Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Guðni Þ. Guðmundsson stundar nám í orgelleik við Tónlistarskólann i Kaupmannahöfn. ætlar að Ijúka þar meira organistaprófi á næsta ári eftir 7 ára nám þar. Hann hefur lagt hönd á sitthvað annað með náminu á þessum Hafnarárum sínum, er m.a. organisti í Vestrefangelsinu, stjórnar 25 manna blönduðum kór, leikur iðulega fyrir sjúklinga i sjúkrahúsum og aldraða á elliheimilum og efnir til hljómleika í fangelsi. Í eitt ár ráku Guðní og kona hans. Elin Heiðberg Lýðsdóttir, gistiheimili fyrir ættingja islenzkra sjúklinga á spitölum i Höfn og á sumrin hefur Guðni iðulega spilað létta músik og dansmúsik á hótelum i Noregi og Danmörku og fór í jólaleyfinu i fyrra með hljómsveit á norsku skemmtiferða- skipi til Afríku. Hann hefur þvi kynnzt margvislegu fólki og við ýms- ar aðstæður og okkur þótti forvitni legt að spjalla við hann, þegar hann var á ferðinni á íslandi í siðustu viku. Fyrst stikluðum við aðeins á námsferlinum. Guðni byrjaði að leika á pianó hjá Herði Sigurgeirssyni í Vestmannaeyjum, þegar hann var 10 ára gamall. Síðar lauk hann söngkennaraprófi frá Tónlistar- skólanum i Reykjavik, sem hefur mjög góða kennara, sagði hann. Þar sem honum var kunnugt um að víða vantaði organista fór hann að svo búnu til að nema orgelleik í Kaupmannahöfn, þar sem náminu er skipt i 3 hluta i Tónlistarskólanum. Fyrst þarf að taka tveggja ára forskóla, sem veítir minna organistapróf, síðan að fara gegnum aðaldeild og taka próf upp í sérstaka lokadeild, en þaðan er tekið meira organistapróf, sem Guðni hyggst gera að ári liðnu Þó að skólanámið sé aerið verkefni, hefur Guðni sl. 3 ár verið organisti i Vestrefangelsinu, sem er stærsta fangelsið í Danmörku. Þar eð þetta er varðhaldsfangelsi, þar sem menn bíða dóms, þá eru þar aldrei færri en 600 fangar, sem geta beðið þarna eftir dómi í ár eða allt upp í hálft annað ár. Þarna í fangelsinu eru guðsþjónustur á dönsku, ensku og finnsku og kaþólskar messur og kvaðst Guðni spila fjórum sinnum i viku í fangelsiskirkjunni, en hann hefur 10 fanga kór í dönsku messunum og helmingur þeirra syng ur einnig í ensku messunum. Hann er því eínn af þeim fáu, sem hafa leyti til að ganga inn í klefana til gæzluvistarfanganna og spjalla við þá. Hann þarf að velja söngmenn og æfa kórinn og talið er að hann nái betur til söngmannanna með því að þekkja þá sem kunningja. Þeir labba því oft með honum upp í kirkju, sem er i miðju fangelsinu, og enginn vörður er í kirkjunni. Aðeins einu sinni kvaðst Guðni hafa orðið hræddur við þessar aðstæður. Morðingi einn hafði sótt um að fá að komast í kórinn. Prestarnir voru svolítið hikandi við að láta hann fara einan með honum út í kirkjuna, þar sem hann væri ekki nógu öruggur. Annar fangi, sem tekinn hafði verið fyrir hasssmygl, var þvi tekinn í prófun um leið Guðni sat við orgelið innst í horni, þannig að hann komst ekkí fram fyrir þá, Sá hættulegi söng Ijómandi vel, en allt í einu þögnuðu þeir, komu nær og hölluðu sér þegjandi yfir organistann. Hanh sagði ekkert heldur og lét ekki á því bera að hann væri órólegur. En hann var með lykla að