Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Guðni Rúnar Agnarsson, 19 ára. nemandi i Menntaskólanum við Tjörnina. Afangar Áfangar á föstudagskvöldum kl. 22.40. Umsjónarmenn Guðni Rúnar Agnarsson og Ásmundur Jónsson. Þeir Guðni og Ásmundur hófu stjórn þátarins í ágúst 1974, en siðan var gert hlé á útsendingu þáttarins, þar til eftir áramót, að hann kom á dagskrá að nýju. Þeir félagar höfðu haft áhuga á að sjá um útvarpsþátt og sömdu þvi handrit að kynningu á hljómsveit í tveggja tíma þætti. Sendu þeir útvarpinu siðan handritið til at- hugunar og voru nokkru siðar kallaðir i prufuupptöku. Voru þeir síðan ráðnir umsjónarmenn þátt- arins. Stefna þeirra i lagavali er sú að vera með aðra popptónlist en heyrist venjulega í þáttum út- varpsins og eins að vera með fleiri hliðar en venjulega heyrast. t.d. jazzrokk, soul o.fl. Þeir hafa flutt talsvert aðgömlumlögum og rakið sögulega tónlistarævi kunnra hljómlistarmanna. „Við reynum að hafa eitthvað fyrir alla," segja þeir. Um tónlistarflutning útvarpsins segja þeir: „Það þyrfti að koma önnur stöð með léttri tónlist og þá e.t.v. auglýsingum inn á milli, eins og tiðkast erlendis. Núna eru margir gallar á poppflutningnum: Þátt- unum er naumt skammtaður timi. Betri þætti þyrfti á laugardags- og sunnudagskvöldum og þá gjarnan lengur en til hálftólf. Jassinn er skammarlega litill i útvarpinu, en hins vegar eru kynningarþætti eins og þættir Atla Heimis spor i rétta átt. Ann- ars er útvarpið búið að koma þvi til leiðar. að unglingar hlusta ekki mikið á það; þeir finna litið við sitt hæfi. Og þannig er um marga fullorðna líka Margir gagnrýna flutning klassiskrar tónlistar og sinfónia, enda er slikur flutningur nú úreltur i útvarpi — þessi tónlist skilar sér svo miklu verr i útvarpi en af plötum. En ef það ætti eð breyta þessu öllu, þyrfti víst að koma á fót annarri stöð og myndi hún þó vart nægja alveg." Ásmundur Jónsson, 20 ára, nem- andi í Menntaskólanum við Tjörnina. --------------------------- Popphornið POPPHORNIÐ, að föstudögum kl. 16:25. Umsjónarmaður: Vign- ir Sveinsson, 20 ára, við nám í radiósímvirkjun hjá Landsiman- um. Vignir hefur verið umsjónar- maður Popphornsins frá þvi i maílok 1974. Hann er einnig plötusnúður í Klúbbnum og hefur verið þar i rúmt ár. Vignir kveðst kynna mikið af ameriskri soul-tónlist í þáttum sínum — hún er uppáhaldstónlist hans — en jafnframt einnig önn- ur vinsæl lög eftir atvikum. Hann hefur yfirleitt beinar út- sendingar á þáttum sínum og segist kunna mun betur við þau vinnubrögð en að taka þættina upp á segulband, eins og hann . gerði áður. Orsökin fyrir þvi. að hann fór út i beinu útsendingarn- ar var sú, að i auglýsingaflóðinu fyrir jólin skarst alltaf stór hluti af tima þáttanna, þannig að kannski voru ekki notaðar nema 20—25 mínútur af þeim 45 min- útna þáttum, sem hann var búinn að taka upp. Þvi ákvað hann að senda þættina bara beint út. um leið og auglýsingalestri lyki. Um popptónlistarflutninginn i heild segir Vignir: „Að mínum dómi eru þættirnir ekki of fáir, en þeir þyrftu að fá lengri og betri tima. Unglingarnir þyrftu að fá meira af popptónlist á kvöldin, það er þeirra tfmi. Ég vildi lika