Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 ' Kvennaárið í hnotskurn ? 0 Sú Eineygöa (Hafnarbíó) 0 Áfram stelpur (Háskólabíó) ★ Cleopatra Jones (Austurbæjarbíó) if Hannie Caulder (Tónabíó) Það mætti halda að forráða- menn kvikmyndahúsanna séu meðal þeirra fáu, sem ætla að virða kvennaárið nokkurs. Um þessar mundir sýnir helmingur kvikmyndahúsanna í Reykjavík myndir, þar sem kvenmenn eru aðalhetjurnar og ráða bæði lög- um og lofum og stjórna allri atburðarás. Hvort hér er aðeins um kynlega tilviljun að ræða eða samstillt átak forráðamann- anna er hins vegar ekki vitað. En þvi miður hafa þessi kynja- skipti engin gæðaskipti í för með sér. Siður en svo. í þremur af þessum myndum ganga kon- urnar inn í hlutverk, sem áður hafa verið tileinkuð karlkyns- „töffurum", þeim gengur eftir- öpunin misvel, en er það öllum sameiginlegt að tapa kvenleg- um yndisþokka, sem þær hafa þó vafalaust til að bera. Um kvenlegan yndisþokka er þó vart hægt að tala um í Áframmyndum yfirleitt. Þessi sérkennilegi myndaflokkur er vafalaust sá úrkynjaðisti í allri kvikmyndasögunni. Áfram stelpur er tuttugasta og fimmta afkvæmið í þessari makalausu klámbrandaraseríu, þar sem kynlífið endar niðri við höku. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við kynlífið hjá þessu fólki, sem endist til að eyða ævinni í svona framleiðslu. Gleopatra Jones er hins vegar superkvendi og eins og önnur ofurmenni, þjáist hún ekki af neinum tilfinningalegum flækj- um. Hennar líf er bílar og byss- ur, slagsmál og föt. Tamara Dobson var áður tiskusýningar- stúlka og sá hæfileiki hennar er gjörnýttur í myndinni. Á um það bil mínútu fresti skiptir hún um föt og það verður að segja henni til lofs, að hún bar þau ágætlega. Hins vegar hafa öll þessi föt sennilega verið algjör misskilningur því að í éina skiptið, sem stúlkan lenti í hressilegum bardaga og sýndi sína fögru og löngu fótleggi, fór undarlega mishá stuna um sal- inn. Annars þræðir Cleopatra Jones dyggilega slóðir bóndans | James, núll, núll eitthvað með tilheyrandi karate tilbrigðum og því öðru, sem svartar súper- stjörnur hafa til að bera í dag. Hannie Caulder og Sú ein- eygða eiga margt sameiginlegt. Báðar þessar ágætu stúlkur eru I upphafi myndar niðurlægðar, þær fyllast hefnigirni og til að ná árangri, æfa þær sig í með- ferð á byssum eða í öðrum árásaraðferðum. Síðan fáum við að fylgjast með hinni dísætu hefnd. I báðum tilvikum eru það karldýrin sem svivirða og undiroka þessar ágætu hetj- ur i upphafi, og í báðum til- vikum eru það þessi sömu karl- dýr, sem verða fyrir hinni hatrömmu hefnd kvenskörung- anna. Hvort þetta er stefna kvennaársins í hnotskurn er umdeilanlegt, en meginhug- myndin er þó hin sama. Hannie Caulder er leikin af Raquel Weleh, einni af meiri háttar kynbombum þeirra fyrir vestan. Vmsir muna eflaust eftir myndinni Myra Brock- enridge, en þar lék Welch kyn- skipting, karlmann, sem með skurðaðgerð var gerður að konu. Leikstjóri Hannie Cauld- er, Burt Kennedy, leikur sér svolitið að þessari hugmynd i myndinni, þar sem sagt er um Caulder: „Hún vill vera karl- maður.“ „Henni tekst það aldrei.