Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 3 Traustur hagur Verzlunarhankans: AÐALFUNDUR Verzlunar- bankans var haldinn í Kristals- sal Hótel Loftleiða laugardag- inn 5. apríl s.l. Fundarstjóri var kjörinn1 Hjörtur Hjartarson forstjóri, en fundarritarar þeir Gunn- laugur J. Briem verzlunarmað- ur og Jón I. Bjarnason, rit- stjóri. Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi atvinnulífinu og flutt til hins opinbera. Ef ekki er snúið við þessari þróun mundi hún á skömmum tima raska allri at- vinnuþróun i landinu og beina henni í auknum mæli inn á braut ríkissreksturs. Ennfremur er hlutur hins op- inbera i ráóstöfun sparifjárins orðinn hærri en eðlilegt má telja með innlánsbindingu í Seðlabankanum, sem nú er 23%, og árlegri fjármögnun til Frá aðalfundi Verzlunarbankans. Höskuldur Olafsson bankastjóri f ræðustól. Heildarinnlán rúmir bankans á siðast liðnu ári. Gerði hann ítarlega grein fyrir þróun efnahagsmála og ræddi sérstaklega um þau vandamál, sem vjerðbólguþróun ársins hefði skapað verzluninni, en margvislegar efnahagsaðgeróir höfðu í för með sér rýrnun á rekstursfé. Ástand peninga- mála mótaðist af mikilli eftir- spurnarþenslu, rýrnandi gjald- eyrisstöðu og erfiðleikum út- flutningsatvinnuvega. Mikils ósamræmis gætti milli eftir- spurnar eftir lánsfé og þess sem til ráðstöfunar var. I heild rýrnaði staða innlánsstofnana stórlega gagnvart Seðlabankan- um. Má segja að ríkjandi aó- stæður hafi haft mjög óheilla- vænleg áhrif á sparifjármynd- unina, þrátt fyrir hækkandi innlánsvexti. Þá lýsti hann furðu sinni á þeirri samkeppni sem hið opin- bera stæði i við innlánsstofnan- ir með stöóugt vaxandi útgáfu verðtryggðra spariskirteina og nú síðustu árin verðtryggðra happdrættismiða. Afleiðing þessa yrði óumflýjanlega sú að fjármagnið væri dregið frá pen-1 ingastofnununum, sem þjóna Þorvaldur Guðmundsson flytur skýrslu bankaráðs. Til vinstri Hjörtur Hjartarson, fundarstjóri. 2 milljarðar Eigið fé 134 milljónir — Nýtt útibú í Breiðholti — 12% arður til hluthafa innlendra framkvæmda sem nemur 10%. Eru þannig 33% allrar innlánsaukningar teknar til opinberra þarfa. Þaó segir sig sjálft aó slikar aðgerðir þrengja mjög kosti atvinnulífs- ins. Höskuldur Ólafsson banka- stjóri lagði fram endurskoðaða reikninga bankans fyrir síðast- liðið starfsár og skýrði þá. Kom fram i ræðu hans að rekstursaf- koma bankans varð hagstæð á árinu. Hér á eftir fara helztu atriði, sem fram komu um rekstur bankans í ræðum bankastjórans og formanns bankaráðs: Innián Innlán við bankann námu alls 2013.5 millj. kr. i árslok og höfðu aukizt á árinu um 328.7 millj. kr. eða 19.5%. Spariinn- lán námu 1627.3 millj. kr. og var aukning þeirra 280.1 millj. kr. frá fyrra ári eða 20.8%. Veltiinnlán námu 386.2 millj. kr. og höfðu vaxið um 48.2 millj. kr. eða 14.3%. Útlán I lok ársins nam upphæð úti- standandi lána við bankann 1706.5 millj. kr. og höfóu aukizt á árinu um 278.5 millj. kr. eða 19.5%. Meginhluti lána bank- ans eru vixillán og námu þau 63.2%, yfirdráttarlán voru 19.8% og skuldabréfalán 17%. Verzlunarlánasjódur Við bankann er sérstök stofn- lánadeild, er nefnist Verzlunar- lánasjóður. Hefir hún á undan- förnum árum veitt fyrirtækjum framkvæmdalán. A árinu voru Framhald á bls. 18 Togaraverkfallið: Hráefnisskortur hjá vinnslu- stöðvum ef ekki semst brátt GERA MÁ ráð fyrir að fljótlega fari að bera á fiskskorti hjá þeim fiskvinnslustöðvum, sem stóru togararnir afla fyrir — sagði Valdimar Indriðason, formaður Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda við Mbl. I gær. Togar- arnir, sem munu stöðvast næstu daga, ef ekki semst, eru samtals 22 og eru gerðir út frá Akureyri, Dalvfk, Akranesi, Reykjavík og Hafnarfirði. A þessum togurum vinna um 550 manns, en að sjálf- sögðu hefur mikið fjölmennari hópur landverkafólks atvinnu sfna af að vinna afla þessara togara. Samningafundur i kjaradeilu togarasjómannanna við útvegs- menn hófst í gær klukkan 14 og stóó fram eftir kvöldi, en verkfall hófst í fyrrinótt á miðnætti. Enn sem komið er hafa fáir togarar stöðvazt nema Ver frá Akranesi, sem hafði stöðvazt áður en til verkfallsins kom og Júní er bilaður. Þá mun Víkingur hafa sloppið út fyrir verkfallið. Mikill hallarekstur hefur verið á útgerð stærri togaranna undan- farið og mun erfitt fyrir útgerð þeirra, að greiða hærri laun, en þegar hefur verið um samið. Á stærri skuttogurunum er 24ra til 25 manna áhöfn, en á hinum minni, undir 500 rúmlestum, eru 15 til 16 menn. Kjaradeilan nú stendur fyrst og fremst um fastakaup togarasjó- mannanna, en kjör þeirra grund- vallast á fastakaupi og aflahlut. 