Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 3 Saga Lslands — annað bindi komið út ANNAÐ bindið að Sögu Islands er nú komið út hjá Hinu fslenzka bókmenntafélagi og Sögufélag- inu. Sagan er sem kunnugt er samin að tilhlutan Þjóðhátfðar- nefndar 1974 og ritstjóri hennar er Sigurður Lfndal, prófessor. Sigurður segir í formála að þessu nýja bindi, að þar sé sagan rakin frá því um 1100 til loka þjóðveldis og er þá einkum miðað við atburði stjórnmálasögunnar. Sigurður bendir þó á, að auðvitað verði siíkri timabilaskiptingu ekki hvarvetna jafn vel við komið, svo sem þegar gerð væri grein fyrir atvinnuvegum sem haldist hefðu óbreyttir öldum saman eða almennum þjóðhátt- um, er lengi stæðu í föstum skorð- um. Þar kæmi til greina að láta aldur heimildanna nokkru ráða og hefði það verið gert í þessu bindi án þess þó að þvi hefði verið fylgt út i æsar. í. þessu bindi ritar Gunnar Karlsson hina veraldlegu sögu — Frá þjóðveldi til konungsríkis — eins og kafli hans nefnist og gerir grein fyrir atvinnuháttum og stjórnmálum þessa tíma. Magnús Stefánsson, lektor i sagnfræði við Björgvinjar-háskóla, ritar hina pólitísku kirkjusögu, ef svo má segja og gerir grein fyrir eflingu kirkjuvaldsins. Lengsta kafla þessa bindis ritar Jónas Kristjánsson og gerir þar grein fyrir bókmenntasögu þessa tímabils, Eddukvæðunum, drótt- kvæðum, og konungasögum frá þessum tima auk samtíðasagna en sjálfar íslendingasögurnar biða hins vegar þriðja bindisins, enda eru þær flestar ritaðar eftir 1260 — eftir gildistöku Gamla sátt- mála. Raunar má segja að eitt helzta sérkenni Sögu íslands sem sagnfræðirits birtist í þessu öðru bindi, þar sem er menningar- sagan, því að auk bókmenntasög- unnar geymir það kafla um mynd- listarsögu eftir Björn Th. Björns- son, kafla um tónmenntasögu eftir Hallgrim Helgason og kafli Næg loðna í Faxaflóa: En móttaka treg og útgerðar- menn hætta ef verðið lækkar GOTT veður var komið í gær á loðnumiðunum í Faxaflóa um miðjan dag í gær og bátarnir byrjuðu þá þegar að kasta. Hafði raunar einn útgerðarmaðurinn á Akranesi orð á þvi, að skipsstafn- arnir gægðust inn um stofuglugga hans þar sem skipin voru við veið- ar rétt við Akranesstána. Mikil loðna virðist vera enn f Faxaflóa en að sögn starfsmanna loðnu- nefndar taka fiskimjölsverk- smiðjurnar hér við Faxaflóa held- ur tregt á móti og hafa gert allt frá því að loðna tók að berast á þessar slóðir. Helzt er það Norglobal sem tek- ur á móti afla loðnubátanna og einnig var í gær verið að landa i 1700 tonna rými við fiskimjöls- verksmiðjuna í Kletti og þar áttu 1000 tonn að losna til viðbótar á morgun. Að sögn Jónasar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, er aftur á móti óvíst hvort haldið verður áfram að taka á móti loðnu, þar eð páskahátíðin fer þá í gang og eins hafa menn hugsan- legt allsherjarverkfall á bak við eyrað. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins mun væntanlega koma saman til fundar í dag til verð- ákvörðunar á loðnu á nýjan leik, þar eð þá rennur núgildandi loðnuveró út. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LlU, má fullvíst telja að útgerðarmenn hætti að gera út skip sína á loónu- veiðar verði verðbreyting til lækkunar á loðnuverðinu, þar eð þar svarar þá ekki kostnaði leng- ur. um almenna þjóðhætti eftir Arna Björnsson. Líkt og i fyrsta bindinu er í því öðru lögð mikil áherzla á myndir og þá einkum haft í huga að þær séu textanum til stuðnings og fyllri skýringar. Einnig eru í bindunum mörg skýringakort og uppdrættir. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Líndal, að hann væri ánægður með þær viðtökur sem fyrra bindi Sögu íslands hefði fengið. Að vísu hefði bókin hvergi verið ritdæmd en margir hefðu látió falla viðurkenningar- orð um hana og einnig komið með ábendingar um það sem betur hefði mátt fara. Hefði bókin selzt mjög þokkalega hingað til. Verð á öðru bindinu er hið sama og á hinu fyrra nema hvað söluskattshækkunin kemur nú til. Kostar bókin 3600 krónur en félagsmenn Hins ísl. bókmennta- félags og Sögufélagsins fá hana á 2880 krónur. Að sögn Sigurðar mun þriðja bindið ná frá lokum þjóðveldis til dauóa Jóns Arason- ar 1550 og kvaðst hann hafa undir höndum handritin að því bindi en mikið verk væri siðan aó ritstýra því efni og samræma. COSTA DEL SOL TORREMOLINOS BENALMADENA FUENGIROLA Fýrsta brottför: 1 8 mai Verð með 1 flokks gistingu i 2 vikur, frá kr. 38.500,- COSTA BRAVA LLORET DE MAR Fyrsta brottför: 2. júní Verð frá kr. 34.500.- 2 vikur i íbúð Hótel m/fullu fæði verð frá kr. 41.000 - GULLNA STRÖNDIN LIGNANO Fyrsta brottför: 1 7 maí Verð með 1 flokks gistingu i 1 9 daga frá kr 39.500.- Ferða skrif stof a n FERÐA AÆ'ILUN KOMIN KENYA ^5 vss- MÁSSAN SKIÐAFERÐ 5 daga ferð til HÚSAVÍKUR 26. marz, flugferðir, gisting m/morgunverði á einu bezta hóteli landsins, HÓTEL HÚSAVÍK 1. flokks aðstaða, friar skiðalyftur, frí skiðakennsla, kvöldvökur. Verð aðeins kr. 12.000.- PÁSKAFERÐ Vika Safari Vika við Indlandshaf 2 dagar i Nairobi Fyrstaflokks aðbúnaður Brottför 22 marz HANNOVER SÝNINGIN LONDON Ódýrar vikuferðir: 8. — 1 5. maí hópferð á VVS-MÁSSAN í GAUTABORG VERÐ FRÁ KR. 35.900 — April: 5. 12 19 26 Maí: 10. 24. Verð frá kr 30 400 með viku gistingu og morgunverði. Brottför 1 5. apríl 6 dagar. AUKAFERÐ 25. marz (1 vika) AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.