“ Myndin í heild er undarlega dauf og leiðinleg, miðað við það, að Burt Kennedy hefur áður gert allþokkalega vestra. Annars var mesta púðrið í skúrkunum þremur, þótt skítugir væru. Sú eineygða er ung stúlka, sem er rænt, hún er gerð að dópista og sett í hóruhús. En hefndin logar í henni og að lokum drepur hún alla, sem að þessum glæpahring standa. Vægast sagt er ekki orðum éyðandi i þessa mynd, svo mikiil hráki sem hún er. Það sem svíður þó undan, er að þessi mynd skuli vera komin frá Svíum, frændum vorum, sem oftlega hafa getið sér frægð í heiminum einmitt fyrir frábærar kvikmyndir. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og ef þetta er afleið- ing velferðarríkísins, þá drott- inn, leyf mér að lifa i fátækt. Þó liggur við að það megi benda áhugafólki í kvikmyndagerð á að sjá þetta fyrirbrigði, því allir byrjendagallar eru svo aug- ljósir, öll uppbygging svo nakin, að hér má ýmislegt læra. En það veit lika sá sem allt veit, að þessi mynd hlyti mín sterk- ustu meðmæli, ef versta mynd ársins yrði valin. SSP. LAUGARÁSBÍÓ CHARLIE WARRICK ★ ★ Kænskubrögð bragðarefs- ins Charlie Warricks eru með eindæmum vel úthugsuð og takast jafnframt með ágætum — á sennilegan hátt, þrátt fyrir ofureflið. Samt sem áður hefur Siegel oft tekist betur upp („Madigan“, „Dirty Harry“, „Coogans Bluff“). Myndin er nokkuð langdregin á köflum, og þá er ekki laust við að spenn- an detti niður og áhorfandinn fari að BlÐA eftir næsta fjör- kipp. Það er engan veginn nógu gott f mynd af þessari gerð. En öllum eru mislagðar hendur, Siegel ekki sfður en öðrum. Siegel er nú búinn að vinna sér fastan sess sem einn af meisturum „þrilleranna". (Ég Á síðari árum hafa komið í ljós margir eftirtektarverðir og . efnilegir leikstjórar vestan hafs. Menn sem á komandi árum eiga eftir að halda á loft nafni Bandaríkjanna í kvik- myndaheiminum. Virðast þeir ætla að verða engir eftirbátar hinna frægu, bandarísku leik- stjóra, sem nú týna óðum töl- unni; Eord, Hathaway, Cukor, Welles og Hawks, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þeir leikstjórar sem eru að taka við af gömlu kempunum eru flest allír uppaldir hjá sjón- varpinu, og í fylkingarbrjósti þeirra eru tvímælalaust þeir Francis Ford Coppola, Peter Bogdanovich, Terence Malick, John Milius, Dick Richards, Martin Scorsese, George Roy Hill, William Friedkin og James Frawley. Þessi nöfn láta flest kunnuglega i eyrum. Þau hafa verið rækilega kynnt i blöðum og tímaritum, þar sem fólki hefur gefist kostur á að kynnast persónunum sjálfum í gegnum blaðaviðtöl og önnur ýtarleg skrif. Flestir þessara leikstjóra eru viðskiptavinir áhrifamikilla umboðsfyrir- tækja og auglýsingastofnana, sem sjá um að nöfnum þeirra sé haldið á loft. Það er gott dæmi um kraft auglýsinganna, að nafn þess leikstjóra sem gert hefur Iang- vinsælustu myndir síðustu ára og hefur átt mestan þátt í sköp- un „Nostalgiu“-æðisins, er ekkert of vel þekkt meðal kvik- myndahúsgesta, og er þeim fer- ill hans lítt kunnur, þeir vita HAFNARBÍÓ „Sú eineygða“ if Eitthvað er farið að lækka risið á einu sinni hátt skrifuð- um kvikmyndaiðnaði