Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
Eg hefi tvisvar komið til Is-
lands. Það hafði mikil áhrif á mig
að kynnast atvinnuvegum þess-
arar fámennu þjóðar: áhðnaði,
hennar, ullarvinnu, ýmiss konar
handiðnaði, kvikfjárrækt og
sements- og áburðarframleiðslu.
Það má heita furðulegt að hjá
ek.ki stærri þjóð skuii vera eins
margir og eins vel reknir atvinnu-
vegir og raun ber vitni.
Fjarlægðin milli Islands og
Kóreu er mikil og þjóðirnar
þekkjast lítið sem ekkert. Til
dæmis halda Suður-Kóreumenn
að á Islandi sé afskaplega kalt
eins og nafn landsins gefur til
kynna þótt því fari víðs íjarri. Eí
til Vill kemur það lesendum á
óvart að í höfuðborg Suður-
Kóreu, Seoul, sem er sunnan Við
38. gráðu norðurbreiddar, er eins
kalt og í Reykjavík á veturna.
Suður-Kórea er á stærð við Is-
land, íbúar rúmlega 33 milljónir
en náttúruauðlindir fáar. Þar sem
Þetta 260.000 lesta olíuflutningaskip er smíðað í Suður-Kóreu.
offjölgun er mikið vandamál hafa
þjóð Kóreu og ríkisstjórn landsins
lagt hart að sér til að koma til
leiðar skjótum efnahagsfram-
förum. Eg vildi gjarnan kynna
ykkur í þessari grein árangur
Kóreumanna í efnahagsmálum,
erfiðleika þeirra og framtiðar-
fyrirætlanir:
Mikið hefur áunnizt i efnahags-
málum Kóreu og það má að miklu
en ekki öllu leyti þakka stór-
auknum útflutningi. Þjóðin hefur
sett sér enn hærra framtíðar-
markmið og stefnir ótrauð að þvi
að ná því marki og öðrum mark-
miðum sem hún hefir áður sett
sér þótt hjá því geti ekki farið að
árangurinn mótist af efnahags-
ástandinu í heiminum.
Kóreumenn hafa gert stórátak
tíl þess að færa efnahagsmál sín í
algert nýtízkuhorf. Sú barátla
hófst á siðasta áratug, þróunin
var geysilega ör, einkum á síðari
hluta hans, og hélt áfram á ár-
unum eftir 1970. Ef hagvöxturinn
helzt óbreyttur og spár hagfræð-
inga raskast ekki má reyndar
vera að landsmönnum takist að
vera sjálfum sér nógir efnahags-
lega á næsta áratug. Frammi-
staðan á árinu 1973 var vissulega
uppörvandi þótt þess beri að gæta
að þá var núverandi samdráttur í
efnahagsmálum heimsins enn
ekki farinn að segja til sin.
Um þessar mundir vinnur ríkis-
stjórnin að brýnum ráðstöfunum
til að vega upp á mótí niður-
sveiflu, sem á rætur í verðhækk-
un á hráolíu og öðrum innfluttum
oliuafurðunt. Hækkað verð á út-
flutningi mun mæta þessum
aukna innflutningskostnaði að
nokkru leyti, en innflutningur á
þessu ári mun nema 6,5 milljörð-
um dollara og þar af er einn
milljarður dollara hreinn auka-
kostnaður, sem stafar af hækkuöu
verði á innflutningi. Hagvöxtur-
inn i Kóreu er á hinn bóginn svo
ör að slíkt tap er hægt að vinna
upp á skömmum tíma.
Þróunin i greiðslujöfnuði lands-
manna er enn heilbrigð í grund-
vallaratriðum. Hallinn á þessu ári
verður um 1,3 milljarðar dollara
og verður jafnaður með fjár-
magnsinnflutningi til skemmri
eða lengri tírna.' Ef innflutningi
verður haldið í skefjum, spari-
fjármyndun örvuð og útflutn-
ingur aðeins aukinn um 20% á
ársgrundvelli — en þar með er
gert ráð fyrir að aukningin verði
um það bil helmingi minni en
meðalaukningin á undanförnum
tíu árum — hverfur hallinn á
greiðslujöfnuði snemma á næsta
áratug eins og áætlað hefir verið.
Jafnframt verður fjármagns-
innflutningur skipulagður og
skipzt á að taka lán til skemmri
eða lengri líma til að draga úr
vandkvæðum á tafarlausum
endurgreiðslum. Einnig verður
sótzt eftir erlendum fjárfest-
ingum í vaxandi mæli og stefnt að
þvi að gera þær einíaldari en nú
er.
Auk þess verður meira reynt en
áður til að hafa hemii á verð-
bólgu, en hún hefur rýrnað síðan
i maí, draga úr atvinnuleysi og
stuðla að hagkvæmari nýtingu
vinnuafls.