öllu fangelsinu i vasanum. Eftir langa stund, að honum fannst, kom annar þeirra auga á trompettinn, sem stóð uppi við orgelið, og fór að spyrja um hann, og Guðni tók að spila. Við það virtist spennan, sem lá í loftinu hverfa. — Það er nokkuð mikið álag að vera þarna og ég hugsa að ég hætti í vor, sagði Guðni. Fangarnír, sem biða þess að fá dóm og vera fluttir út i dvalarfangelsin til að afplána hann, eru auðvitað margir slæmir á taugum. Þeir tala oft við mann um sin mál, þegar maður kemur inn I klefann til þeirra. Og stundum bresta þeir í grát, ef sungnir eru viðkvæmir sálmar eða verða alveg óðir, svo ég verð að fara með þá niður í eitt skipti var ég svo heppinn að presturinn kom inn fyrir tilviljun og gat hjálpað mér að koma einum inn til sin aftur. Oft heyrir maður þarna hörmulegar sögur i fangelsíssjúkrahúsinu eru margir eiturlyfjaneytendur, sem biða dóms vegna sölu á hassi eða morfini eða einhverju öðru, því þetta fólk gerir hvað sem er til að fá eiturlyfin. Þarna má sjá 1 7— 1 8 ára stúlkur, sem líta út eins og hungruðu börnin í Biafrastríðínu. Eru ekkert nema skinn og bein og varla von um að þær lifí þetta af -— í fangelsinu er líka óhugn- anlega míkið af barnamorð- ingjum sagði Guðni. Þeir hafa sumir kvænst konum, sem áttu börn fyrir, og mörg dæmi eru um, að teir hafi svo misþyrmt börnunum og — Nei, ég spila ekki við íslenzku guðsþjónusturnar, syng bara i kórnum með konunum. En ég spila oft á elliheimilum og sjúkrahúsum, leik þá undir fyrir fólk sem fer til að skemmta þar. Þegar maður hefur gert þetta einu sinni, fréttist það og leitað er til manns. Og ég hefi aldrei getað sagt nei, það er kannski ókostur. Ég æfi lika kór, Samkór Skovlunde, og við höfum haldið hljómleika úti á landi. Ég leik þá oft verk á orgelið og kórinn syngur og stundum hafa lúðrasveitir komið til liðs við okkur. Eins hefi ég leikið á skemmtistöðum á sumrin, t.d. tvisvar í Noregi. Hafði hljómsveit í Hönefoss en var einn á hóteli f Hamar. Einnig á skemmtistöðum á Jótlandi og víðar. 1 fyrra, þegar olíubannið var sett á, þá mátti maður ekki aka bil frá kl. 11 á laugardagskvöldi til klukkan 6 á mánudagsmorgni, en ég var oft að spila fram á nótt utan við borgina Þá gisti ég oftast í Vestrefangelsi, því þangað mátti ég aka. En í fangelsinu efni ég oft til tónleika, og fæ þá hljóðfæraleikara úr skólanum með mér. Þá höfum við blandaða dagskrá. Ef við Ijúkum með einhverju fjörugu og léttu lagi, þá klappa fangarnir og stappa niður fótunum og kalla: Extra nummer! — í fyrra fór ég í þriggja vikna ferð með þriggja manna hljómsveit og söngkonu á norka skemmti- ferðaskipinu Priness Ragn- hild til Afriku. Það var mjög skemmtilegt. Ég lék á rafmagnsorgel ýmist fyrir dansi eða undir hjá söngvurum og skemmtikröftum og konan fékk að koma með. Viðfórum til Marokko, Tenerife og Madeira. Alltaf var gott veður, nema á leiðinni milli Tenerife og Madeira Þá var aftakaveður og hljóðfærin runnu þvert yfir gólfið. Við bundum orgelið niður og ég reyndi að sitja fast við og héldum áfram að leika, nema hvað trommarinn gafst upp. Ekki þýddi að leika dansmúsik, en fólkið hafði gott af því