Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 15 Popphornið Popphornið á miðvikudögum kl. 16.25. Umsjónarmaður: Ásta R. Jóhannesdóttir, 25 ára, kenn- ari á Hellu. Ásta hefur séð um Popphorn ið frá því sumarið 1973, en hafði áður séð um aðra poppþætti í útvarpinu. Hún var einnig um árabil plötusnúður i Glaumbæ, Tónabæ og Klúbbnum. Ásta kvaðst blanda saman nýj- um lögum og kynningum á hljóm- sveitum og listamönnum; þó vildi hún gjarnan auka hlut skipulegra hljómsveitakynninga i þáttum sinum. Um tónlistarstefnuna hjá út- varpinu sagði hún: „Það mætti vera meira af þátt- um, og þá gjarnan eins og Áföng- um. Ég er hrifin af kynningum á sögu hljómsveita, eins og þar hafa verið. Annars fannst mér það skref afturábak, þegar Popp- hornunum var fækkað og ástand- ið er ekki nógu gott núna. Það vantar þátt á sunnudagana. þeir eru leiðinlegir eins og er. Ég finn meira fyrir því nú. þegar ég bý utan Reykjavíkur og hlusta því meira á útvarpið en áður." ___________________________, Poppþáttur Poppþáttur á fimmtudags- morgnum kl. 11.30. Umsjónar- maður: Gísli Sveinn Loftsson, 21 árs. nemandi i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Gísli tók við umsjón þáttarins i lok nóvember 1974, sótti um starfið. er hann frétti, að fyrri umsjónarmaður þáttarins væri að hætta. Gísli hefur um fjögurra ára skeið rekið ferðadiskótekið Áslák og einnig annazt i vetur popp- þáttinn Brambolt í Alþýðublað- inu. Gisli á að baki stutt nám- skeið i plötusnúðastarfi hjá kunn- um skóla fyrir útvarpsmenn og plötusnúða í London. „Þar lærði ég helzt um þau atriði, sem mönnum hættir til að gera rangt, og hvernig leiðrétta mætti þær villur," segir Gisli. Hann hefur þá stefnu i lagavali fyrir þætti sina að blanda saman nýjum og gömlum lögum: „Ég nota gömlu lögin sem beitu fyrir áheyrendur og til að gefa nýju lögunum aukið gildi. Ef fólk þekkir gömul lög hljómsveitar- innar, hefur það fremur áhuga á að hlusta á ný lög hennar, en á ný lög hljómsveita, sem það þekkir ekkert til." Gísli er þeirrar skoðunar, að plötusnúðar eigi að reyna að skapa sér sjálfstæðan stil og hef- ur óspart reynt það í þáttum sinum. „Mér finnst poppflutningurinn fara batnandi, en það þarf meira af þáttum. Raunar þyrfti endilega að vera hér önnur rás eða önnur stöð, þar sem unnt væri að senda út popptónlist á kvöldin og um helgar, sérstaklega á þeim tima, þegar fólkið vill fá þessa tónlist, t.d. kl. 10—2 á föstudags- og laugardagskvöldum. Þetta yrði án efa vinsælt, en kostnaðurinn ekki mikill — og auglýsingar gætu lækkað hann mikið. Og þá þyrfti lika að vera sérstakur full- trúi, sem hefði með plötusnúða og þeirra mál að gera, aðstoðaði þá og skipulegði fyrir þá. Nú er enginn slikurtil staðar." PeUcan imdirbúa sanuiingagerð við bandaríska aðila HLJÖMSVEITIN Pelican kom heim úr sex vikna Bandaríkja- ferð fyrir nokkrum dögum og hafði þá hljóðritað tvær plötur, eina litla og eina stóra. Frétt- næmari þykja þó vafalaust þau tilboð, sem hljómsveitin fékk i ferðinni, og fékk Slagsíðan því áheyrn hjá nokkrum liðsmanna Pelican og Ömari Valdimars- syni, framkvæmdastjóra þeirra, til að forvitnast um þessi mál. Skal nú rakið það helzta, sem fram kom: Hljómsveitin hefur undir- ritað viljayfirlýsingu um að gera samninga við tvö fyrirtæki f eigu Roberts Edlunds, sem rekið hefur umboðsskrifstofu í Connecticut i Bandaríkjunum í 7—8 ár. Annar samningurinn yrði um umboðsstörf í Banda- ríkjunum