Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 45 / Likið ðgrasfl eti n u m y • 18 hefði ekki hugmynd um það sem hlaut nú að vera á allra vörum ekki aðeins í Dalnum, heldur einnig inni í bænum? Ég iðraðist eftir að hafa ekki spurt hana hreinskilnislega og ég vonaði innilega að Anders Löving myndi hafa rænu á að velgja henni heldur betur undir uggum. Þegar við komum voru ekki aðr- ir á veröndinni en faóir minn og Thotmes III. Bæði hegðuðu þau sér þó harla furðulega. Pabbi hafði risið kurteislega upp úr bambusstólnum. En það augnaráð sem hann beindi að Lou gegnum hornspangargleraugun var nú hvorki kurteislegt né vina- Iegt og ég fann að hún varð óró- leg. Svo skipti hann allt í einu um ham, brosti innvirðulega og eins og utan við sig og sagði: — Afsakið... en líkindin eru svo fúrðulega mikil... hárið og augun og allt. Mér brá heldur betur í brún. En ég býst við að þér þekkið hana ekki. Hún hét Nofrit og var egypsk prinsessa... Mér varð hugsað til þess að ég hafði komizt að sömu niðurstöðu, þegar ég sá hana sitja við flygil- inn, en svo sneri ég mér afsakandi að Lou. — Þér er alveg óhætt að taka þetta sem mikla gullhamra. Og konan sem þú minnir föður minn á er reyndar fjögur þúsund ára gömul... — Fjögur þúsund og átta hundruð, ef fyllstu nákæmni skal gætt... — En allir fornleifafræðingar líta á hana sem undursamlega fegurðardís. Þú virðist einnig hafa heillandi áhrif á Thotmes III. Viðkomandi köttur hafði ekki látið á sér kræla en stökk nú með yndisþokka upp í kjöltu Lou og neri sér vingjarnlega að vanga hennar og myndaði sig til að sleikja hana á bak við eyrun. En þá lá við borð að Lou trylltist algerlega. Oj, bara, takiði köttinn burt! Ég hata ketti! TAKIÐI KÖTTINN OG ÞAÐ STRAX! Nokkurt uppnám varð nú I nokkrar mínútur meðan ég tók Thotmes og reyndi að sefa hana og Einar sem kominn var þarna líka reyndi að sefa Lou. Anders Löving sem hafði setzt i sófann og virtist bíða átekta, spurði kurteis- lega þegar mesti gauragangurinn var liðinn hjá hvort hann mætti ekki nota tækifærið og spyrja frú Mattson nokkurra spurninga, fyrst hún var nú hér komin og hann þyrfti af ýmsum ástæðum að leggja nokkrar spurningar fyrir nágrannana... Lou lét Einar kveikja í sígarettu fyrir sig og beið átekta.. . andlit hennar var með öllu svipbrigðalaust... — Já, Mattson forstjóri og þér, frú, búið í húsinu sem er næst Árbökkum. Hvað hafið þér búið þar lengi? I — Maðurinn minn er þar fædd-|| ur og uppalinn. Það er að segja, ■ þegar foreldrar hans dóu lét hann* rífa gamla húsið og byggði nýtt. | Ég hef búið hér siðan við giftum ■ okkur fyrir sjö árum. — Þér eruð ekki fæddar i Skóg-I um? — Nei, ég er frá Stokkhólmi. — En þér hafið sem sagt búið' hér siðustu sjö árin. Þér getið þá| sjálfsagt sagt okkur frá • umgengnisvenjum f jölskyldna" hér í Dalnum. Hittist þið oft? Lou horfði á hann hissa og I óörugg í senn, dökkum augum.. Hún hafði augsýnilega búizt við I einhverjum öðrum spurningum. | — Ég get svarað þeirri ■ spurningu bæði játandi og neit- * andi, Maóurinn minn og ég hitt-| um húsráðendur hér á Arbökkum | og svo umgöngumst við mikið! systur mannsins míns, sem býr I beint á móti okkur. Ofurstinn er j einnig i fjölskyldunni, en Margit . Holt er svo heilsuveil að þau lifa I heldur fábreyttu lifi og hafa ekki | VELVAKAINIDI Velvakandi svarar ( slma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. % Veiting embættis tryggingayfir- læknis Guðrún Jónsdóttir hefur sent okkur eftirfarandi fyrirspurn: „Er