1 samanburði við bátakjarasamn- ingana má geta þess aó grundvöll- ur þeirra er aflahlutur og kaup- trygging. Þótt gera megi ráð fyrir því að hráefnisskorts fari brátt að gæta meðal fiskvinnslustöðva vegna togaraverkfallsins, er talið að bátaflotinn geti annað almenn- um neyzlumarkaði hér innan- lands og þvi á ekki að vera hætta á að til almenns fiskskorts komi i þeim byggðarlögum, sem togar- arnir leggja upp afia sinn í. Morgunblaðið ræddi í gær við Gísla Konráðsson, framkvæmda- stjóra Utgerðarfélags Akureyr- inga h.f. og spurði hann um álit hans á deilunni, en félag hans gerir nú út 6 togara, þar af einn gamlan siðutogara. Gisli sagði að allir togararnir væru nú á sjó, nema Sólbakur, sem væri i viðgerð. Sléttbakur rétt komst út áður en til verkfallsins kom. Kaldbakur verður fyrsti togarinn, sem stöðvast nyrðra vegna verk- Noröurlandamótið í bridge fer fram 1 Noregi 1 júnf og voru tilkynnt landslið og unglinga- landslið á blaðamannafundi 1 gær. Aftari röð frá vinstri: Ein- fallsins, en hann er væntanlegur inn á föstudag. Sagði Gísli aó siðan myndu togararnir koma inn og stöðvast einn af öðrum meó 2ja til 3ja daga millibili. Gisli Konráðsson sagðist þó vera bjart- sýnn á að deilan myndi leysast — það væri góðs viti að menn rædd- ust þó við. Gisli Konráósson sagði að rekst- ur þessara togara hefði ekki verið slikur að undanförnu, að unnt væri að greiða meira kaup en tiðkast hefur. Sagði hann að út- gerðarfélögin hefðu jafnvel átt ar Guðjohnsen, Helgi Jónsson, Guðmundur Arnarson og Helgi Sigurðsson. Þessir piltar munu skipa unglingalandsliðið. Neðri röð Hallur Sfmonarson, Páll fullt í fangi með að standa við þá samninga, sem gilt hefðu — tap á rekstri skipanna hefði verið svo mikið. Hann sagði aó óhugsandi væri að unnt væri að finna lausn á kjaradeilunni með öðrum hætti en þeim, að ríkisvaldið gripi inn i og kæmi með einhver úrræði, sem sköpuðu grundvöll fyrir rekstri skipanna. Lausnin hlyti að þurfa að koma annars staðar frá en frá útgerðarfélögunum sjálfum. Þá ræddi Mbl. í gær við Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur. BUR rekur nú 4 togara, þar af 3 skut- togara. Hinn fyrsti sem stöðvast er Þormóður goði, sem væntan- legur er inn i dag. Asgeir sagði að sér litist ekki vel á að útgerðar- félögin gætu bætt á sig meiri út- gjöldum, öil skipin væru þegar rekin með tapi. Lausnin hlyti að felast i fyrirgreiðslu hins opin- bera, sem yrði að koma i ein- hverju formi. Bergsson, fyrirliði, Jakob R. Möller og Jón Baldursson. A myndina vantar Þóri Sigurðs- son. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Bridgelandsliðin tilkynnt í gœr Góður afli hjá Eskifjarðarbátum Eskifirði — VETRARVERTÍÐ hér hefur geng- ið allvel hvað fiskirf snertir. Afli hefur verið fremur jafn og góður en gæftir erfiðar, t.d. hefur Sæ- bergið landað rúmlega 100 lestum úr tveimur veiðiferðum í sfðustu viku en bátarnir draga 2—3 í ferð. Sæljónið hefur fengið mestan afla — rösklega 520 lestir frá áramót- um. 4 bátar róa með net. Þá eru minni bátarnir komnir af stað og hefur verið góður afli á færi, og komist upp f 3 tonn róðri. Afli netabátanna hefur aðal- lega verið stór og fallegur þorsk- ur, og er hann að mestu leyti verkaður í salt hjá fjórum sölt- unarstöðvum. Afli togaranna hefur verið misjafn en yfirleitt nokkuð góður. I dag er logn og blíða eftir 3ja daga leiðindaveður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.