Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Kristmundur Bjarnason: Jón Ósmann ferjumaöurQ Útgefendur: Sýslusjóóur Skagaf jaröarsýslu og Sögu- félag Skagfiróinga □ Akureyri 1974 □ Seinni hluti: •• „Ollu er settur skammturinn” „JÖN Magnússon í Nesi þótti óvenju vel geröur unglingur til líkama og sálar. Er hann fermd- ist, hlaut hann þenna vitnisburö hjá presti sínum: „Kann dável, skilur vel, les vel; hegöar sér dá- vel.“ (Neðanmáls stendur: „Dá- vel merkir hér mjög vel:). Þannig hefst fyrsti kaflinn í þættinum Ferjumaöurinn, en kaflinn heitir Vösólfur og veiöikló. Og höfund- ur heldur áfram: „Hann var bók- hneigður, las allt, sem hann komst yfir, og þótti listaskrifari. Hann hafði miklar mætur á ljóða- gerð, fór ungur að setja saman visur til gamans sér. Hann hafði og yndi af söng og hljóðfæraleik." Hann las mikið Islendingasögur. Huldufólkstrú var allalgeng i Hegranesi, enda land þar þannig, að virðast mætti álfaslot í hinum fjölmörgu og stóru grettistökum. Jón var snemma mikið náttúru- barn og var löngum stundum fjarri bænum, án þess að hljóta vítur fyrir, og mjög snemma hneigðist hann til veiðimennsku. Kristmundur segir svo: „Jóni voru gefnir lausir taumar í æsku, óttaðist Sigurbjörg aldrei um hann, þótt einn væri á svalki. Kvað hún guð ráða ferðum sonar- ins, meðan hann rækti trú sína. Hafði hún á honum dálæti mikið. Það var þá heldur, að Magnúsi þætti nóg um heimanferðir hans, hófst þó brún, þegar Jón skilaði sér væstur í hlað með silunga- kippu, en það var oft. Á vetrum, þegar tími gafst frá öðru, gripu börnin í Nesi í spil, og varð Jón síðar fíkinn spilamaður. Einnig tefldu þau skák. Oft var kveðizt á, kom þeim þá vel, hve mikið þau kunnu af vfsum.“ Jón varð þegar á unglingsárum sínum með hæstu mönnum, svaraði sér vel, beinvax- inn og fyrirmannlegur í fasi, létt- ur á brúnina og einkar glaðlynd- ur. Hann hafði gaman af átökum öllum og íþróttum, en var um geð að þreyta kapp við aðra. Hann var góður sundmaður, skautamaður ágætur og glímumaður, svo að af bar. Mælt er, að móðir hans hefði kennt honum að glíma, en hún var bráðglímin. Þegar Jón var um eða innan við átján ára aldur, fór hann með öðru fólki heim að Hólum. „Það var þá aflraun hraustustu manna að taka dómkirkjuhurðina af hjörum og láta á aftur, án þess að setja hana niður. Hurðin var mjög stór, þykk og járnslegin. Guðmundur í Ási segir svo frá: „Þar var þá staddur Einar hrepp- stjóri í Brimnesi; hann segir við Jón: „Það er talið hreystiverk, og geta fáir, að taka kirkjuhurðina af hjörunum og láta hana á aftur án þess að hún komi niður.“ Jón gaf því engan gaum. — Eftir messu, þegar fólk hafði dreifzt, fór Jón með Einari að kirkjudyr- um, tók hurðina af hjörum og lét hana á aftur án sýnilegrar áreynslu." Aðrir gerðu sfðar meira úr þessari aflraun og segja, að Jón hafi borið hana „léttilega á hálfbeinum örmum allt umhverf- is kirkjuna og sett hana síðan á hjarir án þess að hún kæmi nokk- urn tíma við jörð. „Kraftar Jóns og óvenjulegir mannkostir gerðu hann að þjóðsagnapersónu í lif- anda lífi. .Sem mann er sagt um hann meðal annars: „Jón var góð- hjartaður og göfuglyndur og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta úr því á einhvern hátt... Hann var sökum brjóst- gæða sinna og annars drengskap- ar mikils metinn af öllum, sem þekktu hann. Hann vildi alls stað- ar koma fram til góðs.