það tilfellið, að við nýlega veitingu stöðu tryggingayfir- læknis hafi verið gengið fram hjá lækni, sein læknafélagið hafði inælt með einróina, auk þess sem hann hafði ineðinæli trygginga- ráðs og hafði unnið við tryggingarnar áður, auk þess sem sá læknir hafði á sinum tíina glæsilegan náinsferil og sérgrein, en staðan veitt öðruin rnanni, sein ekki hefur sainbærilega starfs- reynslu né sérfræðigrein og hafði ekki uinrædd meðinæli? Ef svo er sein hér er sagt, er ekki óeðlilegt að spurt sé, út frá hvaða forsendum stöðuveitingu þessari hafi verið hagað þannig af heilbrigðismálaráðherra, — Matthíasi Bjarnasyni. Guðrún Jónsdóttir.“ Svar Matthiasar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra er á þessa leið: „Læknafélagið inælti ekki ineð neinum uinsækjenda og ekki eftir þvi óskað. Sainkvæmt löguin um alinanna- tryggingar, þá skipar ráðherra yfirtryggingalækni, að fengnum tillögum Tryggingaráðs og for- stjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins. í lögum um heilbrigðis- þjónustu, segir í 33. gr. að ráð- herra skipi þrjá lækna í nefnd er inetur hæfni uinsækjenda, í fyrsta lagi í stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna og lækna heilsu- gæslustöðva. 1 þessari nefnd eiga sæti einn fulltrúi til- nefndur af Læknafélagi islands, einn tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands og landlæknir og er hann jafnfraint formaður nefndarinnar. í þessari söinu lagagrein segir, að ráða inegi eða skipa hvern þann lækni til starfa sainkvæmt þessari grein, sem hæfur hefur verið talinn. i uinsögn þessarar nefndar sein al- mennt er kölluð stöðunefnd varð- andi umsækjendur uin embætti tryggingayfirlæknis segir m.a.: „allir uinsækjendur hafa lækningaleyfi og eru því hæfir til að gegna stöðunni.“ Ennfretnur segir svo i uinsögn nefndarinnar „allir eru umsækjendur með langa starfsreynslu og eru auk þess allir sérfræðingar og því erfitt að gera upp á inilli þeirra.“ Eins og að frainan segir, þá átti þessi nefnd sem á að meta hæfni lækna til áðurnefndrar starfa, erfitt ineð að gera upp á inilli uinsækjenda vegna þess hve jafn- ir þeir voru og auk þess allir sérfræðingar, hinsvegar inælti Tryggingaráð ekki með þeiin manni sein ráðherra veitti stöð- una. Það er óvéfengjanlegur rétt- ur ráðherra, samkvæmt löguin uin almannatryggingar, að hann veiti stöðuna eftir að hafa fengið umsögn sérfræðinga um hæfni umsækjenda, það er hans mat að sá maóur sem stöðuna hlaut, væri bezt fallinn til þess að gegna henni. Hins vegar geta alltaf ver- ið uin það skiptar skoðanir og þá alveg sérstaklega þegar uin er að ræða fleiri en einn umsækjanda, sein eru nokkurn veginn ineð jafnan starfsaldur og allir ineð sérfræðiþekkingu." # Afnotagjöld sjónvarps þegar fleiri en eitt tæki eru á heimili Júlíus P. Guðjónsson skrifar: „Viðtal Eiðs Guðnasonar frétta- manns við Andrés Björnsson út- varpsstjóra i sjónvarpinu fyrir nokkru gefur mér tilefni til að vekja athygli á ináli, sem áður hefur verið bent á, en hlut- aðeigendur gáfu þá ekki gaum. Utvarpsstjóri sagði, að upp- bygging og viðhald dreifikerfis sjónvarpsins hefði nú uin hríð staðið nokkurn veginn í stað vegna fjárinagnsskorts. Sain- kvæint löguin væri aðaltekju- stofninn til slíkra frainkvæinda tolltekjur af innflutningi sjón- varpstækja, en þar sein sá inn- flutningur hefði ininnkað að mun, hefðu þær tekjur aðeins nægt til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum, sem tekin voru til frainkvæmdanna á sínum tíina. Vona