Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 37 — Minning Framhald af bls. 32 fram í fátækt þeirra tíma, fyrst í stað. En börn þeirra hjóna voru öll bráðdugleg og þeim hagfræði í blóð borin. Elztu bræðurnir lika að verða hlutgengir til sjós, hvar sem var, og það var stórt atriði á Skaga. Oft minntust þeir bræður Ásmundur og Magnús þessa tíma- bils og mikið þótti þeim vænt um hinri harðduglega og skemmtilega formann sinn, Stein á Hrauni. Á hann minntust þeir oft með hlý- hug og virðingu. Hefur hann án efa oft verið búinn að færa björg að búum þeirra útskagamanna. Árið 1920 tekur Magnús við bús- forráðum í Ketu og ráðskona hans Sigurbjörg Sveinsdóttir, er siðar varð kona hans. í Ketu bjuggu þau stóru og gagnsömu búi og sannaðist fljótt á Magnúsi hið forna spakmæli, „flestum kippir i kynið", en Magnús afi hans á 111- ugastöðum var einn mesti búhöld- ur í Fljótum og þó viðar væri leitað, farsæll fyrirhyggjumaður, sem öllum vildi vel. Hygg ég flest- ir ættmenn hans hefðu viljað vera honum líkir, — látum Njál segja frá: „Honum munu flestir trúa,“ stendur þar. Þannig er að hafa almenna hylli. Hana hafði Magnús á Illugastöðum, afi Magnúsar í Ketu, og ég hygg að hann hafi erft æði mikið af hans beztu eiginleikum. Að vera vinur vina sinna, heilráður og hjálpsam- ur og vilja öllum vel, mun hafa verið kjörorð þeirra beggja. 1 Ketu breytti Magnús miklu óræktarlandi í sléttan töðuvöll, endurbætti ogstækkaði heyhlöður og girðingar. iveruhús úr stein- steypu ætlaði hann að byggja tvisvar í Ketu, en varð fyrir óhöppum í bæði skiptin, svo af því varð ekki. En þó eldri bær væri i Ketu, var þar ánægjulegt að koma. Bærinn var allstór, þurr og þrifalegur og bar húsráðend- um gott vitni um umgengni og þrifnað. Og að tala við þau Magnús og Sigurbjörgu var bæði fræðandi og skemmtilegt. Glað- værð og gestrisni prýddi heimilið í Ketu, og það fóru flestir glaðari þar úr garði en þeir komu. Þannig er íslenzkri gestrisni bezt lýst, að hún nái almanna hylli. Eins og áður er sagt, bjuggu þau Magnús og Sigurbjörg stóru fjárbúi í Ketu. Hitt var ósagt hvað stór fjárbú á Skaga þurfa mikið eftirlit, fénaðarferð er þar ærin, bæði til fjalls og fjöru og Magnús er hirti fé sitt með afbrigðum vel, fór að þola gang illa. Og þegar svo var komið, sá hann sér ekki fært að búa lengur f Ketu. Keypti þá hús á Sauðárkróki og flutti þang- að, en sársaukalaust mun það ekki hafa verið þeim hjónum að fara frá Ketu. Fjögur menntuð og mannvænleg börn áttu þau hjón er þau fóru af Skaga. 1. Ragnar, löggiltur endurskoð- andi, kvæntur Gróu Bæringsdótt- ur. 2. Sigurður, heildsali, kvæntur Guðrúnu Lilju Halldórsdóttur. 3. Magnús, fulltrúi, kvæntur Hansinu Sigurðardóttur. 4. Ester, húsfreyja í Ástralíu, gift Ingva H. Magnússyni, auglýs ingateiknara. Einn son átti Sigurbjörg frá fyrra hjónabandi, Rafn Guð- mundsson, fæddan 21.06.’12. Á Sauðárkróki vann Magnús að ýmsum störfum og féll þau allvel, en flutti þaðan til Reykjavíkur 1947, því börn þeirra voru þá setzt þar að. Þar bjuggu þau fyrst á Hringbraut 109, siðar á Skarphéð- insgötu 16 og vann Magnús við fiskverzlun. Var þar, sem alls staðar er hann kom nærri, áreið- anlegur og mikils metinn. Konu sina, er hann unni mjög, missti hann árið 1959. Svo voru þau lík, Magnús og Sigurbjörg, að gáfum og gjörvu- leika, að unun var þau að lita. Var sem náttúran sjálf hefði lagt sig alla fram að gjöra þau sem bezt úr garði. Þannig geta örlögin spunn- ið sinn vef um menn og málefni og fer þá vel, ef gæfa fylgir gjörvuleika til enda. Haf þökk fyrir kynnin, kæri frændi minn, líði þér vel á land- inu eilifa, þar sem Guð og góðar vættir vaka yfir velferð þinni. Blessuð sé þin minning. Jón Guðbrandsson. Stofa mín að Síðumúla 34, verður lokuð frá og með 1 5. apríl. Snorri Ólafsson læknir. Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og stilla GM-bifreiðina I hinni nýju og glæsilegu þjón- ustumiðstöð okkar að Höfðabakka 9. Pantið tima hjá verkstjóra f sfma 85539 SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HðFÐABAKKA 9 Simar VerKst. 85539 Verzl 84245 84710 Getum útvegað með stuttum fyrirvara vandaða rennibekki. Stærðir: 200x1 000 — 1 500 mm og 250x1000 — 3000 mm Verðið er einnig hagstætt. G. Þorsteinsson og Johnson, Ármúla 1, sími 8-55-33 rallegar fermingargjafir .. l??.F ^Holtsapótek ^Langholtsvegi 84 Simi 35213 LÓUBÚÐ Fallegt úrval af barnagöllum. Jakkar og buxur frá 1 —12 ára. Stutt og síð flauelspils. Sími Lóubúð, 13670 Bankastræti 14, II. hæð. Ul ÚTBOÐ Tilboð óskast! sölu á röntgenfilmum fyrir Borgarspítalann ! Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. april 1975 kl 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Barna- og unglingaskrifborð Hvítlökkuð með mislitum skúffum. Stærri gerð kr. 1 9.950.- Minni gerð kr. 1 3.700 - © Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 h|h ^STURVt^/ Nýkomið Hinn vinsælu byrjendagítarar á mjög hagstæðu verði Margar tegundir. Einnig margvíslegir varahlutir á fiðlur og selló. Taktmælar — tamborínur Capo (gítarklemmur) Barnasílófónar. Nótnastatíf — ýmis hreinsitæki fyrir hljómplöt- ur, og fleira. HLJÓMPLÖTUR Bachman Turner overdrive Bob Dylan Labelle Billy Swan Bobby Crush John Lennon History of British Rock Georg Harrison — Not fragile — Blood on Tracks. — Hight Birds — I can help. — The Sting — Rock & Roll — Wol. 1 & 2, — Dark House them og margar aðrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.