Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 17 Graham Greene: PRAG 1948 Eftirfarandi grein hefur hinn heimskunni, enski rithöfundur nýlega skrifaö fyrir tímaritið „Kontin- ent“, sem nýlega hóf göngu sína og gefið er út á ýmsum tungumáium: Aðkomumaður lítur yfirleitt á byltingu frá undarlegu og svolítið skökku sjónarhorni, eins og gegn- um rangstillta myndavél. Og stundum hefur hann meira að segja ekki hugmynd um, að neitt sé að gerast í kringum hann. Ég minnist þess, að þegar ég eitt sinn á árunum milli 1930 og 40 var .á leið úr sumarleyfi í Eistlandi, datt mér í hug að heimsækja bróður minn í Berlín, en hann var þá þar sem fréttaritari blaðsins „Telegraph“. Ég varð þá að skipta um lest í Riga í Lettlandi, kom þangað um miðnætti og þurfti að eyða þar tveim tímum. Það gerði ég með því að rölta um göturnar i hverfinu nálægt aðaljárnbrautar- stöðinni og pósthúsinu. Sérstaka athygli mína vöktu gömlu kúskarnir í leiguvögnunum með Tolstoj-skegg, sem biðu dottandi ásamt skinhorðum hestunum sín- um, og götudrósirnar, sem hefðu alveg eins getað stundað atvinnu sina í London á Victoriu- tímabilinu. Þær stóðu á hornun- um og kipptu upp pilsfaldinum mátulega mikið til að sýna fallegan ökla og gefa fyrirheit um fallegan fót, þegar ungir útlencf- ingar fóru framhjá. Þegar ég kom til Berlínar árla næsta morguns, tók bróðir minn á móti mér. „Hvað er að gerast í Riga?“ spurði hann mig, „og hvað er að frétta af byltingunni?" „Byltingunni?" „Það átti sér stað stjórnar- bylting um miðnætti. Pósthúsið og aðaljárnbrautarstöðin voru hertekin. Á öllum götuhornum voru hermenn vopnaðir vélbyss- um.“ Þetta kom heim; það hlýtur að hafa verið satt, ég las þetta sjálf- ur seinna í „Telegraph", en ég hafði aðeins séð gömlu kúskana i léttivögnunum og viktóriönsku stelpurnar á hornunum. Ég var í Vínarborg 1948 í þeim erindum að afla mér efnis i kvik- myndahandrit „Þriðja manns- ins“. Ég átti stefnumót við vin minn í Róm og á þessum tíma lá eina leiðin þangað um Prag. Þess vegna datt mér I hug að grípa tækifærið til að dveljast þar nokkra daga og heimsækja tvo útgefendur mina þar. Annar þeirra, sósíaldemókrati, gaf út „gamanleikrit" min, eins og ég kallað þau, en hinn, kaþólikki, hafði gefið út bók mína „Máttur- inn og dýrðin“. Kvöldið, sem ég fór frá Vín, hafði orðrómur geng- ið um valdarán kommúnista í Prag, en athygli mín var fyrst og fremst bundin við hina miklu snjókomu, sem tafði brottför flug- vélar minnar tímum saman. Tveir enskir fréttaritarar voru mér samferða í vélinni, annar frá ein- hverri fréttastofu, en hihn frá BBC. Þeir sögðu mér, að þeir væru á leiðinni til Prag til að afla frétta af byltingunni." „Af byltingunni?" Mér datt í hug Riga fyrir mörgum árum. „Hafið þér pantað herbergi?" spurði annar þeirra. „Nei. Ég hélt, að það væri ekki nauðsynlegt á þessum tima árs.“ „Hótelin eru alltaf fullskipuð," svaraði hinn af reynslu sinni í starfi, „og þar sem þegar hefur átt sér stað bylting þarna...