ég, að ég fari rétt ineð þetta efnislega. Fyrir fáum áruin voru sett ný útvarpslög og i krafti þeirra sam- in ný reglugerð. Að tilhlutan und- irritaðs koin þá Félag isl. stór- kaupmanna þeirri hugmynd á frainfæri við 'ijármálastjóra út- varpsins, Gunnar Vagnsson, að söinu reglu yrði fylgt varðandi sjónvarpstæki og útvarpstæki, að heiinilisfaðir eða húsráðandi greiddi fullt afnotagjald fyrir eitt tæki, en inætti siðan eiga fleiri á eigin heiinili. Þá hafði undirritað- ur og siðar sainband við Svein Ásgeirsson uin málið, og bauðst hann til þess að rökstyðja það frekar við Gunnar Vagnsson, þar eð hann taldi þetta i senn réttlæt- ismál og tvímælalaust hagsinuna- mál fyrir Rikisútvarpið. Ræddi Sveinn síðan við Gunnar, og varð það að samkomulagi, að Sveinn ritaði ölluin sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum og aflaði upplýs- inga um það, hvaða reglur giltu þar uin þessi efni. Kom þá i ljós, að undantekningaralaust gildir áðurnefnd regla á Norðurlöndum öðrutn en voru landi. Afnotagjald- ið iniðast við heimili, en ekki tæki. 0 Hætta á misnotkun? Eins og við var að búast, kom það greinilega frain, að óttinn við misnotkun þessarar reglu var injög sterkur af hálfu forráða- inanna Rikisútvarpsins. Skiptar skoðanir voru vissulega á ástæð- unni til þess, en þvi var hiklaust haldið fram af okkar hálfu, að I I tekjur útvarpsins myndu aukast J að inun með þessuin hætti og þá I sérstaklega, þegar fram í sækti. | Fyrst fengju inenn sér eitt tæki, ■ en þörfin á fleiri tækjuin og þá ' fyrst og fremst litluin tækjuin, | tnyndi brátt gera vart við sig á i inörgum heimilum. Um misnotk-: un á regluin eru af eðlilegum I ástæðum sjaldnast tii neinar | áreiðanlegar skýrslur, en með. jafnmiklum rétti og menn l þykjast mega óttast misnotk-1 un reglna, ætti að mega segja • nú, að hætt er við, að þegar J hafi verið smyglað til landsins | fjölda smátækja, einmitt | vegna núgildandi ákvæða varó-. andi afnotagjöld af sjón-1 varps-tækjum. Þannig glatar rik-1 isútvarpið tolltekjuin af tveimur i ástæðum. Það hamlar gegn þvi, að : inenn kaupi sér viðbótartæki og I leiðir menn óvart í freistni til | brota gegn öðrum regluin, sein þó . bitna á þvi sjálfu. 1 upphafi var það ríkjandi sjón- | arinið alinennings, að sjónvarps- • tækin ættu að hafa sein stærstan * myndflöt. Ný viðhorf hafa skap- | azt í senn með aukinni tækni og | kynnuin almennings af fleiri . tækjastærðum. Fyrir nokkruin ár- * um var hafin fjöldaframleiðsla | ferðasjónvarpstækja, litilla og | léttra, um 5—11 kg með 1—14 J tominu skerinuin. Algeng stærð I er 11—13 toinmur. Þessi tæki | voru frá upphafi og eru nú ennþá . ódýrari en stærri tækin. Mér þykir rík ástæða til að | vekja athygli á þessu inálr, þar eð i það er tvíinælalaust brýnt hags- J inunainál Rikisútvarpsins jafnt I sein sjónvarpsnotenda. Vænti ég | þess að málið verði tekið til nýrr- . ar athugunar hið allra fyrsta. Að I lokum inætti einnig benda á það | að ef Sjónvarpið færi af stað ineð i litútsendingar á Reykjavíkur- J svæðinu, sein hægt er að koma i I kring ineð litluin tilkostnaði, | inundu gifurlega iniklar tekjur. streyma inn í tollgjölduin, sein • inætti nota til þess að fullkomna-1 dreifikerfið i landsbyggðinni. | Júlfus P. Guðjónsson." | — Samdráttur Framhald af bls. 2 smiðjanna. Engum verksmiðjum hefur verið lokað alveg eins og dæmi voru til í siðustu „kreppu“ en sumar verksmiðjur hafa iokað heilum kerjaskáium. Að sögn Ragnars bendir fátt til þess að bata sé að