Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRlL 1975 21 — Minning — Minning Guðfinna Jóna Framhald af bls. 23 band meö Sigurði Stefánssyni sem síðar gerðist símaverkstjóri í Reykjavík. Hún bjó manni sinum og börnum hlýlegt heimili að Grettisgötu 45. Siðar bjuggu þau á fleiri stöðum, lengst þó i eigin húsi við Hverfisgötu 96A. Þau eignuðust saman 5 dætur, fjórar eru lifandi og giftar konur, en ein dó kornung. Ég mun hafa fyrst kynnst þessari mætu konu 1941, en þá vann ég andir verkstjórn manns hennar og alltaf þótti mér jafn gott að koma til Guðfinnu og fá kaffisopa þvi ávallt var heitt á könnunni. Bróðir Guðfinnu, Bjarni,dvaldist i mörg ár á heimili systur sinnar og voru þau mjög samrýnd. Dótturson sinn ól Guðfinna og Sigurður upp frá þvi hann var 9 mánaða og þar til hann stofnaði sitt .eigið heimili. Arið 1971 missti Guðfinna tengdason sinn, Halldór Kristíns- son, og var þaó þungt áfall fyrir þau hjónin og konu hans. Hann var ætið i miklu uppáhaldi hjá tengdaforeldrunum. Guðfinna tók öllum missi með miklu jafn- aðargeði og skynsemi enda var hún vel gerð kona, og góðvildin skein ávallt af henni og ætíð var hún boðin og búin til að hjálpa þeim sem í erfiðleikum áttu. Hún hafði yndi af því að ferðast um landið og eftir að maður hennar fékk sér bíl óku þau mikið um landið og var þá oft glatt á hjalla. Ég hitti þau oft þegar þau voru í sinu sumarleyfi úti um lands- byggðina og var alltaf jafn ánægjulegt að hitta þau og þeirra samferðafólk, en þau voru oft með kunningjum sínum í sumar- leyfum. Renndi þá Sigurður fyrir fisk og skaut fugl i pottinn. Ég kveð hinstu kveðju Guðfinnu Sveinsdóttur og bið Guð og góðar vættir að fylgja henni yfir móðuna miklu. Eftirlifandi eiginmanni dætrum og fóstursyni svo og öðr- um ættingjum, votta ég mina dýpstu samúð. Bj.G. Framhald af bls. 23 öndverðu, kerfi fórna og kær- leiks, að vera manni sínum og börnum allt. Án nokkurra út- reikninga um laun fyrir langan vinnudag vann hún, einu launin voru þau að sjá börn sín verða að góðum þjóðfélagsþegnum, sem þau og eru öll. Jóna heitin var góðum gáfum gædd, hlédræg að eðlisfari og hafði prúða framkomu. Hún hafði yndi af að ræða við vini sína um sin mörgu hugðarefni. Hún var sívinnandi á meðan heilsan leyfði og raunar fram á síðustu stund, þvi hún var mikil hannyrðakona, heklaði, prjónaði og saumaði hverja stund sem gafst frá dagleg- um skyldustörfum. Hún las einnig mikið af bókum og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru henni leiðarljós eins og þeir hafa verið svo mörg- um um aldir. Það má heita að hún hafi andazt með þá í höndunum, þvi hún lauk við að lesa þá kvöld- ió áður en hún lézt, þann 18. marz sl. — Á Dynjandanum öllum var um tíma milli 30 og 40 manns i tveimur húsum. Þarna ólst upp mikið af ungu fólki, sem á nú fagrar endurminningar frá þessum heimilum. Aldrei féll hinn minnsti skuggi á samfélagið milli þessara heimila, og allur hinn prúði ungmennahópur sem ólst þarna upp, og varð uppi- staðan i ungmennafélaginu Glaður, hefur verið og er enn sem einn systkinahópur. Nú þegar ein húsmóðirin er horfin af jarðarsviðinu, beinist hugur þessa hóps og okkar allra að minningunni um hana, með virðingu og þökk fyrir fyrirmynd- ina sem hún gaf með lífi sinu. Við hjónin og börnin okkar þökkum Jónu heitinni samveru- stundirnar i þessu lífi, og min trú er sú að við eigum eftir að hittast aftur er timar liða. Blessuð sé hennar minning. Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda. Þakkir Ég þakka öllum ættingjum og vinum, er sýndu mér vináttu og hlýhug á 85 ára afmæli mínu 3. april sl. Kjartan Ólason, Njarðargötu 12, Keflavík. Lögtaksúrskurður: Samkvæmt beiðni Gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi, úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinnar, en ógreiddrar fyrirframgreiðslu útsvara, aðstöðugjalda, tekjuskatts, eignaskatts, lif- eyristr.gjalds atvinnurekenda, slysatryggingargjalds atvinnurekenda, atvinnuleysistryggingagjalds, slysatryggingargjalds atvinnurekenda, at- vinnuleysistryggingagjalds, iðnlánasjóðsgjalds, launaskatts, slysatrygg- ingargjalds v. heimilisstarfa, kirkju og kirkjugarðsgjalda, fyrir árið 1975, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtökin geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn Seltjarnarnesi. Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl 1975 að Laugaveg 18 og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Venju/eg aða/fundarstörf Samningarnir Önnur mál. Stjórnin. Iðnaðar og verzlunarhúsnæði 800—1000 fermetra verzlunar eða iðnaðarhúsnæði óskast til kaups á stór-Reykjavikursvæðinu, tilbúið eða í smíðum. Æskilegt er að húsið sé i góðum tengslum við umferða- og gatnakerfi viðkomandi staðar. LÖGMENN GARÐASTRÆTI 3, JÓN Ö. INGÓLFSSOJM HDL. JÓN GUNNAR ZOÉGA HDL. SÍMAR 11252—27105. — Danmörk Framhald af bls. 10 Stefna Framfaraflokksins. Framtíð Glistrups Það er ekki ástæða til að fjalla sérstaklega um stjórnmálastefnu Glistrups og flokks hans. Afnám tekjuskattsins, fjöldauppsagnir hundraða þúsunda opinberra starfsmanna og önnur atriði á stefnuskrá flokksins eru of fjár- stæðukennd til að þau verði tekin alvarlega — nema sem grín. Einnig vill Glistrup leggja niður allar hervarnir og þar með alla hermenn og spara milljarða króna. Um það eru margir honum sammála. En í stað hersins vill hann láta koma upp sjálfvirkum simsvara i varnarmálaráðuneyt- inu, þar sem rödd dyravarðar mælir á ýmsum tungum, þ.á m. rússnesku: Vér gefumst upp, vér gefumst upp.... Hver sem kunna verða afdrif Glistrups lögmanns og flokks hans í því róti sem framtiðin ber í skauti, m.a. með tilliti til þeirra margvíslegu brota á skatta- og hegningarlöggjöf sem hann er ákæróur fyrir, er það víst að þau hundruð þúsunda kjósenda, sem lýst hafa fylgi við hann og stefnu- mál flokksins, munu i timans rás finna sér annan vettvang. En alveg á nasstunni er þó allt útlit fyrir að þessi sömu hundruð þús- unda muni telja sig beitt miklum órétti, ef tákn það sem þessir aðiljar hafa valió sér, veröur — að þeirra áliti — beitt rangindum af opinberri hálfu. En þegar um er aó ræða töfra- brögð á sviði þjóð- og stjórnmála, standa fáir hinna æfðu stjórn- málamanna Dana Mogens Glistrup á sporði. Það er og jafn- víst, að ef og þegar til þess kemur, mun þessi margslungni persónu- leiki fara af sömu leikni með hlut- verk hins saklausa og ofsótta fórnarlambs. — Þjónusta Framhald af bls. 13 Hjá Byggingaþjónustu A.í. fer einnig fram kynning á margs konar hljóðeinangrunarvörum, sem Superfos Glasuld framleiðir, ásamt efnum til að ná réttum hljómburði þar sem þörf er á. MARGRA ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÓÐA ÞJÓNUSTU. ÚTSÖLUSTAÐIR VÍÐA UM LAND. Marrnet, rale/gh Allt heimsþekkt gæðamerki FÁLKINN Suðurlandsbraut 8. "’Sími 84670. MIKIÐ ÚRVAL AF barnavögnum og kerrum INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1975, 1.FL. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðuneytið hefur á- kveðið viðbótarútgáfu á spari- skírteinum ríkissjóðs 1975 — 1. flokki, að fjárhæð 200 milljónir króna, á grundvelli heimildar í fjárlögum fyrir 1975. Kjör skírteina eru í aðalatr- iðum þessi: Meðaltalsvextir eru um 4% á ári, þau eru lengst til 18 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin eru verðtryggð og er grunnvísitala þeirra sú byggingarvísitala, sem Hag- stofan skráir miðað við 1. marz s.l. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 5.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteinanna stendur nú yfir, og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innlánsstofnunum um allt land svo og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar liggja frammi hjá þessum aðilum. 1975. April SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.