Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1975 Ashkenazy og Filharmonia með Sinfóníuhljómsveitiimi I KVÖLD verða I Háskólabfói 13. reglulegu hljómleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands. Stjórnandi verður Karsten Andersen. A efnisskrá eru eftirtalin verk: Coriolan for- leikurinn eftir Beethoven, píanókonscrt nr. 2 eftir Beet- hoven — einieikari Vladimir Ashkenazy — sinfónfa nr. 94 eftir Haydn og Sálmasinfónían eftir Stravinsky, sem söngsveit- in Filharmonia flytur ásamt hljómsvcitinni. Meðfylgjandi myndir af Vladimir Ashkenazy og Karsten Andersen tók Ijós- myndari Mbl. á æfingu í Há- skólabiói í gærmorgun. Þess skal hór getið, að f frá- sögn af æfingu söngsveitarinn- ar og hljómleikum þessum á hls. 3 f blaðinu f gær féll niður úr fyrirsögninni nafn Vladimir Ashkenazys. Námsmenn erlend- is fá viðbótarlán STJÖRN Lánasjóðs íslenzkra námsmanna barst f gær bréf frá menntamálaráðuneytinu með fyr- irmælum um að greidd skuli við- bótarnámslán til námsmanna er- lendis, en að sögn Sigurjóns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra LlN, hefur það verið til umræðu og athugunar nú um langt skeið hvort unnt yrði að bæta fslenzkum námsmönnum gengisbreytinguna sem varð í febrúar. Að sögn Sigurjóns var heildar- fjárþörf LlN vegna siðustu út- hlutunar metin 680 milljónir króna og þar af voru 290 milljónir króna ætlaður til um 1150 náms- manna erlendis. Vegna gengis- fellingarinnar hækkaói hins veg- ar fjárþörf námsmanna erlendis i 330 milljónir króna eða um 40 milljónir króna. Sigurjón kvað mismunandi eft- ir einstökum löndum og persónu- legum högum hversu viðbótarlán til einstakra námsmanna yrðu há en nefndi sem dæmi að reikna mætti með að einstaklingur við nám i Þýzkalandi fengi milli 30—40 þúsund krónur til viðbótar og sú upphæð yrði væntanlega svipuð á Norðurlöndum. Stjórn Lánasjóðsins á eftir að fjalla um fyrrgreint bréf menntamálaráðu- neytisins og verður þá tekin ákvörðun um hvernig og hvenær fyrrgreind viðbótarlán verða greidd. Vinnudeilan innan Kaupfélags Arnesinga: Kaupfélagsstjórnin styðu] aðgerðir kaupfélagstjóra Fjársöfnun hafin til styrktar verkfallsmönnum HULDUMAÐUR I LOÐMUNDARFIRÐI? MORGUNBLAÐINU hárusl í ga>r tvær fréttatilkynningar vegna vinnudeilu þeirrar sem stendur nú yfir innan Kaupfélags Arnes- inga á Selfossi. Önnur er greinar- gerð frá kaupfélagsstjórninni en hin áskorun frá nokkrum forustu- mönnum innan verkalýðshreyf- ingarinnar um samstiiðu og fjár- hagslegan stuðning við starfs- menn kaupfélagsins sem nú ciga f verkfalli. Hafa þeir ákveðið að gangast fyrir almennri fjársöfn- un vegna þeirra manna sem nú eiga f verkfalli. I fréttatilkynn- ingu kaupfélagsstjórnarinnar er Grafíkin rennur út „ADSOKN að sýningunni og sala á myndunum hefur farið fram úr okkar björtustu vonum," sagði Jón Reykdal, einn aðstandenda grafík sýningarinnar í Norræna húsinu er Mbl. ræddi við hann. Jón sagði að rúmlega 90 myndir hefðu selst frá því sýningin var opnuð. Eru nokkrar myndir upp- seldar og aðrar á mörkunum að seljast upp. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14 til 22 og er síðasti sýningardagur á mánudaginn. Jón bað Mbl. að vekja athygli á því, að i kvöid, íimmtudag, klukk- an 20.30, mundu listamenn þeir sem að sýningunni standa hafa sýningu á grafiskum aðferðum og sýna hvernig grafikmyndir verða til. hins vegar lýst yfir fvllsta stuðn- ingi við aðgerðir kaupfélagsstjór- ans og einnig áskilur stjórnin félaginu allan lagalegan rétt í máli þessu „fari svo að starfsfólk- ið haldi áfram þessu ólöglcga strfði við félagið," eins og segir f tilkynningunni. I greinargerð kaupfélagsstjórn- arinnar kemur fram að hún hafi haldið fund um þetta mál síðast- liðinn þriðjudag og fjallaði þar annars vegar um bréf sem nokkr- ir starfsmenn höfðu sent stjórnar- formanni varðandi þá ákvörðun kaupfélagsstjóra að banna alger lega vinnu verkstæðismanna í einkaþágu á verkstæðum félags- ins utan vinnutima