að hlusta á „hyggemúsik." Það sat þarna með gubbudallana við hliðina á sér i salnum. — Jú, það er mjög fróðlegt að kynnast svona margvíslegu lífi. Til dæmis hefur það kennt mér að vera á móti því að leyft verði að brugga sterkan bjór hér á íslandi. Þegar ég var að spila á næturklúbbi í mánuð úti á Jótlandi einu sinni kynntist ég til dæmis verktaka og fór með honum klukkan 5 að morgni á bjórkrá, þar sem verkamennirnir hans komu alltaf klukkan 5—6. Þá byrjuðu þeir daginn með heitri súpu bjór og snafsi áður en þeir hófu vinnuna Síðan halda þeir sér við á bjórnum yfir daginn. Víðar sést þetta. Til dæmis eru margir orðnir drukknir af bjórþambi kl. 3—4 á daginn við höfnina. Ég hefi þekkt konur og börn frá svona heimilum. Mennirnir eiga ekki fyrir mat, en alltaf fyrir bjór og svo er lumbrað á konunni þegar heim er komið og hún kvartar. Eins drekkur fólk mikið bjór á skemmtistöðunum, því það er orðið svo dýrt að koma þangað. Raunar hefur dregizt mjög saman hjá þeim núna. Guðni hefur aldrei þaldið tónleika á íslandi, en nú áformar hann að koma heim í október og efna þá til tónleika í Háteigskirkju með danska bás únuleikaranum Carsten Svanberg, Einn fanginn gerði mosaikmynd af organista fangelsisins Guðna P. Guðmundssyni, og hefur greinilega náð svipnum vel. Organisti í stærsta fangelsinn í Höfn jafnvel drepið þau. En lifið er nú einu sinni þannig, að þær fyrirgefa þeim jafnvel þetta. Einni man ég eftir, sem hafði átt þrjú börn, en maðurinn hafði drepið eitt þeirra með barsmið. Samt vildi hún giftast honum og bíða hans i 5—6 ár, eftir að hann fengi dóm. Þau giftu sig i fangelsinu. Yfirleitt verða þessi morð i æði, börnin gráta og maðurinn er slæmur á taugum. — Sjá eftir því? Það er ekki gott að segja, og raunar misjafnt Þarna er mikið af óvenjulegu fólki, í kórnum hjá mér er t d stór og sterkur maður, sem hafði lifað af þvi að hræða, pina og stela frá fötluðu fólki. En þegar hann var tekinn og settur inn, þá lét konan hans ekki frá sér heyra i nokkra daga og prestarnir gátu ekki fundið hana fyrir hann. Þá féll hann saman og grét i marga daga Það kemur manni óneitanlega dálítið kynlega fyrir sjónir, að maður, sem ræðst hiklaust á þá sem enga björg geta sér veitt og hefur ekki áhyggjur af, skuli finna svona til og hafa áhyggjur af einni manneskju. Annar maður í kórnum hafði fengið 8 ára dóm og farið í minna dvalarfangelsi. Eftir fjögur ár fékk hann að fara heim í viku í jólafrí, en kom ekki aftur Eftir þriggja mánaða leit fundu þeir hann. Þá kom hann aftur i Vestrafangelsið Hann falsar tékka og þessháttar. Meðan hann var laus, var hann búinn að falsa út 140 þúsund danskar krónur eða 2,8 millj. Margir þessara manna geta ekki og vilja ekki hætta, þegar þeir eru lausir, og það kemur fram, þegar maður er að spjalla við þá. Annars finnst mörgum þeirra bara ágætt að vera þarna. Það fer mjög vel um þá og margir hafa litasjónvarp og stereotæki í klefunum hjá sér. Fyrst þegar ég kom þangað, voru Ijósin slökkt klukkan 1 1, en nú er það ekki lengur gert. En fangarnir eru lokaðir inni og það fer illa með suma að þurfa að bíða svo lengi eftir dóminum. Fangar