og Kanada og gilti til eins árs, með framlengingar- ákvæðum til fimm ára. í honum fælist að Pelican yrði komið á framfæri til spilamennsku 3—4 mánuði á ári. Edlund hefur ákveðið að leggja 100 þús. doll- ara i þetta starf og fá Pelican af þvi 15 þús. dollara við undir- skrift samninga. Sú upphæð rynni þó öll beint i skuldir vegna plötuupptökunnar og fleiri mála í Bandaríkjunum, ef gjaldeyrisyfirvöld hér leyfa. Edlund hefur áður starfað í samvinnu við eitt stærsta um- boðsfyrirtæki Bandaríkjanna, Four Star Enterprises, og hefur rætt við það þá hugmynd, að Pelican fari í 2—3 hljómleika- ferðir um Bandarfkin og Kanada á þessu ári sem upp- hitunarhljómsveit á hljómleik- um stórhljómsveita eins og Allman Brothers, Doobie Brothers og Winter-bræðra (Jonny og Edgar, sem ku ætla saman í hljómsveit). Á slíka hljómleika kæmu 20—50 þús. manns hverju sinni. Hinn samningurinn snýst um útgáfurétt á lögum Pelican (Publishing). Fyrirtækið myndi þegar fá útgáfurétt á lögunum af „Uppteknir" og nýju stóru plötunni og eftir það þeim lögum, sem Pelican vilja láta það fá. Fyrirtækið hafði „Uppteknir" í viku til meðferð- ar og kvaðst Edlund eftir það hafa fengið óskir frá fimm aðil- um um að fá leyfi til að spila á plötu lag Jóns Ólafssonar, „Picture". Fyrirtæki Edlunds eru litil og telja Pelican það góðs vita, því aó þá verði starfsliðið að vinna af miklum krafti til að ná inn aftur 100 þús. dollurunum og tekjum aó auki. Peningun- um nái það aðeins aftur með því að ráða Pelican sem oftast og á sem hæstu kaupi. Pelican telja sig engu hafa að tapa, þvi að í samningnum myndi felast, að fyrirtækið greiddi ferða- og flutningskostnað til Bandaríkj- anna og heim vegna hverrar hljómleikaferðar, vikulega fjár- hæð til hljómsveitarinnar, svo að hún geti lifað, félagsgjöld í hljómlistarmannafélögum, slysa- og sjúkratryggingar — og að auki 15 þús. dollarana vió undirskrift samningsins. Fyrir- tækið fengi svo 25% af öllum tekjum hljómsveitarinnar fyrir spilamennsku í Ameríku. Af út- gáfurétti laganna hefði fyrir- tækið engar tekjur, nema að lögin væru gefin út á plötum með Pelican eða öórum lista- mönnum og leikin í útvarps- stöðvum. En aðrir aðilar hafa sýnt áhuga á útgáfurétti tónlistar Pelican og á útgáfu og dreif- ingu platna Pelican. CAM-USA, stórt fyrirtæki, hefur áhuga á að dreifa „Uppteknir" og nýju stóru plötunni á markaði utan Bandarikjanna og að gera þriðju stóru plötuna með úrvali laga af hinum tveimur til dreif- ingar á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið vill raunar fá út- gáfurétt laganna líka og er ekki ljóst, hvort það lætur sér bara nægja dreifingarréttinn. Ef af samningum yrði, myndi Freddie Scott sjá um að velja lög, stjórna nýrri hljóðblöndun þeirra og sjá um útgáfu plöt- unnar að öðru leyti. „Og satt bezt að segja stendur þetta ákvæði talsvert f okkur," sagði Ómar Valdimarsson. Aaron Schroeder útgáfufyrir- tækið, eitt hið stærsta i Banda- ríkjunum, vill fá útgáfurétt lag- anna. Cosmos plötufyrirtækið vill fá að gefa aðra eða báðar stóru plöturnar út á Banda- rikjamarkaði. Það fyrirtæki sérhæfir sig í innflutningi erlendra hljómsveita og hljóm- platna. Epic plötufyrirtækið hefur áhuga á útgáfu platn- anna. Mums plötufyrirtækið i Los Angeles hefur einnig áhuga á útgáfu platnanna. Og þegar Pelican léku á fagnaði ís- lendingafélagsins í New York, kom þangað maður frá Columbia plötufyrirtækinu, því stærsta í