gjarnan breyta tima Popphorns- ins; það eru allir á ferð og flugi á þeim tíma, sem þættirnir eru nú sendir út, og mega ekki vera að því að hlusta. Og ég myndi gjarn- an þiggja lengri tíma hverju sinni." Lög unga fólksins LÖG unga fólksins á þriðjudögum kl. 20:00. Umsjónarmaður ann- ars hvers þáttar (á móti Sverri Sverrissyni): Ragnheiður Drifa Steinþórsdóttir, 27 ára, gjaldkeri hjá Rikisútvarpinu. Ragnheiður hefur séð um þátt- inn frá f ágúst 1971, er hún tók við af Gerði G. Bjarklind. Ragn- heiður hafði frétt af því. að Gerð- ur ætlaði að hætta umsjón starfs- ins, og sótti þá um starfið. Hún hefur ekki starfað að tónlistar- flutningi eða kynningum að öðru leyti. Lagavalið stjórnast að sjálf- sögðu fyrst og fremst af óskum hlustenda, en stjórnandinn getur þó mótað stefnuna nokkuð. Ragnheiður kvaðst telja popp- tónlistarflutning útvarpsins all- sæmilegan, og þó: „Ég er orðin hálfleið á óskalagaþáttum, enda þótt ég sjái um einn slikan sjálf. Um hina þættina er það að segja, að mér finnst oft sem ekki séu nægar kynningar. Stjórnendurnir segja bara: Næst syngur þessi þetta lag — og búið. Þeir þyrftu að kynna flytjendurna betur." Slagsíðan kynnir stj órnendur poppþátta útvarpsins ------------------------------\ Tíu á toppnum Tíu á toppnum á laugardögum kl. 16.40. Umsjónarmaður Örn Petersen, 22 ára, skrifstofumað- ur og fararstjóri hjá Sunnu, flug- þjónn hjá Air Viking og fram- kvæmdastjóri Klúbbs 32. Örn hefur séð um þáttinn frá upphafi, þ.e. i maí 1973, en hafði áður séð um Popphornið frá ! nóvember 1972. Hann var fyrsti plötusnúðurinn ! Sigtúni og siðar ! Klúbbnum. Hann hefur einnig séð um poppþátt ! Vísi. í lagavali fyrir þáttinn hefur Örn ekki mikið svigrúm, ! raun aðeins nýju lögin fjögur! hverjum þætti. Við val þeirra kveðst hann taka mið af vinsældum fyrri laga viðkomandi listamanna, af er- lendum vinsældalistum og af ósk- um frá hlustendum. Um tónlistarstefnu útvarpsins hefur hann sitthvað að segja: „Það þarf að breyta tímasetn- ingu einstakra þátta, t.d. þyrfti að vera létt tónlistarefni á laugar- dagskvöldum, þegar fólk vill skemmta sér, ! staðinn fyrir að flytja þá búnaðarspjall og óperu- kynningar eins og nú er gert. Popphornin eru einnig á slæmum tima og mættu færast til. Einnig mætti fjölga þáttum á morgnana. Þá vantar léttan tónlistarþátt eft- ir hádegið, fyrir fólk í vinnu og á heimilum. Það mætti færa sið- degissöguna aftar, ef þyrfti. Svo þarf að endurskoða og endur- skipuleggja danslagaflutninginn á laugardags- og sunnudags- kvöldum, hann er allt of gamal- dags. Varðandi stjórnunina almennt vil ég segja, að sú hlustenda- könnun, sem gjarnan er vitnað ! og byggt á, gefur ekki rétta mynd af popptónlistaráhuga, þv! að hún náði bara til fólks 1 8 ára og eldri. Þá vantar meira aðhald og um- sjón með poppþáttunum af hálfu stofnunarinnar. Starfsfólk tónlist- ardeildarinnar hefur ekki vit á poppmálum né áhuga á þeim. Og svo er furðulegt, að ekki skuli mega flytja viðtöl við islenzka hljómlistarmenn i poppþáttunum, á sama tima og t.d. Jón B. Gunnlaugsson og fleiri flytja slikt efni! sínum þáttum." Lög unga fólksins LÖG unga fólksins á þriðjudögum kl. 20:00. Umsjónarmaður ann- ars hvers þáttar (á móti Ragn- heiði Dr!fu Steinþórsdóttur): Sverrir Sverrisson, 20 ára, nemi ! Menntaskólanum i Reykjavík. Sverrir hóf umsjón með þættin- um i ma! 1974. Hann þekkti Ragnheiði Drffu frá gamalli t!