“ „En ég er með meðmæli til sendiherrans." „Við höfum fengið herbergi saman, og það var hið síðasta, sem til var. Það væri bezt fyrir yður að koma með okkur." Snjókoman varð æ þéttari og vélinni seinkaði mikið. Það var komið undir miðnætti, þegar við lentum, og enginn okkar hafði borðað kvöldmat. Matur virtist mikilvægari en svefn. Ég hugsaði alla vega sem svo, að það gætu ekki verið neinir erfiðleikar á því á alþjóðlegu hóteli að fá eitthvað að borða. En þar skjátlaðist mér sannarlega. Að vísu var ekkert rúm laust, en úr þeim vanda leyst- ist, því að i herbergi fréttaritar- anna var beddi, sem ég gat sofið á, en að fá eitthvað að borða kl. hálftvö að nóttu... „Mér þykir það leitt,“ sagði dyravörðurinn, „en veitingasalurinn er lokaður. Öll veitingahús í Prag eru lokuð á þessum tíma.“ „En bara eina samloku," spurði ég vonsvikinn. „Því miður.“ Loksins varð þó samúð dyravarðarins vakin. „Það er kannski einn möguleiki fyrir hendi," sagði hann. „í kjallaran- um er haldinn dansleikur fyrir þjónustufólkið. Og þar eru líka veitingar. Ef þér viljið reyna það... Kannski verður yður leyft...“ Við komumst að raun um það í kjallaranum, að það voru fleiri en við, sem voru að reyna að fá eitt- hvað að borða. Sendiherra Venezuela dansaði vandræðalega við hina digru matreiðslukonu, og fleiri voru þarna frá erlendum sendiráðum. Alúðleg herbergis- þerna bauð okkur að setjast við borðið hjá sér og fór að vekja athygli okkar á ýmsum meiri hátt- ar persónum." „Þarna er fyrsti sendiráðsritari Uruguay. Hinn þarna er hótel- þjónninn á þriðju hæð. Þessi þarna er Jósef, sem er yfir baka- rii hótelsins, og þarna er einhver frá Seðlabankanum, en ég veit ekki nákvæmlega, hvað hann gerir.“ Ég er enginn dansmaður, en félagar mínir dönsuðu nógu lengi við hana til að fá mat handa okkur öllum. Ef bylting hafði virkilega átt sér stað, þá virtist mér hún alls ekki svo slæm. Hljómsveitin spilaði, allir virtust ánægðir og nóg var af bjórnum... Sendiherrann kom aftur aó borð- inu okkar með matreiðslukonuna. Hann lagði arminn utan um viða- mikið mitti hennar og þrýsti henni að sér ástúðlega og án afláts. Eftir því sem mér skildist, — en ég sneri mér brátt aftur að bjúgunum og kartöflustöppunni, — reyndi hann að fá hana til að lofa þvi að útvega sér væna steik, þegar hann kæmi næst i veitinga- húsið. Hann þrýsti henni að sér með annarri hendi, en með hinni útskýrði hann, hvað steikin ætti að vera stór. Hvernig áttum við þessa yndis- legu nótt að hafa hugboð um Slansky-málaferlin og Stalins- ógnarstjórn eða hið skamma vor í Prag og brottnám Dubecks og Smrkovsky til Mpskvu ? 21. ári síðar, f febr. 1969, kom ég aftur, þegar rússneskar her- sveitir höfðu hernumið Tékkóslóvakíu. Einn daginn hittumst við Smrkovsky vió morgunverð, en hann var þá orð- inn þreyttur maður og veikur með beinkrabba. Ég spurði hann: „Á Vesturlöndum skildist okkur, að Kosygin hefði verið skilnings- betri en Breschnew í ykkar garð. Er það rétt?“ Hann svaraði: „Þessir þrír menn, Kosygin, Breschnew og Suslov komu allir saman inn í herbergið og settust andspænis okkur. Ég gat yfirleitt ekki greint neinn mun á Breschnew og Kosygin. Eitt augnablik fannst mér reyndar, að ég sæi bregða fyrir samúðar- glampa í augum Suslovs, en hann talaði nákvæmlega eins og hinir." Mér fannst, eins ojg miklu lengri timi væri liðinn aðeins 21 ár, síðan ég var á dansleik starfs- fólksins á hótelinu. Nóttina þá 1948 svaf ég illa. Það var ekki vegna beddans, heldur vildi ég ekki missa af því að fylgjast með fréttariturunum, er þeir voru að starfi í byltingu. Snemma morg- uns heyrðist hávaði og söngur frá götunum, en hvorugur mannanna var farinn að hreyfa legg né lið, þegar klukkan var orðin hálfníu. Eg vildi ekki vekja þá, þó að ég væri orðinn óþolinmóður eftir því að komast út. Loksins reis annar þeirra á fætur um hálfellefu, en fór þó ekki lengra en í baðher- bergið. Hinn reis upp við dogg syfjulegur, seildist eftir baðslopp og rölti að simanum og valdi núm- er. „Hefur eitthvað gerzt? „Ekki það? Ég hef samband aftur. Svona um ellefu leytið? Eg fór svo seint að sofa i nótt.