en hins vegar uppsögn þriggja starfsmanna er leiddi til þess að starfsmenn á verkstæðunum lögðu niður vinnu. Varðandi fyrrnefnda atriðið eru tilgreind rök kaupíelags- stjóra, sem m.a. eru íólgin í því að slík vinna í einkaþágu utan vinnutima hafi í för með sér stór- aukna áhættu íyrir félagið af völdum brunatjóns og hvers konar óhöppum, einnig aukinn kostnað og áhættu vegna orku- frekra og dýrmætra véla, sem sér- hæfðir menn störfuðu við og stjórnuðu á venjulegum vinnu- tima, auk stóraukinnar áhættu varðandi slys á mönnum, sem íélagið væri skaðabótaskylt fyrir en trygging þess næói ekki til að bæta. Loks hafi kaupfélagsstjór- inn fært íull rök að þvi að þótt komist yrði hjá öllum óhöppum og slysum, fælist engu að síður stóraukinn kostnaður i því að hafa verkstæðin í gangi utan venjulegs vinnutima. Segir síðan í fréttatilkynningu kaupfélags- stjórnar, að þar sem hér sé um að ræða eignir sem skipti hundr- uðum milljóna að verðmæti viður- Framhald á bls. 18 FYRIR nokkrum dögum, er einn Norðfjarðarbátanna var staddur úti fyrir mynni Loðmundar- fjarðar, sem nú er í eyði, sáu skipverjar ljós inni f firðinum og þótti undarlegt. Kallaði skips- höfnin upp Norðfjarðarradfó og spurðist fyrir um það, hvort enn væri byggð f Loðmundarfirði. Baldvin Trausti Stefánsson, sem er landeigandi i Loðmundar- firði tjáði Mbl. I gær, að sam- kvæmt ágizkun og lýsingu skip- verja gæti ljósið hafa verið í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, en þar á enginn að vera. Hefur ekki tekizt þrátt fyrir eftirgrennslan að hafa upp á neinum, sem þar hefði getað verið á ferð, t.d. á snjósleða. Um 10 km eru i Stakka- hlíð yfir Hjálmadalsheiði f næsta byggt ból, en um heiðina liggur símalínan í Loðmundarfjörð. Þá hafa sprottið í kring um þessar ljósasögur frá Loðmundar- firði upp sögur um ferðir óþekkts manns í Eiðaþinghá og virðist þar vera eitthvað á seyði, sem menn hafa ekki getað áttað sig á. Bald- vin Trausti sagði að sér fyndist undarlegt, að yfirvöld skyldu ekki ganga úr skugga um þetta og hafi einhver maður setzt að í eyðibýl- um eða i úthýsum þyrfti að ganga úr skugga um slíkt. Slikt væri f hæsta máta óeðlilegt. Stálu bensíni I VIKUNNI var brotist inn í Bygg- ingariðjuna hf. á Artúnshöfða. Þjófarnir höfðu á brott með sér vandaðan rafmagnsofn, tvö bílaút- varpstæki og 80—100 Iftra af bensfni, sem þeir stálu úr vinnu- vél f eigu fyrirtækisins. Áfengi stolið úr Klúbbnum BROTIST var inn í veitingahúsið Klúbbinn i fyrrinótt og þaðan stolið nokkrum flöskum af áfengi og einhverju magni af sígarett- um. Áfengið var aðallega finnskt vodka. Skattstjórinn í Reykjavík: Skattalöggjöfin stöð- ugt þéttara myrkviði Álögð gjöld 1974 í Reykjavík 15,3 milljarðar — skattstofan hœkkaði skattana um 464 milljónir króna Samningar tók- ust við ASN 1 GÆR tókust samningar milli Vinnuveitendasambands tslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna annars vegar og 10 verkalýðsfélaga, sem öll eru félagar í Alþýðusambandi Norð- urlands, hins vegar. Er samkomu- lagið samhljóða bráðabirgðasam- komulaginu milli ASl og vinnu- veitenda, sem gert var aðfarar- nótt skírdags. Félögin, sem samið var við í gær, eru: Verkalýðsfélag Húsa- víkur, Verkalýðsfélag Presthóla- hrepps, Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, Bílstjórafélag Akur- eyrar, Verkalýðsfélagið Arsæll, Hofsósi, Verkakvennafélagið Ald- an. Sauðárkróki, Verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga, Blönduósi, Verkalýðsfélag Skagastrandar og Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvamms- tanga. Eins og áður sagði er samkomu- lagið samhljóða heildarsamkomu- laginu, sem gert var 26. marz síð- astliðinn, en einnig er sagt f því, að stefnt sé að gerð nýrra kjara- samninga á samningstímanum til 1. júní næstkomandi. Af hálfu félaganna innan ASN tíku þátt i viðræðunum: Jón Ásgeirsson, for- maður ASN, Kolgeinn Frið- bjarnarson, Valdimar Halldórs- son og Kristján Michaelsen. Frá VSÍ: Barði Friðriksson og Ágúst Elíasson og frá Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna Júlíus Kr. Valdimarsson. norðurvarnarlínu borgarinnar og „AÐ SJALFSÖGÐU yrði árangur af störfum skattstofunnar meiri og öll skattframkvæmdin á hærra plani, ef skattalöggjöfin væri ekki stöðugt gerð þéttara myrkv- iði.