“ Sveitungi Jóns á líku reki segir: „Gjafmildi Jóns var takmarkalaus. Hann var sérstakur veiðimaður, aflaði þvi feikn af silungi, fiski og sel. Marg- oft gaf hann alla dagveiðina.“ Gáfumaðurinn Stefán Vagnsson sagði meðal annars um Jón: „... dáður fyrir hreysti sína og mann- kosti og elskaður og virtur af öll- um, sem áttu þvf láni að fagna að kynnast honum.“ Kristmundur tekur það fram, að Jón hafi þegar sem unglingur verið ósérhlífinn og ötull við hvaða vinnu sem var, og afkasta- mikill var hann. Bóndi nokkur gisti á Utanverðunesi að sumar- lagi. „Morguninn eftir gekk hann um hólana á túninu í Nesi. Þegar hann sá skárana og ljáförin á hól- unum, spurði hann Magnús bónda, hver hefði slegið þetta og hver ætti þessa skára og þessi ljáför, og svaraði þá Magnús: „Ég trúi, að hann Nonni minn hafi nagað af þéssu." En segir Krist- mundur, að þrátt fyrir dugnað við hvers konar störf, hafi Jóni verið kær „tilbreyting f starfi. Hann hneigðist því snemma til veiði- mennsku." Ennfremur segir bókarhöfundur: „Jón hneigðist ungur til nokkurrar vínnautnar, og ágerðist hún með aldrinum. Sjaldnast eða aldrei sá þó á hon- um vin, og prúðmennskan brást honum ekki. Hann var ekki gam- all, er hann hafði vanið sig á allt tóbak, einkum munntóbak, en reykti jafnan nokkuð og tók í nef- ið til hátíðabrigða." I þennan tíma var það helzta von ungra manna í Skagafirði til fjár og frama að fara á vetrar- vertíð suður á land. En þó að ævintýrahugur væri í Jóni, brá hann ekki á það ráð, var og i nánum tengslum við náttúru og mannlif átthaga sinna. Tuttugu og þriggja ára réðst hann ráðs- maður til þrítugrar ekkju, og vor- ið eftir fæddi hún honum son. Hann lézt á næsta hausti, og ekki varð af þvf, sem við var búizt, að Jón gengi að eiga þessa barnsmóð- ur sína, heldur lagði hann nú lag sitt við stjúpdóttur hennar, Guðnýju að nafni, sem var tveim- ur árum yngri en hann. Var hon- um legið á hálsi fyrir þessi kvennamál, og var hann hljóðlát- ari og dulari en hann átti að sér. Árið eftir fluttist ekkjan búferl- um vestur f Húnvatnssýslu, og Jón hvarf heim til foreldra sinna. Guðný ráðst í vist að Egg í Hegra- nesi, en næsta ár fluttist hún að Nesi. Ari seinna fæddist þeim Jóni drengur, sem lézt á sama ári. Þremur árum seinna átti hún dóttur. Hún var heitin Sigurbjörg Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Agnes, Komst hún á legg og eign- aðist afkomendur, Guðný var áfram i Nesi, en ekki gekk Jón að eiga hana fyrr en árið 1897. Ari sfðar eignuðust þau son, sem dó á öðru ári. Ekki tökust varanlegar ástir með þeim Guðnýju og Jóni. Þau voru ekki lík í skapi. Þótti henni Jón laus við heimili, drykk- felldur um of og hugsunarlaus um að komast í efni. Guðný lézt úr tæringu eftir fimm ára hjóna- band. Glæsimennið og kvenna- gullið Jón Ósmann virðist ekki hafa kunnað að velja sér konu, sem hann fengi bundið ástir við og yrði honum til heilla, og þessar konur, sem nú hefur verið getið, hafa ekki