Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 1
78. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 Prentsmiðja Morgunbiaðsins. BARDAGAR 3 KM FRA MIÐBORGINNI tekið að sér málamiðlarahlutverk i deilunni. Stjórnarhernum tókst að hrinda árás skæruliðasveita á mikilvæga héraðsborg, Kompong Speu, i inn- an við 50 km fjarlægð vestur af Phnom Penh og rak þær á undan- hald, að því er fregnir frá vig- stöðvunum hermdu. Árásir voru gerðar úr lofti og af landi á flug- völl höfuðborgarinnar og lézt eitt barn a.m.k. og 12 manns særðust. r Oeining um NATO-fund? Brussel, 9. april — Reuter. KJÖGIJR aðildarlönd Atlants- hafsbandalagsins, að minnsta- kosti, þ.e. Frakkland, Grikkland, Holland og Kanada, lýstu því yfir i dag að þau væru efins um rétt- mæti tillögu brezka utanrikisráð- herrans, James Callaghans, um leiðtogafund NATO-ríkja í næsta mánuði i Brússel. Þetta kom fram i umræðum innan fastaráðsins i dag að því er diplómatiskar heimildir hermdu. Telja löndin ónógan tíma til undirbúnings slíks fundar, en á honum gæfist Ford Bandaríkja- forseta fyrsta tækifærið til að ræða við leiðtoga allra bandalags- þjóðanna. Hins vegar hermdu heimildirnar að leiðtogafundur- inn yrði mjög sennilega haldinn engu að síður i maílok. Orustan um Saigon sögð í nánd Washington, Saigon, 9. apríl. AP — Reuter — NTB. 0 HVlTA húsið skýrði frá því í dag að Nixon, fyrr- um Bandaríkjaforseti, hefði veitt Nguyen Van Thieu, forseta Suður-Vietnam, leyni- legt loforð um að Banda- ríkjastjórn myndi bregðast af hörku við hvers kyns meiriháttar brotum Norður-Vietnama á Parísarsamkomuiaginu. Ron Nessen, blaðafulltrúi Gerald Fords forseta, neitaði hins vegar að segja til um hvort I loforði þessu hefði falizt það, að banda- rískar hersveitir yrðu sendar á ný til Indókína. Að sögn Nessens var þetta loforð veitt meðan á samn- ingaviðræðum stóð í París, að því er virðist til að fá Thieu til að Mótmæla yfir- gangi kommún- ista í Portúgal Lissabon, 9. apríl — NTB. LÖGFRÆÐINGASAMBAND Portúgals boðaði f dag til blaða- mannafundar og sakaði ríkis- stjórnina um að þjösnast á grund- vallaratriðum mannréttinda með því að láta taka fasta af handahófi meir en 100 vinstrisinnaða há- skólastúdenta sem andsnúnir eru kommúnistaflokknum. Þá sagði fréttastjóri portúgalska sjón- varpsins af sér I dag, á þeim for- sendum að kommúnistar hefðu algjörlega yfirtekið starfsemi út- varpsins. í morgun handtók herlögreglan Framhald á bls. 18 gangast inn á samkomulagið og brottflutning bandarisku her- sveitanna. Siðar i kvöld hermdu fregnir hins vegar að Ford forseti hefði skýrt þingleiðtogum frá því að engir „leynisamningar" væru nú í gildi milli Bandarfkjanna og Suður-Víetnam. 0 Upplýsingar Nessens komu í kjölfar ásakana Henry Jacksons, öldungadeildarþingmanns demó- krata, í gær, um að slíkt loforð hefði verið gefið Thieu. I kvöld var það skoðun margra í Washington að þetta kynni að vakla miklu fjaðrafoki í banda- rfskum stjórnmálum, og kynnu þingnefndir að hefja rannsókn á málinu, m.a. með tilliti til þáttar Henry Kissingers utanríkisráð- herra, sem lagði grundvöllinn að Parfsarsamkomulaginu fyrir hönd Bandarikjamanna og stend- ur þegar mjög höllum fæti heima fyrir. A meðan Nessen hélt blaða- mannafund sinn sat Ford á rök- stólum með öryggisráðinu tii að ræða leiðir til að veita Víetnam- stjórn aðstoð þrátt fyrir andstöðu þings við frekari heraðstoð. 0 A vígstöðvunum í Suður- Vietnam gerðu hersveitir Norður- Vietnams hörkuárásir á ytri varnarlinur Saigons í dag og réð- ust inn í tvær héraðshöfuðborgir og tvær smærri borgir. Harðastir voru bardagarnir um Xuan Loc i 70 km fjarlægð frá Saigon, og lokaðist umferð um þjóðveg 4 i átta klukkustundir vegna þeirra. Þetta er fyrsta árás Norður- Vietnama á meiriháttar borg á Saigonsvæðinu frá því að sókn þeirra hófst 10. marz. Telja heim- ildir innan hersins að þessir bar- dagar marki upphafið að orust- unni um Saigon. Herstjórnin í Saigon hélt því Mikill meirihluti þing- manna kaus EBE-aðild London, 9. apríl — Reuter BREZKA þingið mælti með þvf í kvöld með miklum meirihluta, atkvæða, að Bretland héldi áfram aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Nam meirihlutinn 226 atkvæðum, og er talið að þetta mikla fylgi muni hafa töluverð áhrif á úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar um áframhald EBE- aðiidar sem vænzt er að verði 5. júní næstkomandi. Með aðild voru 396 þingmenn en 170 á móti. Atkvæðagreiðslan, sem fór fram í lok þriggja daga umræðna um málið, snerist um það hvort þingið samþykkti meðmæli rfkis- stjórnar Harolds Wilsons um að þjóðin féllist á hina endurskoð- uðu aðildarskilmála. Q| Þó að atkvæðagreiðslan hafi átt að vera frjáls, þ.e. ekki bundin við flokkslinur, leiddi hún í Ijós uppþot í liði Verkamannaflokks- þingmanna og er óhjákvæmilegt talið að Wilson eigi erfiða tíma framundan að skapa einingu um stefnu sfna. Fjöimargir Verka- mannaflokksþingmenn greiddu atkvæði gegn stefnu stjórnar- innar, þ.á m. amk. fimm ráðherr- ar hennar. Og Eric Heffer aðstoðarráðherra virti að vettugi bann Wilsons við þvf að ráðherr- ar mæltu gegn ríkisstjórninni við umræðurnar. Klöppuðu margir Verkamannaflokksþingmenn honum lof i lófa fyrir vikið. Heffer, herskár aðstoðarráð- herra úr vinstra armi Verka- mannaflokksins, sem margoft hefur, ásamt Tony Benn iónaðar- ráðherra, lýst andstöðu sinni viö aðild Breta að bandalaginu, hafði lýst þvi yfir að hann hygðist mæla gegn aðild við umræðurnar í neóri málstofunni, gegn stefnu stjórnar sinnar þrátt fyrir það að Harold Wilson forsætisráðherra hefói bannað ráðherrum sinum Framhald á bls. 18 ARFTAKI CHIANGS. — Hinn nýi forseti þjóðernissinnastjórnarinnar á Formósu, Yen Chia-Kan, skýrir fréttamönnum frá því eftir embættistökuna s.l. sunnudag að hann muni reyna af fremsta megni að feta í fótspor fyrirrennara síns, Chiang Kai-Sheks, við uppbyggingu þjóðlífsins á eynni. Chiang lézt eins og fram hefur komið s.l. laugardag. Phnom Penh, 9. apríl AP — Reuter — NTB ARASARSVEITIR Rauðu Khmeranna börðust í dag við stjórnarher Kambódfu í aðeins þriggja kilómetra fjarlægð frá miðborg höfuðborgarinnar Phnom Penh, og heyrðust orustudrunurnar inni i borginni. Hersveitum Khmeranna tókst að ráðast einn kflómetra inn fyrir norðurvarnarlínu borgarinnar og þar geisuðu heftarlegir bardagar i allan dag, og á eystri bakka Mekong-árinnar var barizt i 3 km fjarlægð frá hjarta borgarinnar. 1 Bangkok skýrði talsmaður thailenzka utanríkisráðuneytis- ins frá því, að líkur bentu til að fleiri leynifundir yrðu haldnir þar milli fulltrúa Kambódíu- stjórnar og Rauðu Khmeranna, en þeir hittust i fyrsta sinn á mánudag. Hafa báðir aðilar óskað eftir því aó fundirnir verði haldnir i Bangkok og hefur því rikisstjórn Thailands undirbúið þá. Hins veg- ar taka talsmenn stjórnarinnar fram að Thailendingar hafi ekki fram að árásinni á Xuan Loc hefði að mestu verið hrundið, en bar- dagar héldu þar samt áfram. I Xuan Loc búa um 100.000 manns. Ekkert hefur verið látið uppi um mannfall. Talsmaður Vietcong sagði i dag, að herflugmaðurinn sem gerði árásina á forsetahöllina í Saigon í gær hefði komizt undan og hefði lent heilu og höldnuá svæði sem er á valdi Vietcong. Hefði flug- manninum verið veitt „frelsi" og hann sæmdur heiðursmerki fyrir tilræðið og gerður að höfuðs- manni. I Washington ollu upplýsingar Nessens sem fyrr segir miklu írafári. Margir höfðu talið að ásakanir Jacksons öldungadeild- arþingmanns hefðu verið eins konar tilraun til að sverta Kiss- inger, en utanrikisráðherrann hefur áður sagt að ekkert leyni- samkomulag hafi verið gert, þótt Bandaríkjamönnum bæri hins vegar siðferðileg skylda til að veita Suður-Vietnömum her- aðstoð. Jackson sagði í kvöld aó augljóst væri að þingið ætti að láta fara fram rannsókn á málinu, og Hvita húsið ætti að gera sam- skipti Nixons og Thieu opinber. Mike Mansfield, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði að hann vænti þess að utanrikis- málanefnd og hermálanefnd myndi rannsaka málið. Á fundi Fords með öryggis- ráðinu var lögð fram skýrsla Framhald á bls. 18 Wilson —ýmsir erfiðleikar fram- undan Mikið fjaðrafok vegna uppljjsinga Hvíta hússins: Nixon forseti lofaði Thieu hemaðaraðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.