“ Þannig fórust Halldóri Sig- fússyni, skattstjóra f Reykjavík, orð í viðtali við Mbl. f gær. Vegna rannsókna skattstofunnar á fram- tölum urðu skattahækkanir síð- ustu 5 ársfjórðunga samtals 464 milljónir króna, en að sögn Halldórs yrði árangurinn betri „ef skattstofan þyrfti ekki að bfða millum vita fram yfir sumarmál til að vita hvernig lagaðan skatt- heila hún á að búa sér til hverju sinni — og verða sífellt að vera tilraunastöð fyrir nýjan frum- leika í skattamálum.*' Morgunblaðið óskaði eftir því við Halldór Sigfússon, að Skatt- stofa Reykjavikur léti í té yfirlit um gjöld álögð á hennar vegum i Reykjavík síðastliðið gjaldár. I yfirlitsskýrslu um gjöld álögð í Reykjavik árið 1974 með áorðnum breytingum var tekjuskattur á einstaklingum ásamt álagi í Byggingasjóð, að frádregnum skattafslætti samtals 2,3 millj- arðar króna, en tekjuskattur félaga og stofnana nam 659,5 milljónum króna eða samtals tæp- lega 3 milljörðum króna. Eigna- skattur einstaklinga, aó meðtöldu álagi i byggingasjóð, nam 110,4 milljónum, en hjá félögum og stofnunum var eignaskattur 113 milljónir króna eða samtals 223,4 milljónir króna. Kirkjugjald ein- staklinga nam 35 milljónum króna og kirkjugarðsgjald 47,3 milljónum meðal einstaklinga og tæplega 11 milljónum meðal félaga og stofnana. Gjöld vegna slysatryggingar vegna heimilisstarfa námu rúm- lega 1,5 milljónum króna, en slysatryggingagjöld atvinnurek- enda greidd af einstaklingum námu 8,6 milljónum, en greidd af félögum og stofnunum rúmlega 49 milljónum. Lifeyristrygginga- gjöld atvinnurekenda námu sam- tals hjá einstaklingum 34,3 millj- ónum króna og hjá félögum og stofnunum 294 milljónum króna, atvinnuleysistryggingagjöld at- vinnurekenda námu frá einstak- lingum rúmlega 8 milljónum króna, en frá félögum og stofnun- um 57,8 milljónum króna, launa- skattur einstaklinga nam 84,5 milljónum króna, en félaga og stofnana 587,8 milljónum króna. Utsvör námu samtals rétt tæp- lega 2 milljörðum króna. Einstakl ingar greiddu í útsvör 1,95 milljarða, en félög og stofnanir 1,3 milljónir króna. Viðlagagjald af útsvörum einstaklinga nam rúmlega 1,3 milljónum króna og landsútsvör stofnana og félaga námu 219 milljónum króna. Að- stöðugjöld einstaklinga voru tæp- lega 106 milljónir króna og félaga og stofnana 477 milljónir, en viðlagagjald af aðstöðugjaldi einstaklinga var rúmlega 567 þúsund krónur og félaga og stofn- ana rúmlega 106 þúsund krónur. Iðnlánasjóðsgjald einstaklinga var 11,5 milljónir króna, en félaga og stofnana rúmlega 54 milljónir, iðnaðargjald einstaklinga nam 699 þúsund krónum, en félaga og stofnana 5,8 milljónum. Iðgjald sjúkra- og orlofssjóða nam frá ein- staklingum 4,4 milljónum króna en frá félögum og stofnunum 34,8 milljónum króna. Gjaldársgjöld einstaklinga námu samtals tæp- lega 45 milljónum króna og sölu- skattur greiddur af einstakling- um nam 1,4 milljörðum og félög og stofnanirgreiddu6,7 milljarða. Samtals voru því gjöld einstakl inga í Reykjavík 6,1 milljarður, en félaga og stofnana 9,2 milljarð- ar. Heildargjöld í Reykjavík árið 1974 námu þvi kr 15.351.742.223.—. Sé athugað hvert þessi gjöld hafa farið, kemur i ljós að ríkis- sjóður hefur fengið beint rúm- lega 10 milljarða kröna, en Borgarsjóður Reykjavíkur 2,8 milljarða. Til Tryggingastofnunar ríkisins runnu 453 milljónir króna og til bæjar- og sveitar- félaga utan Reykjavíkur runnu 402 milljónir króna. Bygginga- sjóður rikisins, húsnæðismála- stjórn, fékk 305 milljónir, viðlaga- sjóður tæplega 710 milljónir, olíu- sjóður 343 milljónir og aðrir 206 milljónir króna. Samtals gerir Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.