sótt til hans varanlega gleði hvað þá gæfu. Magnús f Nesi hafði ekki stórt bú, en lifði öðrum þræði á sjávar- björg og ferjumennsku. Þess hef- ur áður verið getið, hvers virði Jón sonur hans hefur verið hon- um sem sláttumaður, og hann var og heimilinu drjúgur bjargvættur á margan hátt. Hann varð fljót- lega afbrigðakappsöm og veiðin skytta, og til dæmis um veiðisæld hans á fiskifang, mun nægja að greina frá því, sem hér fer á eftir; Árið 1899 veiddu íbúar Rípur- hrepps 31.400 bolfiska og 14 tunn- ur síldar. Þar af var afli Jóns 12 þúsund af bolfiski og 10 tunnur af síld. Auk þess taldi hann 200 sil- unga. Þá hafði hann á hendi ferjumennsku yfir Vesturós Hér- aðsvatna á þriðja áratug fyrir hönd föður sfns og bróður, sótti fyrst um ferjumennskuna árið 1906 og var veitt starfið. En hin sögulega og ævintýralega ferju- mennska hans hefst f rauninni, þegar sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu lét smíða fyrstu dragferj- una, en það var árið 1892. Þá var Sauðárkrókur mjög ört vaxandi kauptún. Fór þeim sffellt fjölg- andi, sem þangað fluttu viðskipti sfn, og umferð þangað og þaðan jókst með hverju árinu, sem leið. Má segja, að um leið og hin mikla dragferja, sem tók nokkra menn og hesta, varð farartæki yfir hinn breiða og mannskæða ós, flytti Jón Ósmann dvalarheimili sitt f það forna og hrörlega byrgi, sem með tíð og tíma varð oft ekki aðeins verustaður hans á daginn, heldur einnig á nóttunni — og varð jafnvfðkunnugt og hinn sér- stæði ferjumaður sjálfur. Má segja að þar gleymdi „hann heimi og gleymdi sér“, það er að segja: þar fann hann um áratugi þá and- legu og líkamlegu lífsfyllingu, sem svo gáfaður og mikilhæfur öðlingsmaður hefði átt að geta hlotið i farsælu hjónabandi og efnalegu og þjóðfélagslegu gengi. Eins og áður getur var ósinn, sem hann ferjaði yfir, mikið vatnsfall, sem hafði mörgum orð- ið að bana. Venjulega var hann um eða yfir hálfur kílómetri á breidd, en í vatnsvöxtum gat hann orðið feiknabreitt og ægi- lega straumhart fljót, stundum var hann með jakahlaupi. Þá ýfð- ist hann og feiknlega þegar brim- aði á strauminn. Samt hlekktist Jóni aldrei á, þó að ferjan væri slíkt ferlíki og umbúnaður svo ófullkominn, að hún var vart ann- arra meðfæri en hans, jafnvel þegar ósinn var lygn og hættu- laus. Arvekni Jóns reyndist ein- stök, og allir áttu að sæta hjá honum sama viðmóti, atlæti og fyrirgreiðslu, jafnt á nótt sem degi. Og engu breytti það, þó að Jón yrði fljótlega slíkur drykkju- maður, að hvern morgun væri það áfengi, sem hann bragðaði fyrst alls, — ljúfmennskan var alltaf söm við sig. Fyrir kom, að ofur- ölva menn riðu út í ósinn og fær- ust þar, og tók það Jón ævinlega jafnsárt og hann sjálfur ætti þar sökina. En hann naut og oft og tíðum mikillar ánægju. Þar kom til hið hjartanlega þakklæti og aðdáun alls þess mannfjölda, sem hann ferjaði og greiddi fyrir af einstæðri alúð, og ennfremur þær stundir, sem hann átti í byrginu með gáfuðum og oft hagmæltum góðvinum. Þá var vísnagerð mjög almennt iðkuð í Skagafirði, og margir af almenningi voru með ágætum hagmæltir. Þeir sóttust flestir meira og minna eftir nán- um kynnum við hinn