Bandaríkjunum, og sýndi áhuga á að ræða við hljómsveitina um útgáfu á plöt- um hennar. Allir þessir aðilar biða eftir að fá hljóðritanir með nýjustu lögum Pelican, áður en viðræðum verður haldið áfram. Þá hafa stjórnendur þátt- arins „Rock Around the World", sem nú er fluttur á hverju laugardagskvöldi í 45 útvarpsstöðvum um öll Banda- ríkin, sýnt áhuga á aó gera klukkustundarþátt með tónlist Pelican. Þáttur þessi kynnir erlenda rokktónlist og nýtur ört vaxandi vinsælda. Þá tók út- varpsstöð í Boston upp á segul- band leik Pelican í klúbbi þar i borg eitt kvöld og hafa liðs- menn Pelican þá upptöku nú til athugunar og ákvörðunar um hvort þeir vilji leyfa -flutning hennar í stöðinni. Pelican spilaði fimm kvöld i klúbbnum í Boston og nokkur kvöld í nágrenni Stockbridge, þar sem platan var tekin upp. Voru undirtektir áheyrenda mjög góðar. M.a. léku liðsmenn Pelican um stund undir hjá söngvara, sem Tony Mason nefnist og líkist helzt Ivan Rebroff. Björgvin Gislason, gitarleikari Pelican, lék svo undir hjá Tony í tveimur lögum í plötuupptöku. En hápunktur spilamennskunnar voru hljóm- leikar í háskólabænum North Adams. Tveir skólar stóðu fyrir hljómleikunum og var Pelican aðalhljómsveitin, en auka- hljómsveitin nefndist Shenandoah. Þarna komu 8—900 manns og hljómleikarn- ir tókust mjög vel. „Það var alveg gargað, eins og maður segir á góðri íslenzku," sagði Björgvin um undirtektir áheyr- enda. Framkvæmd hljómleik- anna var til fyrirmyndar, enda voru starfsmenn við hljóm- leikahaldið alls 75 talsins. Meðal þeirra voru starfsmenn fyrirtækisins All New Stuff, sem annaðist alhliða rótara- störf fyrir Pelican í spila- mennskunni. „Fólki fannst þetta vera eitt- hvað nýtt, sem við vorum með,“ sagði Pétur Kristjánsson, söngvari Pelican. „Allir vildu heyra lög eins og Jenny Darling — hátt, drífandi rokk, og það viró- ast ekki margar hljómsveit- ir vera með slfkt efni í Banda- ríkjunum nú.“ Og Ómar Valdi- marsson bætir vió: „Það var sama hvar við komum — alls staðar voru alls konar menn ólmir að gera við okkur samninga um alls kyns aðstoð, því að þeir virtust hafa trú á hljómsveitinni. Sumir voru þó bara að hugsa um eigin gróða, eins og einn fyrrverandi bóndi, sem nú er trésmiður: Hann bauð okkur sjö ára samning og hefði ekkert átt að gera sjálfur, hljómsveitin allt.“ Og Björgvin bætir við: „Við sögðum honum bara að fara aftur i fjósið sem fyrst!“ Og svo að vikið sé að plötun- um, sem teknar voru uppi Þeir Pelican-menn eru mjög ánægð- ir með útkomuna, telja hana mun betri en þeir höfðu vonazt til — „stóra platan er svíngóð", sagði einn þeirra — og töldu þeir aóstæður i stúdíóinu allar hafa hjálpað til að ná þessum góða árangri. Tveggja laga plata kemur á markað innan fárra daga, en sú stóra í maílok. Alls fóru um 215 timar í upp- töku á plötunum og er það það langmesta, sem nokkur íslenzk hljómsveit hefur gert til þessa. I lokin má svo geta þess, að í næsta mánuði tekur íslenzka sjónvarpið upp sérstakan þátt með Pelican, sem ætlaður er til sölu til erlendra sjónvarps- stöðva. Verður þátturinn, ásamt Lénharði fógeta, sendur á ráðstefnu sjónvarpsstöðva i Stokkhólmi, þar sem sjónvarps- menn frá mörgum löndum reyna að selja hvorir öðrum nýja þætti. Þátturinn verður svo líklega sýndur hér á landi líka. Margt fleira mætti tina til um málefni Pelican, en hér verður að setja punkt. — sh. KliAttSWAie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.