Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 TIL FERMINGARGJAFA: Heimir sagði að hann málaði og lit- aði og að hann færi stundum út að róla og vega salt, þegar veðrið væri gott — og það væri svaka garnan þarna HANZKABÚÐIN Ótrúlegt úrval af seðlaveskjum Verzlið þar sem úrvalið er SKÓLAVÖRÐUSTÍG 7 - SÍMI 15814 - REYKJAVÍK Heimsókn á l Skóla- fólk hjá Morgun blaÓinu I Þessir krakkar voru allir 'að mála eitt sameiginlegt málverk, sem þau nefndu „Sjór". Þau voru mjög iðin, og eru áreiðanlega öll efnilegir listamenn. FERÐATÖSKUR SNYRTITÖSKUR (Beautybox) RENNILÁSATÖSKUR SKINNTÖSKUR BUDDURÍCa 30 tegundir) LÚFFUR Óli, sem er þriggja ára upprennandi listamaður, var að mála mynd, sem heitir: „Ég veit ekki", Hana ætlar hann að gefa ömmu sinni og afa. Þórarinn Helgi: Ljóshærður og snaggaralegur stákur i þriggja ára deild. Hann var að mála málverk handa mömmu sinni. Forstöðukonan með nokkra úr hópn- um sínum. — Myndirnar tóku Gunnar Bergþór Pálsson, sem var i starfsfræðslu og Sv.Þ. Jón Þór er fimm ára. Hann fer mikið út að ganga með fóstrunum, og hann býr til hús, bíla og margt fleira úr legó- kubbum. — Jón Þór sagði: Mér finnst leiðinlegt að vera hérna (annað var þó á honum að sjá) og mig langar ekki að vera í skóla. Mamma vinnur í Landsbankanum og telur peninga, og ég vil bara vera heima hjá ömmu. Við tókum tali forstöðukonu Hamraborgar, en hún hefur verið forstöðukona þar frá stofnun heimilisins fyrir rúmlega 10 árum. Hún sagði að 74 börn væru á dag- heimilinu. Fyrstu börnin kæmu kl. 7.30 á morgnana og svo héldu þau áfram að koma til kl. 9.30. Við gæslu barnanna starfa ellefu fóstrur og aðstoðarstúlkur. Þar er einnig eldhúsráðskona og tvær stúlkur, sem aðstoða I eldhúsi, og kona að hluta við þvottahúsið, auk þess þrjár ræstingakonur. Húsnæðið er mjög stórt og gott og leikvöllurinn er til fyrirmyndar. Hamraborg er skipt niður i fjórar deildir, vöggu- og skriðdeild (þar eru börn frá þriggja mánaða aldri til tveggja ára), tveggja ára deild. þriggja ára deild og fjögurra til sex ára deild. Þrátt fyrir skiptingu t deild ir er mikill samgangur með börn- unum og reynt eftir föngum að auka þann samgang. Börnin fá morgun- mat, miðdegisverð og siðdegis- „kaffi". Við inntum forstöðukonuna eftir hvort aðsókn væri mikil og tjáði hún okkur að langur biðlisti væri að dag- heimilum og leikskólum borgarinnar. Hún sagði okkur einnig að fóstru- starfið væri lifrænt og skemmtilegt en erfitt. Væri mjög undir því komið að valinn maður væri i hverju rúmi. JÓHANNA Vilhjálmsdóttir og Margrét Þórðardóttir úr Ármúlaskóla heimsóttu barnadagheimilið Hamraborg, þegar þær voru í starfsfræðslu hjá Morgunblaðinu. — Skýra þær hérfrá þeirri heimsókn: dagheimíli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.