“ Hann leit á mig undrandi, þegar hann tók eftir því, að ég var þegar alklædd- ur. „Eruð þér að fara út?“ spurði hann. „Þér ættuð þó að koma aft- ur, og láta okkur vita, ef þér verð- ið varir við eitthvað sérstakt." Það leit alls ekki út fyrir að hinn sérlegi fréttaritari hefði mjög brýnu erindi að sinna..... Á götunum var mikill mann- fjöldi, rauðir fánar, hróp og köll. Ég gekk beint áfram, þar sem ég gat lítið áttað mig á tékknesku götunöfnunum, unz ég sá bygg- ingu, sem merkt var „Brezka upp lýsingaskrifstofan" og fór þangað inn. Ég ætlaði að reyna að fá keypt kort af borginni eða fá það lánað. Þegar ég var kominn út aftur, tók ég eftir þvi, að mér var veitt eftir- för. Ég gekk eina götu og síðan aðra, en alltaf fylgdi mér grannur maður í dökkum fötum i hæfi- legri fjarlægð. Loks nam ég stað- ar og beið, unz hann hafði náð mér. Hann sagði: „Afsakið. Ef þér vilduð gjöra svo vel, þá förum við til vinstri." Við komum inn i mjóa, kyrrláta hliðargötu og fjar- lægðumst mannfjöldann. Eg var svolítið áhyggjufullur vegna hins flóttalega svips mannsins. „Elruð þér Breti?“ „Já.“ „Mynduð þér vilja gera svolítið fyrir mig? Það er mjög mikilvægt. Örlög rníns vinsæla föðurlands eru I veði.“ Hann sagði þetta með látbragði lélegs gamanleikara i ómerkilegri kvikmynd. „Hvað gæti ég gert?“ „Þér verðið að fara til sendi- herra yðar og ræða við hann. Sjálfur á ég erfitt meó aó tjá mig.“ Ef einhverjum skaut upp á götunni, hætti hann að tala, unz enginn var nálægur. Hann hélt áfram: „Ég verð aó segja yður, að ég er uppfinningamaður. Eg hef fundið upp fallhlíf, sem eftir stökkió er hægt að fjarstýra allt að 50 kíló- metra vegalengd. Ég lét uppfinn- ingu mína í hendur varnarmála- ráðuneytisins, en nú ætla þessi mannkerti, sem þar hafa völdin, þessir kommúnistar, að láta Rússa fá að vita um uppfinningu mina. Þér skiljið ef til vill núna, hversu mikilvægt mál þetta er fyrir yðar land engu síður en mitt." Einhvern veginn talaði hann á mjög sannfærandi hátt þrátt fyrir hinn tilburðamikla tjáningar- máta. Ég fór að gera mér í hugar- lund, hvernig hægt væri aó fjar- stýra her um himininn. Ermar- sund... engin hindrun lengur... Ég bað hann um að gefa mér nafn sitt, og hann skrifaði það á pappírssnepil. Hugurinn hafði þegar flutt mig hálfa leið til sendiherrans, en einhver var- kárni kom mér til að spyrja hann enn einnar spurningar: „Hafið þér fundið upp eitthvað fleira?“ Hann svaraði samstundis af ákafa: „Já, ég hef fundið upp vél, sem reisir múra. Þá vél myndi ég líka láta brezku stjórninni í té. Hún byggir upp veggi með eins fets hraða á sekúntu.