þess verður þjóðfélagslegt rétt-
læti og jafnvægi aukið með því að
mjókka bilið milli tekna land-
búnaðarverkamanna og verka-
manna í bæjum.
A undanförnum árum hafa
risið efnaverksmiðjur og verk-
smiðjur sem framleiða skordýra-
eitur, áveituframkvæmdir hafa
verið auknar, akuryrkja hefir
verið endurskipulögð með meiri
hagkvæmni fyrir augum og
notkun landbúnaðarvéla aukin,
uppskeran hefur verið gerð fjöl-
breyttari, betra útsæði hefir verið
tekið í notkun og bústofninn kyn-
bættur. Ytt er undir „aukatekjur"
af baðmullarrækt til að nýta
starfskrafta landbúnaðarverka-
manna, sem erfitt hefir verið að
nýta eftir háannatímann.
Skipulagning sem þessi hefir
borið þann árangur að hrísgrjóna-
uppskeran jókst um 5% á ári í
rúman áratug þótt ræktað land
stækkaði aðeins um 12% á þessu
tímabili.
Iðnaðurinn hefir vitaskuld ekki
verið vanræktur enda gera
Kóreumenn sér grein fyrir því að
stórfelld efling háns hefir verið
ein meginundirstaða skjótra efna-
hagsframfara Kóreu. Iðnaðar-
framleiðslan jókst um 16% á ári
að meðaltali á áratugnum sem
leið.
Framleiðsla tilbúinnar vöru
jókst um 23% á ári á árunum 1967
til 1970. Framleiðsla þunga-
iðnaðar, svo sem framleiðsla raf-
véla og flutningatækja, jókst
meira en framleiðsla matvæla,
vefnaðarvöru og annars neyzlu-
varnings. Þróunin hefir verið sú
að framleiðsla léttaiðnaðar hefir
verið flutt út og framleiðsla
þungaiðnaðar notuð til að koma í
staðinn fyrir vörur sem hafa verið
fluttar inn. Hins vegar breytist
þessi þróun eftir því sem iðnaður-
inn færist á hærra stig og árið
1981 er gert ráð fyrir því að út-
flutningur framleiðslu þunga- og
efnaiðnaðar, einkum skipa og
olíuafurða nemi 60% heildarút-
flutningsins, sem áætlað er að
nemi alls 10 milljörðum dollara.
Jafnframt verða tæki af ýmsu
tagi eins og sjónvarpstæki, ísskáp-
ar, bifreiðar og rafmagnstæki,
sem hingað til hafa haft að geyma
innflutta hluta, framleidd að öllu
leyti innanlands. Iðnaðarkerfið
hefur breytzt mikið við innan-
Þetta er í meginatriðum sama
stefna og hefur verið fylgt með
góðum árangri i efnahagsmálum
okkar á liðnum árum og búast má
við að með henni takist einnig að
leysa þau vandamál, sem nú er
við að striða.
Skjót iðnvæðing á síðasta ára-
tug og alhliða uppbygging stafaði
beinlínis ^af nákvæmum undir-
búningi og góðum árangri tveggja
fimm ára efnahagsþróunaráætl-
ana. 1 lok fyrri áætlunarinnar
(1962—1966) hafði hagvöxturinn
numið 8,3% á ári að meðaltali og
veriö talsvert meiri en áætlað
hafði verið í byrjun. Gert hafði
verið ráð fyrir 7,1% hagvexti og
nokkrir óhóflega varkárir sér-
fræðingar töldu útilokað að því
marki yrði náð.
Hins vegar jókst hagvöxturinn
enn með næstu fimm ára áætlun
(1967—1971) og varð 11,4% á ári.
Þriðja fimm ára áætlun
(1972—1976) mótast af meiri var-
kárni og þar er aðeins stefnt að
8,6% hagvexti. Þjóðartekjur á
mann komust upp í 372 dollara
1973 og aó því er stefnt að þær
verði 983 dollarar 1980. Ekki er
lengra síðan en árió 1961 að þær
námu aðeins 83 dollurum.
Þrátt fyrir skort á flestum hrá-
efnum hefir mikið áunnizt með
nákvæmri skipulagningu. Tekizt
hefir með mikilli hagkvaemni og
góðum árangri að virkja bæði
sparifjármyndun innanlands og
erlenda fjárfestin^u og aðra
þætti, sem hafa verið undirstaða
framfaranna í Kóreuþótt þeir séu
ekki eins áþreifanlegir: vinnu-
semi þjóðarinnar, endumýjaðan
metnað hennar og bjartsýni,
menntun hennar og vinnuþekk-
ingu, sem eru á háu stigi, og til-
tölulega lág laun.
Reynsla liðinna ára er greini-
lega sú að framfarir er ekki hægt
að tryggja eftir einni ákveðinni
íormúlu, sem felur í sér eina
allsherjarlausn. Reynslan kennir
okkur að velsæld má tryggja með
skaplyndi og samstilltu átaki
undir sveigjanlegri og hugmynda-
ríkri forystu.