gáfaða, skemmtilega og ljúfa ferjumann. Sama máli gegndi um embættis- menn héraðsins, Jóhannes sýslu- mann Ólafsson, Hallgrím Thor- lacius prest í Rip og siðar í Glaum- bæ — og siðast en ekki sízt hinn bráðgáfaða drengskaparmann Sigurð lækni Pálsson, sem allir dáðu og virtu, — hann varð tryggðavinur Jóns Ósmanns, sem tregaði hann allt til æviloka og orti eftir hann hjartnæmt ljóð. Jón Ósmann var ekki aðeins hagmæltur. Hann var og orð- hagur í mæltu máli, og allsnemma kom fram hjá honum sú tilhneig- ing að mynda ný orð, svo sem lýsingarorðin fjallgrimmur og eldgrimmur. Hann varð og svo sérlegur og oft skrúðyrtur, þegar aldur færðist yfir hann, að sumum gekk illa að skilja hann. Og tiltölulega snemma eftir að hann tók að dvelja lengst af í byrginu, valdi hann umhverfi sínu sérstætt heiti. Kallaði hann fjöruna austan við ósinn Furðu- strandir. Hann skírði og dragferj- una, kallaði hana Botnu, og gleði- gjafar hans og gesta, sem hann veitti, hlutu einnig sín heiti. Hann átti flösku, sem hann kall- aði Búnku, og brennivínskút sinn nefndi hann Skudda. Svo dró þá „eldvatnið" nafn af kútnum. Jón sagði til dæmis: „Fáðu þér skudda." Félaga sína, sem oft þágu drykk úr kútnum, kallaði hann skuddabræður eða skudda- drengi. Kristmundur segir margar kraftasögur af Jóni, og birti ég hér eina, sem sýnir, að nokkur fyrirferð hefur stundum verið á þeim skuddabræðrum — og auk þess er sagan svo sérstæð, að ég hygg, að hún eigi vart sinn líka: „Einu sinni sem oftar brá Jón sér til Hofsóss ásamt nokkrum kunningjum, sem hugðust gera sér glaðan dag á sumardaginn fyrsta. Drukkið var ósleitilega. Fór Jón að venju betur með vin en félagar hans, þótt hann hvolfdi í sig öðrum meir. Fannst og jafn- an á, að hann taldi sig bera ábyrgð á félögum sínum. Nú verður Jón þess var sem þeir standa við krambúðardiskinn í Hofsósshöndlun, að skarð er komið I hóp skuddabræðra, en ös er i búðinni og glaðværð mikil. Jóni varð nokkuð um, þegar hann sá þann horfinn, er helzt hafði orð fyrir að kunna ekki hófið, því að hann var slysahræddur, þó ekki um sjálfan sig. Hóaði hann saman liði sinu í skyndingu og hóf leit. Loks fúndu þeir „bróðurinn" ofurölvi niðri I fjöru, og var að flæða að honum. Jón þreif mann- inn, brá i handarkrika sér og stakk siðan hendinni i vasann. Lenti maðurinn á grúfu, sneru fætur fram, en höfuð aftur og dinglaði ákaflega. Hugðist Jón koma svolanum i húsaskjól. Á leiðinni upp eftir dreyptu þeir félagar enn á sig og hófu sam- ræður svo skemmtilegar, að þeir gleymdu sér og völsuðu viða um þorpið. Fólki varð starsýnt á Jón með manninn dinglandi í handar- krikanum. Loks víkur sér einhver að honum og spyr, hvort slys hafi orðið. Rankaði þá Jón við sér og bað guð að fyrirgefa gleymskuna. Kom hann manninum í húsaskjól, þar sem hlynnt var að honum, er hann raknaði úr rotinu.