frænda vorra, Svfa. Þetta dæmalausa klúðurer hvorki fugl né fiskur, ékki einu sinni ærleg klám- mynd, þó vesaldarlegir tilburð- ir „leikstjórans" beinist einna helst í þá átt. vona að hann sé bara ekki kom- inn með neinn Hitchcock- complex, þvf ég hef séð Siegel bregða fyrir f tveim eða þrem sfðustu myndum sínum, nú sfð- ast f þessari; þar sem hann leik- ur Ping-Pong við kfnverska mafiosann. Um leikarana er ekkert nema gott að segja, sérstaklega er Matthau f essinu sfnu. Joe Don Baker er vissulega enginn af- burðaleikari, en hann hefur til að bera vörpuleik og virðuleika sem minnir óneitanlega ekki lítið á gamla, góða Gary Cooper. Tónlist Schifrin er ómissandi að vanda. Og f lokin vil ég þakka Laugar- ásbfó fyrir einstaklega vel unn- in og vönduð prógrömm á sfð- Framhald á bls. 47. lítið annað en að hann hefur á undanförnum árum gert mynd- irnar „Throughly Modern Millie", „Butch Cassidy and the Sundance Kid“, „The Sting“, og nú fyrir skömmu var frumsýnd nýjasta mynd hans, „The Great Waldo Pepper", við mikið lof gagnrýnenda. Nafn þessa leikstjóra er George Roy Hill, og hefur hann alla tíð látið sem minnst á sér bera og þykir feiminn og ómannblendinn. Greinargott viðtal við þenna hægláta og óframhleypna náunga birtist nýlega i mjög svo vel virtu tímariti sem lítið sem ekkert er lesið hér heima. Og þar sem slík viðtöl eru, eins og fyrr segir ákaflega fátíð, og þar að auki skrifað af hátt skrifuðum blaða- manni, Bill Davidson, þá er ætl- unin að koma með glefsur úr því á næstu síðum. Sæbjörn Valdimarsson. Bréfadálkar „Eg ætla að byrja á því, að þakka umsjónarmönnum kvik- myndasíðunnar fyrir þeirra framlag og hef ákveðið að not- færa mér þann þátt er nefnist Bréfadálkar. Hér koma þá spurningar: 1) Er einhver von til þess, að Gamla Bfó endursýni mynd- irnar Point Blank, sem John Boorman leikstýrði og Space Odyssey, 2001? 2) Getur Sjónvarpið ekki endursýnt mynd Stanley Kubricks, Dr. Strangelove? Annars væri miklu betra að hún væri sýnd í bfó. 3) Geturðu gefið mér upp- lýsingar um Stanley Kubrick og myndir hans? 4) Hvaða myndum hefur Stacy Keach leikið f? John Huston. 1) Báðar þessar myndir hafa þegar verið endursýndar og Atriði úr vinsælum kvikmynd- um eftir George Roy Hill. verða trúlega ekki sýndar aft- ur, að sögn fórráðamanna Gamla bíós. 2) Þvf miður. 3) Stanley Kubrick er fædd- ur 26. júlf, 1928 í New York. Hann fékk snemma áhuga á ljósmyndun og vann m.a. fyrir tímaritið Look. 21 árs var hann talinn einn af bestu Ijósmynd- urum f Ameríku. Myndir: Day of the Fight (1951), Fear and Desire (1953), Killer's Kiss (1955), The Killing (1956), Paths of Glory (1957), Spartacus (1960), Lolita (1961), Dr. Strangelove (1963), 2001 (1968), Clock- vork Orange (1971 og vinnur nú að Darry Lyndon. 4) The Heart is a Lonely Hunter (1968), The End of the Road (1969) The Travelling Executioner (1970), Brewster McCIoud (1970), Doc (enn óséð hér), Fat City, The New Centurions og Judge Roy Bean 1972, Goodnight, Mike og Luther 1973. SÆBJÓRN VALDIMARSSON SIGURÐUR SVERRIR PALSSON George Roy Hill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.