allstórt verk- stæði, sem búið var fullkomnum vélakosti, svo sem til þurfti að anna þeirri framleiðslu, er þau hjón töldu sér bezt henta. Unnu þau jafnan bæði að framleiðsl- unni, sem varð því fjölbreyttari sem aðstæður bötnuðu. Um ára skeið hefur uppeldisbróðir Magnúsar, Salómon Hafliðason, unnið þar með þeim og mun vand- fundinn betri og vandaðri verk- maður, sem þau hafa líka kunnað að meta. Hin síðustu árin, er heilsu Magnúsar tók að hnigna og þó sérstaklega sjónin að daprast, hef- ur elsti dóttursonurinn, Ingi- mundur, verið aðal hjálparhella þessa öldnu heiðurshjóna, en amma hans, Guðfinna, veróur áttræð á komandi sumri, svo starfsdagurinn er orðinn langur og vinnustundirnar margar. Er sem þau hafi hugsað, svo sem í kvæðinu segir: Þó ég deyi þreytt- ur og lúinn, þá fæ ég nóg að hvíla mig. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, bæði meðan þau bjuggu í sveitinni og þó ekki síður eftir að þau fluttu til borgarinnar. Var þar vel veitt að íslenzkum sveitasið, bæði gömlum frændum og vinum úr heimabyggðinni og svo fjölmennum hópi nýrra kunn- ingjá’ og venslamanna þar syðra. Var þá tíminn fljótur að liða við upprifjan liðinna atburða eða um- ræðu dægurmála. En ekki hvað síst lét húsbóndanum vel að ræða um síðustu bækurnar, er hann hafði lesið og það ætla ég að eng- inn dagur hafi liðið svo að kvöldi, aó hann ekki hafi tekið sér bók í hönd, hversu miklar sem anirnar voru, því aldrei skorti verkefnin. Og er svo var komið að sjónin eigi entist til lestrar, var það hans bezta dægradvöl er fyrir hann var lesið úr þeirri bók, er hann tiltók úr safni sínu. Er ég nú kveð þennan mág minn og vin að fornu og nýju, eru mér efst I huga ótaldar ánægju- stundir á langri leið frá fyrstu kynnum til hinstu stundar og þeir munu vera margir, er svipað hugsa nú að leiðarlokum. Guðmundur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.