Þjóðin byrjaði að heita mátti
meö tvær hendur tómar og ein-
beitti sér að því marki samkvæmt
tveimur fyrstu fimm ára áætlun-
um sínum að koma fótunum undir
fjölbreytta atvinnuvegi með
nauðsynlegri yfirbyggingu.
Þannig tókst aó koma til leiðar
skjótri fjármagnsmyndun.
Samkvæmt þrióju áætluninni,
sem nú er rúmlega hálfnuð, er
lögö meiri áherzla á landbúnað en
áður. Það er í samræmi við aukn-
ar áhyggjur manna af matvæla-
skorti um allan heim og þá nauð-
syn Kóreumanna að þeir verði
sjálfum sér nógir með hveiti. Auk
Olíuhreinsunarslöð í Suður-Kóreu.
Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, er nýtízkuleg borg.
landsframleiðslu á jární og stáli
og tilkomu þungavélaverksmiðja.
Lokið er smíði Pohang-stálversins
óg framleiðslugeta þess komin í
rúmlega eina milljón lesta, en
eykst í 2,6 milljónir 1976 og þar
með verður fullnægt 90% innan-
landsþarfarinnar.
Vefnaðarvörur, hárkollur,
handiðnaðarvörur, krossviður, lyf
og sement eru um þessar mundir
mikilvægur söluvarningur bæði
innanlands og á útflutningsmark-
aði auk þess varnings, sem áður
hefur verió nefndur.
Lítil og meðalstór iðnfyrirtæki
verða jafnframt efld stig af stigi
og þeim verður breytt í nútíma-
horf. Framleiðsla margra þeirra
verður endurskipulögð þannig að
þau sjái stærri fyrirtækjum fyrir
ýmsum smáhlutum. Ytt verður
undir sameiningu og samvinnu
fyrirtækja með aukna hag-
kvæmni fyrir augum. Lítil og
meðarstór fyrirtæki, sem sérstak-
ar vonir eru bundnar við, munu
fá eins mikinn stuðning og hægt
verður að veita þeim í því skyni
að auka útflutning þeirra.
Þrjár nýjar skipasmíóastöðvar
eru í byggingu og þær munu geta
smíðað um 260.000 lesta skip og
stærri. Framleiðslugeta skipa-
smíðaiðnaðarins er nú um 2
milljónir brúttólesta og mun
aukast í sex milljónir 1980.
Útflutningur er auðvitað undir-
staða hagvaxtarins. Útflutnings-
verðmætið komst í einn milljarð
dollara í fyrsta skipti 1970 og
siðan hefur það aukizt i 3,25
milljarða dollara 1973. Þetta er
geysimikil aukning, ekki sízt ef
haft er í huga að útflutningsverð-
mætið nam aðeins 84 milljónum
dollara 1963. Aukningin hefur
numið 40% að meðaltali á ári á
undanförnum áratug og það er
einhver mesta aukning, sem
sögur fara af, en í háþróuðum
löndum er aukningin 10% að
meðaltali og 8% i þróunarlönd-
unum.
Hlutur útflutnings í heildar-
þjóðartekjum hefur aukizt i
16,5% 1970 og 33,3% 1973 úr
aóeins 6,1% 1962 á fyrsta ári
fyrstu fimm ára áætlunarinnar.
Fyrst í stað var tilhneiging til
þess að flytja út óunnar afurðir
sem gefa minni arð en þessari
þróun hefir verið snúið við með
aukinni sölu tilbúinnar vöru. Þótt
við sé að etja harða samkeppni
við önnur þróuð ríki og þróunar-
ríki jókst hlutfall tilbúinnar vöru
I heildarútflutningi úr 17 af
hundraði 1959 í 79% 1970 og 89%
1973.
Arió 1976 munu tilbúnar vörur
nema 90% heildarútflutnings og
verðmæti þeirra verður fjórir
milljarðar dollara. Hlutur málm-i
og efnaiðnaðar mun aukast úr
29% 1969133% 1976.
Jafnframt verður markaðurinn
í Evrópu og Bandaríkjunum
undirbúinn af miklu meira kappi
meö tilstilli viðskiptasendinefnda
og viðskiptamiðstöóva svo að hjá
því verði komizt að Kóreumenn
verði um of háðir stórum kaup-
endum í Bandaríkjunum og
Japan. Til þessara landa beinist
nú alt að 70% sölunnar frá Kóreu
nú. Framleiðsluvörurnar verða
gerðar fjölbreyttari. Viðskipta-
vina verður jafnvel leitað meðal
kommúnistaríkja, sem ekki sýna
Suður-Kóreu beinan fjandskap.
eftir
Chul Nam,
sendi-
herra
Suður-Kóreu
Efnahagsundrið
1 Suður-Kóreu