ð og þegar staða annars umsjónar- mannsins losnaði, sótti Sverrir um starfið. Hann hefur einnig ! félagi við annan séð um popp- þáttinn Klásúlur i Þjóðviljanum i vetur. í lagavalinu ráða óskir hlust- enda auðvitað mestu, segir Sverrir, en þó geta stjórnendurnir ráðið nokkru, þv! að ! hverri viku berast óskir um 50—80 lög, en i þættinum er aðeins unnt að leika um 1 5 lög. Um tónlistarstefnu útvarpsins sagði Sverrir: ,', Poppið er alls ekki eins rétt- látt og annað efni ! dagskránni, sem sést t.d. á þvi, að Lög unga fólksins og aðrir þættir verða allt- af fyrir barðinu á röskun dag- skrárinnar; þá er alltaf tekið af okkur, t.d. fyrir þingræður eða annað. Svo er tfminn fyrir Lög unga fólksins alltof naumur. Við getum aðeins flutt um fjórðung þess. sem beðið er um, en aðrir óskalagaþættir fá mun lengri tima og fá þó mun minna af óskum. Annars get ég ekki almenni- lega dæmt um poppþættina I heild, þv! að þeir eru flestir á þeim tlma dags, þegar ég sem menntaskólanemi get ekki hlust- að. Ég hef þv! Iftið heyrt af þeim. Þess vegna þarf að breyta tfma- setningunni. Annars virðist mér aðaláherzlan vera lögð á klass- fska tónlist i tónlistardeildinni, að poppið sé þar aukaatriði, og ég held að því hljóti hlutfallslega að vera meira af klassiskri tónlist og minna af poppi en eðlilegt mætti teljast." ( ' Popphomið POPPHORNIÐ, á mánudögum kl. 16:25. Umsjónarmaður: Magnús Magnússon. 25 ára, viðskipta- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Magnús hóf umsjón Popp- hornsins i ársbyrjun 1974. Til- drög þess voru þau, að hann frétti af þvi, að kunningi hans væri að hætta umsjón Popp- horns, og sótti þv! um starfið og fékk það. Magnús hafði áður ver- ið plötusnúður ! Tónabæ í nær fimm ár og hafði á menntaskóla- árum sínum leikið ! hljómsveit- um. Magnús kveðst einkum hafa þrennt i huga, er hann velur efni í þætti sina: Að kynna nýja tónlist, að kynna þær hljóm- sveitir, sem áheyrendur óska eft- ir, sé það gert bréflega. og að leika þá tónlist, sem hann sjálfur telur góða. Um popptónlistarflutning hljóðvarpsins i heild hafði Magnús þetta að segja: „Ég tel það kerfi poppþátta, sem nú er við lýði, gott. en bara of lítið. Það þyrfti að fjölga þáttum, en skipt ingin ! óskalagaþætti annars veg- ar og hins vegar þætti eins og Popphornið, sem kynna tónlist, sem ekki er i óskalagaþáttum, er ágæt. Sérstaklega þyrfti að auka popptónlistarflutning á kvöldin, einkum eftir kl. 10, og á laugar- dags- og sunnudagskvöldum þyrfti að bæta lagavalið. Það er ekki hægt að vera alltaf með þessa ræla og tangóa, sem eng- inn nennir að dansa ! heimahús- um. Tlmasetning Popphornsins á daginn er í lagi. Þessi timi var augljóslega valinn ! upphafi til að keppa við Kanaútvarpið. sem flytur popptónlist nánast allan sólarhringinn. Hvað minn þátt varðar hef ég ekki annað að segja en það, að á meðan ég fæ að vera sjálfráður ! stjórnun hans, þá er ég ánægður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.