hafa oft sagt við mig að fínt sé að koma í fangelsi i Höfn. Enda gæta þeir þess að brjóta ekki af sér á Spáni eða í Suðurlöndum, þangað sem þeir fara gjarnan eftir að hafa náð sér i fé með innbrotum eða þjófnaði. Þeir koma svo aftur heim, þegar það er upp urið, til að afla meira. En þá nær danska lögreglan oftast í þá Hún er mjög slyng við það. Eins hefi ég rekizt á drykkjusjúklinga, sem hafa brotið af sér til þess að vera stungið inn og þarmeð neyddir til að hætta um sinn. Og eins fólk, sem viljandi kemur inn í Tftó er músikalskur hundur, sem kann aö meta orgelmúsík. Þegar Guðni leikur á þetta ffna 9 sadda pfpuorgel f fbúðinni hans, leggur Tító sig með ánægjusvip. En taki hann trompetinn, spangólar hann í mótmælaskyni. Viðtal við Guðna Þ. Guðmundsson fangelsið um jólin. Ég hefi verið áð hugsa um það, að ef byggt yrði stórt ríkisfangelsi hér, eins og talað hefur verið um, þá þyrfti að búa betur og öðruvlsi um hnútana. — Islendinga? Jú, ég hefi hitt íslendinga. Prestarnir skrifuðu mér til dæmis einu sinni og spurðu hvort ég hefði ekki islenzkar bækur handa tveimur Islenzkum föngum. Ég fór til þeirra og þeir voru fjarska fegnir að heyra íslenzku, því þeir töluðu ekki annað mál. Sem betur fer voru þessir sendir heim. Fleiri hafa verið þarna, en ég leita þá ekkert sérstaklega uppi. nema þeir óski eftir að tala við mig. — Jú, við hjónin kynntumst að sjálfsögðu mörgum íslendingum, þegar við rákum íslenzka heímilið fyrir aðstandendur sjúklinga á sjúkrahúsum I Höfn, sem Gísli Friðbjarnarson byrjaði á. Það var mikil þörf fyrir það, en eftir að læknarnir hér á íslandi fóru að gera heilauppskurði, varð miklu minna um að sjúklingar væru sendir á danska spítala. Þarna var oft fólk undir miklu álagi, og stundum sjúklingar sem biðu eftir flugfari heim og í helgarfríi af spitalanum. (slenzki presturinn í Höfn, sr. Hreinn, sinnti þessu fólki mjög mikið og var ólatur við að koma, ef einhver þurfti á honum að halda. sem leikur í lúðrasveit drottn íngarinnar, en þeir hafa mikið leikið saman. Þá verður klassísk kirkjumúsik á dagskrá Og fái hann sæmilega stöðu, þegar hann hefur lokið námi, þá vill hann flytja heim. — Annars reiknar hann með að fara til Þýzkalands og einbeita sér að orgelleiknum eftir að lýkur skyldu við alls konar aukafög í skólanum. En hvað þá um pípuorgelið í íbúð þeirra hjóna í Kaupmannahöfn? Það hY99st Guðni flytja með sér heim. Þetta er skínandi gott níu radda pípuorgel, sem hann var svo heppinn að fá sundurtætt á 10 þúsund danskar krónur. Hver rödd kostar annars 20 þúsund danskar krónur eða 180 þúsund, sem mun vera 4,8 milljónir ísl. krónur. Þetta orgel hafði vikið fyrir öðru í kirkju einni og ekki orðið af því að eigandinn setti það upp. — Ef til kemur, þá verð ég að fá góðan oregl smið til að taka það niður og komast að samkomulagi við hann um að koma til íslands og setja það upp heima, segir Guðni. En það verður ekki hægt fyrr en maður er búinn að kaupa sér einhvern samastað. Þetta er semsagt óljóst, annað en að ég hyggst Ijúka prófi eftireittár, bætti hann við i lokin. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.