“ „öllu er settur skammturinn," segir Fornólfur, og sú varð að vonum reyndin um tröllaheilsu Jóns Magnússonar Ösmanns. Hana þraut, áður en hann náði fimmtugsaldri, en minnisbók hans sýndi, að geðheilsan var tek in að gerast að nokkru veil þegar upp úr aldamótunum. Hann var þá orðinn haldinn einmanakennd og lífstrega, sem var í fyllsta ósamræmi við hætti hans og dag- far. Hann skrifar i bók sina ljóð Guðmundar skálds Guðmunds- sonar Taktu sorg mína svala haf, og bendir það í þá átt, að hjá honum sé tekið að gæta þess seiðs, er seinna magnaðist svo, að hann réð þeim ævilokum, sem hann valdi sér. Það talar og sínu máli, að hann hinn mikli dreng- skaparmaður tekur árið 1907 að leita ásta stúlku, sem er tuttugu og sex árum yngri en hann og fósturdóttir hollvinar hans, sem fórst í ósnum, og hann syrgði mikið. Stúlkan hét Elín. Þremur árum siðar er heilsan svo mjög brostin, að vinur hans, Jónas læknir Kristjánsson, segir hann verða að neita sér um vin, draga úr tóbaksnotkun og forðast vos- búð og mikið erfiði. Einmitt það ár flyzt unga stúlkan að Nesi, og tveimur árum síðar fæðir hún Jóni sveinbarn. En ekki gekk hann að eiga hana. Hann sagði: „Ég hef gifzt einu sinni og geri það aldrei aftur." En stúlkan unni honum svo, að ekki setti hún þetta fyrir sig, og varð sambúð þeirra góð. En nú seig fljótt á ógæfuhlið um líkamlega og and- lega heilsu Jóns. Hann snarhætti að drekka og var það hin mesta kvöl. Hann þjáðist svo af svefn- leysi, gigt og svima, að honum veittist örugt að rækja hin erfiðu störf sín. Þunglyndi sótti á hann, og aldrei þessu vant tók hann að barma sér. Hann lét og í ljós, að hann væri haldinn sivaxandi hvöt til að steypa sér I Ósinn, kenndi það þvi, að hann hefði drukkið blóðið úr selum, sem hann skaut, og af þeim sökum drukkið í sig eðli þeirra, þrá eftir öldunum og djúpinu. Svo var það föstudaginn fyrstan í sumri 1914, að um hádegisbil komu tveir góðkunningjar Jóns Ósmanns að Ósnum. Þeir tóku þegar eftir þvi, að bytta Ósmanns lá við stjóra úti á Ós. Þeir gengu að Byrginu og fóru þar inn. Á guðsorðabók á borðinu lá hvít pappirsörk, sem á var ritað: I Jesú nafni. Þar voru og tvö bréf. Annað var til Jónasar læknis. Þar reyndist Jón Ósmann skýra vini sínum frá því, „hvers vegna hann verði nú að hlýða kallinu.“ Hitt var til fornvinar Jóns, Jóns Sigurðar Péturssonar bónda, hann biður hann sjá til með Elinu og barninu. Lík Jóns fannst rekið sjö vikum siðar. Að kvöldi jarðar- farardagsins ritar Pétur Hannes- son frá Skíðastöðum í dagbók sína: „Jón Magnússon Ósmann var jarðaður hér i dag, fjöldi fólks fylgdi líkinu að moldarrúminu þar sem dauðinn geymir það. Hann bar að landi út á Skaga. öldurnar skiluðu honum undir Skefilsstaðabökkum sjö vikum eftir að hann fórst í Héraðsvatna- ósnum. Allan þann tíma fóstruðu þær hann og vögguðu honum á milli sin, svo báru þær hann á fjörur óskemmdan, rændu ekki nokkurri spjör, en settu aðeins eðlilegt merki sitt á andlitið, og skeggið og hárið var eins og þær hefðu kysst það burt.“ Kristmundur Bjarnason lýkur sérstæðri og eftirminnilegri örlagasögu hins ástsæla og glæsi- lega Skagfirðings með „Rimblaði Hannesar Péturssonar um hvarf Jóns Ósmanns." Sumir lesendur bókarinnar munu segja, að eftir- læti móður, almenn aðdáun og margra áratuga samskipti við Bakkus gamla hafi mestu ráðið um lífsferil og ævilok hinnar mikilhæfu kempu. En mundi ekki Framhald á bls. 23 „Sitterhvort gœfa eða gjörvileikur”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.