vænta I bráð og sér- fræðingar telja, að markaðurinn jafni sig ekki fyrr en einhvern- tima á árinu 1976. Er það spá sumra sérfræðinga, að nokkur ár þar á eftir verði eftirspurn eftir áli meiri en hægt verði að anna. Alufinance í gang Sem fyrr segir er áhrifanna þegar farið að gæta í álframleiðsl- unni hér innanlands. ísal hefur hætt framleiðslu i 40 kerjum af 280 og er það tæplega 15% fram- leiðsluminnkun. Ársframleiðslan, sem áætluó var 76 þúsund tonn árið 1975, verður þvi ekki nema 63 þúsund tonn. Hjá verksmiðj- unni liggja 17 þúsund tonn af óseldum birgðum, að verðmæti um 2000 milljónir króna. Af þessu magni hefur Alufinance keypt 10,600 tonn á 39 cent pundið. Alufinance er fjármagnsfyrirtæki sem álframleiðendur hafa sjálfir stofnað með stuðningi fjársterkra peningastofnana. Þetta fjár- magnsfyrirtæki var stofnað árió 1970 og hafði það hlutverk að kaupa upp megnið af umfram- birgðum álverksmiðjanna til aó halda álverðinu uppi. Keypti fyrirtækið t.d. 30 þúsund tonn af tsal á árunum 1970—'72 og var það magn geymt á svæði verk- smiójunnar allt þar til að eftir- spurn jókst aftur. Var það þá sett á markaðinn smátt og smátt. Nú hefur þetta fjármagnsfyrirtæki tekið til starfa að nýju og starfar það á sama grundvelli og áður. Fyrirtækið mun væntanlega kaupa meira magn af tsal á árinu. Verðið er 39 cent pundið sem fyrr segir, en árið 1974 fór verðið hæst í 50 cent pundið. Markaðsverðið núna er talið vera um 30 cent. ísal hefur ekki orðið að segja upp starfsfólki vegna þessa sam- dráttar en hins vegar hefur verið beðið meó að ráða starfsmenn í stað annarra sem hætt hafa hjá fyrirtækinu að undanförnu. Verður byggður nýr kerjaskáli? Ragnar Halldórsson var að lokum spurður að því hvort fram- undan væru stækkunarfram- kvæmdir hjá fyrirtækinu eða jafnvel ný verksmiðja i athugun. Ragnar Halldórsson svaraði því til, að hann væri einmitt nýkom- inn frá höfuðstöðvum Alusuisse í Sviss og þar hefói þessi mál m.a. borið á góma. Líkur væri á þvi að skáli 2 yrði lengdur og þar sett upp 40 ný ker. Yrði þetta væntan- lega á árinu 1976. Önnur verk- smiðja væri ekki á dagskránni eins og er, en hins vegar kæmi til greina að byggja síðar meir þriðja kerjaskálann i Straumsvík. - Tónlist Framhald af bls. 27 ingsins. Marsar eru einhliða tónlist bæði fyrir hlustandann og flytjand- ann og kennslufræðilega takmörkuð við vissa „rútinu ". Dægurlög geta verið upplifgandi, en hætta er á að þau missi léttleika sinn, verði í lúðra- sveit einn ómúsikalskur fretur. Það er til margs konar tónlist fyrir lúðra- sveitir og ýmsar samsetningar minni hópa, sem gera margbreytilegar kröfur til tónmótunar og tækni i hljóðf æraleik. Með fjölbreyttara verkefnavali mætti koma i veg fyrir einhliða mótun í músiksmekk, sem mikil hætta er á og „prógramm" þessara tónleika vitnar að nokkru um. I Færeyskum dönsum og Triumphmarz úr Aidu, sem á isl. tungu hefur verið kallaður sigur- mars, var leikur sveitarinnar með öðrum blæ og þýðari en i mörsunum og dægursyrpunum, sem fyrir mér voru bara leiðinlegur og smekklaus hávaði. En allt um það. Hér er unnið af miklum krafti, en betur má ef duga skal. Svona stofnun byggist á stöðugri gagnrýni og aðhaldi stjórn- enda og þvi hefur undirritaður verið að þessu naggi, að honum er Ijóst að Björn Guðjónsson og samstarfsmenn hans, sem unnið hafa frábærlega vel, skilja að þessi gagnrýni, ef svo getur kallast, er hugsuð sem hvatn- ing en ekki til niðurrifs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.