“ Mér þótti það leitt, en ég taldi það réttast að fara ekki til sendi- herrans. Þá viku, sem ég átti eftir að dvelja i Prag, skeði ekkert, sem var sambærilegt við kætina á starfsmannabelli hótelsins og því síður við hugmyndaflugið varð- andi fallhlífarnar. Hinir bitru brandarar vegna ósigursins gengu þegar manna á meðal, og hin feita frú Gottwalds var sér- lega oft höfð að skotspæni. Ég heimsótti hinn kaþólska út- gefanda minn tvisvar, og i bæði skiptin stóð vopnaður vörður við innganginn. Þessar vaktir voru efst í huga okkar, meðan við drukkum saman sliwowitz. (For- leggjari minn hvarf skömmu siðar og sat i 10 ár í fangelsi.) Starfsmaður í hinu kommún- istíska bókaforlagi bauð mér með sér í höll, sem rithöfunda- sambandið hafói fengið til um- ráða. Þar var þó aðeins einn rit- höfund að sjá: Hann stóð i stiga i bókasafninu og var einmitt að taka eitt bindi úr Encyclopedia Britannica úr hillu. „Þetta er Shakespeare-sérfræðingur okk- ar,“ var mér sagt. Við drukk- um saman te i risastórum sal, þrír einir. Þegar sérfræðingurinn minnt- ist einu sinni á Hamlet, sparkaði hinn opinberi bókmenntafulltrúi i fótlegginn á honum undir borð- inu og sagði: „Herra Greene er ekki kominn hingað langa vegu til þess að frétta eitthvað af Shake- speare.“ Ég var staddur i bókabúð, þegar skilaboðum var stungið að mér. Það var einhver, sem vildi fylgja mér til kaþólsks þingmanns, sem bjó einhvers staðar i felum. Ég bjóst við, að hann þyrfti hjálp til að flýja og leitaði í vösum mínum að öllum þeim peningum, sem ég hefði á mér, en hann sagði við mig, að hann ætlaðist ekki til slíkrar hjáipar, hann hafði aðeins haldið, að ég hefði áhuga á að heyra sögu sina, úr því að ég hefði skrifað bókina „Mátturinn og dýrðin“..... Einn daginn kom Egon Host- ovsky til mín, en hann starfaði þá við utanríkisráóuneytið. Hann settist á rúm mitt (en ég var þá búinn að fá mitt eigið herbergi) og sagði mér frá þvi, að Masaryk hefði þá um eftirmiðdaginn kvatt samstarfsmenn sína. Hann grét, er hann sagði mér frá þessu, og við tæmdum úr viskýflöskunni minni. Ég var feginn, þegar ég gat stigið um borð í flugvélina til Rómar. Nýgift hjón og ég vorum einu farþegarnir. Eiginmaðurinn var Schwarzenberg fursti, sem hafði verið útnefndur sendiherra hjá Vatikaninu af hinni nýföllnu stjórn, og ég var ekki hissa, þegar ég frétti þaó nokkrum vikum seinna, að furstinn væri fallinn i ónáð. Skömmu áður en vélin skyldi hefja sig til flugs, var ég boðaður gegnum hátalara aftur til vega- bréfaskoðunarinnar. Starfs- maðurinn vildi fá að líta aftur á vegabréfið. Ég fór að hugsa, hvort ég myndi nú geta staðið við stefnumótið í Rómaborg. Ég minntist vopnuóu varðanna við dyr útgefanda míns, Hostovskys grátandi á rúmi minu og þing- mannsins, sem í krókóttri götu í hinum gamla hluta borgarinnar bjó í fylgsni og beið eftir að heyra umtalaða hringingu dyrabjöll- unnar, sem boðaði komu vinar. Starfsmaðurinn skoöaði vegabréf mitt mjög nákvæmlega. Siðan sagði hann: „Þetta vegabréf gildir fyrir tvær heimsóknir. Þétta er fyrri dvöl yðar hér. Þér getið komið aftur." En það leið 21 ár, áður en ég kom aftur, og þá voru Rússar komnir þangað — án þess að þurfa fjarstýrðar fall- hlifar. (—svá—þýddi.) HERGANGA. — Hver sér á þeim, hver stjórni þeim eða til hvers þeir eru á þessari göngu? Þessi mynd var tekin i Prag í febrúar 1948, skömmu eftir stjórnarbyltingu kommúnista, og hinir herklæddu menn eru stoðir hins nýja kerfis. Þeir tilheyra öryggislögreglunni, en án hennar myndi engin bylting takast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.